Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMVINNUNEFND um miðhá- lendi Íslands fékk athugasemdir frá alls um 150 manns vegna tillögu að breytingu á svæðisskipulagi miðhá- lendisins til ársins 2015. Eru það mun fleiri athugasemdir en þegar sagt var síðast frá málinu í Morg- unblaðinu en þá höfðu allar póst- sendingar ekki borist. Allar þessar athugasemdir, utan ein, sneru að aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ásahrepps vegna Norðlingaölduveitu. Athuga- semdir frá um 130 manns voru að mestu samhljóða, að sögn Fríðu B. Eðvarðsdóttur, starfsmanns nefnd- arinnar. Þannig bárust nefndinni engar athugasemdir vegna Há- göngulóns eða vetrarmiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, svo dæmi séu tek- in. Samvinnunefndin hefur nú átta vikur til að fara yfir athugasemdirn- ar og mun m.a. fjalla um þær á fyr- irhuguðum fundi 7. apríl næstkom- andi. Til marks um áhuga fólks á Norðlingaölduveitu þá bárust 95 at- hugasemdir þegar svæðisskipulagið miðhálendisins var fyrst kynnt í heild sinni á sínum tíma. Eins og fram hefur komið í blaðinu er í tillögum að Norðlingaölduveitu Landsvirkjunar gert ráð fyrir lón- hæð upp á 566 metra yfir sjó að sum- arlagi. Hæsta staða að vetrarlagi getur orðið 567,8 m.y.s. en rekstr- arhæð lónsins er 30 sentimetrum lægri. Á meðfylgjandi korti, sem að grunni til kemur frá Landsvirkjun, sést staða lónanna betur. Athugasemdir frá 150 manns vegna hálendisskipulags                  !"   Allar utan ein sneru að Norðlingaöldulóni FÉLAGAR í Karlakórnum Heimi í Skagafirði komu Sigfúsi Péturs- syni, einum söngbræðranna frá Álftagerði, á óvart á æfingu í vik- unni og gáfu honum myndir af þeim um 100 kirkjum sem hann hefur sungið í hér á landi í gegnum tíðina. Hefur Sigfús ýmist sungið í þessum kirkjum einn síns liðs eða með kórnum og bræðrum sínum. Oftast hefur Stefán Gíslason, kór- stjóri og organisti, verið með Sig- fúsi í för, enda segist hann ætla að deila myndunum með Stefáni. Það var formaður kórsins, Páll Dagbjartsson, sem afhenti Sigfúsi myndirnar sem að stórum hluta eru úr myndasafni Morgunblaðs- ins en einnig frá Sigurði Boga Sævarssyni blaðamanni, Jóni Ög- mundi Þormóðssyni, lögfræðingi og áhugaljósmyndara, og fleirum. „Íslandsmet, ef ekki heimsmet“ Páll segir þessa hugmynd hafa fæðst er þeir Sigfús sátu saman í einni söngferð til Húsavíkur og þegar ekið var fram hjá einni kirkju hafi það dottið upp úr Sig- fúsi að hann hefði nú líklega sungið í um 100 kirkjum á Íslandi. „Ég spurði hvort hann hefði tekið myndir af þessum kirkjum, því ég veit að Sigfús er mikill safnari í sér, en hann sagðist því miður ekki hafa gert það. Mér fannst þetta dá- lítið merkilegt og eitt sinn barst þetta í tal við séra Karl Sig- urbjörnsson biskup hérna á Löngumýri og hann taldi að þetta væri áreiðanlega Íslandsmet, ef um, vegna sameiginlegra tónleika þeirra á Sauðárkróki 26. mars og síðan 9. og 10. apríl í Keflavík og Reykjavík. „Það leggst ljómandi vel í mig að syngja með Hljómum, alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Þetta eru karlar á svipuðum aldri og ég og forðum daga hlust- aði maður alltaf á þá. Við bræð- urnir höfum áður starfað með Gunnari Þórðarsyni, þar fer alveg sérstakur öðlingur,“ segir Sigfús, kominn á sjötugsaldurinn en þykir sjaldan hafa sungið betur. sungið í, með tilliti til hljómburðar, segir Sigfús margar kirkjur koma til greina. Nefnir hann þó sér- staklega Fella- og Hólakirkju, enda hafi þeir bræður tekið þar upp eina plötu. Á svipuðum aldri og „karlarnir“ í Hljómum Sigfús er enn að, bæði í karla- kórnum og með bræðrunum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á föstudag eru Heimismenn að æfa lög með bítlahljómsveitinni Hljóm- ekki heimsmet,“ segir Páll. Sjálfur segir Sigfús af sinni kunnu hógværð að eflaust geti þessi kirkjusöngur verið sérstakur en þetta hafi nú tekist á 40 ára söngferli. Ef kirkjur í útlöndum séu meðtaldar sé fjöldinn kominn vel á annað hundraðið. Hann segir söng í kirkjum gefa sér mikið en eðlilega sé erfitt að syngja við at- hafnir eins og jarðarfarir, ekki síst í litlum kirkjum þar sem nálægð við aðstandendur er mikil. Spurður um bestu kirkjuna sem hann hefur Sigfús í Álftagerði fékk kirkjumyndir að gjöf frá Karlakórnum Heimi Hefur sungið í yfir hundrað kirkjum Páll Dagbjartsson, formaður Heimis (t.h.), afhenti Sigfúsi Péturssyni kirkjumyndirnar á æfingu Karlakórs- ins Heimis. Kórinn æfir nú af kappi lög með Hljómum sem þeir munu flytja með hljómsveitinni um páska. „ÞETTA var greinilega mikið högg þegar bílarnir lentu saman því sá sem var á leið upp brekkuna snerist við og rann niður hana. Ég kannaði stöðuna hjá þeim sem kom á móti en ökumaðurinn hafði meiðst og það blæddi úr honum en hann var þó ekki alvar- lega meiddur. Ég þorði ekki að stoppa þarna lengi og hélt áfram en sá í speglinum að fleiri bílar lentu á hinum,“ sagði Ólafur Tryggva- son sem búsettur er á Ströndum. Ólafur sagði að vegrið á milli akreinanna hefði getað afstýrt svona árekstri því alla- vega hefðu fólksbílarnir lent á vegriðinu en ekki hvor framan á öðrum. Ekki er gert ráð fyrir vegriði á nýja kafla vegarins yfir Svína- hraunið neðan Hveradalabrekkunnar en þar verður lagður svokallaður 2 + 1 vegur. Ólafur var á leið upp Hveradalabrekkuna í fyrradag, á eftir bíl sem lenti í fyrsta árekstrinum í brekkunni og sá þegar árekstrahrinan hófst sem endaði með tíu bíla árekstri. „Það var mikil hálka, lágarenningur á veginum og erfiðar aðstæður. Ég var á jeppa og sá sæmilega yfir kófið en bíllinn á undan mér var á vinstri akreininni, alveg inn við miðju vegarins og sá sem kom á móti var líka við miðjuna og þeir bara skullu saman. Þeir voru ekki á mikilli ferð en samt var þetta mikið högg,“ sagði Ólafur. Hann sagð- ist hafa mætt flutningabíl þegar hann kom upp fyrir brekkuna og sá lenti síðan á öðrum bílum í brekkunni. Vegrið hefði getað afstýrt árekstri í Hveradala- brekkunni FÉLAGSMENN í Póstmanna- félagi Íslands hafa samþykkt ný- gerðan kjarasamning við Íslands- póst eins og fram kemur á vef BSRB. Á kjörskrá voru 1.072. Atkvæði greiddu 638 eða tæp 60%. Já sögðu 368 eða 58%. Nei sögðu 255 eða 40%. Auðir seðlar og ógildir voru 15 eða 2%. Samningurinn gildir til þriggja ára eða til ársloka 2007 og nær til um 1.100 félagsmanna Póstmanna- félagsins. Áhersla var á að hækka laun þeirra lægst launuðu. Með- alhækkun launa er um 21% á samningstímanum. Upphafshækk- un á þessu ári er 4,25%, 3,0% frá 1. janúar 2006 og 2,5% frá 1. jan- úar 2007. Póstmenn samþykkja nýjan kjarasamning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.