Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 59

Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 59 DAGBÓK MT-stofan, Síðumúla 37, býður upp á hóptíma í æfingasal stofunnar. Einstaklingsmiðuð þjálfun. Fáir í hverjum tíma. Sértæk styrktarþjálfun sem eykur stöðugleika liða í mjóbaki og/eða hálsi. Fyrir langvarandi vandamál í mjóbaki og/eða hálsi s.s: ❏ Fyrir viðkvæma ofhreyfanlega liði. ❏ Eftir tognanir. ❏ Eftir brjósklosaðgerðir. ❏ Eftir brjósklos- eða brjóskþófaröskun. ❏ Við slitgigt. 7 vikna þjálfun - Hádegis- og eftirmiðdagstímar. Æft tvisvar sinnum í viku - Skráning í vikunni. - Æfingar hefjast eftir páska. Leiðbeinandi: Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð á hrygg. Upplýsingar og skráning á MT-stofunni í símum 568 3660 og 568 3748. Netfang: mtstofan@mmedia.is Bakþjálfun Hálsþjálfun Þjálfun stöðugleika mjóbaks og/eða háls Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Prag 28. mars Kr. 9.990 Flugsæti aðra leið með sköttum Netverð. Róm 12. maí Kr. 39.990 Flugsæti með sköttum. Netverð. Dubrovnik 12. maí Kr. 39.990 Flugsæti með sköttum. Netverð. Búdapest 25. apríl Kr. 28.890 Flugsæti með sköttum. mánud. til fimmtud. Netverð. Madrid 21. apríl Kr. 39.990 Flugsæti með sköttum. Netverð. Barcelona 3. apríl Kr. 29.990 Flugsæti með sköttum. Netverð. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS - TVÆR ÍBÚÐIR Skólavörðurstígur 28 - tvær hæðir og ris Efri hæð og ris 5 herb. 123 fm hæð ásamt risi í fallegu húsi, teiknuðu af Guðjóni Samúelssyni. Hæðin skiptist í stofu, 4 herbergi, þar af eitt forstofuherbergi, eldhús, búr og snyrtingu. Verð 29,9 millj. Neðri hæð og bílskúr 5 herbergja neðri hæð ásamt litlum 16,5 fm bílskúr (geymslu). Hæðin skiptist í stofu, 4 herbergi, þar af eitt forstofuherbergi, eldhús, búr og snyrtingu. Í íbúðunum er mikil lofthæð og eru gifslistar í loftum. Hæðirnar hafa verið nýttar sem skrifstofuhæðir og bjóða upp á mikla möguleika. Verð 25,5 millj. 4849 OPIÐ HÚS Í, SUNNUDAG KL. 13.00-15.00. 85 ÁRA afmæli. Í dag, 20. mars, er85 ára Júlíus Júlíusson, fyrr- verandi leigubílstjóri. Af því tilefni tekur hann og fjölskylda hans á móti gestum á heimili hans á Þinghólsbraut 10 í Kópavogi í dag á milli kl. 16 og 19. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Listahátíðin Gullkistan verður haldin áLaugarvatni frá 17. júní til 3. júlí í sum-ar, en þar mun kenna margra grasa,bæði í myndlist, tónlist, leiklist og öðr- um listgreinum auk þess sem lagt verður í fjöl- breytta útivist og íþróttir. Í dag rennur út frestur til að sækja um þátttöku í hátíðinni, en hægt er að sækja um þátttöku á vefslóðinni www.gullkist- an.is. Alda Sigurðardóttir, annar skipuleggjenda hátíðarinnar, segir miklar væntingar vera uppi til hátíðarinnar, enda eru tíu ár síðan hún var síðast haldin og aðstæður hafi um margt breyst síðan. „Það eru aðrar kröfur, en það er ennþá jafnmikill þorsti í listamönnunum að komast í þetta um- hverfi og fá að starfa á eigin forsendum,“ segir Alda. Hvers vegna listahátíð á Laugarvatni? „Ég og vinkona mín Kristveig Halldórsdóttir útskrifuðumst saman árið 1993, en þá höfðum við unnið saman eitt sumar á Hótel Búðum á náms- tímanum. Svo bjuggum við á Laugarvatni á sama tíma í eitt ár, en þá var ég hjúkrunarfræðingur og hún var leikskólastjóri. Þá datt okkur í hug að fá að nota húsnæðið á Laugarvatni fyrir myndlist- arsýningu. Framtíð gamla Héraðsskólans var þá óráðin og húsið að drabbast niður. Svo var svo mikill áhugi á þessu að það voru sýningar úti um allt, úti á víða- vangi, í skólastofum og heimavistarherberjum, inni í skápum og á klósettum og yfir vöskum svo dæmi séu nefnd. Það voru yfir hundrað listamenn sem tóku þátt í þessu og yfir 50 aðrir listamenn og aðrir sem áttu innlegg í hátíðina. Þetta var opið í hálfan mánuð og mikil umferð allan tímann. Það eiga margir leið um Laugavatn og margir sem lögðu leið sína þangað. Nú eru tíu ár liðin og við höfum oft verið hvattar til þess að gera þetta aft- ur. Það er ekki ennþá búið að ákveða hvað eigi að gera við Héraðsskólann og hann er í ennþá verra ástandi en hann var fyrir tíu árum, svo við létum slag standa. Viðtökur listamanna eru frábærar, þeir sýna þessu mikinn áhuga. Þetta er mjög lýð- ræðisleg hátíð, það mega allir sækja um að vera með og það kostar þá ekki neitt að vera með en við veljum svo úr því og sjáum um allt sem er sameig- inlegt. Við erum með vefsíður bæði um gömlu há- tíðina og þessa nýju. Við erum líka með sýning- arskrá og höldum utan um allt skipulagið og erum tengiliðir milli listamanna og þeirra sem ráða yfir húsunum.“ En er ekki dýrt að halda svona hátíð? „Vissulega er þetta dýrt en við sníðum okkur stakk eftir vexti eftir því hvað við fáum mikla pen- inga í formi auglýsinga og styrkja. Við fengum lágmarksstuðning frá sveitarfélaginu, sem voru dálítil vonbrigði fyrir okkur, en við erum enn að leita að styrktaraðilum til að geta staðið mynd- arlega að verki. Það verður ýmislegt fleira sem var ekki síðast, ýmsir nýir þættir, og það verður örugglega gengið aftur á Gullkistuna (Bergstapa ofan á Miðdalsfjalli) eins og á Jónsmessunótt.“ Listviðburðir | Umsóknarfrestur um þátttöku í listahátíðinni Gullkistunni að renna út Afar góðar viðtökur listamanna  Alda Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík árið 1960 en ólst upp í Hafnarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla og hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1984. Þá útskrifaðist hún frá Myndlista- og handíðaskólanum 1993. Alda hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur og einnig sem myndlist- arkona. Þá hefur hún komið að undirbúningi margra listviðburða. Alda er gift Jóni Özuri Snorrasyni og eiga þau þrjú börn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Bd3 c5 5. Rf3 Bd6 6. c3 Bg4 7. Be3 c4 8. Be2 Rd7 9. a4 a6 10. a5 b5 11. axb6 Dxb6 12. b3 cxb3 13. Rbd2 b2 14. Ha2 Bf5 15. 0-0 a5 16. Re5 Bxe5 17. dxe5 Db7 18. Bg4 Re7 19. Bg5 Be6 20. Bxe6 fxe6 21. Bxe7 Kxe7 22. Dg4 g6 23. Dg5+ Kf7 24. Ha4 Hhe8 25. h4 Dc7 26. Rf3 Kg7 27. h5 Dd8 28. Dg3 Rc5 29. Rg5 h6 Staðan kom upp í 2. deild Íslands- móts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hlíðar Þór Hreinsson (2.187) hafði hvítt gegn Gunnari Finnlaugssyni (2.173). 30. Rf7! Kxf7 31. Dxg6+ Ke7 32. Dg7#. Gunnar hefur verið búsettur í Lundi í Sví- þjóð í fjölda ára en kemur orðið ávallt til landsins að tefla í Íslands- móti skákfélaga. Sveit hans, Skák- félag Selfoss og nágrennis, lenti í öðru sæti í 2. deild og vann sér þátt- tökurétt í fyrstu deild að ári. Tívolí- syrpu Íslandsbanka verður fram haldið í dag í höfuðstöðvum bankans í Kirkjusandi. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. BJARNI Hinriksson, sýningarstjóri Myndasögumessunar Níunnar í Listasafni Reykjavíkur - Hafn- arhúsi verður með sýning- arstjóraspjall og leiðsögn um sýn- inguna í dag kl. 15. Á sýningunni getur að líta ógrynni af myndasög- um úr ýmsum áttum, bæði íslensk- ar og erlendar. Meðal höfunda sem eiga verk á sýningunni eru Banda- ríkjamaðurinn Art Spiegelman, Bretinn Dave McKean og Íslend- ingarnir Erró, Bjarni Hinriksson, Jóhann L. Torfason, Þorri Hrings- son, Halldór Baldursson, Ólafur J. Engilbertsson, Hallgrímur Helga- son, Helgi Þorgils Friðjónsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Hug- leikur Dagsson, svo fáeinir séu nefndir. Sýningin stendur til 24. apríl. Í tilefni af sýningunni hefur ver- ið gefin út vegleg sýningarskrá sem inniheldur m.a. greinar um ís- lenskar og erlendar myndasögur, yfirlitsgrein um myndasögur á Ís- landi og íslensku myndasöguna eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttur, greinar um Dave McKean og Art Spiegelman eftir Úlfhildi Dags- dóttur, grein um söguna Gisp! eftir Bjarna Hinriksson að ógleymdu viðtali við Erró sem Bjarni tók fyrr á þessu ári. Leiðsögn um Níuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.