Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ KANADÍSKA myndlistarkonan og fræðimaðurinn Roewan Crowe er stödd hér á landi í boði Femínista- félags Íslands og SÍM, Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, og held- ur fyrirlestur um verk sín og kenningar í SÍM-húsinu í Hafn- arstræti í kvöld kl. 20. Roewan Crowe er myndlist- armaður, rithöfundur og fræðimað- ur sem tengir saman ólíkar greinar myndlistar og fræða í verkum sín- um og beitir hefðbundnum rann- sóknaraðferðum, kenningum og meðferð máls, í bland við ljós- myndun, myndbönd og skáldskap. Hún er einn af stofnendum MAWA- miðstöðvarinnar í Winnipeg, sem hefur að markmiði sínu að koma konum í myndlist á framfæri og skapa þeim tækifæri til að komast áfram í kanadískum myndlist- arheimi. Fyrirlestur hennar í kvöld er tví- skiptur, þar sem hún annars vegar fjallar um myndbandsverk sitt, Queer Grit og hinsvegar um starf sitt á vegum MAWA. Um myndbandsverkið Queer Grit segir Crowe: „Í þessu verki er ég að skoða tengslin á milli landsins, lík- ama okkar og frásagnaraðferðar vestrans, eins og þetta hefur mótast í gegnum leikföng, sjónvarp og kvikmyndir. Ég er heilluð af rýminu sem skapast þegar árekstur verður milli nýlendusögunnar og frásagn- araðferðar Hollywood, svæðið þar sem raunveruleikinn og tilbúin ímynd sögunnar skarast. Ég beiti frásagnaraðferð vestrans til að bæta inn samkynhneigðinni sem vantar og til að fletta ofan af skefja- lausu ofbeldi vestrans. Hvernig hef- ur vestrinn mótað kynhneigð og kynhugmyndir okkar og hvernig hefur vestrinn mótað hugmynd mína um eigin kynþátt, þann hvíta?“ Myndlist| Fyrirlestur í SÍM-húsinu í kvöld Skoðar hugmyndafræði vestrans í femínísku samhengi Úr myndbandsverkinu Queer Grit eftir Roewan Crowe. SÍGILD ævintýri eru vinsæl hjá börnum sem vilja sjá aftur og aftur það sem þeim lík- ar vel. Í Æv- intýrabókinni hristir Möguleik- hússmaðurinn Pétur Eggerz upp í nokkrum vinsæl- um ævintýrum með því að láta úlfinn úr Rauð- hettu stinga af úr sínu ævintýri. Stúlkan Dóra sem les ævintýri fyrir svefninn fær veiðimanninn í lið með sér og saman leita þau að úlfinum í nokkrum öðrum ævintýrum. Þetta er sniðuglega gert því margt er skondið og spennandi í senn þegar verkinu vindur fram. Ingrid Jónsdóttir leikstjóri hefur treyst leikurum sínum vel, reyndum og óreyndum, því eina leikmyndin eru ljósmyndir sem unnar eru upp úr ævintýrabókum og varpað á vegginn aftan við leiksviðið en sviðsgólfið er tómt að mestu leyti. Þetta tekst vel að mestu leyti og sviðið er vel nýtt. Þetta þýðir að meira mæðir á leikurunum þegar engin er leikmyndin til að styðjast við en stór hluti fólksins er nýliðar. Aðalpersónan Dóra, sem les ævintýrin, er leikin af hinni ungu Sig- rúnu Harðardóttur sem lék prýðilega og lék fallega á fiðlu. Veiðimaðurinn var leikinn af Hjálmari Bjarnasyni en hann var oft broslegur og andhetju- legur. Guðlaugur Baldursson lék úlf- inn en hann var ólíkindalegur og lipur og það sérstaklega þegar hann barð- ist með sverði við prinsinn í Þyrnirós- arævintýrinu. Hins vegar lá úlfinum of hátt rómur og stundum var of mik- ið um hávaða og hamagang í sýning- unni á kostnað lágværari tóna æv- intýranna. Skógarhöggsmaðurinn sem var leikinn af Pétri R. Péturssyni var á lágu nótunum og oft ísmeygi- lega fyndinn og aulalegur. Sigsteinn Sigurbergsson naut sín vel í hlutverki stígvélaða kattarins hégómlega og Brynhildur Sveinsdóttir hvíldi vel í ólíkum hlutverkum mömmu Dóru og stjúpu Öskubusku. Að öllu jöfnu rann sýningin vel áfram, tónlistin var áheyrileg, bún- ingarnir skemmtilegir og lýsingin fal- leg. Yngstu leikhúsgestirnir fá áreið- anlega eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ævintýrabókinni er flett hjá Mosfell- ingum. LEIKLIST Leikfélag Mosfellssveitar Höfundur: Pétur Eggerz. Leikstjórn og leikmynd: Ingrid Jónsdóttir. Myndvinnsla: Sóla ljósmyndari. Ljósahönnun og tækni- ráðgjöf: Gísli Berg. Tónlist og leikhljóð: Guðni Franzson. Búningar: Elva Harð- ardóttir og Gunnhildur Edda Guðmunds- dóttir. Frumsýning í Bæjarleikhúsinu 12. mars 2005 Ævintýrabókin Hrund Ólafsdóttir Pétur Eggerz Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 – AUKASÝNING Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING Lokasýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Su 20/3 kl 20, Su 3/4 kl 20 Ath: Miðaverð kr 1.500 SEGÐU MÉR ALLT - Taumlausir draumórar? AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Fö 18/3 kl 20,Fi 31/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 Síðustu sýningar SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Í kvöld 17/3 kl 20, SÍÐASTA SÝNING 15:15 TÓNLEIKAR - SÓLÓ Tinna Þorsteinsdóttir Lau 19/3 kl 15:15 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Lau 19/3 kl 20 Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 15, Fi 24/3 kl 20, Lau 26/3 kl 15, Lau 26/3 kl 20 SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20. Fö 1/4 kl 20. LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Fö 18/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 19/3 kl 20 - UPPSELT, Su 20/3 kl 21, - breyttur sýningartími! Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT Fi 14/4 kl 20, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELTHÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld 17/3 kl 20 Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20 Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20, Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20 STÓRKOSTLEG SPENNUATRIÐI, TRÚÐAR, ELDUR OG SPRENGINGAR, GAMAN OG GALDRAR. Tryggðu þér miða í síma 568 8000 sýningar: 23. mars kl. 20 24. mars kl. 15 og 20 26. mars kl. 15 og 20 Græn tónleikaröð #4 HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 FÖSTUDAGINN 18. MARS KL. 19.30 Engelbert Humperdinck ::: Forleikur að óperunni Hans og Gréta Anatolíj Ljadov ::: Baba Jaga Anatolíj Ljadov ::: Töfravatnið Pjotr Tsjajkovskíj ::: 1. og 3. þáttur úr ballettsvítunni Þyrnirós Franz Liszt ::: Dauðadans fyrir píanó og hljómsveit César Franck ::: Les Djinns fyrir píanó og hljómsveit Richard Wagner ::: Skógarþytur úr óperunni Siegfried Gustaf Holst ::: Perfect Fool Ballet Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Liene Circene Galdrar og goðsagnir Rumon Gamba, listrænn stjórnandi SÍ, vill með þessum tón- leikum laða fram töfraveröld ævintýra, goðsagna og galdra og víst er að efnisskráin býður upp á slíka veislu. Einleikarinn, Liene Circene, hefur áður leikið á Íslandi og fékk þá einróma lof gagnrýnenda. Nú leikur hún í fyrsta sinn með Sinfóníunni. Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Aðeins tvær sýningar eftir Óliver! Eftir Lionel Bart Lau. 26.3 kl 14 Örfá sæti Lau. 26.3 kl 20 Uppselt Allra síðustu sýningar Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! sýnir PATATAZ fjölmenningarlegan fjölskylduleik Höfundur: Björn Margeir Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Sýnt í Stúdíó 4, Vatnagörðum 4 Fös. 18. mars Lau. 19. mars Mið. 23. mars Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í s. 551 2525 midasala@hugleikur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.