Morgunblaðið - 20.03.2005, Page 11

Morgunblaðið - 20.03.2005, Page 11
menntaveginn í Burma er hún spurð: „Til hvers? Þú þarft hvort sem er að þjóna heimilinu.“ Að velja sér hlutverk Stundum stóðu konur upp á málstofum og fluttu innblásnar tölur. Á einni málstofunni hélt ungur maður úti í sal því fram að fyrirlesarar bæru ekki næga virðingu fyrir móðurhlutverk- inu. Móðir hans væri með tvö meistarapróf en kynnti sig iðulega sem fimm barna móður, það væri aðalatriðið. Stóð þá upp kona og flutti ræðu sem var eins og vel saminn „mónólóg“ og hnit- miðað svar um að málið væri að allar konur ættu að fá að velja sér skilgreiningu, hvort þær kynntu sig sem móður eða t.d. vélaverkfræðing. Hún sjálf átti börn og hafði tekið við börnum systra sinna og hafði haft umsjón með 28 börnum. Hún ætti sér hugsjón um betra líf þessum börnum til handa og að stúlkurnar og allar stúlkur í heim- inum gætu valið sér hlutverk og að sjálfsákvörð- unarréttur þeirra yrði virtur. Sjálf sagðist hún vera svartur frumbyggi, þótt hún væri hvít á hör- und, ástæðan var sú að stjórnvöld í Ástralíu höfðu á sínum tíma kerfisbundið reynt að gera frum- byggja ósýnilega með því að láta hvíta karla nauðga konunum. Margoft kom fram á málstofum að konur í ýmsum löndum búa enn við reglugerðir sem mis- muna kynjunum, og á ráðstefnunni var því sér- staklega beint til ríkisstjórna að afmá öll slík lög og brýnt fyrir þeim að safna upplýsingum um stöðu kvenna og stúlkna í löndum sínum. Á ráð- stefnunni komu fram ótalmargir vitnisburðir um aðgerðaleysi yfirvalda gagnvart misrétti og of- beldi gagnvart konum. Á annarri málstofu sagði kona frá Indlandi frá því að þar í landi hefði verið settur kvennakvóti upp á 33%, en karlmennirnir á þingi brugðust við því með því að koma eig- inkonum sínum, dætrum og systrum inn á þingið og stjórna svo áfram. Vísindakonur sem fyrirmyndir Margrét Pétursdóttir og Friðbjörg Ingimars- dóttir sóttu áhugaverða málstofu American Association for the Advancement of Science. Konur með doktorsgráðu í verkfræði, heilaskurð- lækningum og í rannsóknum sögðu frá, þær standa fyrir alþjóðlegu verkefni (INSTRAW) fyrir SÞ um hvernig auka megi hlut kvenna í raunvísindum, bæði hvað varðar að auka hlut kvenna, og að afla fjármagns. Þær eru fyr- irmyndir og mynda skipulagt stuðningsnet og bjóða fram þjálfun í samvinnu við mennta- málaráðuneyti þjóða, t.d. það sænska. Áhrifaríkt var að hlusta á þær segja frá hindr- unum sem þær höfðu mætt á mennta- og starfs- ferli sínum, t.d. vegna kyns og væntanlegs móð- urhlutverks. Þær gætu ekki verið bæði mæður og afburða vísindamenn. Yngri konur á málstofunni staðfestu að þessar hindranir væru enn til staðar. Kvenkyns yfirheilaskurðlæknir sagði við yngri konurnar að það væru til leiðir til að vera móðir, hafa börn á brjósti og jafnframt verða fram- úrskarandi vísindamaður. Hún ítrekaði hversu mikilvægt það væri að konur sem næðu frama innan vísinda styddu þær sem ætluðu að feta veg- inn. Afrísk kona sem útskrifaðist fyrst kvenna sem verkfræðingur í heimalandi sínu, sagðist hafa þurft að velja milli eiginmanns og náms. Að útskrift lokinni vildi enginn ráða hana í vinnu þótt hún væri með ágætis einkunn. Hún hefur nú í nokkur ár unnið fyrir SÞ til að brjóta konum í Afríku leið innan raungreina. Rætt um kynjaða hagstjórn Prófessor í hagfræði rakti hvernig jafnréttis- sjónarmiðin eru samþætt hagstjórn samfélaga og hvað það merki. Hún lagði áherslu á að jafnrétti kynjanna væri mannréttindi en ekki spurning um viðskipti. Jafnrétti kynjanna í hagstjórn merkir ekki að kynin eigi að borga jafnmikið í skatt, því mikilvægur þáttur í kynjaðri hagstjórn er að meta að konur vinna ólaunuð störf, væru á „ógreiddum launum“ heima við og í ýmiss konar umönnun og félagsþjónustu, en karlar iðulega í launuðum störfum. Meginatriði er að tekið sé tillit til kynjasjónarmiða í öllum þýðingarmiklum ákvörðunum. Mansal, þrælasala á konum og stúlkum, oftast í tengslum við kynlífsiðnaðinn, var mjög ofarlega á baugi á ráðstefnunni og voru tölur fluttar og sagð- ar á mörgum málstofum, og ályktun samþykkt af kvennanefnd SÞ. Mansal birtist í mörgum óhuggulegum myndum, t.a.m. komu fram vitn- isburðir um að herir, ferðaþjónustur og jafnvel ríkisstjórnir tækju beinan eða óbeinan þátt í því að selja konur og stúlkubörn úr landi. Í Nígeríu er sagt að óléttum stúlkum sé rænt, þær lokaðar inni þar til þær fæða, barnið tekið af þeim og selt. Þetta er aðeins stutt frásögn af á annað hundr- uð málstofum í höfuðstöðvum SÞ og byggingunni gegnt henni sem helguð var frjálsum félagasam- tökum. Rachel Mayanja frá Úganda, sem er sér- stakur ráðgjafi Kofi Annan í jafnréttismálum, sagði að hugmyndin um að veita konum vald sé besta leiðin til að flýta æskilegri þróun í heim- inum, draga úr fátækt og að ná markmiðinu um jafnrétti kynjanna. Þessi hugmynd hefur að henn- ar mati þegar öðlast alþjóðlega viðurkenningu og samþykki. Meginspurningin núna eftir 49. kvennaráð- stefnuna er hvort orðræðan á kvennaráðstefn- unni fái hlutdeild í orðræðunni á leiðtogafund- inum í september. Munu fulltrúar þjóðanna þá vera með á nótunum? Sá fundur verður sennilega þétt skipaður körlum. Helga Hauksdóttir, sendi- ráðsfulltrúi Íslands hjá SÞ, telur þó að jafnrétt- isumræðan á 49. kvennafundinum og hjá frjálsum félagasamtökum skili sér inn í stjórnsýslu land- anna, „Þau tíu ár sem liðin eru frá kvennaráð- stefnunni í Peking sýna að umræðan innan nefnd- arinnar hefur áhrif á stefnumótun í hverju landi, því það liggur fyrir að breytingar til hins betra hafa orðið í jafnréttismálum,“ segir hún. „Peking- áætlunin, sem er pólitískt skjal en er ekki laga- lega bindandi, hefur án efa orðið til þess að efla umræðuna á allan hátt og verið hvatning fyrir ríki til að ná þeim markmiðum sem hún beinist að. Framlag félagasamtaka í jafnréttismálum er sömuleiðis mjög mikilvægt og hefur áhrif. Verk- inu er þó ekki lokið.“ konur og eru háðar feðraveldinu. Þegar þær gift- ast yfirgefa þær fjölskyldu sína og verða á fram- færi eiginmanns síns og ef þær skilja þá glata þær og börnin réttindum sínum en karlinn heldur sínu. Einsýnt er því að Samakonur þurfa annars konar úrræði en sænskar konur almennt. Hún sagði einnig frá því að engar rannsóknir eða tölur væru til um Samakonur, þannig hefðu sænsk yf- irvöld í raun brugðist Samakonum. Tvær ungar konur frá Burma lýstu aðstæðum kvenna þar í landi. Konur eru nánast eign feðra sinna, eiginmanna og síðan sona. Sjálfsákvörð- unarréttur kvenna er ekki virtur og móðurhlut- verkið sjálfgefið verkefni allra kvenna. Ekki er ætlast til þess að konur tjái sig á opinberum vett- vangi, enda landið undir herstjórn karla sem fót- umtreður mannréttindi. Konur í Burma virðast nánast vera á byrj- unarreit, og þessar sem sögðu frá eru með bæki- stöð í Taílandi, því eflaust yrði henni umsvifalaust lokað í Burma. Þegar kona segist ætla að ganga uðu þjóðunum, heldur en kvennaráðstefnunni. Bolton var aðstoðarráðherra á sviði vopnaeftirlits í stjórn Georges W. Bush. Sú breyting hefur þó orðið á að kvennaráðstefnan í Peking fékk fremur neikvæða athygli fjölmiðla eins og t.d. Reuter og CNN, en þessi næstum enga. Afl ráðstefnunnar var þó svo mikið að fréttir af henni skiptu ekki sköpum, því áhrifin urðu hnattræn. Konur á jaðarsvæðum Blaðamaður þræddi málstofur og fundi ásamt Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNI- FEM á Íslandi, Margréti Pétursdóttur í Fem- inistafélagi Íslands og Friðbjörgu Ingimars- dóttur, Kvenréttindafélagi Íslands, síðari viku ráðstefnunnar 4.–11. mars. Áberandi var að um- ræðan var reist á tölum og vísindagögnum. Sænsk Samakona, Vivian Labba, tjáði sig t.d. um stöðu Samakvenna í Svíþjóð og sagði að engin sérúrræði væru fyrir þennan hóp. Samakonur búa við allt aðra hefð en sænskar senda fyrir betri heimi Reuters TENGLAR ..................................................................... Tenglar: http://www.un-instraw.org/en/index.html http://www.unifem.org/ gunnars@hi.is sjálfsákvörðunarréttar síns, mennt- unar og jafnræðis á við karla. Vonir okkar bindast við áhrifamátt al- þjóðlegra yfirlýsinga og viðbætur við skuldbindingar ríkisstjórna frá 1995 í kjölfar fundarins í Peking.“ Friðbjörg segir að þrátt fyrir sameig- inlegt ákall hafi fjölbreytni sendikvenna hópsins verið ótrúleg, því heimafylgja þeirra væri svo ólík. „Það er ljóst að skipulagðar kynjarannsóknir skipta sköpum því þær mynda gagnagrunn sem hægt er að byggja á og margar konur kalla einnig eftir að kynþáttur verði einnig mikilvæg breyta því þá verði til enn trúverðugri lýsing. Ég sótti sérstaklega eftir að sitja málstofur sem fjölluðu um konur, réttindi tengd menningu og trú og baráttu minni- hlutahópa og ungs fólks við að hafa áhrif. Frásögn samakonu og banda- rísks hátækniprófessors höfðu mest áhrif á mig, þar sem fram kom í máli þeirra beggja að þrátt fyrir mennt- unar- og menningarmun þá hafa þær báðar þurft að margoft þurft að beygja sig undir vald karla- og feðramenning- arinnar.“ „Tölur vekja alltaf athygli rétt eins og sú að engin kona er forsætisráð- herra í Evrópu og konur í álfunni skipa einungis um 2% toppvaldastaða, en þær sækja mjög fram hvað varðar menntun og launaða atvinnuþátt- töku.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 11 FASTANEFND Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum er með skrifstofu á 36. hæð í byggingu númer 800 á þriðju breið- götu í New York, í göngufjarlægð frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Hjálmar W. Hannesson sendiherra er fastafulltrúi Íslendinga hjá SÞ. Hjálmar er vel til þess fallinn að sækja kvenna- ráðstefnuna núna, því hann tengist kvennaráðstefnu SÞ í Peking árið 1995, hann var sendiherra Íslands í Kína á þeim tíma. Helga Hauksdóttir sendiráðunautur og lögfræðingur í fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hefur dag- lega umsjón í fastanefndinni með mál- efnum þriðju nefndar SÞ um mann- réttinda- og félagsmál, en kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna (Commission on the Statues of Wom- en, CSW) tengist henni. Sú nefnd hefur starfað frá árinu 1946 en eftir kvenna- ráðstefnuna í Peking 1995 var starfs- svið kvennanefndarinnar víkkað svo hún gæti fylgt frumkvæðum Pek- ingáætlunarinnar eftir. Helga er alin upp í Breiðholtinu í Reykjavík og bjó þar til 25 ára aldurs. Hún útskrifaðist úr lögfræðideild Há- skóla Íslands árið 1994 og starfaði hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum til 1998. Hún hóf þá störf hjá utanrík- isráðuneytinu og starfaði fyrst á varn- armálaskrifstofu, þá á skrifstofu þjóð- réttarfræðings ráðuneytisins. Hún hefur starfað hjá fastanefnd Íslands hjá SÞ frá því um sumarið 2002. Fimm diplómatar eru í íslensku fastanefnd- inni og telst hún með þeim fámenn- ustu hjá SÞ. „Þegar ég hóf störf sinnti ég umhverfis-, efnahags- og þróun- armálum og lögfræðilegum mál- efnum,“ segir Helga „og auk þess mál- efnum hafsins“. Hún segir að Ísland sé ein af lykilþjóðum í hafréttarmálum og að aðrar þjóðir fylgist með afstöðu Ís- lands á því sviði. Helga býr nú í NY með eiginmanni sínum, Hafþóri Þor- leifssyni og Urði dóttur þeirra. „Árið 2004 tók Ísland sæti í kvenna- nefndinni,“ segir Helga. Íslendingar hafa ekki setið í kvennanefndinni áður, en 45 ríki eiga sæti í henni. „Þetta er mjög öflug nefnd en frá árinu 1995 hef- ur hún farið yfir markmið Pekingáætl- unarinnar sem sett voru fram í 12 lið- um. Kvennanefndarfundurinn núna, 28. febrúar til 11. mars, hefur endur- skoðað og staðfest á ný þessa áætlun og mikilvægi hennar til að þúsald- armarkmiðunum frá árinu 2000 verði náð,“ segir Helga og að markmiðin fjalli m.a. um fá- tækt og heilsufar kvenna og jafnrétti kynjanna. Ráð- herrayfirlýsing um Pekingáætlunina var samþykkt 4. mars sl. Kvennanefndin hefur á að skipa fimm manna stjórn sem nýtur liðsinnis starfs- fólks SÞ. Helga segir að skýrsla um 49. fund kvennanefndarinnar verði gefin út á næstu vikum og síðan skilað til Efna- hags- og félagsmálaráðsins í haust. „Ég hef aldrei séð svona marga á ein- um fundi hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Helga, „það eru málstofur í hverj- um sal og kytru og á öllum göngum, það er skrafað í hverju horni af konum hvaðanæva úr heiminum. Helga hafði nóg að gera á fundinum, bæði fylgdist hún með ráðherra- umræðunni og var sendinefnd Íslands á fundinum innan handar. Árni Magn- ússon, félagsmálaráðherra, flutti ræðu og tók þátt í ráðstefnunni í fyrri vik- unni. „Ræða ráðherra mæltist mjög vel fyrir, og var sérstaklega spurt um lögin um feðraorlofið sem Íslendingar geta verið stoltir af,“ segir Helga. „Meginmarkmið fundarins núna var að tryggja að haldið verði áfram á sömu braut og að komið verði í veg fyrir bakslag í jafnréttismálum,“ segir Helga og að þrýstingur á ríkisstjórnir um að fara eftir samþykktunum í Pek- ing og þúsaldarmarkmiðunum hafi aukist. Pekingáætlunin er pólitískt skjal sem kvennanefnd SÞ hefur mótað, hún er stefnan sem fara á eftir. Helga segir starfið í kringum fundinn hafi verið ofsalega skemmtilegt og frá- bært faglega séð. „Það er mikilsvert tækifæri að fá að starfa í tengslum við Sameinuðu þjóðirnar og öðlast reynslu í alþjóðlegu umhverfi, að sjá ólíka menningarhópa starfa saman,“ segir hún. „Ég hef starfað hér tæp þrjú ár og hef öðlast nýtt sjónarhorn á svo margt, víkkað sjóndeildarhringinn, og það hefur kennt mér að hugsa í öðru- vísi samhengi. Maður sér það gegn- umgangandi í allri umræðu hér hve víðtæk áhrif ófriður hefur, bæði á þær þjóðir sem glíma við hann og ná- grannaþjóðir þeirra. Ég tel að SÞ séu besta tækið sem þjóðir heims hafa til að vinna gegn ófriði og eyðileggjandi áhrifum hans.“ Ísland tekur sæti í kvennanefndinni Helga Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.