Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 47 MINNINGAR Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður minnar, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, lengst af til heimilis á Esjubraut 6, Akranesi. Fyrir hönd aðstandenda, Hörður Ólafsson. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRARINS BRYNJÓLFSSONAR vélstjóra, Þverbrekku 4, Kópavogi. Sigurdís Þóra, Guðrún Þórarna, Eva og Ásta Þórarinsdætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar SIGURJÓNS MAGNÚSSONAR vélstjóra og húsasmíðameistara frá Friðheimi í Mjóafirði. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Sigurjónsson, Jón Hermann Sigurjónsson, Rúnar Sigurjónsson, tengdadætur og barnabörn. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hluttekningu og virðingu vegna útfarar ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÖGNU R. SIGURÐSSON, Espigerði 2. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni fyrir sérlega góða um- önnun og hlýju allt frá stofnun heimilisins. Guð blessi ykkur öll. Örn Jónsson, Júlíana Signý Gunnarsdóttir, Margrét, Jón Ragnar og Gunnar Örn, Máni Örn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ÁRNA ÓLAFSSONAR THORLACIUS. Sigríður Thorlacius, Guðríður Thorlacius og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Hamraborg 18. Guðrún Sigurðardóttir, Kristinn Vermundsson, Sigurborg Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, Oddný Sigurðardóttir, Ólafur B. Guðmundsson, Jóna Gunnarsdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Linda Garðarsdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Guðmundsson, Þór Sigurðsson, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, ÞORBJÖRG HULDA ALEXANDERSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi, sem lést mánudaginn 14. mars, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 21. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti Hjálparsveit skáta í Kópavogi eða Sunnuhlíðar- samtökin í Kópavogi njóta þess. Ingimar Sigurðsson, Guðrún Kristinsdóttir, Helgi Stefánsson, Alexander Ingimarsson, Edda Ástvaldsdóttir, Guðmundur S. Ingimarsson, Birna Rúna Ingimarsdóttir, Friðþjófur Th. Ruiz, Jórunn Alexandersdóttir, Lórens Rafn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÚLÍU ELÍASDÓTTUR, Aðalsteini, Stokkseyri. Sævar Gunnarsson, Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Geir Valgeirsson, Andrea Gunnarsdóttir, Borgar Benediktsson, Gunnar Elías Gunnarsson, Valgerður Gísladóttir og ömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR EYJÓLFSSONAR, Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis í Álftamýri 49. Eyjólfur Guðmundsson, Eygló Úlfhildur Ebeneserdóttir, Hörður Guðmundsson, Anna Margrét Tryggvadóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigurgeirsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur R. Vilbertsson, Guðveig Nanna Guðmundsdóttir, Sigurður Grétar Geirsson, Guðlaugur Björn Guðmundsson, Anna María Valdimarsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Dagbjört Erla Ásgeirsdóttir og afabörn. ✝ Kristín GuðrúnBorghildur Bogadóttir Thor- arensen fæddist í Hvammsdal í Saur- bæjarhreppi í Dala- sýslu 16. ágúst 1911. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi, 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bogi Jónsson Thorarensen, bóndi í Hvammsdal, f. 18. febrúar 1875, d. 24. febr. 1913, og Guð- rún Guðmundsdótt- ir, f. 8. sept. 1884, d. 25. febr. 1925. Systkini Kristínar Borghild- ar eru; Jón, f. 5. júlí 1907, d. 5. sept. 1987, Guðmundur, f. 24. júlí 1908, d. 2. nóv. 1985, Steinunn Jakobína, f. 11. febr. 1910, Bog- hildur Lára, f. 29. sept. 1913, d. 28. sept. 1984, og hálfbróðir er Sæmundur Þorsteinsson, f. 8. sept. 1920. Kristín Borghildur giftist hinn 15. október 1938 Sigurði Jakobs- syni, bifreiðasmið og trésmíða- meistara frá Snotrunesi í Borg- arfirði eystra, f. 30. sept. 1910, d. 23. mars 1944. Foreldrar hans voru Jakob Sigurðsson, f. 15 nóv. 1884, d. 15. febr. 1952 og Þuríður Björnsdóttir, f. 21. sept. 1881, d. framkvæmdastjóri, f. í Ósgerði í Ölfushreppi í Árnessýslu 28. júní 1908, d. 7. ágúst 1988. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon, f. 3. sept 1861, d. 10. sept. 1914, og Málfríður Jónsdóttir, f. 18. júlí 1870, d. 8. júlí 1945. Sonur Krist- ínar Borghildar og Magnúsar er Sigurður Magnús, f. 12. nóv. 1953, maki Dröfn Guðmundsdóttir, f. 11. febr. 1953, börn þeirra eru Sesselja, f. 7. maí 1980, og Magn- ús, f. 28. sept. 1984. Kristín Borghildur var fædd og uppalin í Hvammsdal í Saurbæj- arhreppi í Dalasýslu. Eftir að hún missti móður sína 14 ára gömul fluttist hún að Kverngrjóti í sömu sveit, til Jóns Guðmundssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttur móðursystur sinnar. Þar dvaldi hún í nokkur ár, en hélt síðan til Reykjavíkur þar sem hún vann við ýmis störf, m.a. sem vinnukona á heimilum, á veitingahúsum, við fiskvinnslu og verksmiðjustörf. Hún stundaði einnig nám við hús- mæðraskólann á Blönduósi í einn vetur. Hún kynntist verðandi eig- inmanni sínum Sigurði Jakobssyni í Reykjavík. Þar stofnuðu þau heimili og gengu í hjónaband 15. okt. 1938. Eftir að Sigurður lést 1944 vann hún fyrir sér og börn- unum með saumaskap og fleiri störfum. Eftir að hún hóf sambúð með Magnúsi Magnússyni, gafst henni meiri tími til að sinna ýms- um hugðarefnum sínum t.d. út- saumi, myndlist og ljóðlist. Útför Kristínar Borghildar fór fram í kyrrþey, að hennar ósk. 31. okt. 1971. Kristín Borghildur og Sig- urður eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Reynir, f. 20. jan. 1939. Maki 1 Unnur Þóra Jónsdóttir, f. 27. maí 1941, d. 16. apríl 1976. Sonur Unnar og Reynis er Sigurður Steinar, f. 1. júní 1961. Dætur Sigurðar eru Unnur Þóra, f. 1989, og Sigrún Eir, f. 1992. Maki 2 Sólrún Garðarsdóttir, f. 7. júní 1943. Synir Sól- rúnar og Reynis eru; Atli Reynir, f. 25. nóv. 1979, og Andri Garðar, f. 14. júní 1984. Uppeldissynir Reynis eru Eiríkur Þór, f. 20. okt. 1966, og Leif Davíð, f. 27. ágúst 1969. 2) Guðrún Þuríður, f. 1. okt. 1940. Dætur hennar eru: a) Sig- rún Mary Þórarinsdóttir, f. 28. nóv. 1959, börn Sigrúnar og Don- ald Strohm eru Kristín Mary Strohm, f. 1980, Karen Mary Strohm, f. 1982, og Konráð Don- ald Strohm, f. 1985. b) Karen Kristín, f. 4. febr. 1963, börn Kar- enar og Glenn Graham eru Lexis Nikole Graham, f. 1995, og Tiger William Graham, f. 1997. Seinni maður Kristínar Borg- hildar var Magnús Magnússon Elsku amma, nú hefur þú kvatt okkur og lagst til hinstu hvílu eftir langt og gæfuríkt líf. Á þessum erf- iða tíma er okkur efst í huga glað- værð þín og góðvild í okkar garð. Við erum afskaplega þakklát fyrir sam- verustundirnar og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þú hafðir mjög góða nærveru og þótti okkur sérstaklega skemmtilegt að koma til þín í góðar kræsingar og spila á spil. Kímnigáf- an var aldrei langt undan og þú sagð- ir okkur iðulega skemmtilegar og spennandi sögur. Það sem stendur þó upp úr er hversu reiðubúin þú varst til þess að tala við okkur og gefa okkur góð ráð. Við lærðum bænirnar okkar samviskusamlega hjá þér elsku amma og búum við að því til æviloka. Þær stundir sem okkur þykir hvað vænst um eru þær fjölmörgu jólahá- tíðir sem við vorum saman. Það var mjög hátíðlegt og skemmtilegt að fá þig heim til okkar til þess að halda hátíðina með okkur. Brúnuðu kart- öflurnar voru alltaf fullkomnar undir þinni stjórn og nutum við þess að hlusta á messuna áður en við tókum til við kræsingarnar og opnuðum gjafirnar. Næstu jól verða tómleg án þín en við vitum að þú munt fylgjast með okkur frá himnum. Elsku besta amma, nú er komið að kveðjustund. Söknuðurinn er mikill en við erum sannfærð um að þér líð- ur vel í himnaríki. Guð geymi þig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Sesselja og Magnús. KRISTÍN BORGHILD- UR THORARENSEN Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.