Morgunblaðið - 21.03.2005, Síða 13

Morgunblaðið - 21.03.2005, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 13 ERLENT TILLÖGUR sænskrar þingnefndar um að lækka verulega skatta á áfengi hafa valdið nokkrum titringi á Norðurlöndum og þá að- allega í Noregi og Danmörku. Ástæðan er sú, að verði tillögurnar sam- þykktar, munu þær hafa mikil áhrif á það verslunarmynstur, sem nú er varðandi áfeng- iskaup. Það er þannig, að Norðmenn leita til Svíþjóðar eftir áfengi en Svíar fara aftur yfir til Danmerkur. Verði skattar á sænsku áfengi lækkaðir nið- ur undir það, sem er í Danmörku, munu áfeng- iskaup Norðmanna í Svíþjóð stóraukast en áfengiskaup Svía í Danmörku minnka að sama skapi. Hrun á norskum áfengismarkaði „Þetta gæti haft mikil áhrif á verslunina í Danmörku, einkum í bæjum eins og Hels- ingjaeyri,“ segir Susanne Bygvraa en hún starfar við danska stofnun, sem fjallar um ým- is mál tengd landamærabyggðinni. Ivar Amundsen, formaður í samtökum norskra áfengisinnflytjenda, segist óttast, að kaup Norðmanna á sterku víni í Svíþjóð muni fljótlega tvöfaldast og fara í tvær milljónir lítra og kaup á léttu víni úr 5,5 millj lítra í sjö. „Þetta myndi þýða hrun og stjórnleysi á áfengismarkaðnum hér í Noregi,“ sagði Amundsen. Skattur á venjulega flösku af sterku víni er nú 1.488 ísl. kr. í Noregi, 1.248 kr. í Svíþjóð en aðeins 451 kr. í Danmörk. Á léttu víni er skatt- urinn 326 kr. í Noregi, 139 í Svíþjóð og 53 kr. í Danmörk. Verði sænsku tillögurnar sam- þykktar mun skatturinn á sterka víninu fara í 749 kr. og á létta víninu í 91 kr. Vaxandi smygl Salan hjá sænsku áfengiseinkasölunni hefur minnkað mikið eftir að Evrópusambandið neyddi sænsk stjórnvöld í fyrra til að auka það magn, sem hver Svíi má taka með sér heim frá öðrum ríkjum innan sambandsins. Þá hefur smygl á víni frá hinum nýju aðildarríkjum í austri, Eystrasaltsríkjunum og Póllandi, auk- ist verulega. Sem dæmi má nefna, að 1996 var neyslan í Svíþjóð átta lítrar á mann af hreinum vínanda en var komin í 10,5 lítra á síðasta ári. Á sama tíma jókst salan á mann í áfengiseinka- sölunni aðeins úr 2,7 lítrum í 2,8. Sænsku tillögurnar eiga að ráða nokkra bót á þessu en í Finnlandi vara hins vegar margir granna sína við að fara þessa leið. Eftir að áfengisskattar voru lækkaðir í Finnlandi fyrir réttu ári, hefur áfengisneyslan aukist og einn- ig fylgifiskar hennar, ofbeldi og glæpir. Horfur á lægra vínverði í Svíþjóð valda skjálfta Kaup Norðmanna í Sví- þjóð gætu stóraukist og kaup Svía í Dan- mörku snarminnkað Stokkhólmi. AFP. YFIRMAÐUR bresku leyniþjón- ustunnar erlendis sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á sínum tíma, að Bandaríkjastjórn hefði „lagað til í hendi sér og búið til“ rökin fyrir innrásinni í Írak til að þau féllu að stefnu hennar. Kemur þetta fram í heimildaþætti, sem sýna átti í BBC, breska rík- issjónvarpinu, í gær. Richard Dearlove, yfirmaður MI6, ræddi við Blair og nokkra ráðherra á fundi, sem haldinn var níu mánuðum áður en ráðist var inn í Írak í mars 2003. Var hann þá nýkominn af fundi í Wash- ington og það var hans mat, að ekkert myndi koma í veg fyrir, að Bandaríkjamenn réðust á Írak. Sagði Dearlove, að „staðreyndir og upplýsingar“ hefðu verið „sniðnar“ að stefnu George W. Bush og ríkisstjórnar hans. Kom þetta fram í Sunday Times í gær, sem vitnaði í þáttinn áður en hann var sýndur. Talið er, að þessar ásakanir nokkrum vikum fyrir kosningar í Bretlandi geti kynt aftur undir úlf- úð milli Blairs og breska ríkisút- varpsins en mjög stirt var með þeim á síðasta ári eftir að einn fréttamaður BBC sakaði ríkis- stjórnina um að hafa blásið upp og ýkt rökin fyrir innrásinni í Írak. Í heimildamyndinni er því haldið fram, að Blair hafi fallist á að styðja Bush við að koma á stjórn- arskiptum í Írak þegar í apríl 2002. Gereyðingarvopnin voru ekki ástæðan Robin Cook, þáverandi utanrík- isráðherra, sem sagði af sér vegna ágreinings um Írakstríðið, segir, að óttinn við hugsanleg gereyðing- arvopn í höndum Saddams Huss- eins Íraksforseta hafi ekki verið hin raunverulega ástæða fyrir stuðningi Blairs. „Það, sem knúði Blair áfram, var, að hann vildi vera nánasti bandamaður Bandaríkjanna,“ seg- ir Cook í heimildamyndinni að sögn Sunday Times. „Vandinn var hins vegar sá, að tilgangur Bush var stjórnarskipti en ekki afvopn- un. Tony Blair vissi alveg hvað hann var að gera en hann gat ekki verið heiðarlegur og hreinskilinn um það, hvorki gagnvart bresku þjóðinni né þingmönnum Verka- mannaflokksins. Þess vegna flagg- aði hann gereyðingarvopnunum.“ Sýna átti heimildamynd BBC daginn eftir að tugþúsundir manna efndu til mótmæla í London gegn veru bresks hers í Írak og kröfð- ust þess, að Bretar tækju ekki framar þátt í „Bush-stríðum“. Rök fyrir Íraksstríði „löguð“ að stefnu Bush Yfirmaður MI6 skýrði Tony Blair frá þessu níu mánuðum fyrir innrásina að sögn BBC London. AFP. Reuters Víða var efnt til mótmæla gegn Íraksstríðinu í gær en þá voru tvö ár liðin frá upphafi innrásarinnar. Myndin er frá Sydney í Ástralíu en fjölmenn- ustu mótmælin, 50 til 100.000 manns, voru í London. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, bjóst í gær til að undirrita lög um, að heiladauð kona í Flórída verði aftur tengd búnaði, sem haldið hefur henni á lífi í 15 ár. Finnst mörgum afskipti þingsins af þessu máli mjög óeðlileg. Bush hraðaði sér í gær til Wash- ington frá búgarði sínum í Texas en vegna þessa máls hafa flokksbræð- ur hans á þingi gripið til sérstakra neyðarlaga og kallað þingmenn til starfa úr páskaleyfi. Terri Schiavo hefur verið í dái frá 1990 þegar hjarta hennar stöðvaðist en það olli um leið miklum heila- skemmdum. Alla tíð síðan hefur henni verið haldið á lífi með tækja- búnaði en fyrrverandi eiginmaður hennar og forsjármaður, Michael Schiavo, fékk dómsúrskurð fyrir því, að tækin yrðu tekin úr sam- bandi. Var það gert síðastliðinn föstudag en læknar telja, að án hans geti Terri ekki lifað nema í hálfan mánuð. Foreldrar Terri og systkin voru þessu andvíg og undir það hafa repúblikanar á Bandaríkjaþingi tek- ið. Búist var við, að lagafrumvarpið yrði samþykkt á þingi í gær eða í dag og að því búnu tekið fyrir hjá alríkisdómstól. Á meðan verður Terri tengd búnaðinum. Afskiptin gagnrýnd Ýmsir gagnrýna þingið harðlega og segja frumvarpið hættulegt for- dæmi fyrir afskiptum af réttar- farinu í landinu. Michael Schiavo, sem hafnaði boði kaupsýslumanns um eina milljón dollara, tæplega 60 millj. ísl. kr., léti hann foreldrunum eftir forsjána, sagði á laugardag, að gæti þingið gripið inn í gagnvart sér og lögunum, gæti það gert það sama gagnvart öllum öðrum þegn- um landsins. Þingið grípur inn í Terri-málið Washington. AFP. ÖFLUGUR jarðskjálfti, 7 á Richter- kvarða, skók japönsku eyna Kyushu í gær. Að minnsta kosti ein manneskja týndi lífi og um 400 slösuðust. Olli jarðskjálftinn olli nokkrum skemmd- um á mannvirkjum, húsum og vegum, og nokkuð var um skriðuföll. Varaði japanska veðurstofan við hugsanlegri flóðbylgju en ekkert varð þó af henni. Er ástæðan sögð sú, að við skjálftann hreyfðist jarðskorpan til hliðar en ekki upp og niður. Vitað er um 75 ára gamla konu, sem lést er múrveggur hrundi á hana en flestir þeirra, sem slösuðust, skárust á brotnu gleri. Upptök hræringanna voru aðeins níu km undir sjávarbotni í um 20 km fjarlægð frá Fukuoka, helstu borginni á norðurhluta eyjarinnar. Fundust þær mjög víða, til dæmis á sunnan- verðum Kóreuskaga. Myndin er af skemmdum húsum í Fukuoka en það voru aðallega gömul hús og ótraust, sem urðu illa úti. Land- skjálfti í Japan AP BRESKUR maður týndi lífi og 12 særðust í gær í sjálfsmorðsárás rétt við breskan skóla í Doha, höfuðborg Qatars. Óttast sumir, að Qatar sé orðið eitt af skotmörkum hryðju- verkamanna en innrásinni í Írak var stjórnað þaðan. Það var egypskur maður, Omar Ahmad Abdullah Ali, sem sprengdi sjálfan sig upp með bíl, sem hann hafði lagt við leikhús, næst enskan skóla í Doha. Var þá margt manna saman komið í leikhúsinu. Hryðjuverkið í gær var unnið á tveggja ára afmæli innrásarinnar í Írak og hafa margir áhyggjur af því, að ofbeldi af þessu tagi eigi eftir að vaxa í Persaflóaríkjunum. Ali, hryðjuverkamaðurinn, hafði unnið sem forritari í Qatar frá 1990 og var ákafur trúmaður að sögn konu hans. Hryðjuverkaárás í Doha Doha. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.