Morgunblaðið - 20.03.2005, Page 64

Morgunblaðið - 20.03.2005, Page 64
64 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna Óperudraugurinn Mynd eftir Joel Schumacher. Byggt á söngleik Andrew Lloyd Webber. Með Íslandsvininum, Gerard Butler (Bjólfskviða), Emmy Rossum (Mystic River) , Miranda Richardson og Minnie Driver  M.M. Kvikmyndir.com Með tónlist eftir Sigur Rós! Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Kate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. r fy i y fr r , fr l i y l ill rr y, il , t l tt j li t í l l tv r . Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman Kvikmyndir.isDV H.J. Mbl. Heimsins stærsti söngleikur birtist nú á hvíta tjaldinu í fyrsta sinn! LIFE AQUATIC KL. 3-5.30-8-10.30 B.I. 12 PHANTOM OF THE OPERA KL. 3-6-9 B.I. 10 LES CHORISTES (KÓRINN) KL. 6.10-8 THE AVIATOR (5 ÓSKARSV.) KL. 3 -10 B.I. 12 MILLION DOLLAR BABY (4 ÓSKARSV.) KL. 3-5.30 - 8 - 10.30 B.I. 14 RAY (2 ÓSKARSV.) KL. 3-6 -9 B.I. 12  M.M.J.kvikmyndir.com  Ó.H.T. Rás 2 S.V. MBL. Hringrás óttans hefur náð hámarki. Heimsfrumsýnd samtímis í USA og á Íslandi. Tryllingslegt framhald "The Ring" Samara er komin aftur á kreik. Þorið þið í hana? Brjálæðislegur spennuhrollur sem fær hárin til að rísa...aftur.  DV MÚSÍKTILRAUNUM Tónabæjar og Hins hússins lauk í Austurbæ sl. föstudagskvöld. Þá kepptu þær ell- efu hljómsveitir sem komust áfram úr undanúrslitum næstsíðustu viku, en alls kepptu fimmtíu hljómsveitir í tilraununum að þessu sinni. Sú tilhögun að gefa hljómsveit- unum vikufrí fyrir úrslitin reyndist einkar vel, allar voru þær óhemju vel undirbúnar og þéttar, menn hafa lagt nótt við dag við æfingar og laga- smíðar. Fyrir vikið var þetta úr- slitakvöld með bestu úrslitakvöld- um, hljómsveitirnar mjög jafnar að getu og frammistaðan almennt mjög góð. Motyl hóf leikinn að þessu sinni og byrjaði vel í fínu lagi með góðri stíg- andi. Næsta lag var ekki síður skemmtilegt og þyngdist er á leið. Söngvarinn fór á kostum í þriðja lag- inu, besta laginu, þar sem vel var keyrt í trommum og bassa. Hello Norbert byrjaði með gríp- andi stuðlagi, rokkuðu poppi sem flestum ætti að falla í geð. Næsta lag var skondið og skemmtilegt og löðr- andi í kímni. Síðasta lagið, Gameboy- lagið, var einna best, vissulega undir sterkum áhrifum en þeir félagar unnu vel úr þeim áhrifum. Gay Parad tætti og tryllti með fínni keyrslu í óvenjulegu lagi. Bætti hún við snúningi í öðru laginu en hægði svo aftur á í lokalaginu þar sem sungið var um illkvittna kókvél að því er mér heyrðist. Gott lag með skemmtilegu viðlagi. Elysium spilaði fulllágt fannst mér, en eflaust er um að kenna ein- hverjum tækjavandræðum. Hún var eiturþétt og keyrslan gríðarleg – há- dramatískt sinfónískt rokk. Söngv- ari sveitarinnar stóð sig afbragðsvel en þó mátti heyra á köflum að radd- böndin voru ekki langt frá því að bila, sérstaklega í öðru lagi sveit- arinnar. Aðal Mjólk, 6 og fúnk félaga er fjörið, en þeir eru líka framúrskar- andi hljóðfæraleikarar, sérstaklega gítarleikarinn, aukinheldur sem blásararnir áttu frábæra spretti. Fyrstu lögin voru þau sömu og þeir léku í undanúrslitum, en nú enn bet- ur flutt. Þeir voru ekki sömu uglu- speglarnir í þriðja laginu, kannski meiri alvara á ferð, en það stóð hin- um þó lítt að baki. The Dyers spilaði rokk en kom þó úr annarri átt en þær rokksveitir sem á undan komu. Fyrsta lagið var fínasta popp með skemmtilegum til- brigðum í söng og dapurlegum texta. Annað lagið var fjölbreytt og skemmtilegt rokkbúgí en meira fjör vantaði í sönginn. Þriðja lagið var svo það besta sem hún bauð upp á að þessu sinni, suðurríkjalegt rokk með frábæru samspili gítarleikaranna. Áslenska sveitin Jakobínarína byrjaði með stæl, fór rólega af stað og endaði í miklu fjöri. Annað lagið var svo þýska lagið, Rammstein hitt- ir Joy Division í skuggasundi í Ás- landinu – afbragðs lag. Þriðja lag sveitarinnar var grípandi og gott lag með góðri bassakeyrslu og góðum tilþrifum í söng. Hljómborðsleikari sveitarinnar stóð sig með prýði og hefur mikið að segja um hve framlag sveitarinnar var vel heppnað. Með bestu úrslitakvöldum TÓNLIST Austurbær Úrslit Músíktilrauna Tónabæjar og Hins hússins. Þátt tóku Motyl, Hello Norbert, Gay Parad, Elysium, Mjólk, 6 og Fúnk, The Dyers, Jakobínarína, Koda, Jamie’s Star, We Painted The Walls og Mystical Fist. Haldið í Austurbæ föstudaginn 18. mars. MÚSÍKTILRAUNIR Aðstandendur Tíma völdu We Painted the Walls athyglisverð- ustu hljómsveitina. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Jakobínarína, sigursveit Músíktilrauna 2005, fékk að launum hljóðverstíma auk fleiri verðlauna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.