Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 9
FRÉTTIR
’Verði ekki gripið strax inn ímun Írak ekki verða sá skínandi
viti lýðræðis sem ríkisstjórn
Bush sér fyrir sér heldur mun
þar verða mesta spillingar-
hneyksli í sögunni.‘Ein niðurstaða nýrrar skýrslu samtakanna
Transparency International sem rannsaka
spillingu í heiminum.
’Ef það er ógerlegt, er það óger-legt. Allt þetta þarf að bera undir
bandamenn okkar.‘Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu,
rúmum sólarhring eftir að hafa boðað að
heimkvaðning hermanna frá Írak yrði hafin
í september. Ítölsk dagblöð fullyrtu að
George Bush Bandaríkjaforseti hefði
hringt í Berlusconi og þá hefði komið annað
hljóð í strokkinn.
’Ég tel að Íranar eigi að takaupp lýðræði, það er mín skoðun.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti á blaða-
mannafundi í Hvíta húsinu.
’Hér áður fyrr á tímum stórfjöl-skyldunnar þegar þrjár eða jafn-
vel fleiri kynslóðir bjuggu undir
sama þaki þá vissi amman að
fenginni reynslu þegar eyrna-
bólga var að skjóta upp kollinum
og gat jafnvel miðlað af gömlum
húsráðum til að lina verkinn, vit-
andi að vandinn liði hjá. Nú eru
allir að sinna sínu, amman jafnvel
lögfræðingur í Brussel og afinn
þar með.‘Hannes Petersen, yfirlæknir háls-, nef- og
eyrnadeildar og dósent við læknadeild Há-
skóla Íslands, í viðtali um eyrnabólgu.
’Íslenska er mjög erfitt tungu-mál þegar kemur að samtölum.
Íslenskan er frábært og gull-
fallegt ritmál, en frekar dautt tal-
mál. Það er mjög lítil endurnýjun
og sköpun í gangi. Í dönsku og
ensku er miklu meiri gerjun og
maður getur leyft sér miklu fleiri
hluti. Á Íslandi er varla hægt að
leyfa sér að láta fólk tala eins og
það talar í raunveruleikanum.
Það er eitthvað í uppeldinu. Þessi
skelfilegi þjóðararfur. Maður
getur ekki fengið sjálfan sig til að
skrifa niður einhverjar slettur.
Viðvörunarljósin fara í gang.‘Dagur Kári ræðir næstu mynd sína, sem
heitir Voksne mennesker og er á dönsku.
Ummæli vikunnar
Ingólfur Guðbrandsson STÓRA REISUBÓKIN
Stefnumót við heiminn
Bók í sérflokki
„Bókin STEFNUMÓT VIÐ HEIMINN
er óður til lífs, fegurðar og þekkingar. B.G.“
Tilboðsverð í bókaverslunum
um land allt - 2.000 kr. afsláttur
Dreifing: DREIFINGARMIÐSTÖÐIN
Útg. Ferða- og bókaklúbburinn HEIMSKRINGLA
sími 861 5602.
Gott veganesti fyrir
alla sem ferðast.
Falleg fermingar- eða
tækifærisgjöf.
Allir helstu
sumarleyfisstaðirnir + öll
heimsbyggðin með kortum.
Umsögn:
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Benidorm
31. mars
frá kr. 49.990
Þökkum ótrúlegar viðtökur. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til
Benidorm í 3 vikur á hreint ótrúlegu verði. Beint flug. Þú bókar ferðina
og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita
hvar þú gistir. Á Benidorm nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar
allan tímann. Bókaðu strax á www.heimsferdir.is
Verð kr. 49.990
Netverð á mann,
m.v. 2 í íbúð/stúdíó.
Innifalið flug, gisting
í 21 nótt og skattar.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800
31. mars - 3 vikur
Síðustu sætin
Tryggðu þér ferð til Benidorm á lægsta verðinu
Helgin
öll
á morgun