Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 17 UMRÆÐAN NÚ ERU nær 2 ár síðan tveir menn settu nafn Íslands á svartan lista yfir staðfastar og viljugar þjóðir sem vildu koma böndum á gereyðingarvopn Íraka. Vopn sem ógnuðu að sögn allri heimsbyggð- inni. Annar tvímenninganna, Hall- dór Ásgrímsson, hefur hælt sér af því að hafa alltaf vitað af gereyð- ingarvopnunum í Írak. Staðfestunni og viljanum hefur þjóðin ekki deilt með tvímenning- unum. Aldrei hefur stjórnvalds- aðgerð mælst jafn illa fyrir meðal þjóðarinnar. 84% þjóðarinnar sáu ekki brýna nauðsyn á að jafna þriðju stærstu borg í Írak við jörðu og drepa þar allar konur, börn og gamalmenni í leit að ger- eyðingavopnum sem þó ekki fund- ust. Áður var af staðfestu og ein- beittum vilja 100 þúsund Írökum slátrað í leit að þessum sömu vopnum. Niðurstaðan er sú að ástæðan fyrir innrásinni í Írak, meint ger- eyðingarvopnaeign Íraka, var til- búningur. Þá er gripið til þess sem hendi er næst: Það er þó að minnsta kosti gott fyrir Íraka að vera lausa við Saddam Hussein. Sá gamli vinur okkar braut mann- réttindi. Lét jafnvel pynta fanga og drepa óþægt fólk. Vill einhver styðja aftur til valda slíkt ill- menni? Steingrímur Hermannsson tal- aði – eins og oft áður – fyrir munn þjóðarinnar þegar hann sagði að nafn Íslands hefði verið svert. En hann er nú bara fyrrverandi for- sætisráðherra. Að vísu vinsæll og farsæll í því starfi öfugt við Hall- dór. Hafði þar að auki umfram Halldór að njóta trausts. Davíð Oddsson líkir stríðinu við krabbamein í eigin líkama. Kallar andstæðinga stríðsins meinfýs- ishlakkandi úrtölumenn. Það deilir enginn við Davíð. Meira hefur mætt á Halldóri. Stjórnarliðar sverja framvindu málsins af sér í einkasamtölum, á mannamótum og í sjónvarpsþáttum en fyllast endurnýjuðum kjarki á þingflokksfundum og taka allt aft- ur. Þegar menn eru orðnir marg- saga hellist yfir þá minnisleysi. Þeir muna ekki hvort Íraksmálið var á dagskrá á ríkisstjórnarfundi eða annarsstaðar. Eða hvort þeir sjálfir voru á ríkisstjórnarfundi. Nýjasta hálmstráið er að halda því fram að þetta sé allt ríkisleynd- armál. Það er til lítils að ræða leyndarmál. Það hættir að vera leyndarmál ef það er rætt fyrir opnum tjöldum. Þess í stað má alltaf skeyta skapi sínu á blaðamönnum. Þeir spyrja óþægilegra spurninga sem borgar sig ekki að svara. Það er betra að fara í felur en verða enn einu sinni margsaga. Þegar Halldór var orðinn að að- hlátursefni, fyrst vegna misvísandi upplýsinga og síðan fyrir að skríða í felur að hætti Skammkels forð- um, fékk hann flokksbróður sinn, Eirík Tómasson, til að semja lögfræðiálit á sunnudegi til varnar gjörð tvímenninganna. Til einföld- unar þótti ekki ástæða til að hleypa honum í ríkisleyndarmál. Af því tilefni spurði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjáls- lyndra, í fyrirspurnatíma á Alþingi forsætiráðherrann hvað þessi kattarþvottur hefði kostað skatt- greiðendur? Þjóðin – sem ber ekk- ert traust til Halldórs – bíður spennt eftir svari. JENS GUÐMUNDSSON skrautritari. Hvað kostaði kattarþvotturinn? Frá Jens Guðmundssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágest- urinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru und- antekningarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédik- unum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóð- félaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverf- isvina hefði Eyjabökkum ver- ið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálf- stæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjó- mannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.