Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sólin fer í hrútsmerkið í dag og nú er komið að hrútnum að endurnýja sig. Gerðu áætlanir um að næra, hressa og blása nýju lífi í sjálfan þig það sem eftir lifir ársins. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarfnast hvíldar um þessar mundir, á því leikur enginn vafi. Reyndu að taka það rólega næstu fjórar til sex vikur. Þú þarft að byggja þig upp, viðurkenndu það. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinátta verður þér mikilvægari en margt annað á næstu sex vikum. Tjáðu þig við þá sem eru þér næstir. Leggðu spilin á borðið, búir þú yfir einhverri vitneskju. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sólin trónir efst í korti þínu um þessar mundir. Það er ekki ólíklegt að þú verðir valinn sérstaklega til þess að gegna trúnaðarstarfi sem beinir athygli umheimsins að þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Útþrá þín fer vaxandi á næstu vik- um og byggist upp innra með þér. Þig langar til þess að leggja land undir fót og skoða heiminn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú færð að líkindum tækifæri til þess að klára mál sem tengjast sköttum, skuldum, tryggingum, sameiginlegum eigum og dán- arbúum. Brettu upp ermarnar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sólin er beint á móti vogarmerkinu þessa dagana og vogin beinir sjón- um sínum því að nánum samböndum á meðan. Mundu að manngæskan er öllu æðri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er fullur eldmóðs um þessar mundir. Þú hefur kraftinn sem þarf til þess að bæta skipulagið í vinnunni og á heimilinu. Ást og rómantík fær gleðina til þess að skína úr andliti þínu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Næsta mánuð verður enginn skortur á fjöri og yndisþokka. Veislur, orlof, afþreying með smáfólkinu, ást og rómantík auka á gleðina í lífi þínu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú skaltu taka þig til og einbeita þér að heimili og fjölskyldu. Þú tekst á við málefni sem tengjast fasteignum. Notaðu næstu vikur til þess að fást við verkefni í einkalíf- inu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert svo sannarlega með nóg á þinni könnu núna, þú sækir fundi og ferð á mannamót. Gættu þess að bíllinn sé í lagi og gefðu þér góðan tíma á næstu vikum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Veltu því fyrir þér hvernig þú vilt sjá þér farborða. Með því að gaum- gæfa það tekur þú jafnframt afstöðu til lífsskoðana þinna. Hvað er mik- ilvægt í lífinu? Það er spurningin. Stjörnuspá Frances Drake Fiskar Afmælisbarn dagsins: Skapgerð þín er einstök blanda af lógík, skynsemi og greind og viðkvæmni, miklu ímyndunarafli og dulrænum þáttum. Þetta er nokkuð vítt svið. Mörg ykkar eru sérstökum gáfum eða hæfileikum gædd. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Myndlist Café Kulture | Mila Pelaez sýnir olíumyndir. FUGL | Eygló Harðardóttir – Innlit – Útlit. Gallerí + Akureyri | Joris Rademaker – Energy patterns. Gallerí Auga fyrir auga | Pinhole ljós- myndaverk eftir Steinþór C Karlsson. Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Oddgeirs- dóttir – Mæramerking II. Gallerí Sævars Karls | Magnea Ásmunds- dóttir – Augnablikið mitt Gallerí Tukt | Ljós- og stuttmyndir nem- enda í fornámsdeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust. María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu- málverk og fleira í Boganum. Grafíksafn Íslands | Margrét Birgisdóttir sýnir verk sín. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minnismyndir frá Vestmannaeyjum. Hallsteinn Sigurðsson er myndhöggvari marsmánaðar í Hafn- arborg. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menningarsal á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir form, ljós og skuggar. Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer – Hörund Jarðar. Listasafn Einars Jónssonar | Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf op- inn. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930 –1945 og Rúrí – Archive –endangered waters. Kristín Arngrímsdóttir myndlistar- maður veitir leiðsögn um sýningarnar kl. 15. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Blaða- ljósmyndarafélag Íslands – Mynd Ársins 2004 á efri hæð. Ragnar Axelsson – Fram- andi heimur á neðri hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jóns- son og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Aðföng, gjafir og önnur verk eftir Sigurjón. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Stendur til 22. maí. Norræna húsið | Maya Petersen Overgärd – Hinsti staðurinn. Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar. Sam- sýning listamanna frá Pierogi Gallerí í New York. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hugar- heimur Ástu. Leiklist Borgarleikhúsið | Draumleikur eftir August Strindberg í samstarfi við útskriftarárgang í leiklistardeild LHÍ. Að auki taka 7 leikarar LR þátt. Agnes dóttir guðs kemur til jarð- arinnar til að skoða mennina. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson. Leikmynd gerir Gretar Reynisson. Frumsýning 11. mars. Sýnt á Stóra sviðinu. Borgarleikhúsið | Segðu mér allt eftir Krist- ínu Ómarsdóttur er sýnt á Nýja sviði Borg- arleikhússins. Álfrún Örnólfsdóttur leikur Guðrúnu sem er 12 ára í hjólastól. Aðrir leik- endur: Marta Nordal, Ellert Ingimundarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Þór Tulinius. Leikstjóri: Auður Bjarnadóttir. Leikmynd: Rebekka Ingimundardóttir. Listasýning Auga fyrir auga | Síðasta sýningar helgi. Opið kl. 14–18. Handverk og Hönnun | Pétur B. Lúthersson húsgagnaarkitekt og Geir Oddgeirsson hús- gagnasmiður sýna sérhannaða stóla og borð sem smíðuð eru úr sérvalinni eik. Á sýningunni er einnig borðbúnaður eftir Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramiker sem hún hannar og framleiðir. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10 – 17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skálds- ins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 net- fang: gljufrateinn@gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Handritin, Þjóð- minjasafnið – Svona var það, Heimastjórnin 1904. Hallgrímur Pétursson er skáld mán- aðarins. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til–menning og samfélag í 1200 ár. Ómur Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Í vesturheimi 1955 ljósmyndir Guðna Þórð- arsonar og Íslendingar í Riccione, ljós- myndir úr fórum Manfroni bræðra. Opið kl. 11–17. Fréttir Tungumálamiðstöð HÍ | Föstudaginn 13. maí heldur Háskóli Íslands alþjóðleg próf í spænsku. Prófin eru haldin á vegum Menn- ingarmálastofnunar Spánar (Instituto Cerv- antes). Innritun fer fram í Tungumála- miðstöð Háskóla Íslands, sími 5254593, sabine@hi.is. Frestur til innritunar rennur út 8. apríl. Kærleikssamtökin | Opið hús í Kærleiks- samtökunum að Hraunbergi 4, 3.hæð (beint á móti Zídon sól) í dag frá kl. 14-17. Starf- semi og dagskrá kynnt og tekið á móti fram- lögum og styrkjum. Kynningin er fyrir börn - foreldra þeirra og fullorðna. Allir velkomnir. Fundir ITC–Harpa | Fundur á morgun kl. 20, á þriðju hæð í borgartúni 22. Gestir velkomnir. Tölvupóstfang ITC Hörpu er itch- arpa@hotmail.com heimasíða http:// itcharpa.tripod.com Nánari uppl Guðrún Rut S:8989557. UBAA | Uppkomin börn og aðstandendur alkóhólista eru með 12-sporafundi öll mánu- dagskvöld kl. 20.30 að Tjarnargötu 20. Ver- ið velkomin. Málþing Þjóðminjasafn Íslands | Málþing um nunnu- klaustrið Kirkjubæ verður haldið í fundarsal Þjóðminjasafns í dag, kl. 13–17. Fræðimenn af ýmsum sviðum gera grein fyrir rann- sóknum sínum sem á einn eða annan hátt tengjast klaustrinu og klausturlífi. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Sex kvölda sjálfshjálp- arnámskeið fyrir fólk með gigt og aðstand- endur þeirra, hefst þriðjudaginn 29. mars. Farið verður í þætti sem tengjast daglegu lífi með gigtarsjúkdóma og hvað hægt er að gera til að bæta líðan sína. Skráning á skrif- stofu félagsins í síma 5303600. Þriggja kvölda námskeið fyrir fólk með vefjagigt hefst miðvikudaginn 30. mars kl. 19.30. Læknar, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og fé- lagsráðgjafi fjalla um sjúkdóminn, einkenni, meðferð, þjálfun og tilfinningalega og fé- lagslega þætti. Skráning á skrifstofu félags- ins í s. 5303600. Útivist Ferðafélagið Útivist | Á mánudögum kl. 18 er gengið í Elliðaárdalnum og farið frá Topp- stöðinni við Elliðaár. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Páskaferð í Bása 26.–29. mars. Brottför kl. 9. Farið verður í gönguferðir, skíðaferðir og/ eða sleðaferðir allt eftir árferði. Verð 11.900/13.700 kr. Ferð til Ólafsfjarðar 24. – 28. mars. Farið verður á Reykjaheiði, Burstarbrekkudal, upp á Lágheiði og Skeggjabrekkudal. Brottför ákveðin síðar, farið á einkabílum. Verð 16.200/18.500 kr. Fararstjóri Reynir Þór Sigurðsson. Farið verður á Esjufjöll í Vatnajökli 24.–28. mars. Brottför á eigin bílum frá skrifstofu Útivistar kl. 18. Verð 13.500/15.800 kr. Far- arstjóri Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir. Íþróttir Hellisheimilið | Stigamót Taflfélagsins Hellis verður haldið í fjórða sinn dagana 22.–26. mars. Mótið er opið öllum skákmönnum með meira en 1800 skákstig. Nánari upplýs- ingar á Hellir.com. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos GRANDROKK, Laugarásvídeó og Sonet blása til hvíldardagskvölds í kvöld kl. 20 á Grandrokki. Sam- kvæmt venju litast dagskráin að ákveðnum hluta af heimildaþáttunum „Jazz“, en þar er lifandi og for- vitnileg saga djasstónlistarinnar rakin á mjög að- gengilegan hátt fyrir hinn almenna áhorfanda. Einnig er sérstaklega vakin athygli á myndinni „The Ladies Sing the Blues“ og er um að ræða samantekt á sjón- varps- og kvikmyndaupptökum með mörgum af helstu djass- og blússöngkonum á fyrri hluta 20 ald- ar. Einnig verða sýndir tónleikar Stjörnukvintetts Charlie Parker, sem vottaði meistaranum virðingu sína á ógleymanlegan hátt árið 1990, en flytjendur áttu það sammerkt að hafa leikið með hljómsveit Parkers á fyrri tíð. Allir sannir djassgeggjarar eða aðrir áhugamenn eru eindregið hvattir til þess að fjölmenna á þessa metnaðarfullu dagskrá sem einungis fer fram í þetta eina sinn á risaskjá og í góðu hljómkerfi. Djassað hvíldardagskvöld á Grandrokki 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 sefa harm, 4 skríll, 7 grasflöt, 8 rót- arávöxturinn, 9 sigað, 11 kyrr, 13 espi, 14 líkams- hlutinn, 15 krukka, 17 álfa, 20 spíra, 22 tré, 23 aldni, 24 einskæran, 25 ójafnan. Lóðrétt | 1 nærgætin, 2 dreggjar, 3 bylgja, 4 sjálfshreykni, 5 ólmir hestar, 6 dreg í efa, 10 hnöttur, 12 tangi, 13 sam- tenging, 15 gin, 16 yfir- höfnum, 18 búið til, 19 fæddur, 20 tímabilin, 21 sníkjudýr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 feðrungar, 8 legum, 9 uggir, 10 ufs, 11 tírur, 13 týnir, 15 fjöld, 18 galli, 21 urr, 22 flóin, 23 urðar, 24 hag- anlegt. Lóðrétt | 2 elgur, 3 rómur, 4 naust, 5 angan, 6 glit, 7 grár, 12 ull, 14 ýta, 15 fífl, 16 ölóða, 17 dunda, 18 grufl, 19 liðug, 20 iðra.    Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Íslandsmótið. Norður ♠874 ♥G95 V/NS ♦1097542 ♣6 Vestur Austur ♠ÁDG93 ♠1062 ♥4 ♥10732 ♦G863 ♦– ♣D108 ♣ÁKG932 Suður ♠K5 ♥ÁKD86 ♦ÁKD ♣754 Keppnisspilarar þekkja vel útspils- dobl á slemmum, sem kennd eru við Bandaríkjamanninn Theodore Lightn- er (1893–1981) og nefnd Lightner-dobl. Lightner skrifaði grein í tímaritið The Bridge World árið 1929 þar sem hann setti fram skilyrðin fyrir slíkum dobl- um og rökin að baki. Grunnhugmyndin er sú að óvænt dobl á frjálsmeldaðri slemmu sýni eyðu einhvers staðar, sem makker er beðinn um að finna í út- spilinu. Þessi hugmynd Lightners hefur lifað góðu lífi allar götur frá 1929, en auðvit- að þróast svolítið og slípast. Þeir spil- arar eru til sem vilja nota Lightner- doblin í víðara samhengi. Gott tækifæri til þess gafst í spilinu að ofan, sem kom upp í 8. umferð Íslandsmótsins. Á einu borðinu vakti austur á hindrunarsögn og doblaði svo fimm hjörtu mótherj- anna til að benda á „óvænt“ útspil: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 3 lauf Dobl 5 lauf Pass Pass 5 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Austur leit svo á að doblið hlyti að vísa á eyðu til hliðar, því ella væri ekki hægt að dobla. Vestur var á öðru máli og kom út með laufáttu – þriðja hæsta. Hann fékk að eiga þann slag og sá þá til hvers var ætlast og skipti yfir í tígul. Skömmu síðar skráðu NS 1.100 í sinn dálk fyrir að taka fimm hjörtu fjóra niður. „Ég hélt að Lightner-gamli ætti bara við um slemmur,“ sagði vestur eftir spilið, hálfvegis feginn að hafa ekki komið út með spaðaásinn. „Það er rétt, en þetta dobl var Lightner júníor – sonur hans,“ svaraði austur, líka ánægður með útspilið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.