Morgunblaðið - 21.03.2005, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RAFORKUNOTKUN hér á landi
hefur aukist mikið síðustu árin, að-
allega vegna eflingar orkufreks
iðnaðar. Almenn notkun hefur
einnig vaxið talsvert en árin 2002
og 2003 dró nokkuð úr þeim vexti.
Árið 2004 jókst hann að nýju og
hefur notkun almennrar forgang-
sorku ekki vaxið jafn mikið frá
árinu 1987. Þetta kemur fram í
nýrri samantekt Orkuspárnefndar.
Hin mikla aukning almennrar
forgangsorku skýrist m.a. af fram-
kvæmdum við Kárahnjúkavirkjun
þar sem mikil raforka er notuð við
framkvæmdirnar. Ef sá þáttur er
tekinn út verður aukning annarrar
almennrar notkunar svipuð og hún
var á árunum 1999 til 2001.
Mesta raforkunotkun
á hvern íbúa í heimi
Fram kemur í niðurstöðum
nefndarinnar að raforkunotkun á
íbúa er sú mesta í heiminum hér á
landi og á síðasta ári notaði hver
Íslendingur að meðaltali 29.500
kílóvattstundir af raforku. Er þar
bæði um að ræða notkun heimila,
fyrirtækja, og stóriðju. Til sam-
anburðar notar meðalheimilið um
4.000 kílóvattstundir af raforku til
annarra þátta en hitunar húsnæð-
is.
Raforkuvinnsla á landinu var
samtals 8.619 gígavattstundir í
fyrra hafði þá aukist um 1,5% frá
árinu áður. Raforkunotkun stór-
iðjuveranna nam 5.231 GWh en al-
menn notkun 3.134 GWh. Notkun
stóriðju stóð í stað frá árinu 2003
eftir mikla aukningu á árunum
1996–2003. Aukin notkun stóriðju
á þeim árum er álíka mikil og öll
almenn notkun á landinu á síðasta
ári.
Mikil aukning
raforkunotkunar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Um 400 manns komu saman til þess að leita
að fagurlega skreyttum eggjum sem voru fal-
in á víð og dreif og fengu börnin að launum
súkkulaðiegg frá Nóa-Síríus. Á staðnum var
FÉLAG sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi
í Reykjavík efndi til páskaeggjaleitar sl. laug-
ardag á Ægisíðunni, en félagið hefur staðið
að slíkri leit undanfarin ár.
að finna ýmis leiktæki og svo hoppkastala
fyrir börn á öllum aldri. Keppt var í húla-
keppni og að auki var boðið upp á andlits-
málun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leitað að páskaeggjum á Ægisíðunni
BOBBY Fischer skákmeistari er mjög glaður yfir
þeirri ákvörðun allsherjarnefndar Alþingis að
mæla með því við Alþingi að hann fái íslenskan
ríkisborgararétt. Fischer sagði þetta í símtali frá
Japan við Sæmund Pálsson, vin sinn og stuðnings-
mann, í gær. „Hann spurði hvort ég kæmi að
sækja sig,“ sagði Sæmundur sem kvaðst hafa sagt
vini sínum að hann myndi reyna það.
Sæmundur segir Fischer hafa spurt sig hvort
líklegt væri að málið breyttist í meðförum Alþing-
is, en ætlunin er að leggja fram frumvarp um mál-
ið í dag. Sagðist Sæmundur hafa sagt að hann teldi
ekki að Fischer þyrfti að hafa áhyggjur af því.
Fischer hefði orðið mjög ánægður, en hann hefði í
upphafi ekki verið of bjartsýnn á að beiðni hans
um aðstoð Íslendinga myndi hljóta svo góðar und-
irtektir.
Skilyrði lausnar uppfyllt
Fischer hringdi í dagblað á Filippseyjum, Man-
ila Bulletin, um helgina og gagnrýndi japönsk og
bandarísk stjórnvöld harðlega fyrir að handtaka
sig og halda sér í útlendingabúðum í Japan. Segir
blaðið, að Fischer hafi sakað japönsk stjórnvöld
um að hafa rænt sér í samráði við Bandaríkja-
menn og haldið sér föngnum án lagaheimildar.
Fischer sagðist hafa verið settur í einangrun í
síðustu viku og ekki getað sofið vegna þess að ljós
var haft kveikt í klefa hans. Þá hafi hann horast í
varðhaldinu vegna þess að stöðugt sé lélegur kjúk-
lingur í matinn sem hann vilji ekki borða.
Masako Suzuki, lögmaður Fischers, fór fram á
það síðastliðinn laugardag að japönsk yfirvöld
leystu skákmeistarann tafarlaust úr haldi og
leyfðu honum að yfirgefa Japan. Suzuki krefst
þess að Fischer fái að fara til Íslands. „Það ætti
þegar að vera búið að leyfa honum að yfirgefa
landið. Þau skilyrði sem dómsmálaráðuneytið setti
fyrir því að hann fengi að yfirgefa landið hafa nú
verið uppfyllt. Ríkisstjórn Japans ætti að leyfa
Bobby Fischer að yfirgefa landið án tafar,“ sagði
Suzuki í samtali við blaðið Mainichi.
Fischer er ánægður með
ákvörðun allsherjarnefndar
„ÞAÐ heyrir liðnum tíma að nota
búnaðargjald til að niðurgreiða
vexti Lánasjóðs landbúnaðar,“ seg-
ir Haraldur Benediktsson, formað-
ur Bændasamtaka Íslands. Búnað-
arþing samþykkti ályktun þar sem
segir að verði Lánasjóðurinn lagð-
ur niður skuli verðmæti hans renna
til Lífeyrissjóðs bænda. Eigið fé
sjóðsins er um 3,5 milljarðar.
Eftir að vextir lækkuðu á síðasta
ári hafa margir bændur leitað eftir
lánsfé hjá viðskiptabönkunum í
stað þess að taka lán hjá Lánasjóði
landbúnaðarins. Þá hefur nokkuð
borið á því að bændur hafi greitt
upp lán sjóðsins.
Lánasjóðurinn fær tekjur frá
búnaðargjaldi en það greiða bænd-
ur af framleiðslu sinni. Gjaldið nam
um 147 milljónum í fyrra. Haraldur
segir að þessi niðurgreiðsla sé úr-
elt. Aðspurður viðurkennir hann að
sjóðurinn komi til með að eiga erf-
itt með að bjóða bændum hagstæð
lán þegar þessi niðurgreiðsla sé
ekki lengur fyrir hendi. Bankarnir
geti boðið betur í skjóli stærðar-
hagkvæmni sinnar.
Starfshópur sem landbúnaðar-
ráðherra skipaði til að fara yfir
málefni Lánasjóðsins er enn að
störfum. Búnaðarþing bendir á í
ályktun sinni að stærstur hluti
þeirra lána sem bændur hafa tekið
hjá Lánasjóðnum séu með breyt-
anlegum vöxtum. „Tryggja þarf
hagsmuni og réttarstöðu skuldara
Lánasjóðsins ef rekstri hans verð-
ur ekki haldið áfram.“
Búnaðarþing vill jafnframt að
verðmætum Lánasjóðsins verði
ráðstafað til að styrkja lífeyris-
réttindi bænda. Haraldur segir að
samkvæmt lögum séu eignir
Lánasjóðsins eign ríkisins. Það
verði hins vegar að hafa í huga að
á árunum 1977–79 hafi Lánasjóð-
urinn (sem þá hét Stofnlánadeild
landbúnaðarins) verið tómur. Þá
hafi verið tekin ákvörðun að
leggja gjald á alla búvörufram-
leiðsluna. Bændur hafi því byggt
upp þennan sjóð og því sé rökrétt
að nota hann í þágu bænda. Mikil
þörf sé á að styrkja stöðu Lífeyr-
issjóðs bænda.
Líkur á að
Lánasjóð-
urinn verði
lagður niður
LAUN hækkuðu að meðaltali um
5,3% á síðasta ári frá síðasta fjórð-
ungi ársins 2003 til jafnlengdar árið
eftir. Á sama tíma hækkaði vísitala
neysluverðs um 3,8% og því jókst
kaupmáttur launa að meðaltali á
árinu um 1,4%.
Í launakönnuninni sem Hagstofan
hefur nú umsjón með samkvæmt
samningi við Kjararannsóknanefnd
og byggist á upplýsingum rúmlega
15 þúsund starfsmanna, kom fram að
laun kvenna hækkuðu talsvert meira
en laun karla eða um 6,3% saman-
borið við 4,8%. Þá hækkuðu laun úti
á landi nokkru meira en á höfuðborg-
arsvæðinu eða um 5,7% samanborið
við 5,1% í borginni.
Launahækkanir starfsstétta voru
nokkuð mismunandi. Þannig hækk-
aði þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk
mest um 6,1% og verkafólk um 5,9%.
Stjórnendur hækkuðu minnst, um
4,2%, skrifstofufólk og iðnaðarmenn
um 4,3%, sérfræðingar um 4,5% og
tæknar og sérmenntað starfsfólk um
4,7%.
Fram kemur að samkvæmt könn-
uninni var meðaltal reglulegra launa
á síðasta fjórðungi síðasta árs 208
þús. kr. og meðaltal heildarlauna 273
þúsund kr. Vikulegur vinnutími var
45,8 stundir og vinna verkafólk, iðn-
aðarmenn og þjónustu-sölu- og af-
greiðslufólk mest eða 44 til 50 tíma á
viku, en hinar starfsstéttirnar vinna
talsvert styttra eða rúmar 40 stundir
á viku.
Kaupmáttur
jókst um 1,4%
♦♦♦