Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 29 Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@vortex.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurveri v/Stigahlíð Frönsk hönnun og smíði Hagstætt gengi Frábært verð Kr. 8.400 Kr. 9.900 ERNA Skipholti 3 Sími 552 0775 ◆ www.erna.is Prima Embla Stangarhyl 1 110 Reykjavík Sími 511 4080 Fax 511 4081 www.embla.is M IX A • fí t • 0 5 6 0 5 PEKING – XIAN – GUILIN 6. MAÍ - 17.MAÍ Njóttu þess besta sem Kína hefur að bjóða, í litlum hópi ferðafélaga, þar sem þú öðlast innsýn í mannlíf, menningu og sögu þessa forvitnilega lands. Napóleon keisari á að hafa sagt eitt sinn: „Þegar Kína vaknar þá skelfur heimurinn“. Kína er að vakna. Efnahagslegar framfarir hafa verið slíkar að með ólíkindum er. Markmið ferðarinnar er að upplifa þessa nýju dögun í Kína, þar sem heillandi andstæður hins forna mæta hinum nýju vestrænu gildum sem setja æ ríkari svip á mannlíf og umhverfi landsins. BERIÐ SAMAN VERÐ OG GÆÐI flugsæti til og frá íslandi aðeins 78.600 kr. HEILDARVERÐ FERÐAR AÐEINS 219.000 KR. Á MANN. Innifalið: Flug og flugvallaskattar, gisting í 10 nætur á sérvöldum 5 stjörnu gisti- stöðum, morgunverður, 7 hádegisverðir og 3 kvöldverðir, allar skoðunarferðir, allt innanlandsflug, siglingar, heimsókn og hádegisverður hjá kínverski fjölskyldu og glæsileg danssýning með gala-kvöldverði. PEKING (5 nætur) Á bak við alla ljósadýrð Peking nútímans er borg sem á sér yfir 3000 ára sögu. Mikilfengleiki hinnar „Forboðnu borgar“ lyftir tjaldi tímans. Jafnframt heimsækjum við Kínamúrinn, Sumar- höllina, Himnamusterið, elsta borgarhlutann og þorpið Chuandixia. Síðasti hluti ferðarinnar er í Peking 16. og 17. maí, en þá er opinber heimsókn forseta Íslands til Kína hafin. XIAN (3 nætur) Hápunktur ferðar til Kína er að kynnast hinum heimsfrægu Terracotta hermönnum sem hafa verið í viðbragðsstöðu í yfir 2000 ár. GUILIN (2 nætur) Töfraheimur náttúrunnar bíður þín í Guilin, þar sem lands- lagið er eins og klippt út úr kínversku málverki. Sigling eftir ánni Li þar sem sérkennilega lagaðir fjallstindar rísa við sjón- deildarhringinn er ógleymanlegt ævintýri. KínaDásemdir FYRIR AÐEINS 219.000 KR. – ALLT INNIFAL IÐ! ins og vann að því að keyptar voru tvær sjúkraflugvélar til Akureyrar. „Það var alltaf barningur við það að hér væri staðsett flugvél.“ Fyrri sjúkravélin, eins hreyfils Cessna 180, var keypt í samvinnu við bræðurna Jóhann og Tryggva Helgasyni. Sú vél fórst með fjórum mönnum á Vaðla- heiði í ársbyrjun 1959, þar á meðal flugmaðurinn Jóhann Helgason. Seinni sjúkravélin var tveggja hreyfla Piper Apache, sem Tryggvi Helgason keypti á móti Rauða kross- inum. Sú vél er enn til, hún var end- urbyggð og er í Reykjavík. Á Ak- ureyri er mikill áhugi fyrir að Flugsafnið eignist þá vél. Tíminn í lögreglunni var góður Gísli sagði að tíminn í lögreglunni á Akureyri hefði alls ekki verið erfiður. „Eftir 40 ár í lögreglunni hugsa ég vel til baka enda hafði ég afbragðsgóða menn með mér. Ég hef ekki heyrt annað í bænum eftir allan þennan tíma en lögreglustarfið hafi gengið vel. Allt fólk sem ég hef hitt í gegnum tíðina er svo velviljað að það er hreint með ólíkindum. Ég skil bara ekkert í því stundum. Ég fór nú heldur ekki um með yfirgangi eða hrottaskap. Lykillinn að því að komast eitthvað áfram er að koma vel fram við fólk.“ Eftir að Gísli tók við stöðu yfirlög- regluþjóns fór hann að vinna að því að byggð yrði ný lögreglustöð, enda gamla stöðin í Laxagötu engan veg- inn boðleg lengur að hans mati. „Byggð var ný lögreglustöð við Þór- unnarstræti og allir mjög ánægðir með það,“ sagði Gísli. Húsnæðið við Þórunnarstræti var tekið í notkun á afmælisdegi Akureyrarbæjar 29. ágúst 1968. Lögreglustöðin var opnuð formlega á ný síðastliðið haust eftir gagngerar endurbætur sem staðið höfðu yfir frá því í desember 2003. Jafnframt var ný varastöð fyrir Al- mannavarnir, Neyðarlínuna og Fjar- skiptamiðstöð lögreglunnar opnuð í húsnæðinu. Gísla var að sjálfsögðu boðið að vera viðstaddur við þetta tækifæri og hann lét sig ekki vanta. Þar kom fram í máli Björns Jósefs Arnviðarsonar sýslumanns að það hefði ekki síst verið fyrir þrotlausa baráttu Gísla, fyrrverandi yfirlög- regluþjóns, að ráðist var í byggingu stöðvarinnar á sínum tíma og að hann hefði verið stórhuga. Daníel Guð- jónsson, núverandi yfirlögreglu- þjónn, sagði m.a. við sama tækifæri. „Sérstaklega þykir mér vænt um að sjá þann mann sem án efa átti mestan þátt í því að hús þetta var reist yfir starfsemi lögreglunnar á Akureyri, Gísla Ólafsson, fyrrverandi yfirlög- regluþjón. Húsið dugar enn vel og sýnir það framsýni Gísla að ekki var bætt við einum fermetra af húsrými við þessar endurbætur þrátt fyrir að nýrri starfsemi væri bætt við.“ Gísli tók fyrstu skóflustunguna að húsinu árið 1963. Þegar unnið var að byggingu þyrlupallsins við FSA fékk Gísli fjölda aðila til leggja hönd á plóginn og án þess að þeir fengju krónu fyrir sitt framlag. „Þetta gekk alveg ótrú- lega vel og mér var alls staðar vel tek- ið. Þegar búið var að byggja undir pallinn sá bærinn um að malbika hann.“ Gísli gekk í Oddfellow árið 1940 og var mjög virkur í starfinu alla tíð. Hann hefur gegnt öllum æðstu emb- ættum reglunnar á Akureyri en hefur nú að mestu dregið sig í hlé. Hann mætir þó enn í kaffi í Oddfellowhúsið við Sjafnarstíg, enda bæði heið- ursfélagi og aldursforseti reglunnar í bænum. Gísli lét mikið að sér kveða í starfi Oddfellow og hann var einn helsti hvatamaðurinn að því að ráðist var í byggingu glæsilegs félagsheim- ilis við Sjafnarstíg. Það kom líka í hlut Gísla að taka fyrstu skóflustunguna að húsinu hinn 16. nóvember 1986 en húsið, sem er alls um 1.100 fermetrar, var formlega vígt 10. september 1994. Húsið stendur andspænis lög- reglustöðinni sem Gísli tók einnig skóflustungu að um 25 árum áður. Árni Bjarnarson og Gísli Ólafsson með tveimur erlendum stúlkum sem farið höfðu í útsýnisflug í þessari flugvél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.