Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 68

Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi ÞEGAR ís er við landið fylgjast Landhelgisgæslan og Veðurstofan vel með hverri hreyfingu og breytingu á ísreki fyrir vindum. Hér er flugvél Landhelgisgæslunnar á ferð norðvestan við Vatnajökul og stefnir á haf út austan við land. Enn er ís landfastur við Horn og siglingar þar um slóðir varasamar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafísinn við landið kannaður LEIKKONAN Aníta Briem leikur um þess- ar mundir í leikritinu Losing Louis í Trafalgar Whitehall-leikhúsinu á West End í Lundúnum ásamt nafnkunnum leik- konum á borð við Alison Steadman og Lyndu Bellingham. Leikritið var áður sýnt fyrir fullu húsi í Hampstead- leikhúsinu í Norður- Lundúnum. „Þetta er búið að ganga rosalega vel og leikritið hefur fengið mjög góða dóma, enda eru Alison Steadman og Lynda Bellingham frábærar gaman- leikkonur. Ég hef lært ofsalega mikið af þessari samvinnu; það jafnast fátt á við að vera umkringd svona hæfileikaríku fólki,“ segir hún. Aníta lauk prófi frá Royal Academy of Dramatic Arts í Lundúnum í fyrra og hef- ur þegar unnið með fleira góðu fólki, svo sem óskarsverðlaunahafanum Mike Figgis í leiksmiðju breska þjóðleikhússins. Figgis er líklega þekktastur fyrir mynd sína Leaving Las Vegas með Nicolas Cage en þeim Anítu er vel til vina. Aníta er að hasla sér völl í kvikmyndum líka; lék fyrir skemmstu aðalhlutverk í spænsk-bandarísku spennumyndinni The Nun./16 Leikur á West End Aníta Briem VERIÐ er að undirbúa samvinnu Flugmálastjórnar Íslands og Flug- málastjórnar Írlands á sviði þjón- ustu vegna talviðskipta við flug- vélar á leið um flugstjórnarsvæðin á Norður-Atlantshafi. Er hún fólgin í því að stöðvar í Gufunesi og Ballygirreen verða samtengdar sem þýðir að nýta má getu hvorrar stöðvar um sig til að þjóna flug- umferð bæði á íslenska flugstjórn- arsvæðinu og því írska, sem er sunnan við það íslenska, og jafna álag á hvorri fjarskiptastöð fyrir sig. Þá er einnig til umræðu að taka upp slíka samvinnu við Norðmenn. Brandur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Flugfjarskipta ehf., sem er dótturfyrirtæki Flugmála- stjórnar, segir að skrifað hafi verið undir samkomulag um samrekstur fjarskiptastöðvanna. Verið er að prófa hjá Írunum sama fluggagna- kerfi og Flugfjarskipti nota sem ís- lenska hugbúnaðarfyrirtækið Flug- kerfi hannaði. Kerfið verður prófað í þrjá mánuði og eftir það getur samvinnan formlega hafist. Einn meginþátturinn í starfi Flugfjarskipta eru talsamskipti við flugvélar sem fara um íslenska flug- stjórnarsvæðið. Snúast þau sam- skipti m.a. um að taka við tilkynn- ingum um stöðu flugvéla, óskum þeirra um breytingar á flughæð eða flugleiðum, veðurupplýsingar og upplýsingar fyrir flugrekendur. Brandur segir að með þessu sé hugmyndin að skipta flugumferð milli stöðvanna en hún er mismun- andi mikil eftir því hvernig flug- leiðir yfir hafið liggja, m.a. vegna veðurs. Sé straumurinn þungur um annað svæðið má nýta getu hins svæðisins til að létta álagið. Brand- ur segir að stöðvarnar geti einnig þjónað hvor annarri sem varastöð. Segir hann það geta lækkað stofn- kostnað og rekstrarkostnað. Að sögn Brands má búast við að umsvif í talviðskiptum fari minnk- andi en í dag er slík þjónusta veitt á sex stöðvum við Atlantshafið, þ.e. Íslandi, Noregi, Írlandi, Portúgal, Bandaríkjunum og Kanada. Hann segir hugsanlega verða farið í sam- starf við Norðmenn en það sé þó allt á frumstigi. Með samstarfinu við Íra styrkist hins vegar staða Ís- lands. Samvinna flugstjórnarsvæða við Atlantshaf í undirbúningi Miðstöðvar á Íslandi og Írlandi tengdar ÍSLENDINGAR eru ein þjóð í sama landi en skiptast ekki í „höfuðborg- arbúa“ og „hina“. Þetta er bjarg- föst skoðun Gísla Einarssonar, fréttamanns, þáttastjórnanda og Borgfirðings, sem beitir sér gegn tvíhyggjunni hvar sem færi gefst, þótt hann sjái á henni spaugilegu hliðarnar líka. Gísli er með eftir- sóttari veislustjórum og ræðu- mönnum um þessar mundir og ger- ir þar „sveitamennskuna“ gjarnan að umtalsefni, við almenna kátínu gesta. „Reykjavík er eins og sólin. Það er nauðsynlegt að hafa hana – en í hæfilegri fjarlægð,“ er haft eft- ir honum í viðtali við Sigurbjörgu Þrastardóttur í Tímariti Morgun- blaðsins í dag, en á alvarlegri nót- unum játar hann væntumþykju í garð Reykjavíkur enda sé hún „höf- uðborg allra landsmanna en ekki bara Reykvíkinga“. Hann gerir athugasemdir við þá tilhneigingu íslensks fjölmiðlafólks að fara „út á land“ með látum í þeim tilgangi einum að spyrja um sérstök landsbyggðarmál. „Segjum að eitthvað gerist, til dæmis í Kosovo, og fréttamenn vilja heyra hvað almenningi finnst. Þá á að vera jafnsjálfsagt að spyrja fólk á Hvammstanga eins og á Hverf- isgötunni,“ segir Gísli í viðtalinu. „Og fólk í Súðavík hefur alveg jafn- ar skoðanir á pólitík og gestir Kringlunnar.“ Smali allra sjónarmiða ÞRJÚ fíkniefnamál komu upp í Keflavík í fyrrakvöld og fyrrinótt skv. upplýsingum lögreglu. Bifreið var stöðvuð á Njarðar- braut vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þrennt var í bílnum og var fólkið handtekið og fært á lögreglustöð. Við leit í bifreiðinni fundust um þrjú grömm af amfetamíni. Við- urkenndu tveir að eiga fíkniefnin. Um kl. 23 var annar bíll stöðvaður á Að- algötu vegna gruns um fíkniefnamisferli ökumanns sem var einn í bifreiðinni. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Við leit í bifreiðinni fannst um eitt gramm af amfetamíni auk tækja til fíkniefnaneyslu sem viðkomandi viðurkenndi að eiga. Um tvöleytið í fyrrinótt voru svo þrír karlmenn um tvítugt handteknir. Tveir þeirra voru með um gramm af amfetamíni, að því er talið er. Þrjú fíkniefna- mál í Keflavík KÆRUNEFND fjöleignarhúsa- mála hefur komist að þeirri nið- urstöðu að íbúa í fjölbýlishúsi í Reykjavík hafi verið óheimilt að fjarlægja blómabeð úr sameig- inlegum garði án samþykkis annarra eigenda. Í beðinu voru liljur og rósir sem íbúinn hafði keypt í útlöndum, plant- að í garðinum en fjarlægt þau er hann flutti úr húsinu á síðasta ári. Nágranni íbúans kærði málið til nefndarinnar eftir að lögreglustjór- inn í Reykjavík hafði látið það niður falla. Hafði rannsóknarlög- reglumaður tekið þá skýringu íbú- ans gilda að hann hefði sjálfur plant- að blómunum í garðinn. Í kærunni kemur m.a. fram að lögð hafi verið drenlögn við húsið og því þurft að grafa skurð. Áður en sú framkvæmd hófst hafi umræddur íbúi fjarlægt blóm úr beði við húsvegg, án sam- ráðs við aðra eigendur hússins, en ekki látið þar við sitja heldur „ráðist einnig til atlögu við stórt blómabeð í miðjum húsgarðinum, fjarlægt það alveg og tyrft svo yfir,“ eins og segir í kærunni. Nefndin telur sannað að hinn umdeildi gróður hafi verið sam- eign eigenda og íbúanum því verið óheimilt að fjarlægja hann án sam- þykkis allra eigenda. Óheimilt að fjarlægja blómabeð TÓLF kennimörk (lógó) eftir Krist- ján E. Karlsson, sem hannar undir merkinu Kraftaverk, voru valin í bandarísku bókina Logolounge II sem nú er komin út. Þar eru birt tvö þúsund vöru- og firmamerki sem dómnefnd þykja skara framúr í samtímanum, m.a. víðkunn vöru- merki á borð við Coca Cola, Micro- soft og Shell. Auglýsingastofan Nonni og Manni/Ydda sem nú heit- ir Ennemm á einnig sex lógó í bók- inni, en þorri merkjanna er eftir bandaríska hönnuði./Tímarit Halda uppi merkjum Íslands ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.