Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 31

Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 31 Á undanförnumvikum hef égkomist íkynni viðnýjan anga af viðskiptalífinu á Fróni, fermingariðn- aðinn. Svo er almennu aðgengi að kennitölum og öðrum persónu- upplýsingum fyrir að þakka að gervallur við- komandi viðskipta- heimur veit af því að ungmenni á ferming- araldri býr hér í húsinu. Inn um lúguna hafa enda streymt tilboð og auglýsingar um þjónustu sem talið er að gagnist í þessu samhengi. Veislu- salir og veisluþjónustur falbjóða sig, mynd- skreyttir vörulistar með til- völdum fermingargjöfum hrann- ast upp, auk loforðs um fimm þúsund króna fjárstyrk handa ferm- ingarbarninu ef það lætur svo lítið að leggja að lág- marki vikulaun leikskólakennara inn á reikning í tilteknum banka. Og svo framvegis. Allt þetta þjónustuframboð og meðfylgjandi litprentuð skógar- eyðing varð til þess að ég fór að rifja upp eigin fermingu snemma á áttunda áratugnum. Og sjá. Þá eins og nú þótti mörgum að allt væri að fara úr böndum í gjafa- ofstæki og auðhyggju og að trúarlegt inntak athafnarinnar hefði ekkert vægi lengur. Þeir sem héldu þessu fram höfðu auðvitað rétt fyrir sér. Í minningu minni snerist ferm- ingin um pínlegt augnablik þar sem ég, ungur og fjarska feiminn piltungur milli stóla á umbreyt- ingarskeiðinu úr barni yfir í full- orðna manneskju, var klæddur í hvíta gardínu og gerður að mið- punkti í fjölmennri kirkjuathöfn. Góðu fréttirnar voru þær að þetta yrði afstaðið á tveimur tím- um og mér myndi áskotnast langþráður rafmagnsgítar og magnari fyrir vikið. Það er sjálfsagt að taka það fram að ég hafði ekkert á móti því að stimpla mig persónulega inn í þjóðkirkjuna og mér hefur ekki þótt hún hefta persónulegt frelsi mitt síðan. Í raun höfum við ekkert verið mikið að ves- enast hvort með annað síðan þetta var og hvorugt saknað hins. Hvort sem okkur líkar betur eða verr búum við Íslendingar í afar lítt kirkjuræknu samfélagi og höfum gert um áratugaskeið. Það þýðir ekki að við séum öll trúlaus og okkur þyki lítt til kristilegs boðskapar koma. Það þýðir bara að við tengjum trúar- legar hugsanir okkar ekkert endilega við kirkjubyggingar eða embættismenn kirkjunnar, hvað þá að við lítum á þetta tvennt sem nauðsynlegan tengilið við al- mættið, eilífðina og hið góða. Þetta býsna almenna sinnu- leysi gagnvart kirkjunni sem stofnun, táknar heldur ekki fyr- irlitningu á því starfi sem þar fer fram eða þeim starfsmönnum sem því sinna. Það er hins vegar óneitanlega til marks um það að við teljum okkur sjálf til þess bær, sem einstaklingar, að vega og meta flesta atburði og atvik í lífinu og taka afstöðu til þeirra, án atbeina kirkjunnar. Það getur varla talist óeðlilegt í samfélagi sem býr við góða almenna menntun og frjálst og mikið að- gengi að hvers konar upplýs- ingum og þekkingu. Við erum hins vegar þakklát fyrir tilvist ýmissa kirkjulegra hefða og siða sem tengja okkur við arfleifð okkar, fortíð og for- feður og auðvelda okkur að tak- ast á við það hlutskipti að vera dauðlegar verur, sem elska aðrar dauðlegar verur. Þegar þungbær áföll dynja yfir kunnum við yf- irleitt vel að meta þá þjónustu sem kirkjan og þjónar hennar veita. Það kann að virðast bera vott um skort á heilindum að vilja helst sem minnst af kirkjunni vita nema þegar eitthvað veru- lega bjátar á, en er þó í raun af- ar eðlileg og mannleg afstaða. Við erum jú alin upp við það sem betur fer að leita þeirra upplýs- inga, þeirrar þekkingar, þeirrar aðstoðar sem við teljum okkur þurfa hverju sinni. Sú staðreynd að við teljum okkur ekki oftar en raun ber vitni þurfa að leita þessara fyr- irbæra í kirkjunni er bara stað- festing þess að hún eins og svo margar stofnanir er barn síns tíma og hefur ekki aðlagast sam- félaginu sem við lifum í. Grunn- urinn að boðskap hennar er þó jafn ágætur og fyrr: Ef þú vilt að aðrir komi vel fram við þig, skaltu koma vel fram við þá. Í nafni guðs, gítars og magnara HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson FERÐA-OG LISTAVAKA GRAND HÓTEL mánudagskv. 21.03. kl. 20-22 Ingimundur Sigfússon, fv. sendiherra, endurvakti tengslin við Þýskaland nútímans og mun lýsa Berlín hinni nýju, menningarlegu framúrstefnuborg heimsins sem hann þekkir flestum betur, leiðsögumaður í ferðinni. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og sérfræðingur í verkum og ævi Jóns Leifs, ræðir um feril hans í Þýskalandi og þýsk áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Benedikt Gunnarsson, listmálari og fv. lektor, segir frá safnaheimsókn í Berlín. Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri, segir frá ferðinni LISTAÞRÍHYRNINGUR ÞÝSKALANDS: DRESDEN-LEIPZIG-BERLÍN - 9.-20. júní og sýnir myndir. Aðgangur ókeypis. Hægt að panta nokkur óseld sæti í lok kynningar. EINSTÖK FERÐ Á FRÁBÆRUM KJÖRUM! HEIMSKRINGLA, sími 861 5602. Upplýsingar og pantanir PRIMA-EMBLA S. 511 4080 CHANEL ALLURE HOMME SPORT Nú er einnig fáanlegt After Shave, After Shave Balm, svitalyktar- eyðir og sturtusápa! Kynningar og kaupaukar í öllum verslunum Hygeu mánudag, þriðjudag og miðvikudag! Gréta Boða veitir fag- lega ráðgjöf við val á kremum og förðunarvör- um í Hygeu Kringlunni þriðjudag og miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.