Morgunblaðið - 21.03.2005, Side 1

Morgunblaðið - 21.03.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 78 . TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Ógleymanleg stund Sigrún Eðvaldsdóttir og James Lisney heilluðu Jónas Sen | Menning Fasteignir og Íþróttir Fasteignir | Blönduð byggð í Kórahverfi  Íslendingar miðjarðar- hafslegir í hugsun  Eins og vin í skóglausu landi Íþróttir | Þolinmóðir Haukar hrukku í gang  Liverpool saxaði á forskot Everton KÖNNUN á lyfjanotkun aldraðra, sem njóta heilbrigðisþjónustu heima fyrir í nokkrum Evr- ópulöndum, bendir til þess að nær fimmtungur þessa hóps geti mögulega verið að neyta óvið- eigandi lyfja. Frá þessu er greint í nýjasta hefti bandaríska læknatímaritsins The Journal of the American Medical Association. Stærsta frávik þeirra sem voru mögulega með eitt óviðeigandi lyf var í Tékklandi (41%), sem gæti skýrst að hluta af efnahagsástandi. Frávikið í V-Evrópu var að meðaltali 15,8% og var Ísland rétt undir því. Lægsta frávikið var 5,8% í Danmörku og kann það að skýrast af kerfi sem gefur læknum afturkast (feedback) á lyfjameðferð sem þeir beita. Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi, er einn af höfundum greinarinnar. Í samtali við Morgunblaðið lagði hann áherslu á að um væri að ræða „mögulega óviðeigandi“ lyfjagjöf. Um sé að ræða vísbend- ingar en ekki fullvissu. Í rannsókninni var stuðst við ákveðin skilmerki sem taka tillit til breytinga sem verði hjá fólki með aldrinum. Eiginleikar líkamans breytast með árunum og þar með hæfnin til að vinna úr lyfjum. Í því sam- hengi geti sum lyf orðið óæskileg fyrir aldraða þótt þau séu góð fyrir yngra fólk. Niðurstöður ná til rannsóknar sem gerð var í Tékklandi, Danmörku, Finnlandi, Ítalíu, Hol- landi, Noregi, Bretlandi og á Íslandi. Náði hún til 2.707 sjúklinga sem nutu heimaþjónustu, þar af 405 í Reykjavík. Sá hópur var einkennandi fyrir aldraða notendur heimaþjónustu í Reykja- vík. Í rannsókninni var beitt svokölluðu RAI MDS mælitæki í heimaþjónustu m.a. til að meta færni og líðan aldraða, bæði andlega og líkamlega. „Það er munur á milli norðvestlægra Evrópu- landa og suðaustlægra,“ sagði Pálmi. „Það virð- ist vera meira um mögulega óviðeigandi lyf í Tékklandi, Ítalíu og Finnlandi heldur en í lönd- unum sem eru meira norðvestlæg.“ Það sem helst dró Ísland niður var gjöf hreins kvenhormóns, sem var viðtekin meðferð þar til rannsóknir sýndu að meðferðin gæti verið óæskileg. Mjög hefur dregið úr henni. „Ef þetta væri skoðað aftur yrði niðurstaðan önnur í dag,“ sagði Pálmi. „Að mörgu leyti komum við vel út, en við gætum gert aðeins betur.“ Svo virtist sem fátækt og notkun meira en 6 lyfja samtímis, neysla kvíðastillandi lyfja og merki um þunglyndi tengist mögulegri hættu á notkun óviðeigandi lyfja. Hins vegar virtust þeir sem bjuggu einir eða voru eldri en 85 ára vera síður í áhættu. Samþættingarverkefni heilsugæslu og fé- lagsþjónustu í Reykjavík vinnur nú að því að innleiða RAI MDS mælitækið. Með því verður eftirlit með skjólstæðingum heimaþjónustunnar stóreflt, þar með eftirlit með lyfjum. Hluti aldraðra gæti verið að nota óviðeigandi lyf VIKTOR Kristmannsson úr Gerplu var sigursæll á Íslandsmótinu í fim- leikum sem háð var í Laugardalshöllinni um helgina. Viktor varð sex- faldur Íslandsmeistari. Hann sigraði í fjölþraut og varð hlutskarpastur í fimm greinum af sex í keppni á einstökum áhöldum. Á myndinni leikur Viktor listir sínar á svifránni en þar fagnaði hann sigri. Hjá konunum skaraði Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Gerplu, fram úr en hún varð Ís- landsmeistari í fjölþraut og vann þrjár greinar af fimm í keppni á ein- stökum áhöldum./Íþróttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Viktor stóð undir nafni KREPPAN í líbönskum stjórnmálum jókst enn í gær þegar stjórnarandstaðan neitaði að eiga viðræður við forseta landsins, sem er hallur undir Sýrlendinga. Sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Líbanon sagði í gær, að spennan færi vaxandi og um leið hætt- an á nýjum hryðjuverk- um. Walid Jumblatt, sem verið hefur helsti tals- maður stjórnarandstöð- unnar, neitaði í gær að ræða við Emile Lahoud forseta en eftir sprengjutilræði, sem slasaði 11 manns í kristnum hluta Beirút, hvatti hann til viðræðna allra flokka í landinu. Afstaða Jumblatts þýðir, að þráteflið milli stjórnarandstöðu og stjórnar heldur áfram og á meðan vex spennan í landinu. Terje Rød-Larsen, fulltrúi SÞ í Líbanon, sagði í gær, að hann óttaðist nýtt, pólitískt morð í líkingu við morðið á Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, í síðasta mán- uði. Kvaðst hann raunar hafa haft áhyggjur af ástandinu í landinu fyrir þann tíma. Jumblatt krefst þess, að Lahoud forseti greiði fyrir viðræðum með því að segja af sér og stjórnarandstaðan setur það líka sem skilyrði fyrir viðræðum, að hafin verði al- þjóðleg rannsókn á morðinu á Hariri og yf- irmanni líbönsku leyniþjónustunnar og rík- issaksóknaranum verði vikið frá. Vaxandi spenna í Líbanon Walid Jumblatt Beirút. AP, AFP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, kynnti í gær drög að um- fangsmiklum breytingum á skipulagi sam- takanna og á því öryggiskerfi, sem verið hefur við lýði frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Undirrótin að tillög- unum er að sumu leyti Íraksstríðið, sem Annan segir, að hafi verið ákveðin tímamót fyrir þjóðir heims. Vill hann, að leiðtogar þeirra sam- þykki eða taki afstöðu til tillagnanna strax á þessu ári. Megintillögurnar eru, að fulltrúum í ör- yggisráðinu verði fjölgað úr 15 í 24 og jafn- vel, að fastafulltrúunum, sem eru nú fimm og hafa neitunarvald, verði einnig fjölgað. Þá vill Annan, að settar verði ákveðnar reglur um það hvenær ríkjum sé heimilt lögum samkvæmt að hefja hernað. Að auki leggur Annan til, að aðildarríki SÞ komi sér saman um skilgreiningu á hryðjuverkastarfsemi, að komið verði á fót nýju mannréttindaráði og ríkin skuldbindi sig til að fylgja áætlunum um þróun, útrým- ingu fátæktar og lýðræðisvæðingu. Allar miklar breytingar á skipulagi SÞ verða að fá samþykki tveggja þriðju aðild- arríkjanna og einnig fastafulltrúanna fimm, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína og Rússlands. Kofi Annan vill breyt- ingar á SÞ Sameinuðu þjóðunum. AFP. Kofi Annan UM 10% Evrópumanna til jafnaðar eru að hluta eða alveg ónæm fyrir alnæmissmiti. Svo er líklega fyrir að þakka einhverri drepsótt- anna, sem lögðu milljónir manna að velli á mið- öldum. Hópur vísindamanna undir stjórn Christophers Duncans við háskólann í Liver- pool hefur rannsakað þetta mál og greinir frá niðurstöðum sínum í tímaritinu Journal of Medical Genetics. Ástæðan fyrir ónæminu er stökkbreyting í frumum, sem framleiða eggja- hvítuefni og kallast CCR5. Var sagt frá þessu á fréttavef Aftenposten í gær. Vísindamennirnir telja, að stökkbreytingin hafi raunar komið fram fyrst fyrir um 2.500 árum en vegna drepsóttanna á miðöldum sé hún nú miklu algengari en áður var. Hallast þeir helst að því, að þetta megi rekja til svarta- dauða en einnig eru tilgátur um bólusóttina. Á Sardiníu í Miðjarðarhafi eru um 5% íbú- anna með þessa stökkbreytingu en í Finnlandi og Rússlandi um 16%. Getur ástæðan verið sú, að drepsóttirnar voru miklu lengur að í Norð- ur-Evrópu en henni sunnanverðri. Styrkur ónæmisins fer eftir því hvort einstaklingurinn hefur erft stökkbreytinguna frá öðru foreldr- inu eða báðum. Um 10% ónæm fyrir alnæmi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.