Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 12.30
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mbl
Hann trúir
ekki að vinur
hennar sé til
þar til fólk
byrjar að
deyja!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA
SPENNUTRYLLI MEÐ ROBERT DE NIRO
SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
Sýnd kl. 1, 2, 3, 4, 6 og 8 m. ísl. tali
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 m. ensku taliSýnd kl. 4, 6 m. ísl. tali,Sýnd kl. 4, 8 og 10 m. ensku tali Sýnd kl. 5.50 og10.10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Hann trúir ekki
að vinur hennar
sé til þar til fólk
byrjar að deyja!
CLOSER
Sýnd kl. 10 B.i. 14 ára.
Ó.Ö.H. DV
S.V. MBL.
M.M.J. Kvikmyndir.com
Ó.H.T. Rás 2
A MIKE NICHOLS FILM
Þ.Þ. FBL
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
kl. 3, 5.40, 8 og 10.20.
Frábær grínmynd
fyrir alla fjölskylduna
r r rí
f rir ll fj l l
S.V. MBL.
S.V. MBL.
2 vikur
á toppnum
í USA & Íslandi
Will Smith er
Yfir 17.000 gestir!J.H.H. kvikmyndir.com
SV mbl
2 vikur
á toppnum
í USA & Íslandi
Will Smith er
Yfir 17.000 gestir!
Sýnd kl. 2, 4 og 6 m. Ísl tali
Sýnd kl. 8
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l l
MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA
SPENNUTRYLLI MEÐ ROBERT DE NIRO
SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA
WES Anderson er einn efnilegasti
„auteur“-leikstjóri Bandaríkjanna,
sem nú sendir frá sér sína fjórðu
kvikmynd í fullri lengd. Hún fjallar
um neðansjávarheimildamynd-
arleikstjóra sem þykir síður en svo
efnilegur lengur. Hann er kominn
yfir miðjan aldur, myndum hans fer
hrakandi, fáir vilja fjárfesta í hug-
myndum hans, eiginkonan ýjar að
því að fara frá honum og lífið er allt
frekar með sorglegasta móti.
Steve Zissou heldur af stað í enn
einn leiðangurinn sem hann vonast
til að geti haldið heiðri hans á lofti.
Hann ætlar aftur að finna Jagúar-
hákarlinn sem réðst á og borðaði í
heilu lagi Esteban, hans besta vin.
Eina ferðina enn hefur Wes And-
erson tekist að búa til sinn eigin
heim með yfirdrifinni sviðsmynd,
einstökum persónum og sérstökum
búningum. Heim sem er ekki einsog
okkar, en virkar á sinn eigin hátt.
Hann hefur reyndar sótt mikið í líf
sjávarmyndafrömuðarins franska
Jacques Cousteau sem hann toppar
með rauðu húfunum sem allir
áhafnarmenn bera.
Húmorinn er enn hinn sami og
felst í furðulegum smáatriðum sem
einhvern veginn eru fyndin en samt
ekki. Í stað þess að hlæja beint út,
líður um mann einhver lúmsk tragí-
kómísk sælutilfinning.
Tónlist myndarinnar er óaðfinn-
anleg, og ekki er verra að í einu
dramatískasta atriði myndarinnar
er sungið á íslensku, því Sigur Rós
flytur lag í myndinni. Skemmtileg-
ast fannst mér þó að heyra hinn
brasilíska Seu Jorge, sem leikur
áhafnarmeðliminn Pelé, syngja
David Bowie-lög á portúgölsku.
Þótt takturinn sé óvenjulegur, og
sá tregi sem einkennir myndir And-
ersons jafnvel enn sárari en oftar,
þá fannst mér yfir höfuð vanta
dramatísk atriði í myndina. Hún
heldur manni og er skemmtileg, en í
hana vantar risin og lægðirnar. Það
er heldur ekki laust við að það hafi
líka vantað þá óvenjulegu ljóðrænu
sem gerir þessar myndinr hans oft
svo einstakar. Getur það verið að
það að Owen Wilson skrifaði ekki
með honum handritið í þetta sinn
skipti máli? Ætli hann sé ljóðræni
dramatíkerinn í sambandinu?
Alla vegana er Owen Wilson
snilldarleikari með sterka og sér-
staka útgeislun. Hann var mjög
skemmtilegur í hlutverki Ned, sem
er að öllum líkindum sonur Zissous.
Bill Murray var auðvitað frábær
sem hin dapri og dapurlegi Zissou,
enda virðast þannig persónur vera
orðnar vörumerkið hans. Angelica
Huston, Jeff Goldblum og Cate
Blanchett voru skemmtileg í sínum
hlutverkum en það verður að segj-
ast að Willem Dafoe kemur á óvart
sem hinn þýski Klaus sem dýrkar
Zissou.
Life Aquatic er skemmtileg mynd
og fyndin, vel leikin og frumleg, en
hana vantar tilfinnanlega meiri
dramatík.
Taktur og tregi
KVIKMYNDIR
Háskólabíó og Sambíóin
Leikstjórn: Wes Anderson. Handrit: Wes
Anderson og Noah Baumbach. Kvik-
myndataka: Robert D. Yeoman. Aðal-
hlutverk: Bill Murray, Owen Wilson, Cate
Blanchett, Anjelica Huston, Willem
Dafoe, Jeff Goldblum og Michael Gam-
bon. 118 mín. BNA. Buena Vista 2004.
Life Aquatic with Steve Zissou
Hildur Loftsdóttir
MIÐASALA á tónleika stórrokk-
arans Robert Plant fór gríðarlega
vel af stað á laugardaginn. Í gær
höfðu selst vel yfir 3.000 miðar af
þeim rúmlega 4.000 sem í boði eru
til að sjá söngvara hinnar forn-
frægu rokksveitar Led Zeppelin á
sviði. Tónleikarnir fara fram í
Laugardagshöll hinn 24. apríl næst-
komandi.
Að sögn Gríms Atlasonar, sem
stendur fyrir tónleikunum ásamt
Kára Sturlusyni, voru miðar seldir í
þrjú svæði. Miðar í stúku og á bekki
eru nú uppseldir en nokkur hundr-
uð miðar eftir í stæði. „Plantarinn
er augljóslega heitur. Á tónleik-
unum mun hann spila lög af tuttugu
ára sólóferli auk þess að taka
gamla Led Zeppelin slagara. Og
það er engin stöðnun hjá honum því
hann mun líka kynna lög af óút-
kominni plötu sinni, Mighty Rearr-
anger.“
Nýtt lag í spilun á Rás 2 í dag
Lagið Shine It All Around fær að
hljóma á öldum ljósvakans frá og
með deginum í dag. „Lagið fer í
spilun á Rás 2. Þetta er frábært lag
sem byrjar á tónum í anda Bonham,
trommuleikara Led Zeppelin. Gott
grúv í þessu. Platan sjálf kemur
ekki út fyrr en í maí, en það er
Smekkleysa sem dreifir á Íslandi.
Ég var svo heppinn að fá að heyra
hana og verð að segja að þetta er
frábær plata, með hans betri sóló-
skífum. Plant hefur verið misjafn
en kemur augljóslega ferskur inn
þarna. Með honum spilar hljóm-
sveitin Strange Sensation en það
eru gæjar sem hafa meðal annars
spilað fyrir hljómsveitir á borð við
Portishead og Massive Attack.
Plant þorir að leita á nýjar slóðir.
En líka má greina kunnugleg áhrif
hjá honum, til dæmis frá tónlistar-
hefð Atlasfjallanna.“
Góð blanda af gömlu og nýju
Grímur segir jafnvægi milli
nýrra og gamalla laga verða gott
og nýju lögin af þeim gæðum að alls
ekki þurfi að bíða eftir þekktari
lögum og klóra sér í bumbunni
meðan þau nýrri renna í gegn.
Talsverðrar eftirvæntingar hafi
gætt fyrir tónleikana og miðasala
verið jöfn í gær sunnudag.
Þá miða í stæði sem eftir eru má
nálgast hjá Hard Rock Kringlunni,
Hljómvali Keflavík, Hljóðhúsinu
Selfossi, Pennanum Glerártorgi á
Akureyri og Pennanum Akranesi.
Fyrir netvædda eru miðar seldir á
slóðinni www.midi.is svo lítið mál
ætti að vera að nálgast miða á rokk-
goðið Robert Plant, sem síðast steig
á svið Laugardalshallarinnar árið
1970.
Rokk | Robert Plant á tónleikum 24. apríl
Liðið er á þriðja áratug síðan Led Zeppelin hætti en Plant hóf sólóferil eftir það. Liðsmenn sveitarinnar frá vinstri:
John Paul Jones, John Bonham, Jimmy Page og Robert Plant.
Miðasalan stórvel af stað
og nýtt lag í spilun í dag
Rokkgoðið Robert Plant, sem sumir
nefna Rokksöngvarann.