Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 44

Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 44
44 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ HERRA biskup, Karl Sigurbjörns- son. Bestu þakkir fyrir bréfið sem þú skrifaðir mér í Morgunblaðið 8. febr- úar sl. Mig langar að skrifa þér fáein- ar línur aftur og gera smá grein fyrir upp úr hvernig trúarlegum jarðvegi ég er sprottinn, ef ég má taka þannig til orða. Foreldrar okkar systkinanna voru trúað sveitafólk. Það var föst regla hjá þeim, frá því ég man fyrst eftir mér, að lesa húslestra á hverjum sunnudegi, og voru til þess notaðar ræður sem prestar landsins höfðu flutt í kirkjum sínum. Mig minnir að bókin heiti 50 eða 100 presta hug- vekjur. Svo voru líka oft lesnar ræð- ur sem prófessor Haraldur Níelsson hafði flutt og hét bókin Árin og eilífð- in, ef ég man rétt. Móðir mín hafði miklar mætur á þeirri bók. Á föst- unni las móðir mín alltaf Pass- íusálma, þangað til farið var að lesa þá í útvarpinu. Faðir minn dó þegar ég var 12 ára, þá fertugur, og hafði átt við heilsuleysi að stríða þrjú síð- ustu árin sem hann lifði. Ég tel að ég hafi fengið kristilegt uppeldi, því auk þess sem áður segir kenndi móðir okkar okkur systk- inunum bænir og vers og lagði áherslu á að við færum alltaf með þær áður en við færum að sofa á kvöldin. Ég hef reynt að halda þeim sið alla ævina þó ég sé kominn tals- vert á níunda áratuginn. Trúarskoðanir mínar hafa lítið breyst frá því að ég var ungur. Ég tel hafa mig fyrir löngu verið búinn að fá nægar sannanir fyrir lífi í öðrum heimi, strax eftir dauðann, og einnig hef ég orðið vitni að því að lækninga- miðillinn Einar Jónsson á Ein- arsstöðum, læknaði konu sem há- lærður sérfræðingur á öðrum stóra spítalanum í Reykjavík var búinn að gefast upp á að lækna, en sagði mörgum árum seinna þegar sama konan kom inn á lækningastofu hans, við aðstoðarlækni sinn, og benti á hana: Þessi kona læknaði sig sjálf. Ég hef þessa sögu eftir manni sem mér dettur ekki í hug að rengja. Kraftaverkin gerast ennþá eins og á dögum Jesú Krists. Því skyldi Jesús ekki geta veitt góðum og kærleiks- ríkum mönnum leyfi til þess að lækna fólk með krafti trúarinnar. Við hjónin höfum bæði fengið ríf- legan skammt af alls konar sjúkdóm- um, ég er til dæmis búinn að vera lamaður upp að mitti í 40 ár og kona mín er búin að vera meira en 75% ör- yrki í 27 ár. Auk þess höfum við átt við margs konar sjúkdóma að stríða. Við eigum því auðvelt með að setja okkur í spor annarra sem hafa átt við langvinn veikindi að stríða. Við fórum einu sinni á miðilsfund, einkafund, hjá Hafsteini Björnssyni, og þar komu fram nægar sannanir fyrir því að líf sé eftir dauðann og að þessi margumtalaði grafarsvefn sé bara gömul kenning sem mikill minnihluti þjóðarinnar trúir, en auð- vitað mega þeir sem vilja trúa því. En á þessum fundi fékk ég vissu fyr- ir því að líf er til eftir dauðann og síð- an hef ég aldrei hræðst dauðann. Ég get því sagt eins og séra Hallgrímur: Dauði, kom þú sæll þá þú vilt. Mér finnst ég njóta þess best að hafa bænastund áður en ég fer að sofa á kvöldin, þá fer ég með versin sem mér voru kennd í æsku og oftast einhvern sálm líka. Einnig bið ég gjarnan fyrir sjúkum vinum eða ætt- ingjum. Og ég vil taka undir með skáldinu Kristni Júlíussyni sem sagði í einu ljóði sínu: „Í einrúmi er drottinn mér næstur og viðræðu bestur.“ Ég hef kynnst mörgu fólki á langri ævi og oft rætt trúmálin við margt fólk og reynsla mín er sú að það hef- ur langflest haft svipaðar skoðanir á trúmálum og ég, það er að segja hef- ur verið andatrúar, eða spíritistar eins og sumir kalla það. Hvernig stendur á að þjóðkirkjan virðist vera algerlega andvíg vísindalegum sálar- rannsóknum? Hvað þarf að fela fyrir öllum almenningi? Mjög margir sem ég hef talað við um trúmál eru afar hissa á samþykkt sem prestastefnan gerði 1975, með miklum meirihluta atkvæða, að telja þá sem aðhyllast spíritismann villutrúarmenn sem eigi ekkert erindi í þjóðkirkjuna. Ég spyr var Haraldur heitinn Níelsson villutrúarmaður? Ég man ekki betur en að hann væri lengi prófessor við guðfræðideild Háskólans, og hjá flestum í miklu áliti. Nú eru orðin 30 ár á komandi vori síðan þessi marg- fræga samþykkt var gerð. Mér fynd- ist mjög við hæfi að kirkjan minntist þessa ágæta prófessors með því að afturkalla þessa samþykkt. Þá væri aftur komin á full sátt milli þessara tveggja trúarhópa. Er það líka ekki í samræmi við kenningar Jesú að vinna að sáttum og kærleika milli manna hér á jörð. Ég bið góðan guð að opna augu allra kristinna manna hér á landi svo að þessar sundruðu kirkjudeildir hér geti sameinast í eina öfluga þjóð- kirkju. SIGURÐUR LÁRUSSON, Egilsstöðum. Var Haraldur heitinn Níelsson villutrúarmaður? Frá Sigurði Lárussyni á Egilsstöðum: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 Einar og Gyða taka á móti fólki milli kl. 14 og 16 í dag. Verið velkomin! Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sérlega björt og góð ca 103 fm íbúð í kjallara í fallegu húsi á þessum eftirsótta stað í Reykjavík. Tvö stór svefnherbergi og björt og góð stofa. Parket og flísar á gólfum. Verð 19,0 millj. Flókagata 45 Opið hús í dag Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Sumarbústaður á Þingvöllum Erum með í einkasölu glæsilegan sumarbústað í Þjóðgarðinum. Sumarbú- staðurinn er um 92 fm auk 35 fm tengibyggingar. Sumarbústaðurinn, sem hvílir á steinsteyptum stólpum, skiptist í stofu, eldhús, bað, forstofu, hol og þrjú svefnherbergi. Gólfborð eru úr furu. Gengið er úr stofu út á stóra verönd/pall. Í viðbyggingu er sólstofa, gufubað, sturta o.fl. Stór sólverönd. Bústaðurinn stendur á 5.600 fm landi. Þar er að finna kjarr, krækiberjalyng og bláberjalyng auk þess er mikið af trjágróðri og allhávöxnum trjám: Birki, lerki, greni og aspir. Sandkassi og rólur eru við bústaðinn. Upplýstur malarborinn göngustígur með hellum liggur frá malarbornu bílastæði að bústaðnum. Glæsilegt útsýni er úr sumarbústaðnum yfir vatnið og fjalla- hringinn frá Botnssúlum að Hengli. Verð 25 millj. 2506 KRISTNIBRAUT - ÚTSÝNISÍBÚÐ Stórglæsileg 5 herb. 124 fm íbúð á 3ju hæð í nýlegri mjög fallegri lyftublokk, sem staðsett er fremst í Grafarholtinu og því nýtur íbúðin ein- staklega fallegs útsýnis yfir borgina. Íbúðin er mjög skemmtilega hönnuð, björt og rúmgóð með stórum og fallegum útsýnisgluggum. Íbúðin er vel innréttuð, s.s. massívt parket og flísalagt bað. Laus strax. Verð 27,9 millj. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Mávahlíð Mjög falleg 5 herbergja efri hæð við Mávahlíð í Reykjavík. Íbúðin skiptist þannig: Tvær stofur, þrjú herbergi, eldhús, baðherbergi, fataherbergi og hol. Mikið hefur verið gert fyrir eignina sl. ár, t.a.m. eru gler, gluggar og þak nýlegt. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara. Útigeymsla tilheyrir þessari íbúð. Verð 26,7 millj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.