Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 61

Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 61 MENNING er níu ára og er með K R A B B A M E I N Hún er einlægur O F V I T I Hún er F Y N D I N og H E I L L A N D I Hún E L S K A R óperutónlist og Þ R Á I R að deyja eins og dívan á sviðinu Ausa Ausa er einþáttungur Miðaverð aðeins kr. 1.500 Börn 12 ára og yngri fá frítt í fylgd forráðamanna „Ilmur Kristjánsdóttir er hreint frábær í þessu hlutverki“ /EB DV N æ st „Til hamingju Ilmur“ /AB Fréttablaðið Ekki missa af henni! MÚSÍK í Mývatnssveit er yfirskrift tónlistarhátíðar sem haldin hefur verið um páska undanfarin sjö ár. Eins og nafnið gefur til kynna er það einmitt í Mývatnssveitinni sem hátíðin er haldin, og verða tvennir tónleikar haldnir að þessu sinni, þeir fyrri á skírdagskvöld kl. 20 og þeir síðari að kvöldi föstudagsins langa kl. 21. „Ástæðan fyrir því að við höldum tónleikana á þessum tíma dags er að undanfarin ár hefur komist sú hefð á við Mývatn, að ganga hringinn í kring um vatnið á föstudaginn langa. Við viljum gefa fólki tækifæri til að fara í gönguna og hvíla sig og fá sér að borða áður en það heldur á tónleikana um kvöldið,“ segir Laufey Sigurð- ardóttir fiðluleikari, sem hefur tek- ið þátt í hátíðinni frá upphafi. Ásamt henni eru flytjendur á hátíð- inni Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir lágfiðluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Hávarð- ur Tryggvason kontrabassaleikari, auk karlakvartettsins Út í vorið, sem skipaður er þeim Ásgeiri Böðv- arssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfasyni og Þorvaldi Friðrikssyni, ásamt Bjarna Þór Jónatanssyni undirleikara og aðalþjálfara. Góð hljóðfæri í Mývatnssveit Á fyrri tónleikum hátíðarinnar, sem fara fram í félagsheimilinu Skjólbrekku, kemur söngkvartett- inn fram ásamt strengjaleik- urunum, sem flytja strengjakvin- tett eftir Antonín Dvorák. Söngkvartettinn mun hins vegar flytja vinsæl íslensk og erlend söng- lög, meðal annars í útsetningum Atla Heimis Sveinssonar. „Þetta eru lög sem flestir kannast við, á borð við Rokkarnir eru þagnaðir, Hún amma mín það sagði mér og Við gengum tvö,“ segir Laufey. „Skjólbrekka skartar þar fyrir utan góðum flygli af gerðinni Petroff sem við munum nota á tónleik- unum, sem vonandi verða líflegir og skemmtilegir.“ Á síðari tónleikum hátíðarinnar að kvöldi föstudagsins langa, sem haldnir eru í Reykjahlíðarkirkju, verður hins vegar öllu hátíðlegri stemning að sögn Laufeyjar. Þá verður leikin ýmis þekkt, kirkjuleg tónlist í anda dagsins, þar á meðal Adagio eftir Bach, Ave Maria eftir Bruckner og kirkjusónötur Moz- arts, auk íslenskra og erlendra sálmalaga. „Við tökum mið af þess- um degi og veljum tónlistina með tilliti til hans. Í Reykjahlíðarkirkju er auk þess pósitífum – lítið pípuor- gel – sem verður leikið á á tónleik- unum,“ segir hún. Aðalstyrktaraðili hátíðarinnar í ár er Hótel Reynihlíð. Laufey segir aðstandendur vona að tónleikagest- ir kunni að meta það sem er á boð- stólum í ár, en von er á stórum hóp að sunnan á hátíðina. „Við vonum að Mývetningum og ferðafólki þyki gaman að því að heyra í kvart- ettinum Út í vorið,“ segir Laufey. „En þar fyrir utan hlökkum við öll mikið til hátíðarinnar og bindum við vonir við að aðsóknin verði eins góð og hún hefur verið undanfarin ár.“ Tónlist | Hátíðin Músík í Mývatnssveit um páskana Söngkvartettinn Út í vorið er skipaður þeim Ásgeiri Böðvarssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfasyni og Þorvaldi Friðrikssyni, en Bjarni Þór Jónatansson píanóleikari er undirleikari og aðalþjálfari kvartettsins. Páskastemning við Mývatn Þau leika á hátíðinni: Laufey Sigurðardóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Þórunn Ósk Marinósdóttir lágfiðluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari. ER NOKKUÐ til fallegra en full- ur salur af eftirvæntingarfullum börnum sem bíða eftir að tjaldið lyftist? Bak við það leynist æv- intýrið sem bráðlega birtist þeim í allri sinni dýrð og veruleikinn gleymist eins og hönd strjúki móðu af rúðu. Í hugarheimi barnsins er nægilegt rými fyrir allt sem það sér og heyrir án allra fyrirfram ákveðinna skoðana. Í sjálfsævisögu sinni Séð og lifað segir Indriði Einarsson frá því þegar hann fjórtán ára gamall og nýkom- inn til Reykjavíkur sá sýningu á leikriti Matthíasar Joch- umssonar Úti- legumennirnir árið l865. Svo mikil áhrif hafði sýningin á hann að honum þótti sem þetta væri „það mesta í heimi“. Við sem ólumst upp utan Reykjavíkur átt- um þess lítinn kost að sækja leik- hús, enda voru þær fáu leiksýn- ingar sem í boði voru sjaldnast ætlaðar börnum. Og ef til vill var lítill skilningur á að börn ættu er- indi við slíkt. Á skemmtunum af öllu tagi var mest um skrautsýn- ingar, og ein er vissulega minn- isstæð. Kvenfélag í bænum sýndi leikgerð af kvæðinu um Lorelei, og til að auka vandræði hinna ráði firrtu sæfara var reykur látinn liðast um sviðið eins og dimm þoka. Svo fór hins vegar að þokan lagðist þétt yfir salinn allan og menn þustu út að köfnun komnir. Einhverjir sáu í nærbuxurnar á einni leikkonunni. Þetta nægði bæjarbúum til skemmtunar lengi á eftir og voru konurnar kærkom- ið bitbein húsmæðra sem ekki létu hafa sig í svona vitleysu. Ann- að skildi þetta ekki eftir. En eins og Indriði var ég á fermingaraldri þegar ég sá fyrst „alvöru“ leiksýningu. Og það var ekki einfalt mál. Fyrst þurfti að fara með Hafnarfjarðarstrætó til Reykjavíkur til að kaupa miða, sem var klukkutímaferð hvora leið og ferðir strjálar og síðan aft- ur í leikhúsið alein um kvöld. En hér var heldur ekki um neitt smá- mál að ræða. Sýn- ingin var Hamlet með Lárus Pálsson í hlutverki Dana- prins. Og þá gerðist þetta sem Indriði talar um: Þetta var „það mesta í heimi“. Ég man ekkert eftir heimferðinni né næstu dögum á eft- ir. En lífið hafði breyst og varð aldr- ei aftur eins og það hafði verið. Svo miklu betra. Þau börn sem nú eru að alast upp eiga kost á fjöl- breyttara leikhúsi, en miklu meira þarf til. Helst ættu börn að fara jafnoft í leikhús og fullorðnir. Allt starf leikhúsanna fyrir börnin ber samt að þakka, en þau þurfa stuðning yfirvalda til að geta haldið úti blómlegri leikstarfsemi í þágu barnanna. Börnin okkar eru það besta í heimi. Opinn hug þeirra þyrstir í ævintýrið sem leikhúsið er. Og leikhúsið getur ef vel er að verki staðið aukið þeim skilning og gleði svo að þau fari heim og finn- ist þau hafa séð það mesta í heimi. Frá góðu leikhúsi kemur betra fólk. Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn Það mesta í heimi Eftir Guðrúnu Helgadóttur Höfundur er rithöfundur. Guðrún Helgadóttir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.