Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 77. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Geysilega öflug
stofnun
Rætt við Kristínu Ingólfsdóttur ný-
kjörinn rektor Háskóla Íslands | 14
Tímaritið og Atvinna
Tímaritið | Stóra Gíslatökumálið Eintóm gleði Stjörnur í linsu Seligers
Strákarnir í borginni Atvinna | Hvað gerir Baadermaður? Fimmta hvert
fyrirtæki íhugar flutning Umfangsmikill langtímasamningur
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
UNDIRBÚNINGUR þátttöku Íslendinga í
Feneyjatvíæringnum í byrjun júní er nú að
hefjast, en Gabríela Friðriksdóttir tekur þátt
fyrir Íslands hönd. Listrænni vinnu við inn-
setningu hennar, Versation/Tetralógía, er að
mestu lokið, en Laufey Helgadóttir sýning-
arstjóri segir hana vinna þar með flest þau við-
fangsefni sem henni hafa verið hugleikin í
gegnum tíðina; málverk, skúlptúra, lágmyndir
og fjögur myndbandsverk.
Laufey segir reynsluna af fyrri tvíæringum
hafa sýnt „að það er gífurlegur áhugi á ís-
lenskri menningu“, en tekur jafnframt fram að
til þess að verkið „geti orðið gott og kynningin
fagleg [þurfi] mikið fjármagn“.
Gabríela hefur fengið fjölda listamanna til
samstarfs við sig; þeirra á meðal Björk Guð-
mundsdóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Ernu
Ómarsdóttur og Sigurð Guðjónsson, sem unnu
með henni að myndböndunum, en tónsmíðar
voru í höndum Bjarkar, Daníels Ágústs, Borg-
ars Þórs Magnasonar og Jónasar Sen. Í mynd-
bandsverkinu Tetralógía vinna þær Björk,
Erna og Gabríela saman í fyrsta skipti.
Undirbúningur Feneyjatvíæringsins að hefjast
Björk vinnur
með Gabríelu
Úr myndbandsverki Gabríelu Friðriksdóttur.
Undraheimur/16
ÁSTRALAR fara á hverju ári
með meira en 600 milljarða ísl.
kr. í ýmsa vöru, sem þeir hafa
ekkert við að gera. Hér er um
það að ræða, sem sálfræðingar
kalla „innkaupameðferð“, sál-
ræna þörf fyrir að kaupa og
kaupa kaupanna vegna.
Kemur þetta fram í könnun,
sem óháð hugveita, Ástralska
stofnunin, hefur gert, en hún
segir, að aðeins fjárausturinn í
óþörf matarkaup sé 13 sinnum
meiri en árleg þróunaraðstoð
landsins. Mest er bruðlað í
mat, sem endar síðan að hluta í
ruslatunnunni, og í öðru sæti
kýs fólk heldur að verja meira
af tíma sínum í „ómarkaðs-
tengdar athafnir“.
Í könnuninni var neytend-
um skipt í fjóra flokka. Í þá,
sem finna til sektar yfir eyðsl-
unni (15%), þá, sem eru í af-
neitun (15%), í „dýrlingana“,
sem reyna að halda aftur af sér
(40%), og í „hvað með það“, þá,
sem láta sér á sama standa.
Fram kemur einnig, að í Ástr-
alíu er vaxandi andúð á um-
hverfismálum vegna þess, að
lagt hefur verið að fólki að
breyta háttum sínum til að
hlífa náttúrunni.
eru ónauðsynleg fatakaup.
Fram kemur í skýrslu stofn-
unarinnar, að æ fleiri Ástralar
séu farnir að líta á innkaupin
fyrst og fremst sem andlega
upplyftingu. Á sama tíma telja
flestir, að þeir hafi ekki nægar
tekjur til að uppfylla þarfir sín-
ar, þar á meðal helmingur
tekjuhæsta fólksins í landinu.
Ástandið í Ástralíu er nú
sagt líkjast því, sem er í
Bandaríkjunum, en þar er það
nánast þjóðleg skylda að eyða
og eyða til að örva efnahags-
lífið. Í Evrópu er yfirleitt ann-
að uppi á teningnum en þar
Milljarðar fara í
„innkaupameðferð“
Sydney. AFP.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum fögnuðu í
gær rannsókn yfirvalda í Úkraínu á vopna-
smygli til Írans og Kína. Skýrt hefur verið frá
því, að fyrir fjórum árum hafi verið seldar
þangað 18 sovéskar X-55-stýriflaugar, sem
borið geta kjarnorkusprengjur.
„Bandarísk og úkraínsk stjórnvöld hafa
sameiginlegan áhuga á að koma í veg fyrir út-
breiðslu kjarnavopna,“ sagði Adam Ereli,
einn talsmanna bandaríska utanríkisráðu-
neytisins, og hét Úkraínustjórn samvinnu við
rannsóknina.
Stýriflaugunum var smyglað úr landi til Ír-
ans og Kína í tíð fyrrverandi stjórnar Leon-
íds Kútsjma, forseta Úkraínu, og hefur það
aukið á grunsemdir um tilgang Írana með
kjarnorkuáætlun sinni. Hefur verið unnið að
rannsókn málsins frá því snemma í febrúar
og sagt er, að nokkrir menn hafi þegar verið
ákærðir og handteknir á laun.
Fagna
rannsókn
í Úkraínu
Washington, Kíev. AP, AFP.
HÉÐINSFJARÐARGÖNG verða boðin út að
nýju í haust. Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra tilkynnti þetta á opnum fundi um jarð-
gangamál í Bátahúsinu á Siglufirði í gær, laug-
ardag, þar sem mættir voru fulltrúar
Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins,
þingmenn, sveitarstjórnarmenn og íbúar á
svæðinu.
Sturla boðaði jafnframt að staðfesta ætti
verkáætlun verktaka í maí á næsta ári, að lok-
inni samningsgerð og undirskrift, og fram-
kvæmdir gætu hafist í júlí sama ár. Á jarð-
gangagerðinni að vera lokið í árslok 2009, sem
er innan við ári síðar en upphaflegar áætlanir
gerðu ráð fyrir, þegar göngin áttu að verða
tilbúin um áramótin 2008/2009.
tveimur árum, m.a. vegna ótta við þenslu af ál-
vers- og virkjunarframkvæmdum á Austur-
landi. Var kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar
þá í kringum sex milljarðar króna. Er hönnun
og lega ganganna óbreytt, þ.e. úr Siglufirði yfir
í Héðinsfjörð og þaðan yfir í Ólafsfjörð.
Stóð aldrei til að hætta við
Samgönguráðherra sagði á fundinum á
Siglufirði að aldrei hefði annað staðið til en að
efna loforð sem stjórnvöld hefðu gefið heima-
mönnum um að ráðast í gerð Héðinsfjarðar-
ganga. Ríkisstjórnin væri vön að standa við gef-
in loforð og það hefði nú verið undirstrikað.
Aldrei hefði staðið til að hætta við ganga-
gerðina.
Sem kunnugt er var búið að bjóða fram-
kvæmdir við Héðinsfjarðargöng út þegar
stjórnvöld ákváðu að slá þeim á frest fyrir um
Héðinsfjarðargöngin
verða boðin út í haust
Sturla Böðvarsson og fleiri skoða fyrirhugað
jarðgangastæði í Héðinsfirðinum.
FJÓRÐI hver húseigandi í Dan-
mörku skuldar svo mikið, að hann er
í raun „tæknilega gjaldþrota“. Hver
minnsta vaxtahækkun eða önnur
áföll geta hrint af stað skriðu nauð-
ungaruppboða með alvarlegum af-
leiðingum fyrir byggingariðnaðinn
og fasteignamarkaðinn í landinu.
Kemur þetta fram í umfangs-
mestu könnun í heiminum á högum
húseigenda að því er segir í Berl-
ingske Tidende en hún var gerð af
Jens Lunde, lektor við Verslunarhá-
skólann í Kaupmannahöfn.
Niðurstaðan er, að 40% húseig-
enda á aldrinum 30 til 40 ára, 25%
allra húseigenda, skulda meira en
nemur verðmæti fasteignarinnar,
stundum 50% meira. Svara þessar
tölur til ástandsins, sem var fyrir
fasteignakreppuna 1987. Þá lækkaði
fasteignaverð um 33% fram til 1993.
Fjórði hver
húseigandi
gjaldþrota
Meira á mbl.is/ítarefni
BÖRNIN í Bangladesh vinna stundum við það að búa til kúamykjukökur en hráefnið fá þau á nautgripamörk-
uðum. Kökurnar eru síðan notaðar til að kynda undir pottunum hjá þeim, sem ekki hafa ráð á öðru eldsneyti.
Reuters
Mykjukökuframleiðsla í Bangladesh
JACQUES Chirac, forseti Frakklands, seg-
ist óttast, að Frakkland muni einangrast í
Evrópu verði hin nýja stjórnarskrá Evrópu-
sambandsins, ESB, felld í þjóðaratkvæða-
greiðslu í maí.
Chirac lýsti þessu yfir eftir að ný skoð-
anakönnun, sem birt var á föstudag, sýndi, að
naumur meirihluti, 51%, ætlar að greiða at-
kvæði gegn stjórnarskránni 29. maí næst-
komandi. Fram að því höfðu stuðningsmenn
hennar verið í meirihluta en andstæðingarnir
þó verið að sækja á.
Chirac sagði, að yrði stjórnarskráin felld,
myndi það bitna á hagsmunum Frakklands
og einangra það innan Evrópu.
Könnunin, sem birt var í Le Parisien, er
mikið áfall fyrir Chirac og stjórn hans en tal-
ið er, að aukin andstaða við stjórnarskrána
endurspegli fyrst og fremst óvinsældir rík-
isstjórnarinnar. Er hún líka nokkurt áfall
fyrir stjórnarandstöðuna, Sósíalistaflokkinn,
sem styður stjórnarskrána en er þó illa hald-
inn af klofningi um það mál.
Chirac óttast
einangrun
París. AP.
♦♦♦