Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ T veggja vikna ráðstefna kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna snerist um að undir- strika þörfina á því að rík- isstjórnir leggi meiri áherslu á kynjajafnrétti en áður, greiði fyrir framgöngu kvenna á öll- um sviðum, og berjist gegn misrétti gegn þeim. Mikilvægasta niðurstaðan var sú ákvörðun ráðherrahóps SÞ að staðfesta á ný tíu ára samþykkt Pekingráðstefnunnar, ásamt því að brýna fyrir ríkisstjórnum að halda áfram á þessari braut. Það gekk ekki snurðulaust fyrir sig, því Bandaríkjastjórn lagði fram tillögu þess efnis að staðfesting Pekingáætlunarinnar fæli ekki í sér viðurkenningu á neinum nýjum rétt- indum, t.d. rétti til fóstureyðingar. Tillaga BNA hlaut lítinn sem engan stuðning annarra ríkja en Bandaríkjamenn féllu ekki frá henni fyrr en á síð- ustu stundu. Ekki tókst heldur að slíta ráðstefnunni á síð- asta degi eða 11. mars, vegna tafa við að afgreiða ályktanir, og verður henni slitið formlega á næstu dögum ásamt því að setja 50. fund til að kjósa næstu stjórn nefndarinnar. Nefndin samþykkti sex nýjar ályktanir um samþættingu kynjasjón- armiða í stjórnsýslunni, gagnasöfnun um misrétti gegn konum, mansal, stöðu kvenna eftir nátt- úruhamfarir eins og vegna flóðbylgjunnar í Ind- landshafi, frumbyggjakvenna, um rannsóknir og þjálfun kvenna í vísindum (INSTRAW), og um stöðu kvenna í efnahagslífinu. Þá samþykkti fundurinn einnig texta um konur og HIV/AIDS, stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan og um stöðu og aðstoð við palestínskar konur. Síðastnefnda ályktunin olli nokkrum usla þar sem orðalag hennar mátti mögulega túlka sem gagnrýni á Ísr- aelsmenn. Lyktir urðu þær að 38 þjóðir sam- þykktu þessa ályktun í atkvæðagreiðslu, Banda- ríkjamenn greiddu atkvæði gegn henni og tvær þjóðir sátu hjá; Kanada og Ísland. Fjórar þjóðir voru fjarverandi. Hlutur Íslands á ráðstefnunni Ráðstefnan í New York 28. febrúar til 1. mars var 49. fundur kvennanefndarinnar og fór fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Fundurinn var tileinkaður mati á framkvæmd Peking-áætlunarinnar, sem samþykkt var á kvennaráðstefnunni 1995, og niðurstöðu 23. auka- allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem haldið var árið 2000 sem kölluð eru þúsaldarmarkmiðin. Í New York voru bæði lokaðir samningafundir og opnir fundir fyrir fulltrúa ráðstefnunnar. Talið er að um 6000 fulltrúar hafi sótt ráðstefnuna, hvað- anæva úr heiminum. Jafnframt aðaldagskrá var önnur viðamikil dagskrá skipulögð af frjálsum fé- lagasamtökum (NGO, Non-Governmental Org-  Uppræta virðingarleysi og brot á mannrétt- indum stúlkna. Karlmenn og fjölmiðlar Umræðan á kvennaráðstefnunni núna var mjög þróuð og þar skiptust konur á mikilvægum upplýsingum og bættu tengslanet sitt. Samninga- nefndir þjóðanna í kvennanefndinni samþykktu ályktanir, bæði nýjar og gamlar. Vandinn er þó iðulega sá sami, fáir karlar sitja ráðstefnuna, og enn er óljóst hvort orðræðan festir rætur í orð- ræðu leiðtoganna. Verður fagleg og upplýst um- ræðan á kvennaráðstefnunni jaðarumræða áfram eða tekst að fleyta henni inn í meginstraum al- þjóðastjórnmála? Fjölmiðlar sinntu ráðstefnunni ekki og á blaða- mannafundum í höfuðstöðvum SÞ höfðu frétta- menn mun meiri áhuga á skipun Johns Boltons, í embætti sendiherra Bandríkjanna hjá Samein-  Vinna gegn fátækt kvenna  Jafna aðgang kynjanna að menntun  Jafna aðgang kynjanna að heilbrigðisþjónustu  Uppræta ofbeldi gegn konum  Sporna gegn áhrifum stríðsátaka á konur og stúlkur  Auka þátttöku kvenna í efnahagslífinu og bæta aðgang að upplýsingum  Vinna á misskiptingu valda milli kynjanna og þátttöku í ákvarðanatökum  Krefjast fullnægjandi aðgerða til að rétta hlut kvenna á öllum stigum  Vinna gegn virðingarleysi fyrir mannréttindum kvenna  Vinna gegn óhagstæðum staðalmyndum kvenna í fjölmiðlum  Vinna að jöfnum hlut kynjanna að náttúruauðlindum og verndun umhverfis anizations) frá morgni til kvölds í Church Center for the United Nations, tólf hæða í byggingu handan götunnar. Þar voru yfir 100 fjölsóttar og fjölbreyttar málstofur. Á ráðstefnunni tóku þátt 80 ráðherrar, 1800 sendifulltrúar frá 165 aðild- arríkjum, sjö eiginkonur forseta og a.m.k. 2600 fulltrúar frá óháðum samtökum. Í efnahags- og félagsmálanefnd SÞ eiga 54 ríki sæti. Kvennanefndin tilheyrir henni og tóku Ís- lendingar sæti í henni árið 2004 í fyrsta sinn. Kvennanefndin er mjög öflug og hefur fylgt fast eftir samþykktum niðurstöðum frá ráðstefnunni í Peking 1995. Sendinefnd Íslands 2005 tók virkan þátt í ráðstefnunni, m.a. í samnorrænni dagskrá um ungt fólk og kynjahlutverk. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sótti ráðstefnuna og flutti ræðu 1. mars. Í ávarpi sínu fjallaði ráðherra m.a. um áhrif stríðsástands á stöðu kvenna og stúlkna. Hann ræddi einnig um mansal kvenna og ábyrgð allra ríkja í því sambandi. Þá lagði ráðherra áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn launamis- rétti kynjanna og greindi frá sjálfstæðum rétti feðra á Íslandi til fæðingarorlofs sem er ekki framseljanlegur. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að karlar taki virkari þátt í jafnréttisbarátt- unni. Frásögn hans af feðraorlofinu vakti athygli og varð tilefni margra fyrirspurna. Pekingáætlunin og þúsaldarmarkmiðin Þúsaldarmarkmið SÞ eru í brennidepli á þessu ári, en þau voru samþykkt haustið 2000 og tengj- ast stöðu kvenna. Konur eru t.a.m. 80% fátækra, börn eru oftar á þeirra ábyrgð, og konur smitast nú örar af alnæmi en karlar. Þúsaldarmarkmiðin eru eftirfarandi: 1.Eyða fátækt og hungri. 2. Öll börn njóti grunnskólamenntunar árið 2015. 3.Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja sjálfs- ákvörðunarrétt kvenna. 4. Lækka dánartíðni barna. 5. Vinna að bættu heilsufari kvenna. 6. Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúk- dómum sem ógna mannkyninu. 7. Vinna að sjálf- bærri þróun. 8. Styrkja hnattræna samvinnu um þróun. Leiðtogafundur SÞ í haust mun væntanlega staðfesta þúsaldarmarkmiðin á ný, en valdavæð- ing kvenna er talin árangursríkasta leiðin til að breyta heiminum til batnaðar. Kynjajafnrétti er forsenda friðar og jafnvægis í heiminum, að mati Kofi Annan sem flutti ávarp við upphaf kvenna- ráðstefnunnar (CSW-49), ásamt samþættingu kynjasjónarmiða í stjórnkerfinu eins og t.d. í fjár- lögum ríkja. Hann sagði að jafnrétti kynjanna væri ekki að- eins verkefni kvenna, heldur allra og hann vonaði að leiðtogafundurinn í september áttaði sig á því. Þúsaldarmarkmiðin byggjast að nokkru leyti á Pekingáætluninni frá 1995 en hún felst m.a. í því að: Jafnrétti kynjanna er for Jafnréttisumræðan á 49. kvennafundi Sameinuðu þjóðanna og hjá frjálsum félagasamtökum mun skila sér inn í stjórnsýslu landanna á næstu misserum. Gunnar Hersveinn sótti ráðstefnuna í New York fyrr í mánuðinum. Ályktanir hennar munu sennilega knýja ríkisstjórnir til að samþætta jafnréttissjón- armið í allar þýðingarmiklar ákvarðanir, t.d. um fjárlög. Kvennaráðstefnan fjallaði m.a. um þungar byrðar kvenna víða um heim. Hér eru indverskar konur í vinnu austur af Agartala, daginn fyrir alþjóðakvennafrídaginn 8. mars 2005. NOKKUR hópur Íslendinga sótti 49. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóð- anna í New York 28.–11. mars. Nokkrar þeirra voru spurðar um viðbrögð: Margrét /Feministafélagi Íslands „Kvennaráðstefnan hefur gildi sem upplýsingastreymi á milli fólks og sem tengslamyndun,“ segir Margrét Pét- ursdóttir sem fór til New York fyrir hönd Feminstafélags Íslands. „Mest áhrif hafði á mig sú óbilandi barátta kvenna, þrátt fyrir allt það sem þær mega þola, trúin á að betri tímar muni koma. Andrúmsloftið var ólgandi, kvenlegt, og gaf vísbendingu um að allt sé líklegt í þessari baráttu.“ Alvarlegast fannst henni að fram- sæknar þjóðir eru í raun að staðna í þessum málaflokki vegna þess að þeim finnst að þær séu komnar svo langt að í lagi sé að slaka á, leyfa tím- anum að vinna vinnuna. Það er aftur á móti ávísun á bakslag. „Gleðilegast er að konur eru að styrkjast, þær taka það versta úr feðraveldinu í gegnum aldirnar þ.e. of- beldi og blóðsúthellingar og umbreyta því á sinn hátt sér til stuðnings og gegn því valdi sem er þeim óvinveitt,“ segir Margrét. Birna / UNIFEM á Íslandi „Ég var mjög spennt fyrir fundinum enda var um að ræða fyrsta alþjóðlega kvennafundinn sem ég fékk að sækja. Ég þekkti ágætlega söguna af kvenna- ráðstefnunum fjórum og andinn sem sveif yfir vötnum í kringum ráðstefn- urnar í Turku og Peking árin 1994 og 1995 voru mér í fersku minni, þó ég hafi einungis verið unglingur á þeim tíma,“ segir Birna Þórarinsdóttir fram- kvæmdastjóri UNIFEM á Íslandi. „Það var því óneitanlega nokkuð svekkjandi tilfinning að sækja fund sem reyndist vera meiri varnarleikur en sóknarleikur. Við höfðum verið vöruð við þessu áð- ur; að vitað væri að miðað við þá vinda sem blésu um Sameinuðu þjóðirnar væri líklegra að stigin yrðu skref aftur á bak en áfram á fundinum ef farið væri að hreyfa of mikið við textanum. Þrátt fyrir viðvörunina þótti mér súrt í broti, og hreinlega erfitt, að horfa upp á öflugasta ríki heims standa fyrir nið- urrifsstarfsemi á fundinum – og það jafnvel í þeim tilgangi einum að skora stig í landspólitíkinni. Ég fékk nasaþef- inn af áhrifavöldum þessarar stefnu þegar ég sótti málstofu hjá hópinum Concerned Women for America, hópi sem stærði sig af því að hafa barist fyrir breytingatillögu Bandaríkjanna. Ég hef aldrei kynnst öðru eins sam- ansafni af ranghugmyndum í einu er- indi. Þar var femínisma líkt við komm- únisma, t.d. hvað varðar fjölda skilnaðarbarna og fóstureyðinga vs. fórnarlömb Stalíns, Maó og Pol Pot, því var haldið fram að óvígð sambúð leiði frekar til heimilisofbeldis en hjónaband og að femínismi standi fyrir hatur á karlmönnum, samkynhneigð kvenna og róttæka vinstristefnu.“ Kolbrún / Vinstri grænir „Gildi ráðstefnunnar er margþætt. Í fyrsta lagi tryggir hún að málefni kvenna detta ekki út af dagskrá rík- isstjórna, sama hvar er í heiminum,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir alþing- iskona. „Í öðru lagi er hún ákjósanlegur miðill upplýsinga, sem fjölmiðlar, há- skólar og fagaðilar geta auðveldlega nýtt sér í þeim tilgangi að þróa um- ræðuna áfram. Og í þriðja lagi byggir hún brýr milli fólks, en tengsl milli ein- staklinga sem hafa sömu hugðarefni og baráttumál geta valdið straum- hvörfum í þróun málaflokka.“ Eitt af því Kolbrún heillast svo af í starfi SÞ er hversu frjáls félagasamtök eiga þar sjálfsagðan sess. Það tryggir víðsýni í starfinu, að hennar mati. „Þessar tvær vikur í NY voru sneisa- fullar af athyglisverðum málstofum, sem frjáls félagasamtök buðu uppá. Ég sótti nokkrar slíkar og sú sem hafði mest áhrif á mig var málstofa sem skipulögð var af „The Coalition Against Trafficking in Women“ (CATW), sem bar yfirskriftina „Lögleið- ing vændis gerir ríkið að melludólg/ vændismiðlara“. Þar var fjallað um ástandið í þeim ríkjum sem nýverið hafa lögleitt vændi og vinna nú við að setja lög og reglur um „atvinnugrein- ina“. Það hefur reynst ansi snúið.“ Friðbjörg / Kvenréttindafélagið „Að sækja Kvennaþing, Bejing+10, á vegum SÞ í höfuðstöðvum þeirra í New York hefur einstök áhrif á vitund manns sem konu, þar sem kvenlegur kraftur hvaðanæva úr heiminum sam- einast í máttugri orðræðu. Það hvín í undan réttmætum ábendingum og kröfum um jafnari skilyrði og þar með betri heimsbyggð,“ segir Friðbjörg Ingimarsdóttir, kennsluráðgjafi í fjöl- menningu, sem fór á ráðstefnuna fyrir hönd Kvenréttindafélags Íslands. „Konurnar þekkja hvar á brýtur og hafa bent á hvar leiðirnar liggja. Orð skulu verða að stefnu, stefna að að- gerðum og aðgerðir bundnar fjár- magni til þess að konur, mæður og dætur framtíðarinnar geti og fái notið „Óbilandi barátta kvenna“ Friðbjörg Ingimarsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Birna Þórarinsdóttir Margrét Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.