Morgunblaðið - 21.03.2005, Side 16

Morgunblaðið - 21.03.2005, Side 16
16 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina. Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli ÍSLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verslun Sætúni 4 ÍSLANDS MÁLNING STÆRSTA MÁLNINGARVERSLUN LANDSINS BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS Ný tegund almattrar veggjamáln- ingar sem hefur mikla þvottheldni Þolir yfir 10000 burstastrokur skv. SFS 3755 staðlinum Gæðastöðluð vara á góðu verði Ábyrgð tekin á öllum vörum GJALDFRJÁLS leikskóli í Reykjavík er í samræmi við stefnu Framsóknar- flokks, Vinstri grænna og Samfylk- ingar um leikskóla- mál. Allir þessir flokkar hafa með ein- um eða öðrum hætti haft gjaldfrjálsan leikskóla á stefnuskrá sinni og því er ekki óeðlilegt, að Reykja- víkurlistinn sem er samnefnari þessara flokka, hrindi þessu máli í framkvæmd. Ekki þarf að fara mörgum orðum um nauðsyn þess að draga úr kostnaði ungra barnafjöl- skyldna, sem þurfa að standa straum af hús- næðiskostnaði og námslánum, þó að ekki bætist við mikill kostnaður vegna leikskólagjalda. Reykjavíkurlistinn hefur haft for- ystu meðal sveitarfélaga á Íslandi í uppbyggingu leikskóla, en í Reykjavík hefur orðið alger bylting í þeim málaflokki eftir að Reykjavíkurlistinn komst til valda. Það skref, sem nú hef- ur verið ákveðið að stíga, er ekki síður bylt- ingarkennt og mun breyta aðstöðu ungs fólks í Reykjavík svo um munar. Það er athyglisvert að heyra fyrstu við- brögð minnihluta sjálf- stæðismanna í borg- arstjórn. Í stað þess að fagna þessari ákvörðun hafa menn þar á bæ allt á hornum sér, sem minnir óneitanlega á söguna um refinn og vínberin. Þau eru súr, sagði refurinn eftir mis- heppnaðar tilraunir til að nálgast þau. Sjálfstæðismenn ættu ekki að vera súrir heldur að samfagna með barna- fjölskyldum í Reykjavík. „Þau eru súr,“ sagði refurinn Alfreð Þorsteins- son skrifar um til- lögur um gjald- frjálsan leikskóla Alfreð Þorsteinsson ’Í stað þess aðfagna þessari ákvörðun hafa menn þar á bæ allt á hornum sér, sem minnir óneitanlega á söguna um ref- inn og vínberin.‘ Höfundur er formaður borgarráðs. GREIN með svipaðri fyrirsögn birtist í Morgunblaðinu fyrir réttum fimm árum, eða 24. mars árið 2000. Þá sýndi ég fram á að greiðslur al- mannatrygginga hækkuðu ekki samkvæmt laganna bókstaf. Einhverja bragarbót gerðu stjórnvöld á í kjölfarið enda höfðu samtök öryrkja og elli- lífeyrisþega haft hátt um þessi mál. Sama virðist mér aftur vera uppi á ten- ingnum nú. Komið hefur fram á mjög skýran hátt í málflutningi Lands- sambands eldri borg- ara að staðtölur al- mannatrygginga og útreikningar kjara- rannsóknarnefndar leiði í ljós að upphæðir grunnlíf- eyris almannatrygginga og tekju- tryggingar sem eru aðaltrygg- ingabætur almannatrygginga hafi á undanförnum tíu árum lækkað verulega sem hlutfall af launum. Er þá sama hvort miðað er við lág- markslaun, meðallaun verkafólks eða launavísitölu Hagstofu. Kröfur Landssambands eldri borgara Benedikt Davíðsson formaður Landssambands eldri borgara segir í skriflegu svari við erindi sem ég sendi honum að það væri grundvall- arkrafa af hálfu samtaka eldri borg- ara að þessir framangreindir tveir flokkar tryggingagreiðslna verði hækkaðir verulega þannig að þeir nái a.m.k. sama hlutfalli af með- aldagvinnulaunum verkamanna í fyrsta áfanga breytinga, eins og þeir höfðu verið árið 1991. „Til þess að það megi nást,“ segir Benedikt, „þarf grunnlífeyrinn að hækka úr 21.993 kr. í 26.699 kr. á mánuði og tekjutryggingin með eingreiðslum úr 44.909 kr. á mánuði í 52.195 kr. á mánuði. Samkvæmt þessu þarf hækkun þessara tryggingabóta að nema 11.990 kr. á mánuði til þess að halda hlutfalli frá árinu 1991. Hefðu lög- in sem numin voru úr gildi 1995 sem tengdu breytingu bótanna við lágmarkslaun hins- vegar gilt er mun- urinn enn meiri því þá þyrfti grunnlífeyrir og tekjutrygging að hækka um rúmlega 19.000 kr. á mánuði. Á sama tíma hefur skatt- byrði lægri tekna auk- ist verulega vegna raunlækkunar skatt- leysismarka. Þannig greiðir sá sem hefur 100.000 kr. á mánuði í tekjur árið 2005 9.400 kr. í tekjuskatta á mánuði en greiddi ekkert af sömu rauntekjum árið 1988 þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp því þær tekjur voru þá undir skattleysismörkum. Aukning skattbyrði er þá 9.400 kr. hjá hon- um.“ Lögin brotin Landssamband eldri borgara hef- ur hamrað á því að í fyrsta áfanga leiðréttinga á tryggingagreiðslum til samræmis við launaþróun í land- inu verði ofangreindar lagfæringar gerðar á grunnlífeyri og tekju- tryggingu, einnig að skerðing- arhlutföll þessara greiðslna vegna annarra tekna verði lækkað veru- lega frá því sem nú er svo fólki sé ekki haldið eilíflega rígföstu í sömu fátæktargildrunni. En víkjum nú að lögbroti rík- isstjórnarinnar. Þegar ríkisstjórnin rauf sambandið á milli lágmarks- launa og bótagreiðslna um miðjan tíunda áratuginn var því ákaft mót- mælt af hálfu samtaka elli- og ör- orkulífeyrisþega og samtaka launa- fólks. Þótt ekki væri fallist á að koma þessum tengslum á að nýju fékkst það í gegn árið 1997 að lög- fest var ákvæði sem er að finna í 65. grein almannatryggingalaga þar sem segir að bætur almannatrygg- inga skuli breytast árlega í sam- ræmi við fjárlög hverju sinni og svo vitnað sé orðrétt í greinina þá „… skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“. Lítum á framkvæmd þessara laga og horfum til undangenginna missera. Hver skyldi verðlagsþróun hafa verið? Spyrjum ennfremur um launaþróunina og að lokum um hækkun bóta almannatrygginga. Nú er okkur einn vandi á höndum og hann er sá að notaðar eru mis- munandi reikningsaðferðir við út- reikninga af þessu tagi. Þess vegna ætla ég að bregða á það ráð að setja upp í töflu útreikninga sem byggjast á mismunandi forsendum. Sjá töflu. Eins og sjá má í töflunni hefur ríkisstjórnin ekki einu sinni farið að lögum gagnvart þessum aðilum á nýliðnu ári, hvað þá að nokkur til- raun hafi verið gerð til að bæta kjör þeirra og gefa þeim réttmætan hlut í margrómuðu góðæri. Hvaða vísitala sem notuð er og hvernig sem útreikningum er hátt- að kemur aldrei önnur niðurstaða en sú að hækkun bóta fyrir lífeyr- isþegann er ætíð lægri en hækkun launavísitölu og stundum undir hækkun verðlags fyrir sama tíma- bil. Ríkisstjórnin getur ekki bæði sleppt og haldið gagnvart lífeyr- isþegum. Fyrst var rofið sambandið á milli lægstu kauptaxta og al- mannatrygginga þegar ljóst var að stefndi í verulegar hækkanir á lægstu launum. Eftir að skorið var á þetta samband skuldbundu stjórnvöld sig með lögum að taka skuli mið af almennri verðlags- og launaþróun í landinu þegar hækk- anir á greiðslum almannatrygginga voru annars vegar. Undan þessu lágmarksskilyrði getur ríkisstjórnin ekki vikið sér. Þess vegna hljótum við að reisa þá lágmarkskröfu að farið verði að lögum gagnvart ör- yrkjum og lífeyrisþegum. Enn framið lögbrot á öryrkjum og lífeyrisþegum Ögmundur Jónasson fjallar um kjör öryrkja og lífeyrisþega ’Ríkisstjórnin geturekki bæði sleppt og haldið gagnvart lífeyr- isþegum.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður og form. BSRB. Ársmeðaltal 2003–2004 * Hækkun frá jan. ’04–jan. ’05 Hækkun frá des. ’03–des. ’04 * Hækkun ellilífeyris og tekjutryggingar með eingreiðslum 3,0 % 3,5 % 3,0 % Vísitala neysluverðs 3,2 % 4,0 % 3,9 % Vísitala launa 4,7 % 6,6 % 6,0 % EF SPURT væri hvert myndi vera mikilvægasta verkefni þjóðar, sem vill kalla sig menningarþjóð, hlyti svarið að verða: Að varðveita og ávaxta menningararf sinn, sögu og tungu. Íslenzk þjóð hefir í þeim efnum verk að vinna, þar sem hún er talin erfingi að einum dýrmætasta bók- menntaarfi sem um getur. Svo undarlega bregður við, að stór- þjóðum virðist sýnna um tungumál sitt en ýmsum þeim, sem vilja telja sig burðarása menntunar og menn- ingar á landi voru Ís- landi. Menn skyldu að ósynju halda, að stór- þjóðum, eins og Frökkum, Ítölum og Spánverjum, væri síð- ur hætta á brenglun tungu sinnar vegna ásóknar erlendis frá en oss Íslendingum á voru örsmáa mál- svæði. Samt sem áður leggja þessar þjóðir mikla áherzlu á verndun tungu sinnar með því m.a. að bægja ensku frá fjölmiðlum sínum. Erlendu tali í útvarpi og sjónvarpi þessara þjóða er snarað á tungu við- komandi og kvikmyndir talsettar. Að vísu hafa margir málsmetandi menn vaknað til vitundar um þann háska, sem að íslenzkunni steðjar erlendis frá, einkum og sér í lagi frá enskunni, sem líklegt er. Andófi hefir verið beitt, en alltof veikburða. And- spyrnan þyrfti að vera miklu öflugri ef að nægjanlegu gagni ætti að koma. En nú höggva þeir sem hlífa skyldu. Frá stöðinni Sýn var sjónvarpað lýsingum á enskum íþrótta- viðburðum, tímunum saman á ensku. Þetta var kært og dómur upp kveð- inn að þetta væri ólöglegt. Óðar í bili mótmæltu forystumenn úr röðum ungra sjálfstæðismanna og krefjast þess að enska tungan ymji áfram. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa: All- ur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, að undanteknum ráðherrunum og forseta þingsins, fluttu strax frum- varp til laga um afnám þeirra laga- ákvæða, sem hindruðu flutning ensku síbyljunnar! Um þetta athæfi þarf ekki að hafa mörg orð, en við það látið sitja af undirrituðum að fullyrða, að sjaldan eða aldrei hafi þing- flokkur á hinu háa Al- þingi lagzt lægra en hér ber raun vitni um. Annars eru ýmis for- dæmi fyrir því að ráða- menn, sem nú sitja í fyr- irrúmi, hafi sett ný lög þegar þeim geðjaðist ekki að uppkveðnum dómum. Ætti mönnum að vera í fersku minni Valdimarsdómur, Vatn- eyrardómur og Ör- yrkjabandalagsdómur. Núverandi forsætisráð- herra lét sig ekki muna um að lýsa því yfir að breyta þyrfti sjálfri stjórnarskránni þegar honum líkaði ekki upp- kveðinn dómur. Engum þarf að koma á óvart að forystuna í til- löguflutningi þessum hefir vanur maður í röð- um SUS-ara. Það eru fleiri af því húsi mættir til þings tilbúnir að vaða grundina í hné fyrir hug- sjónir sínar. Þegar er komin til framkvæmda tillaga SUS-ara frá fundi á Hellu um árið, þar sem samþykkt var að „nem- endur taki aukinn þátt í kostnaði við menntun sína, t.d. með verulegri hækkun skólagjalda við Háskóla Ís- lands“. Á þeim sama fundi var einnig samþykkt að „sjúklingar greiði fyrir fæði að fullu og lyf upp að vissu marki þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús“. Á fundi á Akureyri 25. maí árið 2000 samþykktu SUS-arar að af- nema bæri allar takmarkanir á fram- sali aflahlutdeilda. Þar og þá gerðu þeir einnig að tillögu sinni að afla- hlutdeild yrði sjálfstæð eign. Þessar tillögur til handa sjúkling- um og sægreifum eru ekki enn komn- ar til framkvæmda. Koma tímar og koma ráð. Óþjóð á þingi? Sverrir Hermannsson fjallar um varðveizlu menningar- arfleifðar þjóðarinnar Sverrir Hermannsson ’Annars eruýmis fordæmi fyrir því að ráðamenn, sem nú sitja í fyr- irrúmi, hafi sett ný lög þegar þeim geðjaðist ekki að upp- kveðnum dóm- um.‘ Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.