Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 43 SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 FÉLAG FASTEIGNASALA ÁRNI TEKUR Á MÓTI ÞÉR! BLÖNDUBAKKI 20 - OPIÐ HÚS KL. 15:00 TIL 17:00 WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fasteignasali Góð 110,5 fm 3ja herb. íbúð á 1.hæð með aukaherb. Flísalagt hol/gangur m/parketi, eldhús m/borðkrók, stór stofa og borðstofa m/parketi á gólfi og útgengi á svalir, 2 rúmgóð svefn- herb., fataherbergi, baðherb. m/flís- um á gólfi, sturtu og þvottahús innaf. Stórt aukaherb. fylgir íbúðinni í sam- eign. Þvottahús og hjólageymsla eru í sameign. V. 16,5 m. (4149) ... í öruggum höndum 565 5522Reykjavíkuvegi 60 • Fax 565 5572 Opið: mán-fim 9-18 og fös 9-17 Gunnar Sv. Friðriksson hdl. löggiltur fasteinga- og skipasali www.fasteignastofan.is • Allar eignir á mbl.is Höfum fengið í sölu 11 íbúða fjölbýli á Bíldudal. Tveir stigagangar eru í fjölbýlinu og eru íbúðir 2ja–5 herb., (frá 61,9 fm upp í 124 fm). Stærð lóðar er 1.500 fm. Hús og íbúðir þarfnast verulegra endur- bóta jafnt að innan sem að utan. Gott tækifæri fyrir verktaka þar sem mikil atvinnuuppbygging er á Bíldudal, ný verksmiðja að rísa og eru bjartir tímar framundan. Óskað er eftir tilboðum í fjölbýlið og veitir Ívar allar nánari uppl. á skrifstofu Fasteignastofunnar. Einnig er hægt að sjá myndir og lýsingu á mbl.is/fasteignir undir gilsbakka. Fjölbýli á Bíldudal Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Allar eignir á netinu: www.midborg.isOpið mán.-fös. frá kl. 9-18, lau. frá kl. 11-14 – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! Björn Þorri, hdl., lögg. fast.sali. Kristján, sölumaður. Karl Georg, hrl., lögg. fast.sali. Fríður, ritari. Perla, ritari. Þórunn, ritari. Þorlákur Ómar, sölustjóri. Magnús, sölumaður. Sigurður, sölumaður. Glæsilegar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 4-6 hæða lyftuhúsi á mjög eftirsóttum stað. Fallegt út- sýni er úr íbúðunum og stutt í útiveru, golf, verslan- ir og alla þjónustu. Íbúðirnar, sem eru mjög aðgengilegar, eru fyrir 50 ára og eldri, hannaðar af Kristni Ragnarssyni arkitekt. Íbúðunum er skilað fullbúnum án gólfefna, með vönduðum eikar- og mahóníinnréttingum ásamt glæsilegum stáltækjum. Íbúðirnar eru frá 60 til 106 fm og kosta 12,9-22,8 millj. kr. Húsinu verður skilað fullfrágengnu að utan með steinaðri áferð, en klætt álklæðningu að hluta á stigahús og útbyggingar. Einnig verður hluti svalaganga klæddur með hertu gleri. Lóð verður skilað frágenginni með malbik- uðum bílastæðum, steyptum gangstéttum og grassvæðum þar sem við á á lóð. Þak er stein- steypt og einangrað að ofan og þétt með þakdúk. Öllum íbúðum á efri hæðum fylgja góðar svalir en hellulögð verönd með jarðhæðum. SÓLEYJARIMI 1-7 Í GRAFARVOGI www.soleyjarimi.is VIÐ UNDIRRITUÐ, aðstandendur ráðstefnunnar Með höfuðið hátt, vegna stofnunar háskólaseturs á Vestfjörðum og umræðu um há- skólamál á Vestfjörðum, viljum koma eftirfarandi á framfæri: Í tengslum við „Með höfuðið hátt“, ráðstefnu ungs fólks um framtíð Vestfjarða, sem haldin var á Ísafirði sl. sumar, var efnt til táknrænnar athafnar þar sem stofnun Háskóla Vestfjarða var sviðsett af leikurum Morrans, at- vinnuleikhúss ungs fólks á Vest- fjörðum. Þá þegar höfðu ýmsir lýst yfir vilja sínum til að sjálfstæður háskóli verði stofnaður á Vest- fjörðum og forseti Íslands, hr. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, heiðraði at- höfnina með nærveru sinni. Vitað var að meðal heimafólks var ein- dreginn vilji til að háskóli yrði stofnaður á Vestfjörðum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Að- standendum ráðstefnunnar kom mest á óvart hversu mikinn sam- hljóm kallið eftir háskóla á Vest- fjörðum fékk utan fjórðungs. „Nú verður horft til þingmanna þessa landshluta um að taka við því merki, sem vestfirzkt æskufólk hef- ur hafið á loft og bera það fram til sigurs“, eins og leiðarahöfundur Morgunblaðsins komst að orði af þessu tilefni. Ekki hefur farið á milli mála að það hefur valdið vonbrigðum í fjórð- ungnum að starfshópur mennta- málaráðherra hafi ekki fengið um- boð til að vinna að stofnun Háskóla Vestfjarða og að markið hafi ekki verið sett á stofnun sjálfstæðs há- skóla. Aðstandendur ráðstefnunnar telja þó ástæðu til að staldra ekki of lengi við umræður um stofnun há- skólaseturs – heldur er ástæða til að einhenda sér í stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum. Skrattanum yrði fyrst skemmt ef þetta mál yrði til þess að áhuga- menn um háskóla færu í hár saman út af aukaatriðum. Vonandi verður háskólasetrið til að efla það há- skólasamfélag sem þegar er í fjórð- ungnum og plægja jarðveginn fyrir sjálfstæðan háskóla sem ekki má dragast stundinni lengur að koma á fót. Fjarnámsvæðingunni á síðustu árum hefur fylgt mikil frjósemi og hún hefur tvímælalaust styrkt sam- félagið, en það er ekki að ástæðu- lausu að hún hefur verið orðuð við nýlendustefnu. Í Háskóla Íslands er u.þ.b. eitt starf á hverja fimm nemendur. Ef gert er ráð fyrir að sömu lögmál gildi annars staðar þýða fimm hundruð háskólanemar á Vest- fjörðum, eins og gert er ráð fyrir að verði eftir fimm ár í áætlunum Há- skólaseturs Vestfjarða, að eitt hundrað störf verða til með beinum hætti. Því er eftir miklu að slægjast í sjálfstæðum háskóla, ekki einungis að fjöldi háskólanema verði í fjórð- ungnum heldur einnig samsvarandi störf við rannsóknir, kennslu, stjórnun og rekstur. Sjálfstæður háskóli hefur líka tök á því að laða nemendur inn á svæð- ið og gerir Vestfirðingum kleift að taka þátt í rannsóknarsamstarfi á jafningjagrundvelli. Margir stjórnmálamenn hafa lýst yfir stuðningi við háskóla á Vest- fjörðum á síðustu dögum og hlýtur að teljast til stórtíðinda í málinu að Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra gekk til liðs við baráttu Vest- firðinga nú fyrir skömmu. Þegar stuðningsyfirlýsingar berast úr öll- um landshlutum hlýtur það að vera skylda allra Vestfirðinga að snúa bökum saman og vinna að því sem einn maður að Háskóli Vestfjarða verði stofnaður – ekki seinna en innan þriggja ára. Mikilvægt er að hafa í huga að árangur í málinu verður ekki mæld- ur í orðum og yfirlýsingum, í fyr- irheitum og loforðum. Árangurinn verður einungis mældur í fjár- framlögum, stöðugildum, fjölda nemenda og rannsóknarafköstum. Fyrir hönd undirbúningshóps Með höfuðið hátt: ALBERTÍNA FRIÐBJÖRG ELÍASDÓTTIR, KRISTINN HERMANNSSON, SUNNA HERMANNSDÓTTIR, ÞORLÁKUR RAGNARSSON, ÞORSTEINN MÁSSON. Stofnun háskóla dragist ekki lengur Frá undirbúningshópi Með höfuðið hátt: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.