Morgunblaðið - 21.03.2005, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
OPNUNARTÍMI
MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA.......
LAUGARDAGA.....................................
SUNNUDAGA.......................................
14 - 18
11 - 16
13 - 16
Hægindastóll
• Microfiber áklæði
• Verð áður 42.600,-
Ver› kr. 29.800
30%
afsláttur
Vaxtalaust í 3 mánuði
eða aðeins 9.934,- á mánuði
SETT EHF • HLÍ‹ASMÁRA 14 • 201 KÓPAVOGUR
SÍMI 534 1400 • SETT@SETT.IS
Einstakt tilboð
Glæsileg húsgögn frá Brasilíu
Kirkjulundi 17 (v/Vífilsstaðaveg) Garðabæ
Sími: 565 3399
FYRIR HEIMILIÐ
OG BÚSTAÐINN
Þú flytur með okkur!
Klettagarðar 1 • Sími: 553 5050
SENDIBÍLASTÖÐIN H.F
sendibilastodin.is
NÝSMÍÐI - BREYTINGAR - VIÐGERÐIR
HLYNUR SF
alhliða byggingastarfsemi
Pétur J. Hjartarson
húsasmíðameistari
SÍMI 865 2300
!"#$%&'()* +++,-.$-/-,%
Kirkjulundi 13 - Garðabæ - s: 565 6900 - taeknisalan@simnet.is
ÚR ÁLI, með eða án lóðréttra pósta
Þ
róunarverkefni við leikskóla Húsa-
víkurbæjar fer nú að sigla af stað
eftir talsverðan undirbúningstíma,
en það ber yfirskriftina „Betri
grunnur, bjartari framtíð“ og mið-
ar að því að finna og greina börn á leikskólaaldri
með frávik í hreyfiþroska og þau börn sem sýna
merki þess að eiga á hættu að dragast aftur úr
jafnöldum sínum svo að
grípa megi inn í og bæta úr
áður en börnin ná grunn-
skólaaldri. Verkefnið er lið-
ur í því sem kalla má
snemmtæka íhlutun í
þroska ungra barna, en
fræðimenn telja nú að
hreyfireynsla á unga aldri
og áhrif hennar á þroska
heilans hafi, sé henni rétt
beitt, mikil áhrif til há-
marks hreyfiþroska, há-
marks greindarþroska og
heildarþroska einstaklings-
ins.
Hugmyndasmiður verkefnisins er dr. Carola
Frank Aðalbjörnsson, sérfræðingur í hreyfi-
þjálfun ungbarna og vinnur samstarfsteymi
fagaðila að því að hrinda hugmyndunum í fram-
kvæmd. Haldin hafa verið tvö námskeið fyrir
leikskólastarfsfólk, sem mun vinna verkefnið,
og á þau námskeið var boðið íþróttakennurum
og stuðningsfulltrúum úr Borgarhólsskóla á
Húsavík. Stefnt er að stuttu námskeiði fyrir for-
eldra og vinna er hafin við gerð kennsluáætlana.
Húsvískt framlag
Hreyfiþroski barnanna verður skimaður og
prófaður í haust með prófum, sem samræmast
aldri þeirra og í framhaldinu verður valinn hóp-
ur, sem taka mun þátt í sérstakri þjálfun, sem
standa mun yfir tvisvar í viku í tólf vikur.
Að þeim tíma liðnum verður hreyfiþroski
barnanna prófaður að nýju
og framfarir metnar. Þegar
þessu innleiðingarferli er
lokið eiga leikskólarnir fjölda
góðra þjálfunaráætlana, sér-
sniðna að ákveðnum aldurs-
hópum. „Við stefnum að því
að markviss hreyfing fái
aukið vægi í leikskólastarf-
inu í framtíðinni og að hús-
vískir leikskólar geti orðið
fyrirmynd annarra í góðri og
markvissri þjálfun. Sveitar-
félagið er meðal þeirra sveit-
arfélaga, sem þátt taka í
verkefni Lýðheilsustöðvar
„Allt hefur áhrif – einkum við sjálf“ og er hluti
af húsvísku framlagi til þess að innleiða þekk-
ingu og vinnubrögð, sem við lærum í þessu
verkefni okkar,“ segir Erla Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og þjón-
ustusviðs Húsavíkurbæjar.
Að sögn Erlu felur verkefnið í sér mikilvægt
forvarnarstarf. „Sérstakur ávinningur fyrir
Húsavík er að aukin þekking flyst inn í sam-
félagið auk þess sem fyrr verður hugað að frá-
vikum í hreyfiþroska sem oft geta verið ábend-
ing um alvarlegri þroskafrávik. Þar sem
hreyfiþroskinn er grunnur að öðrum þroska,
má ef gripið er inn á helsta næmisskeiði
barnanna draga úr eða koma í veg fyrir erf-
iðleika vegna þroskafrávika í framtíðinni.“
Í eigin umhverfi
Dr. Carola Frank verður faglegur ábyrgðaraðili
verkefnisins og kemur til með að stýra því.
„Það er einstakt tækifæri fyrir starfsfólk
leikskólanna á Húsavík og aðra fagaðila í sveit-
arfélaginu að eiga kost á að vinna að brautryðj-
endastarfi eins og þessu og fá möguleika til að
starfa með fagaðila, sem stendur í fremstu röð á
heimsvísu í sínu fagi. Hugmyndin er sú að þeg-
ar fyrsta verkefni er lokið, verði þjálfun sem
þessi hluti af starfi leikskólanna á Húsavík og
vonandi til fyrirmyndar öðrum leikskólum.
Verkefnið er fjármagnað að miklu leyti með
styrkjum auk þess sem Húsavíkurbær leggur
myndarlega til þess. Nú þegar hafa fengist
myndarlegir styrkir frá Menningarsjóði KEA,
félagsmála- og heilbrigðisráðherrum, Heil-
brigðisstofnun Þingeyinga, Íþróttasjóði, Vel-
ferðarsjóði barna og Eignarhaldsfélagi Bruna-
bótafélags Íslands. Við leitum enn eftir
styrkjum til að ljúka þessum fyrsta áfanga.
Framhaldið getur síðan orðið án teljandi viðbót-
arrekstrarkostnaðar fyrir leikskólana þar sem
þjálfun barnanna yrði eðlilegur hluti af starfi á
leikskólunum. Sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi gætu
einnig fylgt slíkri þjálfun eftir vegna þeirra
barna sem eiga rétt á þjónustu þessara aðila,
viðvarandi eða tímabundið. Þau vinnubrögð
sem við lærum varðandi þjálfun barna gera
mögulegt að veita markvissa þjálfun á hag-
kvæmari hátt en oft er raunin nú. Börnin njóta
þess einnig að fá þjálfun í því umhverfi sem þau
þekkja,“ segir Erla.
HEILSA
Hreyfigeta á unga aldri
undirstaða annars þroska
Birta Guðlaug Sigmarsdóttir og
Eyrún Björk Jakobsdóttir á leik-
skólanum í Bjarnahúsi á Húsavík.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Erla Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjöl-
skyldu- og þjónustusviðs Húsavíkurbæjar, og
Carola Frank Aðalbjörnsson, sérfræðingur í
hreyfiþjálfun ungra barna.
Ólafur Jóhann Steingrímsson og Atli Bark-
arson ætla að verða Völsungar.
Húsvíkingar eru að hrinda af stað þróunarverkefninu „Betri
grunnur, bjartari framtíð“, sem miðar að því að grípa inn í
þroskafrávik leikskólabarna.