Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 19

Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 19
listrænt séð og hvað allan viðbúnað og aðstöðu varðaði. Svo hefur líka mikið verið rætt um Frieze-kaupstefnuna í London og Fiac í París sem aldrei hefur verið betri en nú í haust. Þar sem allt þetta heppnaðist svo vel frá listrænu sjónarmiði, miðað við það sem áður gerðist á kaupstefnum, er töluverður þrýstingur á stjórnendur í Feneyjum að standa sig. Þetta sýnir að allar stórsýningar og kaupstefnur bera sig saman við Feneyjatvíæringinn. Mér finnst það athyglisvert og mín tilfinning er sú að María de Corral og Rosa Martínez hafi verið ráðnar sem sýningarstjórar til þess að bæta tvíæringinn. Þó það sé auðvitað svolítið öf- ugsnúið er ljóst að stjórnendur tvíæringsins eru orðnir meðvitaðir um þennan samanburð og ætla sér að bregðast við með því að bæta sig. Í því felst að þjóðarskálarnir þurfa líka að gera betur. Einnig við; og það er á hreinu að það þarf að leggja meira fjármagn í þetta verkefni. Skilningur ráðamanna heima hefur þó gjör- breyst. Reynslan af fyrri þátttöku hefur fætt af sér sannfæringu um að þessi vettvangur er mikilvægur fyrir menningu þjóðarinnar og framlagið núna er meira en síðast. Umfang verkefnisins er þó það mikið og margþætt að enn vantar töluvert upp á. Við þurfum þess vegna að leita til einkafyrirtækja og annarra stofnana en ríkisins, enda er jákvætt að fleiri ólíkir aðilar geti nýtt sér þátttöku á þessum mikilvæga alþjóðlega vettvangi. Íslandsbanki hefur styrkt okkur, en Valur Valsson, sem var bankastjóri Íslandsbanka þegar við Rúrí vorum að vinna að undirbúningi, lagði til þrjár millj- ónir í tvíæringsverkefni sem skiptast til að taka þrisvar þátt. Stuðningur Íslandsbanka nýtist því til sex ára sem er að mínu mati mjög árang- ursríkt.“ Opnunin hluti af verki Gabríelu Að þessu sinni verður í fyrsta sinn af Íslands hálfu haldið veglegt opnunarboð er miðar að því að ná til sem flestra málsmetandi gesta í list- heiminum, þannig að kynningin á íslenska lista- manninum verði sem best og þátttakan þjóni sínum tilgangi. Búið er að leigja leikhús í Fen- eyjum þar sem fyrirhugað er að hafa veisluna. Að sögn Laufeyjar er opnunarveislan í raun hluti af listaverki Gabríelu. „Þar munu ólíkir listamenn, sem komið hafa að gerð innsetning- arinnar, taka sig saman og flytja verk sem sprottið er úr samstarfinu. Þegar þessir hæfi- leikaríku listamenn koma saman gæti allt eins fæðst óvænt, glænýtt og sjálfstætt verk, ef vel tekst til og stemningin verður góð. Þetta gæti því orðið mjög áhrifarík leið til að koma okkur á framfæri. Eigandi leikhússins hefur gríðarleg- an áhuga á Íslandi og við teljum okkur heppin að hafa fengið hann til samstarfs við okkur. Þessi viðburður yrði þann 11. júní, en opnunar- dagar þjóðarskálanna standa í fjóra daga þang- að til tvíæringurinn verður opnaður almenningi þann 12. júní.“ endurreisnar fbi@mbl.is Úr Tetralógíu: Hluti af innsetningu Gabríelu Friðriksdóttur á Feneyjatvíæringnum er fjögur myndbandsverk er nefnast Tetralógía. Í þeim vinna þær Björk Guðmundsdóttir og Erna Ómarsdóttir með Gabríelu, en að sögn Lauf- eyjar Helgadóttur sýningarstjóra búa þær „all- ar þrjár yfir stórkostlegum sprengikrafti sem einkennir að sumu leyti listsköpun unga fólks- ins á Íslandi í dag“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.