Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 15 MENNING 20 05 fia› er vor í lofti í Flugstö› Leifs Eiríkssonar. Dagana frá 15. til 28. mars ver›a verslanir á svæ›inu me› spennandi tilbo› á ‡msum vörum. Allir farflegar, sem mæta í innritun fyrir kl. 6 a› morgni, fá páskagjöf og njóta sértilbo›a í verslunum flugstö›varinnar. – sérstakur gla›ningur fyrir árrisula tilbo›sdagarí Leifsstö› fieim sem mæta á einkabílum fyrir kl. 6 b‡›st a› geyma bílinn frítt í tvo sólarhringa á bílastæ›i Securitas. fieir sem taka rútu Kynnisfer›a kl. 5.00 fá 15% afslátt. Páskagjöfin er afhent í innritunarsal og í afgrei›slu Securitas á bílastæ›um. Athugi› a› innritun hefst kl. 5.00. FYRIR nokkrum árum komst ég að því mér til mikillar skelfingar að það er hryllilega erfitt að dansa tangó. Að spila tangó er örugglega líka snúið, a.m.k. tangóinn sem Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari flutti á tónleikum í Salnum í Kópavogi á laugardaginn var. Verkið heitir Tangó, söngur og dans, og er upphaflega samið af André Previn fyrir fiðlusnillinginn Anne-Sophie Mutter. Þó það sé á köflum angurblítt eru þar einnig allskonar hlaup upp og niður fiðlustrengina sem geta ekki verið auðveld. Sigrún spilaði þó allt af glæsibrag; flugeldasýningarnar voru snilldarlega útfærðar og innhverfari augnablik voru unaðslega rómantísk án þess að fara út í öfgar. Þetta er í stuttu máli það sem ég hef að segja um ann- að á efnisskránni líka. Hún var ekki af verri endanum; Rondó í h-moll op. 70 eftir Schubert, Sónata nr. 1 í d-moll op. 75 eftir Saint-Saëns og Sónata op. 134 eftir Shostako- vich. Það er safarík efnisskrá sem krefst bæði gríð- arlegrar leiktækni og listræns þroska. Skemmst frá því að segja að Sigrúnu brást aldrei bogalistin – í orðsins fyllstu merkingu! Píanistinn klikkaði ekki heldur, en það var hinn breski James Lisney. Schubert var fullur af andagift, mjúkur hljómurinn í fiðlunni var svo fallegur, auk þess sem hann blandaðist svo fullkomlega við litrík- an píanóleikinn, að ég trúi ekki að hægt sé að gera betur. Saint-Saëns var jafnframt afburðagóður; þrátt fyrir yfirgengilegan hraða á köflum var samspil beggja hljóð- færaleikaranna hárnákvæmt, og stígandin í Shostakov- ich var úthugsuð og einstaklega áhrifarík. Vissulega er haldinn fjöldinn allur af tónleikum á hverju ári, en samt er ekki oft að maður lokar bara aug- unum, gefur sig tónlistinni á vald og nýtur hvers augna- bliks. Þetta voru þannig tónleikar og er þeim Sigrúnu og Lisney hér með þakkað fyrir ógleymanlega stund. Flugeldasýning og skáldskapur TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Verk eftir Schubert, Previn, Saint-Saëns og Shostakovich. Sig- rún Eðvaldsdóttir, fiðla; Jamdes Lisney, píanó. Laugardagur 19. mars. Fiðlu- og píanótónleikar Jónas Sen Morgunblaðið/Jim Smart James Lisney píanóleikari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari: Þakkað fyrir ógleymanlega stund. ÞAÐ ERU liðin allmörg ár síðan ég sá þessari tilvitnun bregða fyrir í grein eftir Einar H. Kvaran, sem ég las í Ísafold eða Morgun- blaðinu. Stúdentar, með Andrés Björnsson eldri, nafnkunnan hag- yrðing og skáld, sem samdi ærsla- leikinn „Allt í grænum sjó“ þar sem skopast var að góðborgurum Reykjavíkur var tilefni harðorðrar mótmælagreinar úr penna Einars H. Kvaran rithöfundar. Hann lét banna sjónleik stúdenta og ritaði grein um innihald leiksins. Þangað er fyrirsögn greinarinnar sótt. Mér fannst þessi tilvitnun kjörin sem upphaf hugleiðinga um rithátt og ræðu íslenskra fjölmiðlamanna: Sýna með dæmum hvernig klám og kynferðistal ræður ríkjum og einkennir daglega umræðu blaða og útvarpsstöðva. Mér verður næst þessari tilvitn- un hugsað til þess er Indriði G. Þorsteinsson skáld og ritstjóri var á ferð um hálendi Íslands og nam staðar við Galtará, frægan áning- arstað listaskáldsins góða, Jónas- ar Hallgrímssonar. Indriða varð hugsað til samfylgdar Jónasar og prestsdótturinnar fögru, Þóru Gunnarsdóttur. Honum hitnaði í hamsi og þrútnaði af heift: Reis á fætur og gekk í átt til árinnar frægu, fljótsins, sem varð þjóðinni svo minnisstætt og munntamt vegna ástafundar skáldsins og yngisstúlkunnar lokkaprúðu, sem skáldið gældi við á bökkum Galt- arár. Indriði segist í grein sinni hafa risið á fætur. Gengið fram á bakka Galtarár og sprænt í fljótið, sem rann til sjávar. Þetta sama fljót, þar sem listaskáldið gældi við einn fegursta kvenkost Íslendinga fyrr og síðar. Verðlaunaskáldinu kom ekkert annað til hugar en þvaglát til þess að minnast fræg- asta ástafundar Íslandssögunnar. Hvílíkt taktleysi. Davíð Þór Jónsson er bráð- greindur og fjölhæfur útvarps- maður. Bregst samt stundum bogalistin þótt fjölfróður sé. Ég undraðist svör hans í spurninga- þætti um íslenskt mál. Davíð sem sat í guðfræðideild vissi ekki um viðsmjör það sem kemur fyrir í þætti biblíunnar um Olíufjallið. En það er annað atriði sem kemur í hugann. Davíð átti samtal við stór- söngvarann Kristján Jóhannsson. Hringdi til hans á heimili söngv- arans í Verona á Ítalíu. Spurði um hús hans og heimili. „Ég bý við Gardavatnið,“ sagði söngvarinn. Gardavatnið er fjölsóttur ferða- mannastaður ef svo má segja um strandlengju vatnsins. Jóhann Sigurjónsson skáld orti þar und- urfagrar sonnettur sínar. „Hvað býrðu nálægt Gardavatninu?“ spurði Davíð söngvarann. „Svo ná- lægt að ég get sprænt í það,“ sagði söngvarinn. Ef íbúar í Verona hefðu frétt af ummælum söngvarans hefðu þeir trúlega sagt: Við kærum okkur ekki um íslenska brunnmíga. Aldr- ei hefði Eggerti Stefánssyni komið til hugar að gera sig sekan um slíkt athæfi. Rósa Ingólfsdóttir er framsæk- in og framgjörn fjölmiðlakona sem lætur að sér kveða. Fer þá stund- um offari. Svo var t.d. þegar birt var heilsíðuauglýsing með mynd hennar á baksíðu Morgunblaðsins. Rósa er klædd svörtum satínkjól, rauð rós liggur á hægra hné henn- ar. Sjálf snertir hún kjólinn með hrífandi hætti en lýsir ást sinni á börnum sínum með undarlegum hætti sem orkar tvímælis. Rósa segir eitthvað á þessa leið: „Mér finnst að fullorðið fólk eigi ekki að segja hvert við annað: Ég elska þig. Slíkt á aðeins að leyfast for- eldrum við börn sín. Og ég segi fyrir mig. Ég elska börnin mín svo mikið að ég get vaðið hland upp í höku fyrir þau.“ Æ, æ. Mér kemur í hug lýsing Völu Matthíasdóttur í „Innlit-Útlit“. Hún sagði við hús- eiganda sem hún heimsótti: „Kló- settið þitt er algjört konfekt.“ Það væri synd að segja að ungar at- hafnakonur hefðu ekki líkingamál á valdi sínu. Ólína Þorsteinsdóttir, Steinunn Ólína mun hún heita, dóttir Bríet- ar leikstjóra, andlitsfríð og marg- lærð leikkona, stjórnaði sjón- varpsþætti sem var á dagskrá á laugardagskvöldum, sannkallaður fjölskylduþáttur á besta sjón- varpstíma. Steinunn Ólína fékk til liðs við sig gesti úr ýmsum áttum. Eitt sinn bauð hún til sín ungum manni, sem hafði unnið sér það til frægðar að fróa sér á Kjarvals- stöðum. Með þeirri athöfn hafði hann tryggt sér heimboð í fjöl- skylduþátt Ríkissjónvarpsins. Ekki nóg með það. Steinunn Ólína átti eftir að nota gestinn úr Kjar- valsstaðasafni betur. Fullnýta. Laugardaginn næsta bauð hún ungum stúlkum í þátt sinn. Hún spurði stúlkurnar: „Hvað fannst ykkur skemmtilegast í seinasta þætti?“ Þær svöruðu að bragði: „...“ (ummæli felld niður). Ég hringdi til Steinunnar Ólínu daginn eftir. Sagði henni að amma hennar, Guðrún Pálsdóttir, hefði kennt mér í Miðbæjarskólanum. Hún var glæsileg og kurteis kona. Þurfti aldrei að grípa til klámfeng- inna lýsinga til þess að ná athygli. Sama mátti segja um Hrein Páls- son söngvara og skipstjóra. Hann náði athygli alls síldarflotans á miðum allt frá Grímseyjarsundi með söng sínum er hann söng Dísa mín góða og Dalakofann í brúnni á síldarskipi sínu á síldarmiðum. Hann þurfti ekki að „beita upp í klámvindinn“ eins og aðrir gerðu. Meðal ungra kvenna, sem hvað oftast koma fram á sjónvarps- skjám Ríkissjónvarps og Stöðvar 2 er ung og geðþekk kona, Eva María. Hún er mælsk og málglöð og kemur vel fyrir. Þó verð ég að játa að eitt sinn gekk hún fram af mér. Það var ekki í hennar eigin þætti. Hún þurfti ekki að taka þátt í þessum spurningaþætti og hefði betur látið það vera. Þáttagerðar- menn Sjónvarps leituðu frétta um kynferðislegt áreiti. Spurðu ungar konur hvort þær hefðu orðið fyrir óþægindum og áreiti. Eva María var ein þeirra sem spurðar voru. Hún lét ekki á svari standa: „Já, ég minnist þess að hafa gengið fjöl- farna götu (Laugaveginn). Þá kall- aði til mín maður af gangstéttinni hinum megin götunnar: „...“ (um- mæli felld niður). Á þessari stund „kom haust- hljóð í vindinn,“ eins og skáldið sagði. Kannske er ég bara gamall aft- urhaldshlunkur, sem kann ekki að meta svona „frjálslegt“ tal af vörum ungrar og fagurrar konu. Ríkisútvarpið þarf sannarlega á siðvæðingu að halda. Og ekki bara það heldur einnig hinar stöðvarn- ar. Ekki hvað síst SkjárEinn. Rannveig Rist og Brynjólfur Bjarnason þurfa að breyta um stefnu. Þau draga Símann niður í svaðið með athæfi sínu. „Að beita upp í klámvindinn“ Pétur Pétursson þulur. Einar H. Kvaran

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.