Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 21 MINNINGAR Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GRÉTA EMILÍA JÚLÍUSDÓTTIR, Helgamagrastræti 19, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 17. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. Lokað Skrifstofur Lagastoðar, Lágmúla 7, verða lokaðar eftir hádegi í dag, mánudaginn 21. mars, vegna útfarar GYLFA HAUKSSONAR. LAGASTOÐ. Eiginmaður minn, SVEINN ÞORVALDSSON, byggingafræðingur, Geitlandi 4, lést á líknadeild Landspítala Landakoti föstu- daginn 18. mars. Sigríður Bjarnadóttir. ✝ Þorbjörg HuldaAlexandersdóttir fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1927. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Magnea Guðrún Erlendsdótt- ir, f. 5.3. 1907, d. 28.1. 1993 og Alexander Guðjónsson, f. 14.7. 1899, d. 28.11. 1975. Systir Huldu er Jór- unn, f. 6.11. 1935, maki Lórens Rafn, f. 24.6. 1935, börn þeirra eru Alex- ander, f. 12.5. 1957 og Ása Sjöfn, f. 22.9. 1968. Hulda giftist 10.12. 1949 Ingi- mar Sigurðssyni járnsmið og verk- stjóra, f. 3.8. 1924. Foreldrar hans voru Kristín J. Jónsdóttir og Guð- mundur Sigurður Jóhannesson. Hulda eignaðist fimm börn. Dóttir hennar og Kristins Finnbogason- ar, f. 28.5. 1927, d. 4.10. 1991, er 1) Guðrún, f. 17.7. 1945, maki Helgi Hinrik Stefánsson, f. 2.6. 1945. Dætur þeirra eru: a) Brynja, f. 1.8. 1966, í sambúð með Skúla Rúnari Hilmarssyni, f. 13.2. 1964, þau eiga eina dóttur, Birgittu Rún, f. 12.9. 2002. Dóttir Brynju og Jóns Rún- ars Arilíussonar er Helena, f. 26.3. 1991. b) Elsa Huld, f. 26.6. 1975, búsett í Hollandi. Börn Huldu og Ingimars eru: 2) Al- exander, f. 17.3. 1951, maki Edda Ást- valdsdóttir, f. 10.1. 1953, dóttir þeirra er Emilía, f. 16.3. 1990. 3) Óskírð stúlka, f. 11.6. 1952, d. 17.6. 1952. 4) Guðmundur Sigurður, f. 6.6. 1955, sonur hans og Korneliu Eyrós Gal- ecia, f. 11.11. 1964, er Alexander Már, f. 27.11. 1999. 5) Birna Rúna, f. 19.7. 1959, sambýlismaður Frið- þjófur Thorsteinsson Ruiz, f. 3.1. 1964, börn þeirra eru Sunna, f. 23.12. 1985, Fannar Ingi, f. 30.10. 1991 og Logi Steinn, f. 8.9. 1995. Hulda ólst upp í Laugarnes- hverfinu og þar hófu þau Ingimar sinn búskap. Árið 1962 fluttu þau í Kópavog og hafa búið þar síðan. Hulda var húsmóðir meðan börnin voru ung, en eftir að þau komust á legg fór hún út á vinnumarkaðinn og vann m.a. á saumastofu og á auglýsingastofu. Hulda starfaði með Urtum í Kópavogi, sem var félagsskapur mæðra í Skátafélag- inu Kópum, einnig var hún í Lions- klúbbnum Ýr, og í stjórn Sunnu- hlíðarsamtakanna. Útför Huldu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku amma. Ósköp þykir okkur erfitt að þú sért farin frá okkur og að fá aldrei aftur að faðma þig. En það huggar okkur að vita að nú ert þú komin á góðan stað þar sem þér mun ávallt líða vel. Saman eigum við margar góðar minningar sem við munum aldrei gleyma og eru þær okkur ofarlega í huga. Amma Hulda, þú komst okkur til að hlæja, huggaðir okkur þegar við áttum bágt og tókst okkur ávallt með opnum faðmi. Þú varst ekki aðeins amma okkar heldur líka vinkona okk- ar og erum við þakklátar fyrir að hafa átt þig að. Þú munt ætíð eiga þér stað í okkar hjörtum, elsku amma. Við kveðjum þig með miklum sökn- uði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíl í friði, elsku amma. Þínar snúllur, Sunna, Emilía og Helena. Elsku amma. Mér þykir mjög erfitt að þurfa að kveðja þig, þú sem alltaf skildir mig svo vel, sýndir mér ást og umhyggju, og kysstir mig og faðm- aðir í hvert sinn sem við hittumst. Ég mun samt aldrei gleyma öllum góðu stundunum sem við áttum sam- an, öll púslin sem við púsluðum sam- an, allar sögurnar sem þú last fyrir mig og öll spilin sem við spiluðum saman. Mig langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði sem heitir Ömmu- ljóð. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Hvíl í friði, elsku amma. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, takk fyrir að vera svona góð amma. Guð geymi þig. Fannar Ingi. Hún Hulda Alexandersdóttir hefur nú kvatt þennan heim, og við sem eft- ir lifum minnumst hennar með virð- ingu og þökk. Vinátta okkar hjóna við Huldu og Ingimar eiginmann hennar hófst, þegar dóttir okkar og sonur þeirra ákváðu að ganga í hjónaband. Hulda, þessi bjarta og fágaða kona og Ingimar, fræðaþulurinn, voru góð heim að sækja og stórfjölskylda þeirra var svo samhent að til fyrir- myndar var. Hulda hafði sótt nám í hússtjórnarfræðum til Danmerkur á sínum yngri árum og sáust þess glögg merki á heimili þeirra hjóna, allstaðar var fegurðin í fyrirrúmi, og stofu- blómin hennar döfnuðu svo vel. Reyndar veit ég að þetta með stofu- blómin hefur hún ekki lært í Dan- mörku því ég hef það frá löngu geng- inni kynslóð, að blóm dafna best hjá hjartahreinum og góðum konum. Ég sendi Ingimari, börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörnum, Jór- unni systur Huldu, já og allri stórfjöl- skyldunni mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Edda Jónsdóttir. Kveðja frá Lionsklúbbnum Ýr Hulda Alexandersdóttir var stofn- félagi í Lionsklúbbnum Ýr og langar okkur að minnast hennar með nokkr- um orðum. 21 ár er liðið síðan við komum sam- an um 30 konur og stofnuðum Lions- klúbbinn Ýr, Lionsklúbburinn Mun- inn er okkar föðurklúbbur og var Ingimar maður Huldu okkar tengilið- ur meðan við tókum okkar fyrstu spor í hreyfingunni. Hulda er sú fyrsta sem fellur frá í okkar hópi. Hún var góður félagi, allt- af tilbúin til allra verka í sambandi við líknar- eða félagsstörf hvort sem var uppsetning í Digranesi, pokasala, pakka jólakortum eða hvað sem við vorum að fást við. Hulda var fyrsti formaður Líknar- nefndar og sat í flestum nefndum klúbbsins. Í fimm ár var hún fulltrúi okkar í Sunnuhlíðarsamtökunum. Við Lionskonur í Ýr kveðjum Huldu og þökkum samveruna í vinnu og leik um leið og við sendum eig- inmanni hennar Ingimar Sigurðssyni og fjölskyldu, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigríður Þorláksdóttir, formaður. Okkur í skátadeildinni Urtum í Kópavogi langar með fáeinum orðum að kveðja vinkonu okkar til margra ára, hana Huldu. Við hittumst flestar fyrir tæpum fjörutíu árum í Skátafé- laginu Kópum, þegar stofnuð var mæðradeildin Urtur til styrktar skátahreyfingunni. Okkar hlutverk var fjáröflun með árvissum basar og kaffisölum. Þegar að því kom að okk- ar starfi var lokið og aðrar höfðu tekið við, var okkar samvistum þar með ekki lokið, síður en svo, þarna hafði myndast systrafélag sem ég held að sé alveg einstakt. Við héldum áfram að hittast og höfum gert alveg fram á þennan dag. Við höfum farið saman í ferðalög á hverju ári og komið saman hver hjá annari, yfirleitt mánaðar- lega. Hulda og systir hennar Jórunn hafa verið sannkallaðar driffjaðrir í þessum félagsskap. Síðustu árin höf- um við mætt hvern mánudagsmorgun hjá Huldu á heimili þeirra Ingimars á Kópavogsbraut. Þar höfum við skipst á fréttum, rætt málin, hlegið og fund- ið til notalegrar samkenndar. En síðustu mánuðina höfum horft á hvernig heilsu hennar hrakaði jafnt og þétt. Hulda var með afbrigðum vel gerð manneskja, hún tókst á við sinn erfiða sjúkdóm með þvílíkum kjarki og dug að til eftirbreytni er. Okkur grunaði ekki hve langt hún var leidd, þó við sæjum oft og iðulega hve illa henni leið. Sjálf lýsti hún því þannig að hún væri misjafnlega leiðinleg. Og nú er komið að leiðarlokum, við þökkum þér, elsku Hulda, allar sam- verustundirnar, þökkum þér fyrir að halda hópnum okkur saman með glaðlyndi þínu, ljúfmennsku og for- dómaleysi. Við munum minnast þín og sakna í hvert skipti sem við hitt- umst eftirleiðis. Elsku Ingimar, við sendum þér, fjölskyldu þinni og Jórunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við kveðjum þig svo með ljóði Jóns úr Vör Nú er barnið sofnað og brosir í draumi, kreppir litla fingur um leikfangið sitt. Fullorðinn vaki hjá vöggu um óttu, hljóður og spurull hugsa ég mitt. Það glepur ekki svefninn er gull sitt barnið missir úr hendinni smáu og heyrir það ei. Þannig verður hinsta þögnin einhverntíma. Ég losa kreppta fingur um lífið mitt og dey. Urturnar. Hulda hefur fengið þá hvíld sem bíður okkar allra. Ég átti margar ánægjustundir með henni í alls konar ferðum, heimsóknum innanbæjar, út um landsbyggðina og erlendis. Oft höfðum við gaman af þegar ég var að villast um hin ýmsu hverfi í Reykjavík og nágrenni. Hún var mjög ratvís og oftar en ekki minn leiðsögumaður í þessum ferðum. Ef hún hafði farið leiðina einu sinni var það ekki vanda- mál hjá henni að komast á leiðarenda. Oft var mikið hlegið í þessum ferðum. Við vinkonur hennar dáðumst oft að hversu jákvæð, félagslynd og glöð hún var að jafnaði í okkar hópi. Við störfuðum saman í Lions- klúbbnum Ýr þar sem hún var stofn- félagi og einnig í hópi þeirra kvenna sem nefndust Urtur, innan skátafé- lagsins Kópa í Kópavogi. Í báðum þessum félögum var hún ötull liðs- maður á meðan heilsan leyfði. Mér er efst í huga þakklæti til hennar og á eftir að sakna þess að hafa hana ekki við hlið mér. Guð blessi og varðveiti Huldu mína og aðstandendur hennar. Dóra Hannesdóttir. Hún Hulda er farin. Við systkinin vorum svo heppin að alast upp í fjölskylduhúsi sem þær systur, Hulda og mamma, byggðu yf- ir fjölskyldur sínar á Hraunbrautinni. Við á neðri hæðinni og Hulda og Ingi á efri hæðinni. Það var gott að leita til þeirra á efri hæðinni og var Hulda mikil vinkona okkar með sinni hlýju og væntumþykju. Það var eins og að eiga aðra ömmu eða jafnvel aðra mömmu. Alltaf var hægt að ræða málin við Huldu. Hún var víðsýn og sá alltaf eitthvað jákvætt í öllum málum og studdi okkur með ráðum og dáð. Stutt var í glettnina og sá Hulda oft spaugilegu hliðina á málunum. Hulda fylgdist alltaf vel með því sem við systkinin vorum að gera og var um- hugað um okkar velferð. Þær systur Hulda og mamma voru alltaf mjög samrýndar og mikill samgangur á milli fjölskyldna. Við höfum nýtt hvert tækifæri til að hittast og siður hefur verið í mörg ár að hittast á 17. júní hjá Huldu og Inga. Þessar sam- verustundir skiptu Huldu miklu máli. Hulda varð ekki gömul kona þó að árin og sjúkdómurinn hefðu sett sitt mark á hana. Hún var alltaf ung í anda og lifði í nútíðinni. Hún kemur alltaf til með að skipa sérstakan sess í hugum okkar systkinanna. Elsku Hulda, við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Guð geymi þig. Alexander Rafn og Ása Sjöfn. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú er ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Mig langar að minnast með örfáum orðum á góðan fjölskyluvin, Huldu Alexandersdóttir. Ég man eftir þess- ari góðu konu frá frumbernsku minni og alla tíð síðan. Hulda og Ingi voru miklir og góðir vinir foreldra minna. Margar góðar stundir áttum við með þeim og fjölskyldu þeirra, og eru þær mér ómetanlegar. Með þessum fáu orðum langar mig að þakka þér, elsku Hulda, fyrir allt. Kæra fjölskylda, ég votta ykkur sam- úð mína. Gyða Marvinsdóttir. ÞORBJÖRG HULDA ALEXANDERSDÓTTIR Elsku amma mín, þegar ég kom heim til þín var ég glaður að sjá þegar þér leið vel. Þegar þú áttir afmæli var ég glaður yfir því hvað þú varst búin að lifa góðu lífi öll þessi ár. Núna er ég dap- ur vegna þess að þú ert farin og kemur ekki aftur. Nú ætla ég að vera duglegur að hugsa um afa og hjálpa hon- um því að hann hefur misst svo mikið. Ég veit að þér líð- ur vel núna hjá guði og ert ekki lengur lasin. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Þinn Logi Steinn. HINSTA KVEÐJA Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HERVALD EIRÍKSSON, Hraunbæ 79, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 20. mars. Kristrún Skúladóttir, Klara Lísa Hervaldsdóttir, Gísli B. Ívarsson, og afabörn. Ástkær faðir okkar, HÖGNI SIGURÐSSON, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, föstudaginn 18. mars. Útför auglýst síðar. Börn og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.