Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hvergi í Evrópu búa jafn-margir sígaunar og íRúmeníu. Fjöldi þeirrahefur þó ekki veriðskráður en talið er að hann sé á bilinu 500 þúsund til tvær milljónir en í heildina búa rúmlega 22 milljónir manna í Rúmeníu. Sígaunarnir búa bæði í þorpum og borgum en taka mismikinn þátt í samfélaginu. Miklir fordómar eru í garð þeirra meðal almennings og þá sérstaklega í þá átt að þeir nenni ekki að vinna heldur betli frekar þrátt fyrir að eiga stærðarinnar hallir á víð og dreif um landið. Verkefnið Romanimation var með eitt af meginmarkmiðum að vinna gegn fordómum, koma á óformlegri menntun og bæta samskiptin milli sígaunanna og Rúmena. Orðið rom- animation samanstendur af roma sem stendur fyrir sígaunar, romani fyrir Rúmeníu og animation sem gæti kallast sýnikennsla en það var aðferðin sem var notuð til að ná til fólks og vinna að markmiðunum. Þátttakendur í verkefninu komu frá fimm Evrópulöndum auk þátt- takenda frá Rúmeníu en Evrópu- sambandið og Evrópuráðið styrkja ótal verkefni af þessu tagi á hverju ári. Engin óformleg menntun Unnið var í tveimur þorpum í vesturhluta landsins, Dudestii Noi og Satchinez. Veruleikinn er harður og bilið milli vel stæðra og fátækra skuggalega breitt. Menntun er af skornum skammti og þrátt fyrir að langflest rúmensk börn gangi í skóla þá vantar mikið upp á að öll sígaunabörnin komist til mennta. Engin óformleg menntun er í þorp- unum. Hvergi er boðið upp á skipu- lagða dagskrá eða íþróttaæfingar fyrir börn. Af þessum sökum er agi takmarkaður og einfaldir hlutir eins og að fara í röð geta vafist mjög fyr- ir börnum. Kynþáttafordómar eru miklir og í öðru þorpinu ríkti hálfgerð aðskiln- aðarstefna. Rúmensku börnin léku alls ekki við sígaunabörnin og beittu þau jafnvel ofbeldi. Sígaunarnir bjuggu við miklu verri kost, mörg barnanna voru illa til fara og oft með flær og lýs. Hefðbundinn dagur hófst með undirbúningi fyrir athafnir dagsins. Sérstaklega var gætt að því að bjóða upp á vinnustofur fyrir ungt fólk í þeirri von að það komi til með að fylgja starfinu eftir. Börnin lærðu að búa til hljóðfæri, spila á spil, hoppa í snú snú, leika ýmsa götu- leiki og inn í þetta allt saman var fléttaður boðskapur jafnréttis og samvinnu. Fótboltavöllur stærsta óskin Í fyrra þorpinu, Dudestii Noi, lét árangurinn ekki á sér standa. Þátt- takendum fjölgaði dag frá degi, byggður var lítill leikvöllur úr timbri með dyggri aðstoð ungs fólks í þorpinu og eftir dvöl fjölþjóðlega teymisins liggur fyrir stofnun tveggja samtaka, önnur fyrir sígauna í þorpinu en hin fyrir ungt fólk. Starfið var öllu strembnara í Satchinez. Fátæktin var meiri og henni fylgir vonleysið auk þess sem bæjaryfirvöld voru áhugalaus um verkefnið. Það sem kom einna mest á óvart var hversu léleg samskipti þorpsbúa voru. Allt fram á okkar síðasta dag kom fólk undrandi og spurði hvað við værum að gera og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar náðum við litlum sem engum tengslum við stærstan hluta þorps- búa. Að undanskildum stöku gæsa- hópum voru göturnar auðar og fólk virtist aðeins koma saman á barnum en þar var því miður minnst af okk- ar markhópi. Fyrsta daginn kom mikið af börn- um, bæði Rúmenar og sígaunar. Þeim fækkaði þó dag frá degi og að lokum voru eingöngu rúmensk börn eftir en sagan segir að foreldrar hafi bannað börnunum sínum að koma á staðinn þar sem þau ættu ekki að leika við börn af öðrum kynþáttum. Þá var lítið annað að gera en að setja upp vinnustofu í sígaunahverf- inu og reyna þannig að ná til barnanna. Ein af leiðunum til þess að ná til ungs fólks var að spila fótboltaleik við unglinga. Skemmst er frá því að segja að hið fjölþjóðlega lið var ger- sigrað þrátt fyrir að hafa verið með knattspyrnusnilling frá Ítalíu, ís- lenska og sænska víkinga og fótfráa Belga. Markmið leiksins náðist þó og að honum loknum féllust ung- lingarnir á að starfa með okkur að því að bæta bæjarfélagið. Ósk þeirra var einföld og skýr. Allt tal um sundlaugar og skemmtigarða vék fyrir þeirra mikilvægasta mark- miði: Að byggja upp fótboltavöll til þess að geta verið með skipulegar æfingar. Í þorpinu er fótboltavöllur en hann er eign olíufyrirtækis og starfsmenn þess fá forgang á völlinn. Rétt hjá vellinum er hús og íbúarnir reka alltaf börn í burtu ef þau eru nógu dökk til að kallast sígaunar en láta rúmensk börn óaf- skipt. Innantóm loforð yfirvalda Unglingarnir voru tregir til sam- vinnu við bæjaryfirvöld þar sem þeir sögðu bæjarstjórann gefa út loforð í sífellu sem aldrei yrðu efnd. „Við höfum áður byrjað að vinna við völlinn. Við erum með ákveðið svæði í huga, bæjarstjórinn samþykkti það og við byrjuðum að hreinsa svæðið. Hann hafði lofað að sjá til þess að grasið yrði slegið en nú eru komin nokkur ár síðan og ekkert hefur gerst,“ sagði 19 ára gamall leiðtogi unglinganna. Hópurinn undirbjó ósk sína vel. Útbúið var sérstakt skjal með ósk unglinganna, ástæðum og yfirlýs- ingu um fullan vilja til þess að sjá um alla vinnuna í kringum uppbygg- inguna sjálfir, ef þeir aðeins fengju leyfi, stuðning og nauðsynleg tæki og tól. Á fundum með bæjarstjóranum og varabæjarstjóranum féllu stór loforð og mikill skilningur var á stöðu sígauna. Að loknum fundinum spurðu vongóðu og kannski um margt barnslega einlægu útlending- arnir hvernig þetta legðist í okkar menn. Þeir hristu hausinn. Vonin var engin. Þetta er það sama og þeir segja alltaf. Engu að síður er nú haf- in vinna við hreinsun svæðisins sem hefur verið notað sem ruslahaugur undanfarin ár. Þá er bara spurning hvort bæjarstjórarnir standi við sín loforð. Til stendur að fara á næsta ári til Satchinez og bjóða upp á þjálfun fyrir ungmenni sem geta tekið að sér hlutverk leiðtoga og sérstaklega verður hugað að mennt- un fyrir tilvonandi knattspyrnu- þjálfara. Þróunarhjálp á villigötum? Í báðum þorpunum rákum við okkur á arfleifð þeirrar stefnu í þró- unarhjálp að gefa peninga án þess að fylgjast með því í hvað þeir eru nýttir. Í öllum þorpum hafa verið reistar menningarmiðstöðvar sem standa oftar en ekki auðar þar sem enginn veit hvað á að gera við þær. Samheldni er lítil og fólk bíður eftir að eitthvað breytist á meðan lítil við- leitni er til að stuðla að breytingum. Það er augljóst að öll þróunarhjálp þarf að eiga sér stað í samráði við al- menning því peningar klárast en hugmyndir, sköpun og uppbygging lifa. Hungrað fólk mun aldrei hafa kraft eða hvata til að skapa eitthvað nýtt. Morgunblaðið/Halla Unglingsstrákarnir í Satchinez hafa hafist handa við að hreinsa svæðið þar sem þeir vilja byggja upp fótboltavöll. Í ágústmánuði fóru þrír Ís- lendingar til Rúmeníu og tóku þátt í fjölþjóðlegu verkefni sem m.a. hafði það að markmiði að bæta sam- skipti sígauna og Rúmena. Halla Gunnarsdóttir tók þátt í því ásamt Þresti Sig- urðssyni og Unni Gísladótt- ur og komst að því að stærsta ósk unglingsstráka í litlu þorpi þar í landi er að hafa aðgang að fótboltavelli. hallag@mbl.is Uppbygging fótboltavallar í litlu þorpi í Rúmeníu Morgunblaðið/Halla Í þorpunum er ekkert skipulagt félagsstarf fyrir börn og unglinga og agi því oft takmarkaður. Eitt af markmiðum verkefnisins var að koma á óformlegri menntun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.