Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 60
60 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Lau 2/4 kl 14 – AUKASÝNING
Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING
Lokasýningar
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20
AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA
Í kvöld kl 20,
Su 3/4 kl 20
Ath: Miðaverð kr 1.500
SEGÐU MÉR ALLT -
Taumlausir draumórar?
AMERICAN DIPLOMACY
eftir Þorleif Örn Arnarsson
Í samstarfi við Hið lifandi leikhús
Fi 31/3 kl 20,
Fö 1/4 kl 20
Síðustu sýningar
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Lau 2/4 kl 20,
Lau 9/4 kl 20
Síðustu sýningar
HOUDINI SNÝR AFTUR
Fjölskyldusýning um páskana
Mi 23/3 kl 20,
Fi 24/3 kl 15,
Fi 24/3 kl 20, Lau 26/3 kl 15, Lau 26/3 kl 20
SEGÐU MÉR ALLT
e. Kristínu Ómarsdóttur
Í kvöld kl 20,
Fö 1/4 kl 20.
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Í kvöld kl 21, - Breyttur sýningartími!
Mi 23/3 kl 20,
Fi 24/3 kl 20,
Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT,
Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT
Fi 14/4 kl 20,
Fö 15/4 kl 20 - UPPSELTHÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar
eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar
Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20,
Lau 16/4 kl 20,
Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20,
Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20
DRAUMLEIKUR eftir Strindberg
Samstarf: Leiklistardeild LHÍ
Í kvöld kl 20,
Lau 9/4 kl 20,
Su 10/4 kl 20,
Síðustu sýningar
STÓRKOSTLEG SPENNUATRIÐI, TRÚÐAR, ELDUR
OG SPRENGINGAR, GAMAN OG GALDRAR.
Tryggðu þér miða í síma 568 8000
23. mars kl. 2024. mars kl. 1524. mars kl. 2026. mars kl. 1526. mars kl. 20
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
„Fjarskalega
leiftrandi og
skemmtileg
sýning“
H.Ö.B. RÚV
Óliver! Eftir Lionel Bart
Lau. 26.3 kl 14 Örfá sæti laus
Lau. 26.3 kl 20 Örfá sæti laus
Allra síðustu sýningar
Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega!
Pakkið á móti Eftir Henry Adams
Fös. 15.4 kl 20 Frums. UPPSELT
Lau. 16.4 kl 20 Örfá sæti laus
Fim. 21.4 kl 20 Örfá sæti laus
KRISTINN Sigmundsson söngvari
kallaði Jónas Ingimundarson píanó-
leikara einhvern tímann Jónas Syngi-
mundarson vegna þess hve vel hon-
um tækist að láta píanóið syngja. Það
er ekkert sjálfgefið; píanóið er í eðli
sínu ásláttarhljóðfæri, sem skýrir
gamla íslenska orðið slagharpa. Til
gamans má geta að gárungar hafa
búið til nýtt orð yfir píanóleikara;
slagherpir, en Jónas er enginn slíkur,
svo mikið er víst. Leikur hans er allt
annað en herpingslegur; áslátturinn
er silkimjúkur, nánast draum-
kenndur þegar best lætur. Er það
auðheyrt á tveimur geisladiskum sem
fylgja ævisögu hans, Á vængjum
söngsins, er kom út núna um jólin.
Á geisladiskunum kennir ýmissa
grasa þó að Jónas haldi sig við höf-
uðsnillingana Bach, Beethoven,
Brahms og Schu-
bert. Athygl-
isverðustu upp-
tökurnar, sem
allar eru úr safni
Ríkisútvarpsins
og voru upp-
haflega ekki hugs-
aðar til útgáfu,
eru fyrsti píanó-
konsert eftir
Brahms og sá
þriðji eftir
Beethoven. Konsertinn eftir Brahms,
sem var tekinn upp í Útvarpssal við
Skúlagötu árið 1979, er að mörgu
leyti ágætlega fluttur, hljómsveitin
spilar af öryggi undir stjórn Páls P.
Pálssonar og Jónas heldur býsna vel
um alla meginþætti verksins. Syngj-
andi hlutar einleikspartsins eru
prýðilega útfærðir eins og vænta
mátti; helst má finna að hæga kafl-
anum fyrir að vera ívið Chopin-legur
(hvar eru allir þykku hljómarnir sem
einkenna Brahms?) auk þess sem há-
punktarnir í fyrsta og síðasta kafl-
anum eru dálítið varfærnislegir og
því ekki eins magnaðir og þeir þyrftu
að vera.
Svipaða sögu er að segja um hinn
konsertinn, sem var tekinn upp árið
1991; hið ljóðræna og innhverfa í tón-
listina skilar sér ágætlega en túlk-
unina skortir spennu og er af þeim
sökum bragðlítil og ekki í anda
Beethovens. Það er helst hægi þátt-
urinn sem er ánægjulegur áheyrnar.
Mun meiri spenna er í þremur
tónaljóðum eftir Schubert, þar er
leikur Jónasar eins líflegur og tónlist-
in krefst og þrír sálmaforleikir eftir
Bach í útsetningu Busonis eru
þrungnir svo mikilli andakt að unaður
er á að hlýða. Sónata Beethovens í
As-dúr op. 26 er auk þess sérlega fal-
lega mótuð, áslátturinn litríkur, túlk-
unin markviss og full af alls konar til-
finningum.
Ég verð að viðurkenna að ég hef
ekki lesið bókina um Jónas en sjálf-
sagt er gaman að gera það og hlusta á
hann spila á sama tíma; ég er viss um
að það gefur bókinni meiri dýpt en
ella.
Vængjaðir
geisladiskar
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Geisladiskar sem fylgja bókinni Á vængj-
um söngsins, ævisögu Jónasar Ingimund-
arsonar, skráðri af Gylfa Gröndal. JPV-
útgáfa 2004.
Á vængjum söngsins
Jónas
Ingimundarson
Jónas Sen
er verk sem ég hef oft heyrt en aldr-
ei spilað áður.“
Þeir Schubert og Schumann eru
fastagestir á efnisskrám kamm-
ertónleika en Milhauds síður. Tón-
list hans er mörg hver afar glaðleg,
exótísk og jafnvel súrrealísk. „Jú,
þetta er líflegt og glaðlegt verk með
mjög fallegum millikafla. Þetta er
kannski ekki djúp tónlist en engan
veginn léleg. Hún er létt og leik-
andi. Milhaud samdi ósköpin öll af
verkum og þessi Sónatína er ópus
324.“
Sigurgeir segir að hann hafi haft
mikið að gera síðan hann kom heim
úr námi og tók við stöðu 2. sellóleik-
ara í Sinfóníuhljómsveitinni. „Það er
búið að vera brjálað að gera en nú
er maður að verða kominn vel inn í
rútínuna. Ég hef líka verið að leysa
fyrsta sellistann, Bryndísi Höllu
Gylfadóttur, af. Þetta er búið að
vera ótrúlega gaman og ég þarf ekki
að kvarta undan verkefnaskorti.
Þetta er bæði gaman og erfitt – allt-
af gaman þegar maður er beðinn að
spila með öðrum eins og nú.“
SIGURGEIR Agnarsson sellóleik-
ari er gestur Tríós Reykjavíkur á
lokatónleikum starfsárs tríósins í
Hafnarborg í kvöld kl. 20, en Sig-
urgeir hefur verið 2. sellóleikari Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands frá hausti
2003.
Á efnisskránni eru þrjú verk,
Fimm lög í þjóðlegum stíl eftir
Schumann, Sónatína ópus 324 fyrir
fiðlu og selló eftir Daríus Milaud, og
Píanótríó ópus 100 í Es-dúr eftir
Schubert.
Tríó Reykjavíkur býður gestum
oft að leika með sér og nú, þegar
Gunnar Kvaran, sellóleikari tríósins,
er að undirbúa tvenna tónleika með
einleikssvítum Bachs, lá beint við að
gesturinn yrði annar sellóleikari en
Sigurgeir hefur leikið með þeim
Peter Máté píanóleikara og Guð-
nýju Guðmundsdóttur fiðluleikara
áður – þó hvoru í sínu lagi. En
þekkti hann verkin áður?
„Já og nei. Verk Schumanns, sem
við Peter spilum, hef ég leikið áður.
Dúó Milhauds þekkti ég ekki og það
er ekki mjög þekkt. Schubert tríóið
Tónlist| Sigurgeir Agnarsson er gestur Tríós Reykjavíkur í kvöld
Alltaf gaman að vera beðinn að spila
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurgeir Agnarsson með Guðnýju Guðmundsdóttur og Peter Máté.
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Föt fyrir
allar konur
FRÉTTIR
mbl.is
Hjá Almenna
bókafélaginu er
komin út bókin Þú
átt nóg af pen-
ingum. Þú þarft
bara að finna þá
eftir Ingólf H. Ing-
ólfsson.
Í kynningu út-
gefanda segir m.a.: „Alltof margir
kannast við það að launin virðast
hverfa við hver mánaðamót, reikning-
arnir gleypa nánast allt og erfitt að
átta sig á hvert peningarnir hafa eig-
inlega farið. Í þessari nýstárlegu bók
eru fjármál fjölskyldunnar sett í
stærra samhengi og bent á leiðir til
að endurskipuleggja fjármálin og
eignast fé án þess að þurfa að breyta
um lífsstíl eða herða sultarólina. Það
er hægt að ná ótrúlega góðum árangri
á stuttum tíma og gjörbreyta fjár-
hagnum ef litið er til lengri tíma.“
Bókin er 182 bls. Útgefandi: Al-
menna bókafélagið. Verð bókarinnar
er 3.490 kr.
Fjármál