Morgunblaðið - 21.03.2005, Page 18
18 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SAMFELLDUR SKÓLI OG
TÓMSTUNDASTARF
Grímur Hergeirsson, verkefnis-stjóri íþrótta, forvarna og menn-ingarmála hjá Sveitarfélaginu
Árborg, segir í samtali á Árborgarsíðu
Morgunblaðsins sl. laugardag: „Ég sé ...
fyrir mér að yngstu börnin geti farið
beint í félagsstarfið, á íþróttaæfingu eða
annað þegar þau eru búin í skólanum og
séu búin um fimmleytið, í stað þess að
þurfa að fara í þetta á kvöldin. Þá er
einnig auðveldara fyrir félögin að ná til
menntaðra leiðbeinenda ef aðstaðan er
eitthvað á þessa leið.“
Grímur nefnir þarna það, sem margir
telja æskilegt markmið en er enn í raun
hvergi orðið að veruleika; að tóm-
stundastarf barna, þá einkum yngstu
barnanna í grunnskólanum, rúmist inn-
an vébanda heilsdagsskólans. Það á
bæði við um íþróttaiðkun og listnám, s.s.
í tónlist, myndlist og dansi.
Kostirnir við fyrirkomulag af þessu
tagi eru margir. Tími heilsdagsskólans
myndi nýtast miklu betur – það verður
að segjast eins og er að í mörgum til-
fellum er tíminn, sem börnin eru í skól-
anum eftir að kennslu samkvæmt nám-
skrá lýkur, fyrst og fremst „gæzla“ og
ekki nýttur til skapandi og uppbyggi-
legs starfs. Jafnframt væri dregið úr
þörfinni á að litlu börnin væru á ferðinni
á milli staða án fylgdar og eftirlits, með
tilheyrandi slysahættu, og úr linnulausu
skutli foreldra með börnin milli skóla og
tómstundastarfs, með tilheyrandi álagi
fyrir alla, vinnuveitendur foreldra þar
með talda.
Gera má ráð fyrir að ef íþróttastarf og
listnám færðist að hluta inn í grunn-
skólana og færi fram á venjulegum
vinnutíma, myndi það í sumum tilfellum
auðvelda að fá menntaða leiðbeinendur,
eins og Grímur Hergeirsson nefnir, og
jafnframt þýða skaplegri vinnutíma fyr-
ir stétt á borð við tónlistarkennara.
Þá myndi tómstundastarf, sem fram
færi í tengslum við skólann, líkast til
auðvelda fólki að ná til „krakka sem eru
á jaðrinum“, sem Grímur nefnir einnig,
og fá þau með í uppbyggilegt starf, sem
þau myndu annars missa af.
Síðast en ekki sízt myndi samfella
náms og tómstundastarfs innan veggja
skólanna og á skólatíma þýða að fjöl-
skyldan ætti meiri tíma aflögu fyrir
samvistir barna og foreldra eftir að
skóla og vinnu lýkur og auðvelda fólki að
samræma vinnu og fjölskyldulíf. Slíkt
stuðlar að auknum lífsgæðum, meira
jafnrétti og betri aðstæðum barna.
Breyting af þessu tagi er hins vegar
langt frá því að vera einföld í fram-
kvæmd. Ýmis sveitarfélög hafa stigið
athyglisverð skref í þessa átt, t.d.
Reykjanesbær og Kópavogur. En að
ýmsu er að hyggja. Íþróttastarfið og
tónlistarnámið er þannig í dag að mestu
einkarekið, þótt það njóti einnig stuðn-
ings sveitarfélaganna, og foreldrar
greiða talsvert fyrir þátttöku barna
sinna í þessu starfi. Tryggja verður að
félög og fyrirtæki, sem starfrækja þessa
starfsemi í dag, fái áfram tekjur til að
standa undir henni. Þá hefur verið
byggð upp aðstaða á vegum þessara að-
ila til tómstundastarfs en hana skortir
oft í skólunum. Áherzlur í námi geta líka
verið ólíkar; þannig er tónlistarnámið að
mestu leyti einstaklingsnám, en í
grunnskólanum er auðvitað alla jafna
kennt í hópum.
Úrlausnarefnin eru þannig mörg, vilji
menn flétta saman skólann og tóm-
stundastarfið, en það er vel þess virði að
takast á við þau og stefna að þessu
markmiði.
ÞÁTTASKIL Á NORÐUR-ÍRLANDI?
Sex írskum konum var tekið opnumörmum í Bandaríkjunum í liðinni
viku. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin,
var hins vegar tekið fremur fálega.
George W. Bush Bandaríkjaforseti og
Edward Kennedy, þingmaður og einn
helsti leiðtogi Íra í Bandaríkjunum,
tóku báðir á móti konunum sex. Hvor-
ugur vildi hitta Adams.
30. janúar var Robert McCartney
stunginn til bana á krá í Belfast. Heit-
kona McCartneys og systur hans fimm
kenna félögum í Írska lýðveldishernum
um morðið og segja að samtökin hafi átt
við sönnunargögn og hindrað rannsókn
málsins, meðal annars með því að ógna
vitnum. Þær knýja nú á um að réttlætið
nái fram að ganga og hafa stökkt Írska
lýðveldishernum á flótta.
Á Írlandi er þeim fagnað sem hetjum.
Barátta þeirra gæti valdið straumhvörf-
um í stjórnmálum á Norður-Írlandi og
jafnvel leitt til einangrunar Sinn Féin,
stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins.
Flokkurinn hafði verið á mikilli sigl-
ingu, en stórt bankarán, sem framið var
fyrir jólin og fullyrt er að Írski lýðveld-
isherinn hafi staðið á bak við, hefur
ásamt morðinu á McCartney tekið vind-
inn úr seglum hans.
Eins og fram hefur komið í frétta-
skýringum Davíðs Loga Sigurðssonar
blaðamanns í Morgunblaðinu er ekki
talið McCartney hafi verið myrtur af
pólitískum ástæðum, en hafi liðsmenn
Írska lýðveldishersins myrt hann beri
það því vitni að hann lúti ekki stjórn.
Við það verði ekki unað að félagsmenn
samtakanna gangi berserksgang á al-
mannafæri. Eins og ein systra
McCartneys, Paula, orðaði það: „Þetta
snýst um það að IRA taki ábyrgð á
verkum sinna manna sem virðast
stjórnlausir.“
Sinn Féin er stjórnmálaarmur Írska
lýðveldishersins og sú krafa verður nú
háværari að skorið verði á tengslin. Sú
krafa er bæði sett fram af breskum og
írskum stjórnmálamönnum, sem vilja
að IRA segi skilið við fortíðina, og mót-
tökurnar sem annars vegar heitkona
McCartneys og systur fengu í Banda-
ríkjunum og hins vegar Adams bera því
vitni að þar eigi það sama við. Eins og
fram kemur í fréttaskýringu eftir Davíð
Loga í Morgunblaðinu á laugardag hef-
ur verið staðhæft að bandarísk stjórn-
völd líti Adams nú sömu augun og þau
litu Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu-
manna, undir það síðasta.
Írski lýðveldisherinn hefur í áranna
rás beitt hryðjuverkum í baráttu sinni
gegn yfirráðum Breta á Norður-Írlandi.
Nú eru hins vegar liðin sjö ár frá því að
gert var friðarsamkomulag og það verð-
ur stöðugt erfiðara að réttlæta tilvist
IRA. Gerry Adams hefur hingað til
komist upp með að bera kápuna á báð-
um öxlum, en atburðirnir á Írlandi sýna
að það gengur ekki lengur. Almenning-
ur á Írlandi vill ekki snúa aftur til tíma
hryðjuverka. Það sama á við í Palestínu
og Líbanon. Átta milljónir Íraka gengu
að kjörborðinu þrátt fyrir hótanir
hryðjuverkamanna og höfnuðu þar með
aðferðum þeirra. Hryðjuverk eru aldrei
réttlætanleg, hvort sem stjórnvöld
grípa til þeirra vegna þess að þau sjá
enga aðra leið til að halda völdum, eða
hreyfingar til að hrifsa til sín völd.
Y
firlýsingu Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra um nýja tíma-
setningu Héðinsfjarðarganga var
vel fagnað með dynjandi lófataki á
fundinum í Bátahúsinu sem var
mjög vel sóttur. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdir hefjist sumarið 2006 og á jarð-
gangagerðinni að vera lokið í árslok 2009. „Ára-
langri baráttu okkar Siglfirðinga lýkur
formlega hér í dag því óhætt er að segja að
göngin séu loksins í höfn. Framkvæmdir hefjast
í júlí á næsta ári og það verður ekki aftur snú-
ið,“ sagði Ólafur Kárason formaður bæjarráðs
Siglufjarðar í ávarpi sínu á fundinum. Auk fjöl-
margra heimamanna voru á fundinum íbúar úr
Eyjafirði, alþingismenn og bæjarstjórarnir á
Akureyri, Dalvíkurbyggð og Ólafsfirði.
„Það var mikið reiðarslag fyrir okkur Sigl-
firðinga og íbúa við utanverðan Eyjafjörð þegar
þessari framkvæmd var frestað á sínum tíma en
ég ætla ekki að staldra við það, heldur horfa
bjartsýnum augum á framtíðina og sjá þau
miklu tækifæri sem göngunum fylgja. Margar
raddir eru þess efnis að þessi mikilvæga fram-
kvæmd sé einungis fyrir Siglfirðinga en því fer
víðs fjarri að svo sé,“ sagði hann.
Ólafur sagði að sýnt hefði verið fram á þjóð-
hagslega hagkvæmni framkvæmdarinnar en
þrátt fyrir þá staðreynd yrði framkvæmd sem
þessi alltaf umdeild. „Það verða til menn sem
ekki geta eða vilja sjá mikilvægi hennar. Í þessu
tilfelli urðu sjónarmið þeirra undir og okkar of-
an á.“ Ólafur sagði að allar vegaframkvæmdir
hvar á landinu sem væri, væru fyrir alla lands-
menn. Til þess að landið væri byggilegt þyrftu
að vera að vegir. „Sameining sveitarfélaga,
samstarf fyrirtækja og stóraukin ferðaþjónusta
mun blómstra í nýju umhverfi. Stór dagur er
runninn upp í þessum byggðarlögum við ut-
anverðan Eyjafjörð.“
Viljum byggja landið okkar
Samgönguráðherra sagði þegar hann til-
kynnti ákvörðunina um framkvæmdir við Héð-
insfjarðargöng, að nauðsynlegt væri að rifja
það upp að þessi framkvæmd skipti geysilega
miklu máli. „Við Íslendingar viljum byggja
landið okkar, nýta auðlindir hafsins og við vilj-
um efla byggðina um landið. Eyjafjarð-
arsvæðið, frá Siglufirði til Akureyrar, skiptir
miklu máli í því samhengi að byggja upp þetta
svæði sem mótvægi við okkar ágæta höfuðborg-
arsvæði. Til þess þarf að nýta þessar fjárfest-
ingar á öllum þessum stöðum og þess vegna
þurfum við bæta samgöngur og þess vegna
voru teknar ákvarðanir um það að leggja Héð-
insfjarðargöng. Við urðum að fresta fram-
kvæmdum og ýmsir úrtölumenn sögðu að hætt
hefði verið við göngin. Við heyrðum það frá
greiningardeildum banka og fjármálafyr-
irtækja að það hefði verið hárrétt ákvörðun hjá
ríkisstjórninni að fresta þessum fram-
kvæmdum. Þetta var hárrétt ákvörðun, hún var
nauðsynleg en erfið.“
Samgönguráðherra sagði að gert væri ráð
fyrir að göngin yrðu boðin út næsta haust, að
verkáætlun verktaka yrði staðfest 2. maí á
næsta ári, framkvæmdir hæfust í júlí 2006 og að
verklok yrðu fyrir jól 2009.
Bjart hér í skammdeginu 2009
Halldór Blöndal, forseti Alþingis og þing-
maður Sjálfstæðisflokksins í Norðaust-
urkjördæmi, þakkaði samgönguráðherra fyrir
að flytja þann boðskap að staðið yrði við þær
áætlanir sem gerðar hefðu verið og reyndar ögn
betur. „Það er óhætt að segja að það verði bjart
hér í skammdeginu 2009.“ Halldór sagði að árið
1997 hefði það verið fastmælum bundið að vinna
að sameiningu þessara þriggja kaupstaða,
Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Dalvíkur, til þess
að tryggja framgang þessa máls. Allir hefðu
gert sér grein fyrir því að nauðsynlegt var að
ná betri tengingu á milli staðanna til þess að
efla byggðina. Halldór sagði að framhaldsskóli
út með Eyjafirði væri gamalt baráttumál og
hefði alltaf tengst þessari framkvæmd. „Af
þeim sökum lýsti ég því yfir á Alþingi að ég
teldi að við hlytum að stefna að því að fyrsti
bekkur framhaldsskóla tæki til starfa haustið
2006, eftir rúmt ár og um leið og göngin verða
komin stefnum við að því að hér verði fram-
haldsskóli sem taki til allra bekkjardeilda.“
Halldór sagði jafnframt að næsta verkefni
yrði svo að breikka Ólafsfjarðargöngin vegna
mikillar umferðar. Hann notaði tækifærið og
óskaði Sverri Sveinssyni, fyrrverandi rafveitu-
stjóra á Siglufirði, sérstaklega til hamingju
með yfirlýsingu samgönguráðherra en Sverrir
hefur verið einn helsti baráttumaður fyrir
Héðinsfjarðargöngum.
Menn oft verið óþreyjufullir
Kristján Möller, Siglfirðingur og þingmað-
ur Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi,
sagðist ákaflega glaður með heimsókn sam-
gönguráðherra og yfirlýsingu hans. „Barátta
Siglfirðinga og reyndar Ólafsfirðinga líka er
mjög löng þegar maður les um söguna gagn-
vart samgöngumálum. Oft hafa menn verið
mjög óþreyjufullir, það höfum við sannarlega
verið hér vegna Héðinsfjarðarganga. Við höf-
um oft orðið fyrir vonbrigðum en líka oft fagn-
að og kannski sem betur fer gleymum við von-
brigðunum og horfum á fagnaðardagana. Ég
segi hiklaust að 19. mars 2005 verður enn einn
fagnaðardagur í samgöngumálum Siglfirð-
inga, annarra Eyfirðinga og Íslendinga allra.“
Kristján gerði aðdraganda málsins að um-
talsefni og sagði að 1981 hefði Haukur Tóm-
asson verkfræðingur talað á ráðstefnu verk-
fræðingafélagsins um jarðgöng og að hann
hefði m.a. sagt þá að rétt væri að tengja
byggðir við utanverðan Eyjafjörð þannig, því
slík tenging geti styrkt byggðir á svæðinu
verulega. Árið 1990 flutti Sverrir Sveinsson
þingsályktunartillögu um Héðinsfjarðargöng
ásamt fleiri þingmönnum. „Þeir sem hafa lagt
hönd á plóginn eiga að njóta sannmælis og ég
hika ekki við að halda því fram að Halldór
Blöndal sem fyrrverandi samgönguráðherra
og Davíð Oddsson sem forsætisráðherra hafa
verið mjög drjúgir stuðningsmenn í þessu
verki og ég ætla líka að nefna núverandi hæst-
virtan
sem au
sagði K
að klap
Birk
Frams
sagði þ
göngu
verksi
dal sem
er ekk
hafa m
arlega
Göngin
hafa se
berjas
framk
okkur
öðrum
samvin
fjarðar
Birk
haldss
irfynd
byggð
fyrir á
arsýsl
tveir fr
staðan
þessar
jafnfra
stofna
en við
stefna
borum
ásýnd
Eyjafj
Kris
ureyri
göngin
bæjar
Breiða
þekki
sem þe
ekki b
á viðko
allt. Se
umræ
hvort þ
mögul
inni.“
Kris
Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast í júlí á
Stór dagur er ru
Heimamenn á Siglufirði létu sig ekki vanta í Bátahúsið
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í ræðustóli á
Siglufirði, þar sem hann fjallaði um fyrirhugaðar
framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng.
Eftirvænting og spenna var
í loftinu á fundi samgöngu-
ráðuneytisins í Bátahúsinu á
Siglufirði á laugardag en þar
tilkynnti Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra að Héð-
insfjarðargöng yrðu boðin út
í haust. Kristján Krist-
jánsson var á fundinum og
fylgdist með umræðum í
kjölfar yfirlýsingar sam-
gönguráðherra.