Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 18

Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 18
18 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ V ersations/tetralógía, er nafn innsetningar Gabríelu á Feneyjatvíæringnum í vor. Sýningarstjóri að þessu sinni, eins og reyndar fyrir tveimur árum er Rúrí var fulltrúi Íslands, er Laufey Helgadóttir listfræðingur. Laufey segir Gabríelu vinna með flest þau við- fangsefni sem henni hafa verið hugleikin í gegn- um tíðina; málverk, skúlptúra, lágmyndir og fjögur myndbandsverk, er nefnast Tetralógía. Í verkunum kannar hún skynjanir mannsins, kenndir og fýsnir, tekst á við ringulreið og sundurleysi samtímans og veltir fyrir sér mörk- um þessara ólíku miðla myndlistarinnar, sam- runa þeirra og togstreitu. Af lýsingunni að dæma má ljóst vera að verk- efnið er umfangsmikið enda segir Laufey mark- mið sitt vera að komast „alltaf skrefinu lengra“ [always a little further] en það er einmitt yf- irskrift þess hluta sýninga tvíæringsins sem nú verða á Arsenale, gömlu skipasmíðasvæði Fen- eyjaborgar. Hún segir hinn eiginlega líkama innsetningarinnar vera skálann sjálfan, en hon- um verður breytt töluvert. Hljóði myndband- anna verður varpað utandyra; til þess að má út mörkin á milli þess innra og ytra, og gefa áhorf- endum í skyn hvað bíður þeirra innandyra. Laufey lýsir reynslu áhorfandans sem eins kon- ar ferðalagi í gegnum undraheim tákna, mynda og hljóða, þar sem hann rekst á furðuverur er reika á milli draums og vöku, sannleika og tál- sýnar, himnaríkis og helvítis. Gabríela hefur fengið marga listamenn til samstarfs við sig; þeirra á meðal Björk Guð- mundsdóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Ernu Ómarsdóttur og Sigurð Guðjónsson sem unnu með henni að myndböndunum, en eiginlegar tónsmíðar voru í höndum Bjarkar, Borgars Þórs Magnasonar, Daníels Ágústs og Jónasar Sen. Sjálf sýningarskráin er unnin sem hluti af verkinu, en stendur einnig sem sjálfstætt verk. Hönnun hennar er í höndum M/M í París, en á bak við það nafn standa þeir Mathias Augst- inyak og Michael Amzalag, sem einnig hanna allt annað prentefni og hátalarana fyrir sýn- inguna. Skránni mun fylgja geisladiskur með tónlistinni úr myndböndum Tetralógíunnar. Textahöfundar eru Hans Ulrich Obrist, Kristín Ómarsdóttir, Sjón og Stephanie Cohen. Minnir á hugmyndafræði endurreisnarinnar Vinnuferlið, með öllum þessum fjölda sam- starfsmanna, er óneitanlega forvitnilegt – minnir á hugmyndafræði endurreisnarinnar. Það hlýtur að vera skemmtilegt að fara með slíkt verk frá Íslandi og til höfuðvígis endur- reisnarinnar, Ítalíu? „Já,“ segir Laufey og hlær við. „En þetta er þó einungis hluti þess fólks sem hefur komið að þessu, á hinum ýmsu stigum. Það er mjög sterk innbyrðis tenging í verkinu, ekki bara á milli miðlanna sjálfra og viðfangsefnanna, heldur líka staðanna sem við sögu koma; eitt mynd- bandið er gert á Ítalíu, tvö í Brussel þar sem Gabríela býr og það fjórða á Íslandi.“ Hún segir sýningarstjórana tvo sem nú eru yfir tvíæringnum, þær Maríu de Corral og Rosu Martínez, hafa tilkynnt að aðalþema tvíærings- ins væru tengslin á milli nútíðar og þýðingar- mikillar fortíðar, annars vegar, og hins vegar tengslin á milli nútíðar og nýjustu straumanna. María de Corral verður með sögulega yfirlits- sýningu í ítalska skálanum undir yfirskriftinni „Reynslan af listinni“ [The Experience of Art], en hún vinnur þá samhliða sýningunni „Alltaf skrefinu lengra“ sem Rosa Martínez stýrir. „Sá titill höfðar sterkt til mín, því hann er eins og sniðinn fyrir okkur. Þá er ég ekki bara að tala um verkið, heldur þátttöku Íslands. Þegar við Rúrí fórum að vinna með þetta síð- ast var markmiðið einnig að bæta þátttökuna; þ.e.a.s. umgjörðina. Er við Gabríela hittumst fyrst til að ræða um hennar þátttöku var ljóst að hún vildi ekki síst styrkja almenna þátttöku Ís- lands á tvíæringnum. Hún veit auðvitað að Fen- eyjatvíæringurinn er afar mikilvægt tækifæri fyrir listamanninn sem sýnir, en ekki síður fyrir þjóðina alla hvað varðar kynningu á íslenskri menningu. Það kom strax fram í upphafi að nauðsynlegt yrði að ráða kynningarfulltrúa sem myndi vera með aðstöðu í íslenska skálanum og starfa allan tímann við kynningarstarf. Reynsl- an af fyrri tvíæringum hefur sýnt að það er gíf- urlegur áhugi á íslenskri menningu og því er mikilvægt að yfir sýningartímann sé fulltrúi sem sjái alfarið um að sinna þessu krefjandi starfi og nýti þau tengsl sem þessi vettvangur býður upp á fyrir framtíðina. Að sjálfsögðu reyna allir listamenn að gera sitt besta við listsköpunina, en til þess að verkið geti orðið gott og kynningin fagleg þarf mikið fjármagn. Svo má ekki gleyma því að þetta er stærsta verkefni sem listamennirnir fá og því er óskaplega mikið í húfi fyrir þá. Í raun er betra að sitja heima, heldur en að taka þátt, nema það sé hægt að gera þetta almennilega.“ Tilbúin til að storka örlögunum Laufey segir Rosu Martínez hafa vísað mikið í Claude Leví-Strauss, þegar hún tilkynnti um titilinn „Alltaf skrefinu lengra“. „Hann hefði sagt að það væri ekki lengur hægt að finna ný lönd, en hún hefði þá trú að maður gæti alltaf komist aðeins lengra. Titillinn á uppruna sinn að rekja til Hugo Pratt, teiknimyndahöfundar frá Feneyjum, sem skrifaði Corto Maltese bæk- urnar, en ein þeirra heitir „Always a little furth- er“. Söguhetjan í verkinu er persónugerving hins rómantíska, sjálfstæða ferðamanns sem er óhræddur við að brjótast yfir ný landamæri og opinn fyrir nýjum tækifærum. Tilbúinn að storka örlögunum. Mér finnst þessi lýsing einn- ig eiga við Gabríelu, og er því ánægð með valið.“ Þessi lýsing er einnig myndhverfing fyrir þær kröfur sem þarf að gera til ferðalangsins sem kemur til að skoða verkið, það eru í raun allir að leggja upp í einhvers konar ferðalag til að skoða tvíæringinn; einnig þótt það sé í yf- irfærðum skilningi? „Auðvitað. Og með því að velja svona skáld- sagnapersónu sem innblástur þá er líka verið að leggja áherslu á listina sem hugarsmíði og hug- myndina um ímyndunaraflið, sem getur í raun leitt til betri skilnings á raunveruleikanum. Gabríela vinnur mjög mikið út frá bókmennt- unum í sinni list. Innblásturinn í þessu verki er t.d. ekki einungis úr þjóðararfinum, heldur einnig úr heimsbókmenntunum. Fyrir utan bókmenntirnar sækir hún mikið í dulspeki, kvikmyndir, tónlistarheiminn og listasöguna sjálfa. Hún fellur því líka vel undir titilinn um tengslin á milli fortíðar og nútíðar, eins og sést t.d. á því hvernig hún nýtir sér tæknina og hina ýmsu miðla en skáskýtur líka augunum til for- tíðarinnar. Hún er mjög meðvituð um listasög- una og sögulegt samhengi verkanna, sem sést kannski best í öllum viðfangsefnunum sem hún tekur fyrir. Sýningin „Melankólía“, sem var í i8 á Listahátíð 2004, þar sem hún vann mikið með slík þemu, umbreytingu og erótík, var ef til vill forsmekkurinn að innsetningunni í Feneyjum. Nú er titill verksins fremur óræður, getur þú greint frá því með hvaða hætti hann vísar til verksins sjálfs? „Verkið er mjög margrætt eins og ég sagði áðan, það er eins og frönsk „mille feuille“ eða þúsundlagakaka,“ svarar Laufey. „Titillinn er mjög mikilvægur í því sambandi, „Versations“ vísar til orðsins „conversations“ [samræður] án forliðarins. Verkið fjallar því um samræðurnar – eða raddirnar sem verða til þegar hver syngur með sínu nefi. Um leið fjallar það um vonina eða drauminn um að ólíkar raddir eða skoðanir geti myndað heild, góða eða slæma, en þó alltaf áhugaverða. „Dýrslega“ tríóið Björk, Erna og Gabríela Það er gaman að geta þess að í Tetralógíunni er tríóið, Björk, Erna og Gabríela að vinna sam- an í fyrsta skipti, en þær eru auðvitað allar þrjár afburða fjölhæfar og sterkar listakonur. Allar eru eins og íslensk náttúra og íslenskt veðurfar, kraftmiklar og óútreiknanlegar. Auk þess hafa þær innbyggða þessa miklu „kontrasta“ sem sveiflast á milli birtu og skugga, roks og logns, elds og íss. Þær búa yfir auðugum „innri heimum“ og einhvers konar eldfjallakrafti sem virðist gjósa þegar pressan verður of mikil. Oft er líka eitthvað yndislega „dýrslegt“ sem tengist þeim. Björk og Erna eru til dæmis algjör „sviðsdýr“ og Gabríela um- breytir stundum sjálfri sér í hálfgerð dýr.“ Laufey bendir á í þessu sambandi að í verk- inu „My Movements are Alone like Streetdogs“ sem Jan Fabre samdi sérstaklega fyrir Ernu er hún t.d. í hlutverki götuhunds. Björk umbreytir sér í dýr í sínum myndböndum eins og „Hunt- er“ og Gabríela hefur unnið mjög mikið með dýr og umbreytingar í sínum verkum eins og sjá mátti t.d. á sýningunni, „Dýr inni, dýr úti“ í gall- eríi Sævars Karls árið 2001. „Þær búa allar þrjár yfir stórkostlegum sprengikrafti sem ein- kennir að sumu leyti listsköpun unga fólksins á Íslandi í dag. „Franski félagsfræðingurinn Michel Maff- esoli segir að við séum að fara í gegnum díón- ýska tíma sem endurspeglast ágæta vel í sýn- ingunni „Dionysiac“ sem er í Pompidou-safninu þessa stundina. Bækur heimspekingsins Michel Onfray, sem er hedonisti er aðhyllist munúðar- hyggju og er frábær mælskusnillingur, fjalla m.a. um lífsins lystisemdir, hafa aldrei selst eins vel. Þetta minnir mig óneitanlega á sjöunda áratuginn og segir okkur einfaldlega að þróunin fer ekki endilega fram á við heldur förum við alltaf í hring eða slaufur.“ Sjálft orðið Tetralógía kemur að sögn Lauf- eyjar úr grísku og þýðir eiginlega fjögur leikrit eftir sama höfund. „Fyrstu verkin þrjú voru þá harmleikir, en það fjórða ádeila eða skopstykki. Takmarkið með þessum fjórum leikritum var að sigra í samkeppni í veislu sem helguð var Díonýsosi. Gabríela er að vísa til ákveðins forms, en hún hefur auðvitað alltaf unnið dálítið á díónýskum nótum. Það er því ljóst að Gabríela er með puttana á púlsinum núna. Þátttökuna ber upp á réttum tíma í hennar listferli að mínu mati, auk þess sem það er mikilvægt fyrir Ís- lendinga að gefa ungum listamanni tækifæri, í það minnsta af og til. Það skiptir máli fyrir okk- ar listasögu.“ Nú, eins og reyndar oft áður, heyrast gagn- rýnisraddir er halda því fram að tvíæringar eigi undir högg að sækja, hvað segir þú um það? „Af hálfu ítölsku framkvæmdaraðilanna er mikið lagt undir til að Feneyjatvíæringurinn standi undir væntingum listheimsins að þessu sinni, “ segir Laufey. „Eftir síðasta tvíæring kom til að mynda fram gagnrýni þess efnis að listakaupstefnan í Basel hefði verið miklu betri sýning heldur en Feneyjatvíæringurinn, bæði Undraheimur í anda Sköpunarferli innsetningar Gabríelu Friðriksdóttur á Fen- eyjatvíæringnum komandi er nú að mestu lokið, en sjálft fram- kvæmdaferlið að hefjast. Þátt- taka í Feneyjatvíæringnum er iðulega stærsta tækifæri sem listamenn fá á ferli sínum og því ákaflega brýnt að vel takist til við uppsetningu og kynningu verkefnisins. Laufey Helgadóttir er nú sýningarstjóri fyrir Íslands hönd í annað sinn og Fríða Björk Ingvarsdóttir sló á þráð- inn til hennar til Parísar til þess að forvitnast um hvað yrði á seyði í íslenska skálanum að þessu sinni. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Laufey Helgadóttir, listfræðingur og sýning- arstjóri íslenska framlagsins á Feneyjatvíær- ingnum í ár. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður sem tekur þátt í Feneyjatvíæringnum fyrir Íslands hönd að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.