Morgunblaðið - 21.03.2005, Síða 28
28 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki vera hissa þótt þú finnir þig knúinn
til þess að ganga til liðs við félagasamtök
eða hóp. Þig langar til þess að eignast
nýja vini og leggja þitt af mörkum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Metnaður þinn hefur verið vakinn og þú
finnur til þarfar til þess að láta að þér
kveða í samfélaginu. Þú vilt hreykja þér á
hinum hæsta haug og njóta hylli.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ferðalög eru líf þitt og yndi að mörgu
leyti og í dag þegar framkvæmdaplán-
etan Mars fer í merki vatnsberans, eykst
þessi þörf þín til muna. Reyndu að fá út-
þránni svalað.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ágreiningur um sameiginlegar eigur eða
forræði yfir einhverju virðist engan enda
ætla að taka. Hertu upp hugann, þótt
hann hafi verið langvarandi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Framkvæmdaplánetan Mars er í merki
beint á móti þínu og þér finnst kannski
sem aðrir séu þér óvinveittir. Það er ekki
þannig. Sýndu af þér þolinmæði.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú finnur til löngunar til þess að koma
miklu í verk í vinnunni í dag. Brettu upp
ermarnar og sinntu verkefnum sem
krefjast mikillar fyrirhafnar. Þú ert í
stuði.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin hefur mestan áhuga á daðri og
skemmtunum þessa dagana. Hún vill
lyfta sér upp. Einnig finnur hún sig
knúna til þess að sækja listviðburði.
Gerðu það sem gleður hjarta þitt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Óreiða og misskilningur virðast ríkjandi á
heimilinu, ástæðan er ef til vill standsetn-
ing, endurbætur, flutningur eða stöðugur
gestagangur. Þolinmæði er besta svarið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú gætir selt snjó á norðurheimskautinu
ef því væri að skipta þessa dagana. Geta
þín til þess að hafa áhrif á aðra, sannfæra,
skrifa, læra og markaðssetja er í há-
marki.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er í miklum eyðsluham þessa
dagana og á næstunni. Ástæðurnar eru
ýmsar en gættu þess að rýja þig ekki inn
að skinni. Fylgstu með útgjöldunum og
geymdu kvittanir.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Framkvæmdaplánetan Mars er í vatns-
bera núna. Hann þarf því að fá líkamlega
útrás. (Mars hefur áhrif á vöðvastarfsemi
og árásarhneigð.)
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Sýndu náunganum sérstaka þolinmæði
núna. Þú ferð létt með að mistúlka allt
sem sagt er, því það staðfestir allt sem þú
óttast mest í eigin fari. Þetta eru bara
blekkingar.
Stjörnuspá
Frances Drake
Hrútur
Afmælisbarn dagsins:
Þú fæddist á fyrsta degi vorsins, á vorjafn-
dægrum, og ert bæði draumóramanneskja
og stríðsmaður í eðli þínu. Erfið verkefni
og líkamleg áreynsla skipta þig miklu.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 vitskertar, 8
væntir, 9 lækka, 10 mán-
uður, 11 þróunarstig skor-
dýra, 13 öngla saman, 15
svalls, 18 sanka saman, 21
kjöt, 22 suða, 23 í vafa,
24 himinglaða.
Lóðrétt | 2 stendur við, 3
freka menn, 4 blóðsugan,
5 hryggð, 6 helmingur
heilans, 7 betrunar, 12
fantur, 14 dveljast, 15
harm, 16 blóm, 17 háð, 18
fjárrétt, 19 holdugt,
20 kvenfugl.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 hugga, 4 múgur, 7 grund, 8 næpan, 9 att, 11 lygn,
13 erti, 14 ennið, 15 krús, 17 Asía, 20 ála, 22 aspir, 23 gamli,
24 tóman, 25 arðan.
Lóðrétt | 1 hugul, 2 grugg, 3 alda, 4 mont, 5 gapar, 6 rengi,
10 tungl, 12 nes, 13 eða, 15 kjaft, 16 úlpum, 18 samið 19 al-
inn, 20 árin, 21 agða.
Myndlist
Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd-
geirsdóttir – Mæramerking II.
Gallerí Sævars Karls | Magnea Ás-
mundsdóttir – Augnablikið mitt! Innsetn-
ing unnin með blandaðri tækni.
Gallerí Tukt | Sýningaropnun í Galleríi
Tukt 12/03, á ljós- og stuttmyndum hinna
stórhuga og sískapandi nemenda í
fornámsdeild Myndlistaskólans í Reykja-
vík. Í fornáminu undirbúa nemendur sig
fyrir frekara listnám á háskólastigi og
gefur sýningin því góða nasasjón af
vinnu þessa unga og upprennandi lista-
fólks/hönnuða.
Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og
hömlulaust.
Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gull-
þræðir. Klippimyndir, verk úr muldu
grjóti, olíumálverk og fleira í Boganum.
Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir
(Gugga) sýnir málverk í forsal.
Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág-
myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara
Westmann – Adam og Eva og Minnis-
myndir frá Vestmannaeyjum.
Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson –
Sólstafir.
Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín
Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri list-
muni í Menningarsal á fyrstu hæð.
Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir
form, ljós og skuggar.
Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur
Jónsson og samtímamenn.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían
– Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs-
dóttir – Myndheimur/Visual World.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest-
ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur
Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu-
verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verk-
um Kjarvals í austursal.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós-
myndari – Heitir reitir. Stendur til 22.
maí.
Norræna húsið | Maya Petersen Over-
gärd – Hinsti staðurinn.
Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir –
Hugarheimur Ástu.
Söfn
Þjóðmenningarhúsið | Hin fornu handrit
geyma einstæðar sögur, kvæði og frá-
sagnir sem varpa ljósi á samfélag, trúar-
brögð og hugarheim hinna norrænu
þjóða í öndverðu. Á meðal sýningargripa
eru Konungsbækur Eddukvæða og
Snorra Eddu, Flateyjarbók og handrit
lagabóka, kristilegra texta og Íslend-
ingasagna.
Þjóðmenningarhúsið | Á sýningunni er
leitast við að skapa það andrúmsloft sem
ríkti á sýningu Þjóðminjasafns Íslands í
risi Þjóðmenningarhússins þar sem það
var til húsa á fyrri hluta 20. aldar.
Þjóðmenningarhúsið | Á sýningunni er
dregin upp mynd af þeim framförum,
bjartsýni og stórhug sem einkenndi líf
þjóðarinnar á tímum heimastjórnar og
gerð grein fyrir aðdraganda hennar.
Fundir
Eineltissamtökin | Fundir eru á hverjum
þriðjudegi kl. 20 í húsi Geðhjálpar, Tún-
götu 7.
Geðhjálp | Fundur fyrir fullorðin börn
geðsjúkra (18 ára og eldri), alla þriðju-
daga kl. 19 hjá Geðhjálp, Túngötu 7.
Hvort sem þú átt eða hefur átt foreldra/
foreldri með geðraskanir þá ert þú vel-
komin(n) í þennan hóp. Nánari upplýs-
ingar í síma 570-1700 og á www.ged-
hjalp.is.
KFUM og KFUK | Aðalfundur Kaldársels,
sumarbúða KFUM og KFUK, verður hald-
inn 30. mars kl. 18, í húsi KFUM og KFUK
á Holtavegi 28. Venjuleg aðalfundarstörf.
Velunnarar Kaldársels velkomnir.
UBAA | Uppkomin börn og aðstandendur
alkóhólista eru með 12 spora fundi öll
mánudagskvöld kl. 20.30 í Tjarnargötu
20. Verið velkomin.
Fyrirlestrar
Askja – náttúrufræðihús Háskóla Ís-
lands | Guðrún Gísladóttir, dósent við
jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands,
flytur erindi 21. mars sem hún nefnir:
Áhrif ferðamanna á vistkerfi í Skaftafelli,
Landmannalaugum og á Lónsöræfum.
Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, HÍ, kl.
17.15.
Karuna Búddamiðstöð | Námskeiðið er
opið bæði byrjendum og þeim sem hafa
reynslu af hugleiðslu. Ani-la Nyingpo
mun leiða hugleiðslurnar og gefa hagnýt
ráð um hvernig nýta má hugleiðslu í
dagsins önn. 7., 14. og 21. mars kl. 20–
21.15. Staðsetning: Háskóli Íslands, Lög-
berg, stofa 204 www.karuna.is.
Kynning
Heilsustofnun NLFÍ | Baðhús Heilsu-
stofnunar er opið á laugardögum frá kl.
10–18. Þar er sundlaug, blaut– og þurr-
gufa, heitir pottar og víxlböð. Einnig leir-
böð, heilsuböð og sjúkranudd sem þarf
að panta fyrirfram. Matstofan er opin
alla daga. Upplýsingar í síma 846-0758
virka daga kl. 8–16.
Málþing
Þjóðminjasafn Íslands | Málþing um
nunnuklaustrið Kirkjubæ verður haldið í
fundarsal Þjóðminjasafns kl. 13–17. Fræði-
menn af ýmsum sviðum gera grein fyrir
rannsóknum sínum sem á einn eða ann-
an hátt tengjast klaustrinu og klaustur-
lífi. Málþingið er öllum opið og aðgangur
ókeypis.
Námskeið
Gigtarfélag Íslands | Sex kvölda sjálfs-
hjálparnámskeið fyrir fólk með gigt og
aðstandendur þess, hefst þriðjudaginn
29. mars. Farið verður í þætti sem tengj-
ast daglegu lífi með gigtarsjúkdóma og
hvað hægt er að gera til að bæta líðan
sína. Skráning á námskeiðið er á skrif-
stofu félagsins í síma 530-3600.
Þriggja kvölda námskeið fyrir fólk með
vefjagigt hefst miðvikudaginn 30. mars
kl. 19.30. Læknar, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi
og félagsráðgjafi fjalla um sjúkdóminn,
einkenni, meðferð, þjálfun og tilfinninga-
lega og félagslega þætti. Skráning á
skrifstofu félagsins í s. 530-3600.
Norræna félagið | Nord-klúbburinn, ung-
mennadeild Norræna félagsins, stendur
að byrjendanámskeiðum í eistnesku,
lettnesku, litháísku og rússnesku. Hvert
námskeið stendur þrjú kvöld. Námskeiðin
hefjast 7. mars á Óðinsgötu 7 með lettn-
esku. Upplýsingar og skráning fyrir 7.
mars á nordklubb@norden.is eða í síma
551-0165.
Íþróttir
Hellisheimilið | Stigamót Taflfélagsins
Hellis verður haldið í fjórða sinn dagana
22.–26. mars. Mótið er nú haldið um
páskana til að létta á skákþörf landans
en ekkert Íslandsmót verður þessa
páska. Mótið er opið öllum skákmönnum
með meira en 1.800 skákstig. Nánari
upplýsingar á Hellir.com.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Á mánudögum kl.
18 í Elliðaárdalnum. Farið frá Toppstöð-
inni við Elliðaár og farinn hringur í Elliða-
árdalnum. Gönguferðinni lýkur á sama
stað og hún hófst rúmri klukkustund fyrr.
Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald.
Páskaferð í Bása 26.–29. mars. Brottför
kl. 9. Farið verður í gönguferðir, skíða-
ferðir og/eða sleðaferðir allt eftir veðri
og færð. Verð 11.900/13.700 kr.
Ferð til Ólafsfjarðar 24.–28. mars. Farið
verður á Reykjaheiði, Burstarbrekkudal,
upp á Lágheiði og Skeggjabrekkudal.
Brottför ákveðin síðar, farið á einkabílum.
Verð 16.200/18.500 kr. Fararstjóri Reynir
Þór Sigurðsson.
Farið verður á Esjufjöll í Vatnajökli 24.–
28. mars. Brottför á eigin bílum frá skrif-
stofu Útivistar kl. 18. Verð 13.500/
15.800. Fararstjóri Sylvía Hrönn Krist-
jánsdóttir.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
ANNA Gunnarsdóttir textíllistakona og Sveinbjörg Hallgríms-
dóttir grafíklistakona opnuðu um helgina nýjar vinnustofur sín-
ar og sýningarsal að Brekkugötu 3a (bakhús við Ráðhústorg).
Bjóða þær alla gesti velkomna í heimsókn, en opið verður um
páskana alla daga frá kl. 13–17 nema á páskadag.
Anna er menntuð frá hönnunar- og textílbraut VMA og einn-
ig hefur hún sótt nám til Noregs og Danmerkur. Hún hefur hald-
ið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði
heima og erlendis. Heimasíða hennar er www.annagunnarsdott-
ir.com
Sveinbjörg er menntuð frá málaradeild og kennaradeild MHÍ
og hefur starfað lengi að list sinni auk kennslu. Hún fékk 9
mánaða starfslaun listamanns Akureyrarbæjar á sl. ári. Hún
hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda sam-
sýninga bæði heima og erlendis. Heimasíða hennar er
www.svartfugl.is
Opnar vinnustofur á Akureyri
1. d4 d5 2. Rf3 c6 3. c4 e6 4. Rc3 dxc4 5.
a4 Bb4 6. e3 b5 7. Bd2 a5 8. axb5 Bxc3
9. Bxc3 cxb5 10. b3 Bb7 11. bxc4 b4 12.
Bb2 Re7 13. Bd3 0-0 14. 0-0 Rd7 15.
Rd2 Dc7 16. f4 a4 17. Hb1 f5 18. De2
Rf6 19. Hfc1 b3 20. Ba3 Hfe8 21. Hf1
Re4 22. Hbc1 Da5 23. Rf3 Rc6 24. Bxe4
fxe4 25. Re5 Dc7 26. Dh5 Ba6 27. h3
Hac8 28. Hf2 g6 29. Dh4 Rxe5 30. fxe5
Bxc4
Staðan kom upp í Flugfélagsdeild-
inni í Íslandsmóti skákfélaga sem lauk
fyrir skömmu í Menntaskólanum í
Hamrahlíð. Alþjóðlegi meistarinn
Bragi Þorfinnsson (2.435) hafði hvítt
gegn kollega sínum Jóni Garðari Við-
arssyni (2.336). 31. Hxc4! b2 31. ...
Dxc4 hefði ekki gengið upp vegna 32.
Hf7! 32. Bxb2 Dxc4 33. Hf7! Dc1+ 34.
Bxc1 Hxc1+ 35. Hf1 Hxf1+ 36. Kxf1
a3 37. De1 Ha8 38. Da1 a2 39. d5!
Hvítur hefur nú gjörunnið tafl og leiddi
það örugglega til lykta. 39. ... exd5 40.
e6 Ha5 41. Kf2 h5 42. Kg3 g5 43. h4
gxh4+ 44. Kf4 Ha3 45. e7 Kf7 46. De5
og svartur gafst upp. Páskaeggjamót
Taflfélagsins Hellis fer fram í dag í
Mjódd. Nánari upplýsingar um mótið
er að finna á www.hellir.com.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.