Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 77. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Geysilega öflug stofnun Rætt við Kristínu Ingólfsdóttur ný- kjörinn rektor Háskóla Íslands | 14 Tímaritið og Atvinna Tímaritið | Stóra Gíslatökumálið  Eintóm gleði  Stjörnur í linsu Seligers  Strákarnir í borginni Atvinna | Hvað gerir Baadermaður?  Fimmta hvert fyrirtæki íhugar flutning Umfangsmikill langtímasamningur 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 UNDIRBÚNINGUR þátttöku Íslendinga í Feneyjatvíæringnum í byrjun júní er nú að hefjast, en Gabríela Friðriksdóttir tekur þátt fyrir Íslands hönd. Listrænni vinnu við inn- setningu hennar, Versation/Tetralógía, er að mestu lokið, en Laufey Helgadóttir sýning- arstjóri segir hana vinna þar með flest þau við- fangsefni sem henni hafa verið hugleikin í gegnum tíðina; málverk, skúlptúra, lágmyndir og fjögur myndbandsverk. Laufey segir reynsluna af fyrri tvíæringum hafa sýnt „að það er gífurlegur áhugi á ís- lenskri menningu“, en tekur jafnframt fram að til þess að verkið „geti orðið gott og kynningin fagleg [þurfi] mikið fjármagn“. Gabríela hefur fengið fjölda listamanna til samstarfs við sig; þeirra á meðal Björk Guð- mundsdóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Ernu Ómarsdóttur og Sigurð Guðjónsson, sem unnu með henni að myndböndunum, en tónsmíðar voru í höndum Bjarkar, Daníels Ágústs, Borg- ars Þórs Magnasonar og Jónasar Sen. Í mynd- bandsverkinu Tetralógía vinna þær Björk, Erna og Gabríela saman í fyrsta skipti. Undirbúningur Feneyjatvíæringsins að hefjast Björk vinnur með Gabríelu Úr myndbandsverki Gabríelu Friðriksdóttur.  Undraheimur/16 ÁSTRALAR fara á hverju ári með meira en 600 milljarða ísl. kr. í ýmsa vöru, sem þeir hafa ekkert við að gera. Hér er um það að ræða, sem sálfræðingar kalla „innkaupameðferð“, sál- ræna þörf fyrir að kaupa og kaupa kaupanna vegna. Kemur þetta fram í könnun, sem óháð hugveita, Ástralska stofnunin, hefur gert, en hún segir, að aðeins fjárausturinn í óþörf matarkaup sé 13 sinnum meiri en árleg þróunaraðstoð landsins. Mest er bruðlað í mat, sem endar síðan að hluta í ruslatunnunni, og í öðru sæti kýs fólk heldur að verja meira af tíma sínum í „ómarkaðs- tengdar athafnir“. Í könnuninni var neytend- um skipt í fjóra flokka. Í þá, sem finna til sektar yfir eyðsl- unni (15%), þá, sem eru í af- neitun (15%), í „dýrlingana“, sem reyna að halda aftur af sér (40%), og í „hvað með það“, þá, sem láta sér á sama standa. Fram kemur einnig, að í Ástr- alíu er vaxandi andúð á um- hverfismálum vegna þess, að lagt hefur verið að fólki að breyta háttum sínum til að hlífa náttúrunni. eru ónauðsynleg fatakaup. Fram kemur í skýrslu stofn- unarinnar, að æ fleiri Ástralar séu farnir að líta á innkaupin fyrst og fremst sem andlega upplyftingu. Á sama tíma telja flestir, að þeir hafi ekki nægar tekjur til að uppfylla þarfir sín- ar, þar á meðal helmingur tekjuhæsta fólksins í landinu. Ástandið í Ástralíu er nú sagt líkjast því, sem er í Bandaríkjunum, en þar er það nánast þjóðleg skylda að eyða og eyða til að örva efnahags- lífið. Í Evrópu er yfirleitt ann- að uppi á teningnum en þar Milljarðar fara í „innkaupameðferð“ Sydney. AFP. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum fögnuðu í gær rannsókn yfirvalda í Úkraínu á vopna- smygli til Írans og Kína. Skýrt hefur verið frá því, að fyrir fjórum árum hafi verið seldar þangað 18 sovéskar X-55-stýriflaugar, sem borið geta kjarnorkusprengjur. „Bandarísk og úkraínsk stjórnvöld hafa sameiginlegan áhuga á að koma í veg fyrir út- breiðslu kjarnavopna,“ sagði Adam Ereli, einn talsmanna bandaríska utanríkisráðu- neytisins, og hét Úkraínustjórn samvinnu við rannsóknina. Stýriflaugunum var smyglað úr landi til Ír- ans og Kína í tíð fyrrverandi stjórnar Leon- íds Kútsjma, forseta Úkraínu, og hefur það aukið á grunsemdir um tilgang Írana með kjarnorkuáætlun sinni. Hefur verið unnið að rannsókn málsins frá því snemma í febrúar og sagt er, að nokkrir menn hafi þegar verið ákærðir og handteknir á laun. Fagna rannsókn í Úkraínu Washington, Kíev. AP, AFP. HÉÐINSFJARÐARGÖNG verða boðin út að nýju í haust. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra tilkynnti þetta á opnum fundi um jarð- gangamál í Bátahúsinu á Siglufirði í gær, laug- ardag, þar sem mættir voru fulltrúar Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins, þingmenn, sveitarstjórnarmenn og íbúar á svæðinu. Sturla boðaði jafnframt að staðfesta ætti verkáætlun verktaka í maí á næsta ári, að lok- inni samningsgerð og undirskrift, og fram- kvæmdir gætu hafist í júlí sama ár. Á jarð- gangagerðinni að vera lokið í árslok 2009, sem er innan við ári síðar en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, þegar göngin áttu að verða tilbúin um áramótin 2008/2009. tveimur árum, m.a. vegna ótta við þenslu af ál- vers- og virkjunarframkvæmdum á Austur- landi. Var kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar þá í kringum sex milljarðar króna. Er hönnun og lega ganganna óbreytt, þ.e. úr Siglufirði yfir í Héðinsfjörð og þaðan yfir í Ólafsfjörð. Stóð aldrei til að hætta við Samgönguráðherra sagði á fundinum á Siglufirði að aldrei hefði annað staðið til en að efna loforð sem stjórnvöld hefðu gefið heima- mönnum um að ráðast í gerð Héðinsfjarðar- ganga. Ríkisstjórnin væri vön að standa við gef- in loforð og það hefði nú verið undirstrikað. Aldrei hefði staðið til að hætta við ganga- gerðina. Sem kunnugt er var búið að bjóða fram- kvæmdir við Héðinsfjarðargöng út þegar stjórnvöld ákváðu að slá þeim á frest fyrir um Héðinsfjarðargöngin verða boðin út í haust Sturla Böðvarsson og fleiri skoða fyrirhugað jarðgangastæði í Héðinsfirðinum. FJÓRÐI hver húseigandi í Dan- mörku skuldar svo mikið, að hann er í raun „tæknilega gjaldþrota“. Hver minnsta vaxtahækkun eða önnur áföll geta hrint af stað skriðu nauð- ungaruppboða með alvarlegum af- leiðingum fyrir byggingariðnaðinn og fasteignamarkaðinn í landinu. Kemur þetta fram í umfangs- mestu könnun í heiminum á högum húseigenda að því er segir í Berl- ingske Tidende en hún var gerð af Jens Lunde, lektor við Verslunarhá- skólann í Kaupmannahöfn. Niðurstaðan er, að 40% húseig- enda á aldrinum 30 til 40 ára, 25% allra húseigenda, skulda meira en nemur verðmæti fasteignarinnar, stundum 50% meira. Svara þessar tölur til ástandsins, sem var fyrir fasteignakreppuna 1987. Þá lækkaði fasteignaverð um 33% fram til 1993. Fjórði hver húseigandi gjaldþrota  Meira á mbl.is/ítarefni BÖRNIN í Bangladesh vinna stundum við það að búa til kúamykjukökur en hráefnið fá þau á nautgripamörk- uðum. Kökurnar eru síðan notaðar til að kynda undir pottunum hjá þeim, sem ekki hafa ráð á öðru eldsneyti. Reuters Mykjukökuframleiðsla í Bangladesh JACQUES Chirac, forseti Frakklands, seg- ist óttast, að Frakkland muni einangrast í Evrópu verði hin nýja stjórnarskrá Evrópu- sambandsins, ESB, felld í þjóðaratkvæða- greiðslu í maí. Chirac lýsti þessu yfir eftir að ný skoð- anakönnun, sem birt var á föstudag, sýndi, að naumur meirihluti, 51%, ætlar að greiða at- kvæði gegn stjórnarskránni 29. maí næst- komandi. Fram að því höfðu stuðningsmenn hennar verið í meirihluta en andstæðingarnir þó verið að sækja á. Chirac sagði, að yrði stjórnarskráin felld, myndi það bitna á hagsmunum Frakklands og einangra það innan Evrópu. Könnunin, sem birt var í Le Parisien, er mikið áfall fyrir Chirac og stjórn hans en tal- ið er, að aukin andstaða við stjórnarskrána endurspegli fyrst og fremst óvinsældir rík- isstjórnarinnar. Er hún líka nokkurt áfall fyrir stjórnarandstöðuna, Sósíalistaflokkinn, sem styður stjórnarskrána en er þó illa hald- inn af klofningi um það mál. Chirac óttast einangrun París. AP. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.