Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 41 UMRÆÐAN ARAGERÐI - VOGUM - EINBÝLI Nýkomið í einkasölu gott einbýli á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr, samtals um 220 fermetrar, vel staðsett við Aragerði, Vogum, Vatnsleysu- strönd. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, búr, stofu, borð- stofu, 3 herbergi og baðher- bergi. Á neðri hæð er inngangur, hol, geymsla, tvö stór herbergi, sjónvarpshol, þvottahús og snyrting. Ný eldhúsinnrétting og allt nýtt á baði. Gólfefni eru að mestu park- et og flísar. Gróinn garður. Verð 24,5 millj. 43350 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Barmahlíð - Efri sérhæð Falleg, björt og vel skipulögð 110 fm efri sérhæð í þríbýli auk sérbílastæðis á lóð og bílskúrsréttar. Hæðin skiptist í breiðan og góðan gang með skápum, eldhús, samliggjandi parketlagðar stof- ur, 3 herbergi og flísalagt baðherbergi með þvottaaðstöðu. Geymsluris og 2 geymslur í kj. Verð 22,9 millj. Klapparstígur - Útsýni Glæsileg 102 fm 4ra herb. útsýnisíbúð á 8. hæð í lyftuhúsi auk sérstæðis í bílageymslu og sérgeymslu í kj. Íb. skiptist í forstofu, fallegt flísalagt bað- herbergi, stórar og bjartar samliggj- andi stofur m. útbyggðum gluggum og tvennum svölum, eldhús með vönduðum eikarinnrétt. og 2 herbergi. Parket og marmari á gólfum. Sameig- inl. þvottaherb. á hæð. Húsvörður. Verð 31,9 millj. Sigtún Glæsileg og nánast algjörlega endur- nýjuð 108 fm 4ra herb. íbúð í lítið nið- urgröfnum kj. í fjórbýli í Laugardalnum auk 4,3 fm sérgeymslu. Íb. skiptist í hol, stofu, borðstofu með fallegum bogadregnum gluggum, eldhús m. nýl. spautulökkuðum, innrétt., endur- nýjað flísalagt baðh. og 2 stór herb. með skápum. Íb. fylgir 1 herb. á gangi utan íbúðar með aðg. að salerni. Parket á gólfum. Verð 19,9 millj. Sumarbústaður við Dalflöt, Hvítársíðu 57 fm nýlegur sumarbú- staður við Dalflöt, Hvítársíðu. Bústaður- inn, sem stendur á u.þ.b. 2ja ha leigu- landi, skiptist í forstofu, eldhús, stofu, 3 herbergi og baðherbergi. Teikn. á skrifst. Verð 9,9 millj. Ránargata - 4ra herb. Glæsileg 96 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í nýlegu steinhúsi í gamla vesturbænum. Íb. skipt- ist í rúmgóða stofu m. útg. á suðursvalir, eldhús m. hvítum innrétt. og góðri borð- aðst., 2 herb., borðstofu, þvottaherb./- geymslu og flísal. baðherb. Parket og flís- ar á gólfum. Afgirt baklóð m. leiktækjum. Verð 21,9 millj. Háteigsvegur - 3ja herb. Fal- leg 87 fm íbúð á jarðhæð/kj. með sérinng. í fjórbýli. Eldhús m. uppgerðum innrétt. og borðaðst., rúmgóð parketl. stofa m. síð- um fallegum gluggum, 2 herb. og flísal. baðherbergi. Sérbílastæði á lóð. Verð 15,9 millj. Brávallagata - 2ja herb. Falleg og nánast algjörlega endurnýjuð 53 fm íbúð á 2. hæð með góðri lofthæð auk sér- geymslu í kj. Nýjar innrétt. og tæki og lagnir. Olíuborin eik á gólfum, rósettur í loftum. Laus strax. Verð 14,2 millj. VEGNA þess að hluti af ís- lenska skólakerfinu er haldgott nám í dönsku eða sænsku eða norsku fyrir þá sem hafa sér- stakar forsendur hafa Íslendingar með stúdentspróf að baki getað farið beint í háskólanám annars staðar á Norðurlöndum. Nem- endur frá öðrum löndum, sem ætla í háskóla í Dan- mörku, hafa þurft að taka „Den Store Danskprøve“ áður en þeir hafa fengið inn- göngu í venjulegt há- skólanám. Hér er um að ræða próf sem fæstir geta tekið án þess að stunda nám í málaskóla í Dan- mörku heilan vetur. Nú stendur til að færa hluta dönsku- kennslu bóknáms- brauta framhalds- skóla niður í grunnskóla, og er þá hætt við að danskir háskólar fari að hugsa sinn gang og loka dyrum sínum. Menntamálaráðuneytið verður að sjá til þess að Íslendingar, sem fara í háskóla annars staðar á Norðurlöndum, þurfi ekki hangsa hálft eða heilt ár í einhverri und- irbúningsdeild. Þá væri til lítils að stytta fram- haldsskólann! Nú segja menn vissulega að hér sé bara um tilfærslu að ræða. En er það? Það er grunnkenning í uppeldisfræðum að hæfileikar til að læra vaxi að minnsta kosti fram að 24 ára aldri. Þeim mun eldri sem nemandinn er, þeim mun meira getur hann lært á ákveðnum tíma. Þetta á líka við um tungumálanám. Margir, ekki síst stjórn- málamenn sem ekkert vita um tungumálanám, halda því fram að það sé betra að byrja snemma. Þetta var í tísku í kringum 1960 þegar menn héldu að meðvitund- arlaus endurtekning væri besta aðferðin í tungumálanámi. Rann- sóknir undanfarinna 45 ára sýna ótvírætt að aðeins að einu leyti er betra að byrja snemma í tungu- málanámi: Þá eru nemendur betri til að herma eftir réttum hreim ef kennarinn talar án hreims. Öll önnur svið tungumálanáms byggj- ast á málþroska og reynsluheimi nemandans. Hvernig á 15 ára ung- lingur að læra að rökstyðja um- sókn um háskólavist á dönsku þegar hann er ekki fær um að gera það á íslensku? Það er fínt að læra ensku snemma af því að enska er alls staðar í kringum okkur hér heima, en ekkert vit er í að læra aðrar tungur snemma því þar reynir á allt annan þroska. Ef teknar eru þrjár kennslu- stundir á viku af framhaldsskól- anum og færðar niður í grunn- skóla þá er hætt við að kunnátta nemenda fari niður fyrir það lág- mark sem danskir háskólar setja til að hleypa íslenskum náms- mönnum inn án aukaprófs í dönsku. Raddir um þetta hafa komið fram hvað eftir annað þegar dönskukennsla hefur verið skorin niður og það hefur gerst nokkuð reglu- lega undanfarin 35 ár. Þegar ég byrjaði að kenna dönsku við Menntaskólann við Sund 1986, fengu nemendur á nátt- úrufræðibraut 7 tíma á viku en nemendur á félagsfræði- og mála- braut 8 tíma. Nú fá nemendur á málabraut 9 tíma en á hinum brautunum fá þeir aðeins 6. Þessu stendur nú til að fækka um 3 yfir línuna. En nú hefur gerst annað: Þang- að til fyrir örfáum árum voru inn- tökuskilyrði á bóknámsbrautir m.a. að nemendur hefðu fengið þokkalega lokaeinkunn í dönsku í grunnskóla. Þetta á ekki lengur við um nemendur sem sækja inn á félagsfræða- eða náttúrufræði- braut. Afleiðing af þessu hefur verið að á þessum brautum sitja nú nokkr- ir, ekki margir sem betur fer, sem tóku ekki samræmt grunnskóla- próf í dönsku og héldu einhvern veginn að þeir þyrftu aldrei fram- ar að læra hana. Og svo bíður þeirra 6 eininga nám sem getur kostað allt að einu ári til viðbótar í framhaldsskóla! Á þessa nemendur hefur vissulega verið skellt hurð í andlitið. Þeir eru dæmi um það að mennta- málaráðuneytið hugsar síður en svo alltaf um að láta nám opna dyr. En skipta þessar opnu dyr að Norðurlöndum okkur máli? Vin- sældir háskólanáms þar fara að minnsta kosti sívaxandi. Síðustu tölur, sem ég sá, sýndu að hvergi erlendis var vinsælla að stunda nám: Þjóðfélagið er líkt og styður jafnvel betur við mann en hér heima. Engin inntökupróf. Sæmi- lega ódýrt að lifa. Engin innrit- unargjöld eða skólagjöld. Fáir að- lögunarerfiðleikar í náminu. Það er ákveðið álag á skólakerfi að hafa þrjú erlend tungumál á öllum bóknámsbrautum. Þar gjöldum við þess að vera lítil þjóð. Margar stórar þjóðir hafa bara eitt, sumar ekkert. Flestar þjóðir hafa bara tvö. Þeir sem ákváðu upp úr aldamótunum 1900 að stað- setja menntaskólanámið þar sem það er í dag, vissu vel að það var ári lengra en í Danmörku sem var þá eina viðmiðið. Helstu rökin þá voru að íslenskir nemendur þurftu líka að læra dönsku. Svo mik- ilvægt er dönskunám sem betur fer ekki í dag. En það er stefna í Evrópu að hafa þrjú tungumál á bóknáms- brautum. Með þeim hætti höldum við í fjöltyngi Evrópu sem eru menningarleg verðmæti sem ekki má glata. Ég skora á menntamálaráðu- neytið að tryggja með samningum við danska, norska og sænska há- skóla að íslenskt stúdentspróf veiti greiðan aðgang að þeim eins og það hefur gert undanfarin 100 ár, og segja okkur skýrt og satt frá stöðunni eins og hún kemur í ljós, áður en menn framkvæma námskrárbreytingar. Ef nemendur þurfa að taka valáfanga í dönsku í framhalds- skóla til að fá aðgang, þá má semja áfangalýsingu í námskrá. Það á ekki að þurfa að setja Ís- lendinga á skólabekk í Danmörku með öðrum útlendingum til að komast inn í hlýjuna. Höldum dyrunum að Norð- urlöndum opnum. Nám á að opna dyr Pétur Rasmussen fjallar um kennslu í Norðurlandamálum ’Ef nemendur þurfa aðtaka valáfanga í dönsku í framhaldsskóla til að fá aðgang, þá má semja áfangalýsingu í nám- skrá.‘ Pétur Rasmussen Höfundur er framhaldsskólakennari í dönsku og var um skeið konrektor Menntaskólans við Sund. SÚ FRÉTT sem hvað mest hefur slegið menn síðasta kastið er sú ákvörðun Ríkiskaupa að semja við pólska skipasmíðastöð um endurbætur á varðskipum okkar. Sá kerfiskalla klafi sem við virðumst bundin er óskiljan- legur fyrir okkur sauðsvartan al- múgann. Fjárhæð sem nemur andvirði eins til tveggja ráð- herrabíla, fjárhæð sem er 1,5 % af ætluðum kostnaði við að tryggja okkur „bráðnauðsynlegt“ sæti í öryggisráði hinna Samein- uðu þjóða, eða fjárhæð sem er brotabrot af því sem kostaði þjóðfélagið að koma á koppinn sendiráði Íslands í Japan, er lát- in ráða úrslitum í málinu. Það hlýtur öllum að vera ljóst að þótt ekki kæmi til neitt nema tekjur hins opinbera í formi op- inberra gjalda þeirra iðnaðar- manna sem að verkinu kæmu þá væri þar um að ræða mun hærri upphæðir en flaggað er sem ástæðu fyrir þessari fráleitu ákvörðun. Auk þess sem afkoma starfsmanna Slippstöðvarinnar og fjölskyldna þeirra væri tryggð meðan á verkinu stæði. Eigum við Akureyringar að trúa því að þetta séu þær trakteringar sem Ríkisstjórn Íslands býður iðnað- armönnum upp á í höfuðstað Norðurlands á því herrans ári 2005? Árni Bjarnason Dapurleg niðurstaða Höfundur er forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höf- uðstaður framhalds- og há- skólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágest- urinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „Forystumennirnir eru und- antekningarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvít- isprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kring- um undirskriftasöfnun Um- hverfisvina hefði Eyjabökk- um verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálf- stæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og út- gerðarmenn til að lesa sjó- mannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.