Morgunblaðið - 21.03.2005, Page 10
10 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SKIPULAGSBREYTINGAR tóku
nýlega gildi hjá Sparisjóði Reykja-
víkur og nágrennis, SPRON. Stofn-
uð voru sex afkomusvið og þrjú
stoðsvið, auk dótturfélaga. Meðal
framkvæmdastjóra yfir þessum
sviðum er Harpa Gunnarsdóttir,
sem verður yfir þjónustusviði. Er
hún fyrst kvenna til að hljóta svo háa
stöðu innan SPRON og jafnframt
eina konan í hópi 13 æðstu stjórn-
enda sjóðsins. Þess skal þó getið að
kona er í stóli stjórnarformanns
SPRON, Hildur Petersen.
Harpa hefur unnið hjá sparisjóðn-
um í 22 ár, eða allt frá því hún var í
Verslunarskóla Íslands og lauk það-
an stúdentsprófi. Síðan hefur hún
gegnt ýmsum störfum hjá sjóðnum
og um leið aukið við menntun sína.
Fyrir um tíu árum lauk hún við-
skipta- og rekstrarnámi við Endur-
menntunarstofnun Háskóla Íslands
og sl. vor útskrifaðist hún úr MBA-
námi frá Háskólanum í Reykjavík,
með áherslu á mannauðsstjórnun.
Áður en Harpa var á dögunum
ráðin framkvæmdastjóri þjón-
ustusviðs hafði hún um fimm ára
skeið verið forstöðumaður starfs-
mannaþjónustu SPRON. Þjón-
ustusvið er eitt þriggja nýrra stoðsv-
iða og annast alla bakvinnslu og
umsjón þeirra þátta sem tengjast
daglegum rekstri afkomusviða
sparisjóðsins.
Harpa segir nýju stöðuna leggjast
vel í sig og vonandi sé þetta bara
fyrsta skrefið í þá átt að fjölga kon-
um í stjórnunarstöðum hjá SPRON.
Almennt sé þörf á því í íslenska
bankakerfinu, þar sem konur eru
um 75% allra starfsmanna. Á síðustu
árum hafi konum sem betur fer ver-
ið að fjölga í efstu þrepum hjá fjár-
málastofnunum.
Harpa er gift Guðmundi Bald-
urssyni, markaðs- og sölustjóra hjá
útgáfufélaginu Fróða, og eiga þau
þrjár dætur.
Fyrst kvenna
framkvæmdastjóri
hjá SPRON
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Harpa Gunnarsdóttir, fyrsta konan í framkvæmdastjórastöðu hjá SPRON.
BRÚÐKAUPSSÝNINGIN Já stóð í
Smáralindinni fjórða árið í röð.
Meðal þess sem sjá mátti voru hlut-
ir sem lúta að veislunni, undirbún-
ingnum, skreytingum, kjólnum,
brúðkaupsferðinni, boðskortum,
gjöfum og fleira. Þá mátti líta brúð-
kaupsfatnaðinn og veisluföt á tísku-
sýningum.
Hulda Birna Baldursdóttir og El-
ín María Björnsdóttir hafa staðið að
skipulagningu brúðkaupssýning-
arinnar. Sýningin hefur að sögn
þeirra farið sífellt vaxandi og gest-
um fjölgað jafnt og þétt.
„Það bætast náttúrlega ný brúð-
hjón, fjölskyldur og vinir við á
hverju ári,“ segir Hulda. „Og fólki
þykir þægilegt að finna allt á einum
stað. Það hefur loðað svolítið við
brúðkaupin að konurnar ráða dálít-
ið meira og karlarnir hafa stundum
verið teymdir með og hafa lítið
fundið við sitt hæfi. Núna ákváðum
við að taka þetta alla leið fyrir karl-
ana og Sony Center er hér með
græjur fyrir karlana. Ég sé það að
karlarnir brosa hringinn.“
Á sýninguna koma einnig helstu
upprennandi brúðkaupssöngvarar
þjóðarinnar, m.a. Jón Sigurðsson,
Regína og Sessý og syngja á milli
atriða. „Það finnst mörgum gott að
heyra í söngvurunum áður en þeir
ráða þá, sérstaklega ef þetta er fólk
sem er ekki þekkt. Það er gríðarleg
ásókn hjá tónlistarfólki að koma
hingað og syngja hjá okkur. Þeir
sem hafa sungið hjá okkur hérna
hafa orðið þekktir í brúðkaups-
bransanum árið eftir,“ segir Elín.
Þess má geta að þær eru báðar
giftar meðlimum í hljómsveitinni Í
svörtum fötum. Elín María er
kvænt gítarleikaranum Hrafnkatli
Pálmarssyni og Hulda Birna er gift
Einari Erni Jónssyni hljómborðs-
leikara, en þeir eru báðir afar virk-
ir í að hjálpa þeim vinkonum með
sýninguna. „Þeir hjálpa okkur að
sjá um tónlistina og fjármálastýr-
ingu og þetta er afar gott fyrir
hjónabandið að vinna svona hluti
saman,“ segir Elín.
Morgunblaðið/Eggert
Allt fyrir brúðkaupið
ELÍAS Jón Guðjónsson, fulltrúi Há-
skólalistans, var kosinn formaður
Stúdentaráðs Háskóla Íslands á
skiptafundi ráðsins með tveimur at-
kvæðum en 18 stúdentaráðsliðar
sátu hjá við kosninguna. Sú staða
kom upp eftir kosningarnar í febrúar
að engin fylkinganna fékk hreinan
meirihluta. Vaka og Röskva fengu
níu menn í stúdentaráð og Háskóla-
listinn tvo.
Á skrifstofu Stúdentaráðs munu
starfa starfsmenn frá bæði Vöku og
Röskvu. Af fastanefndum Stúdenta-
ráðs mun Vaka leiða þrjár nefndir,
Röskva sömuleiðis þrjár og Háskóla-
listinn eina nefnd. Elías Jón bendir á
það að Háskólalistinn hafi ekki viljað
fara út í meirhlutasamstarf, hvorki
með Vöku né Röskvu. „Það er kom-
inn svolítill þrýstingur á það að vinna
málin saman, og komast að góðum
og sameiginlegum niðurstöðum,“
segir Elías Jón sem hefur trú á að
slíkt samstarf muni ganga upp. „Ég
hef mikla trú á öllum sem sitja í
ráðinu og þeir eru allir tilbúnir að
leggja sitt af mörkum til að vinna í
þágu stúdenta,“ segir hann.
Í tilkynningum frá Vöku og
Röskvu kemur fram að fylkingarnar
hefðu viljað sjá aðra útkomu úr við-
ræðunum. Báðar fylkingarnar eru
þó sammála um nauðsynlegt hafi
verið að virkja Stúdentaráð á nýjan
leik með formlegum hætti og vinna
málefnum stúdenta. Starfsemi ráðs-
ins hafði legið niðri í um tvo mánuði.
Elías Jón
Guðjónsson
formaður
Stúdenta-
ráðs HÍ
Umræðan
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
á morgun