Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 23
MINNINGAR
✝ Gylfi Haukssonfæddist í Reykja-
vík 13. ágúst 1949.
Hann lést á heimili
sínu, Álfatúni 10 í
Kópavogi, mánudag-
inn 14. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Brynhildur
Olgeirsdóttir, f. 19.
janúar 1921, og
Haukur Sigurðsson,
f. 21. september
1918, d. 30. ágúst
1998. Systkini Gylfa
eru: Ástríður, f. 4.10.
1945, maki Georg
Tryggvason, Hjörtur, f. 8. ágúst
1951, d. 21. september 1999,
Trausti, f. 11. desember 1952,
maki Alda B. Marinósdóttir,
Kjartan, f. 6. júlí 1955, maki Ás-
gerður Jónsdóttir, og Ísak Sverr-
ir, f. 25. okóber 1963, maki Guð-
rún Bryndís Karlsdóttir.
Gylfi kvæntist 27. maí 1972
Olgu Guðbjörgu Stefánsdóttur, f.
7. september 1952.
Foreldrar hennar
voru Steinunn Jó-
hanna Jónsdóttir, f.
24. apríl 1919, d. 2.
janúar 1998, og Stef-
án Björnsson, f. 11.
desember 1905, d. 1.
september 1987.
Systkini Olgu eru
Ólöf, Þórunn, Birna,
Sigríður, Jón og
Björn. Börn Gylfa og
Olgu eru Dagný, f.
10. október 1984,
unnusti hennar er
Árni Traustason, f.
5. janúar 1984, og Stefán Haukur,
f. 8. ágúst 1987.
Gylfi hóf störf hjá Eimskipa-
félagi Íslands í febrúar 1967 og
starfaði þar allan sinn starfsaldur,
lengst af sem deildarstjóri tölvu-
og hugbúnaðarsviðs fyrirtækisins.
Útför Gylfa verður gerð frá
Hjallakirkju í Kópvogi í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku besti pabbi. Núna ertu far-
inn frá okkur í langt ferðalag á stað
þar sem þér líður vel. Þaðan getur þú
nú fylgst með okkur og vonandi hitt-
umst við þar síðar. Það sem nú stend-
ur eftir er minningin um góðan mann
og frábæran pabba sem ég mun alltaf
geyma í hjarta mínu. Núna þegar ég
sit og skrifa rifjast upp svo ótal marg-
ar minningar í huga mér. Allar þær
góðu stundir sem við áttum saman,
sundferðirnar sem við fórum í þegar
ég var lítil og þú kenndir mér að
synda og allar keppnirnar um það
hvort okkar yrði á undan yfir laugina,
þær urðu nú ansi margar.
Einnig eru mér minnisstæðar allar
ferðirnar sem við fórum upp í Skorra-
dal. Þar fórum við á bátnum út á vatn
að veiða, gengum á fjöll og fórum í
stuttar gönguferðir um svæðið.
Eitt af því skemmtilegasta sem við
fjölskyldan gerðum var að ferðast og
fórum við í margar ferðir saman, bæði
innanlands og til útlanda. Sérstaklega
er minnisstæð ferðin okkar seinasta
sumar þegar ég, Árni og Lurkur
komum keyrandi í Húnaver til þess
að eyða verslunarmannahelginni með
ykkur mömmu. Í þessari ferð gerðum
við margt saman, við fórum í göngu-
ferðir eins og þér þótt svo gaman og
góðan bíltúr um sveitir landsins og á
kvöldin grilluðum við saman og sátum
svo inni í tjaldi og spjölluðum fram
eftir kvöldi. Þú hafðir alltaf svo gam-
an af því að segja frá og okkur þótti
gaman að hlusta á þig lýsa einhverju
sem þú hafðir upplifað.
Ég á eftir að sakna þín mikið,
pabbi, en minningin um þig mun alltaf
lifa með mér og okkur hinum sem eft-
ir erum.
Elsku pabbi minn, takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman. Mér
þykir vænt um þig, pabbi.
Þín dóttir
Dagný.
Jæja, elsku pabbi minn, nú er þetta
búið. Gott að vera kominn til himna-
ríkis og vera búinn að snúa baki við
erfiðum veikindum. Þú hefur staðið
þig frábærlega í gegnum þessi veik-
indaár, og við höfum brallað margt
saman. Þú hefur aldrei látið veikindi
þín trufla þig og stóðst alltaf við þitt.
Mér eru ofarlega í minni allir veiði-
túrarnir sem við fórum í. Við stóðum
saman við Hallvík og reyndum að fá
fisk, þú fékkst stundum fisk en sjald-
an ég. Þetta voru yndislegir tímar og
ég gleymi þeim aldrei.
Ég var ánægður með að fara með
þér á landsleikinn Ísland-Ítalía síð-
asta sumar. Það var mikið fjör og
mikill fögnuður. Við stóðum þarna og
nutum þess að vera til og vera saman.
Nokkrum mánuðum eftir leikinn fór-
um við út að borða, bara við tveir, í
þetta skipti fórum við á Hornið. Þú
fékkst þér súpu, alveg týpískt þú og
svo eitthvert gums í eftirrétt. Ég fékk
mér lax, hann var góður, en langt frá
því jafn góður og ef þú hefðir grillað
hann. Ég man eftir því þú stóðst við
grillið bæði heima og í útilegum, sama
hvernig veðrið var. Alltaf grillaðirðu
ljúffengan mat.
Það voru mikil vonbrigði þegar þú
greindist og maður áttaði sig ekki al-
veg á því að þú værir orðinn veikur.
Þú svona góður og yndislegur pabbi.
Við allavega nutum þess að vera sam-
an, ég og þú, líkt og mamma og
Dagný gerðu. Það er svo margt sem
þú hefur gefið mér og kennt mér í
gegnum árin. Þú kenndir mér að
synda löngu áður en ég fór í skóla-
sund. Þú varst alltaf til staðar til að
hjálpa mér og gerðir alltaf þitt besta.
Þegar þú varst lagður inn stuttu
eftir jól fann ég fyrir miklum kvíða.
Eftir að þú komst heim varð allt ró-
legt og gott, hlýtt og notalegt. Þín
hlýja var komin í húsið. Stuttu eftir
það sagðirðu okkur að þú værir hætt-
ur í meðferð. Ég skildi þig ósköp vel.
Ég vil bara að þú vitir það að ég styð
þig í því sem þú gerir. Ég lofaði þér að
passa að veiðidótið þitt fyrnist ekki og
stend við það. Einnig sagðirðu mér að
reyna að verða Valsari, en ég hef allt-
af verið Valsari innst inni, það hef ég
frá þér. Þú sagðir að ég væri hörku-
kall, það eru orð sem ég mun aldrei
gleyma. Mér þykir ofsalega vænt um
þig og það er mikil sorg og sár sem
gróa aldrei. En nú veit ég að það fer
vel um þig og þú ert ánægður. Erfið
veikindi að baki og þú orðinn heill aft-
ur. Ég hef þig með mér hvert sinn
sem ég fer í Hallvík að veiða og í öllu
sem ég geri. Það er ekki hægt að
eignast betri pabba, er það? Nei. Þú
verður alltaf minn og ég verð alltaf
strákurinn þinn.
Sakna þín.
Stefán Haukur.
Nú er fallinn frá ástkær bróðir
minn, Gylfi, eftir margra ára baráttu
við illvígan sjúkdóm. Það var okkur
öllum mikið áfall þegar við fréttum
fyrir um sex árum að Gylfi, þá tæp-
lega fimmtugur, hefði veikst og ætti
jafnvel stutt eftir ólifað. Það kveikti
því ætíð hjá okkur vonarneista að sjá
hve Gylfi leit vel út, þegar við hitt-
umst fjölskyldan við ýmis tilefni. Við
vorum jafnvel farin að trúa því að
hann hefði yfirunnið sjúkdóminn.
Þegar við heyrðum, nú eftir áramótin,
að honum hefði hrakað mikið þá var
það okkur annað áfall. Lokastríðið
var stutt og andaðist Gylfi á heimili
sínu 14. mars síðastliðinn.
Við yngri bræður hans litum upp til
Gylfa stórabróður sem var alltaf
fyrstur okkar að prófa spennandi
hluti. Hann eignaðist myndavél og
tæki til framköllunar og ljósmyndaði
margar gleðistundir í lífi fjölskyld-
unnar. Við fylgdumst með þegar hann
framkallaði myndirnar sem var
göldrum líkast í okkar augum.
Þegar ég fletti í vikunni í mynda-
albúmum hjá móður okkar rifjuðust
upp margar stundir frá æskuárunum
á Grettisgötunni. Mér þótti þó verra
að Gylfi var ekki sjáanlegur á mörg-
um myndum. Þannig er það oftast
með myndasmiðinn að hann sést ekki
en er þó aðalatriði myndarinnar.
Við strákarnir lékum okkur oft í
fótbolta á planinu fyrir aftan Stjörnu-
bíó og á grasflötinni fyrir framan
Austurbæjarskólann. Við kepptum
við stráka í næstu hverfum og Gylfi
var fyrirliðinn. Ein myndin í albúm-
inu var af strákahópi uppi á Selfjalli
fyrir ofan Lækjarbotna. Gylfi hafði
drifið liðið í fjallgönguferð til þess að
efla liðsandann og tók myndina.
Margar myndir sem hann tók voru
frá dvöl okkar í sumarbústaðnum,
sem fjölskyldan átti við Lækjarbotna.
Þar dvaldist móðir okkar með okkur
börnin sumarlangt og eigum við
systkinin margar góðar minningar
þaðan. Sá staður var Gylfa kær og
bað hann sérstaklega um að fá að
skoða sig þar um síðustu dagana sem
hann lifði.
Gylfi fór fljótlega að vinna með
skóla. Hann vann eitt sumar sem
sendill og ók um bæinn á skellinöðru.
Hann hafði því alltaf nokkurt fé á milli
handa og gat veitt sér ýmsa hluti. Eitt
sinn kom hann heim með plötuspilara
og nokkrar plötur. Hann setti litla
plötu á fóninn og spilaða nýjasta
smellinn Dedicated Follower of Fash-
ion með Kinks. Ætíð þegar ég heyri
það lag síðan minnir það mig á Gylfa.
Það er líka vel við hæfi því Gylfi var
mikill smekkmaður í klæðaburði og
snyrtimenni. Hann hafði gaman af
tónlist og dansi og stundaði jazzballet
á unglingsárum.
Það má segja að Gylfi hafi innleitt
unglingamenninguna í hverfið okkar.
Það kom fyrir að hann, ásamt vinum
sínum, stillti plötuspilaranum út í
glugga og spilaði nýjustu plöturnar
fyrir krakkana á planinu, okkur til
mikillar ánægju en engum sögum fer
af ánægju hinna fullorðnu.
Gylfi lauk gagnfræðaprófi og inn-
ritaðist í Kennaraskólann. Ekki líkaði
honum þar og hætti fljótlega og fór að
vinna sem skrifstofumaður hjá Eim-
skipafélaginu. Þetta var í árdaga
tölvubyltingarinnar og stóð til að
tölvuvæða bókhaldið. Þegar á reyndi
þá treystu reyndustu bókararnir sér
ekki til að fást við þessa nýju tækni og
nýgræðingurinn var settur í að reka
tölvukerfið. Gylfi var sendur utan í
læri hjá IBM og þannig æxlaðist það
að Gylfi varð einn af fyrstu tölvunar-
fræðingum á Íslandi og það nokkrum
áratugum áður en það fag var fyrst
kennt í skólum. Hann starfaði þar alla
ævi og var síðast deildarstjóri hug-
búnaðarþróunar.
Gylfi kvæntist ungur Olgu Stefáns-
dóttur og ættleiddu þau tvö yndisleg
börn, Dagnýju, sem fædd er í Kalut-
ara á Sri Lanka, og Stefán Hauk, sem
fæddur er í Kalkútta á Indlandi.
Börnin þeirra eru einstaklega mann-
væn og falleg og sannast í þeim að
fjórðungi bregður til fósturs því ást-
úðlegt lundarfar þeirra og fas allt
minnir svo mjög á Gylfa bróður minn
og Olgu konu hans.
Gylfi var mikill fjölskyldumaður og
elskaði börn sín. Hann tók virkan þátt
í uppeldi þeirra og varði mestum sín-
um frítíma með fjölskyldunni. Þau
hjónin voru einstaklega samrýnd og
tókust á við veikindi Gylfa af skyn-
semi og yfirvegun. Gylfi hafði gaman
af ferðalögum eins og Olga. Þau nýttu
tímann vel síðustu árin til ferðalaga til
fjarlægra landa sem og innanlands. Á
nokkurra ára fresti höfum við hist á
fallegum stað úti á landi og haldið fjöl-
skyldumót. Þá voru Gylfi og Olga og
börnin þeirra ávallt í essinu sínu og
nutu sín, því ferðalög í fallegri ís-
lenskri náttúru voru þeim að skapi.
Nú hefur Gylfi kvatt okkur og eftir
standa harmi lostin eiginkona og börn
þeirra tvö. Áfall þeirra er mest og
sendum við Alda kona mín ykkur
Olgu, Dagnýju og Stefáni Hauki inni-
legar samúðarkveðjur.
Trausti Hauksson.
Við Gylfi mágur þekktumst
kannski aldrei mikið umfram það að
hittast reglulega og spjalla saman í
fjölskylduboðum og á ættarmótum.
Þessi kynni dugðu mér þó til að gera
mér grein fyrir því, hve ágætur
drengur hann var. Það var alltaf jafn
gaman að tylla sér við hliðina á Gylfa,
með kaffibollann og kökudiskinn og
spyrja hvernig gengi hjá Eimskip. Ef
vel áraði ljómaði hann allur og talaði
hraðar en hann átti vanda til. En væri
einhver mótbyr í rekstrinum vildi
hann frekar tala um veiðiskap eða
jólabækurnar. Engum manni hefi ég
kynnst sem var vinnuveitanda sínum
jafn trúr. Hann byrjaði að starfa hjá
Eimskip hf. sem skrifstofumaður í af-
greiðslu, þegar hann var enn bara
unglingur. Var fluttur í tölvudeildina,
þegar hún varð til, enda prýðilega
töluglöggur eins og ættin. Tölvusalir
þóttu á þeim tíma háværir vinnustað-
ir og ekki mjög eftirsóttir. En það átti
eftir að breytast. Nú eru þeir heilinn í
flestum fyrirtækjum. Gylfi, sem aldr-
ei hafði lært neitt um tölvur, náði tök-
unum fljótt á þessari nýju tækni og
varð með tímanum einn af stjórnend-
um tölvudeildarinnar. Ég tel víst að
Gylfi hafi aldrei íhugað það í nokkurri
alvöru að ráða sig til starfa annars
staðar. Trúmennska hans við fyrir-
tækið, sem tók honum stráklingnum
svo vel, var óbrigðul en þurfti þó eng-
um að koma á óvart. Þannig var hans
afstaða gagnvart öllum sem hann
þekkti og umgekkst. Hann var alltaf
trúr og heill, jákvæður og umhyggju-
samur. Ég heyrði Gylfa aldrei hall-
mæla nokkrum manni, eða yfirleitt
ræða í neikvæðum tón um nokkurn
hlut. Skapgerðina hafði hann líklega
að vestan. Hún var létt og græskulaus
og oftast stutt í kímnina. Honum var
líka áskapað jafnaðargeð og æðru-
leysi. Jafnvel í þeim stífa mótbyr sem
hann mátti sigla, eftir að veikindin
tóku að herða á honum tökin, stóð
hann ávallt keikur. Kveinkaði sér
aldrei en reyndi þess í stað ávallt að
sýnast við betri líðan en raun var á.
Það er sárt að þurfa að sjá á eftir
svona vænum dreng, langt fyrir aldur
fram. Sárast þó fyrir fjölskylduna,
sem alla tíð var hans hálfa líf og hans
helgidómur. Ég veit hve mjög hann
hefði óskað þess að geta hlýtt á Stefán
litla strjúka nokkra klassíska hljóma
úr gítarnum til viðbótar, eins og hann
gerði svo fallega í fjölskylduboðinu í
haust. Eða Dagnýju spjalla smávegis
við sig á spænsku.
Einhver stjórnar því sjálfsagt þeg-
ar svona fer. Við það verðum við hin
að una. Þá er þó einhver huggun að
vita, að alltaf birtir á ný um síðir og
eldar af nýjum degi.
Ég kveð Gylfa mág minn með virð-
ingu og eftirsjá og þakka Olgu, svil-
konu minni, fyrir óbugandi kjark og
úrræðasemi á erfiðum tímum.
Georg H. Tryggvason.
Gylfi kom inn í fjölskylduna þegar
Olga systir okkar var aðeins sautján
ára og hann stóð á tvítugu. Margir
hafa eflaust hugsað sem svo að þau
væru fullung þegar þau þremur árum
seinna stóðu fyrir framan altarið og
hétu hvort öðru því að standa saman í
blíðu og stríðu. En það fór nú svo að
aldrei bar skugga á hjónaband þeirra
sem alla tíð einkenndist af ást, vináttu
og gagnkvæmri virðingu.
Við systkini Olgu tókum Gylfa opn-
um örmum enda vart hægt að hugsa
sér betri mág. Gylfi var ljúfur og ein-
staklega skapgóður, hann var höfð-
ingi heim að sækja, hafði skemmti-
lega kímnigáfu og kunni að segja
sögu. Heimili þeirra stóð öllum opið
og minnumst við margra skemmti-
legra stunda þar sem mikið var hlegið
og Gylfi tók þátt í samræðunum með
glimt í auga.
Gylfi las mikið og hafði unun af alls
kyns tónlist. En aðalástríða hans var
að ferðast. Hvenær sem færi gafst
var fellihýsið sameinað fjölskyldu-
bílnum og síðan var lagt út á þjóðveg-
inn. Með í för var bók þar sem Gylfi
skráði veðurfar, landslag, gróðurfar
og fuglalíf. Einnig tók hann mikið af
myndum, en Gylfi var liðtækur ljós-
myndari. Með myndum og skemmti-
legum ferðasögum gaf hann þeim
sem heima sátu hlutdeild í ferðunum.
Einnig var mikið ferðast út fyrir land-
steinana og eftir að Gylfi greindist
með krabbamein voru þau Olga stað-
ráðin í því að nota tímann sem þau
áttu eftir saman til þess að ferðast til
fjarlægra landa. Gylfi var ekki síður í
essinu sínu á þeim ferðalögum.
Gylfi og Olga ferðuðust langa leið
til þess að sækja tvö lítil kríli sem þau
ættleiddu. Sjaldan höfum við orðið
vitni að jafnfallegu sambandi á milli
foreldra og barna enda þau hjónin
bæði barngóð með afbrigðum. Gylfi
var sannur vinur barnanna sinna;
hann fylgdist af áhuga með öllu því
sem þau tóku sér fyrir hendur og var
samband þeirra fallegt með eindæm-
um. Þau Dagný og Stefán Haukur
eiga eftir að búa alla ævi að þeim fal-
legu samskiptum.
Elsku Gylfi, við kveðjum þig með
söknuði. Þú átt eftir að skipa stóran
sess í hugum okkar svo lengi sem við
lifum.
Mágar og mágkonur.
Á fallegu ágústkvöldi komum við
saman í garðveislu í Kópavogi. Engin
sérstök ástæða var fyrir samkomunni
önnur en að okkur fannst gaman að
vera saman. Hér var um að ræða hóp
starfsmanna í hugbúnaðarþjónustu
Eimskips. Flest höfðum við starfað
saman um margra ára skeið undir
dyggri og staðfastri stjórn Gylfa
Haukssonar. Á þessu ljúfa ágúst-
kvöldi áttum við ekki von á að Gylfi
yrði farinn frá okkur svo fljótt. Dauði
var ekki í huga okkar þetta yndislega
kvöld. Á tímum þegar mannabreyt-
ingar í fyrirtækjum voru tíðar var
þessi hópur samheldinn og mörg okk-
ar höfðu starfað hjá fyrirtækinu í tíu
ár eða lengur. Eftir því var tekið
hversu vel hélst á starfsfólki í deild-
inni, og segja má að Gylfi hafi átt
stærstan þátt í því. Aðeins tveimur
vikum eftir þessa yndislegu kvöld-
stund dreifðist hópurinn vegna skipu-
lagsbreytingar. Við héldum áfram að
fylgjast með hvert öðru, sérstaklega
þeirri baráttu sem Gylfi stóð í og hafði
þá staðið í um nokkurra ára skeið. Öll
vissum við að hann gekk ekki heill til
skógar.
Sem samstarfsmaður og yfirmaður
var Gylfi í sérflokki. Hann var alltaf
jafn yfirvegaður, sama hvað á dundi.
Ósjaldan kom hann augu á góðar
lausnir á verkefnum sem var verið að
glíma við hverju sinni. Hann hafði
þróast með deildinni í gegnum örar
breytingar, sem áttu sér stað frá því
að hann hóf störf árið 1970 við þáver-
andi Rafreiknideild Eimskips, og
hann hafði því ómetanlega og yfir-
gripsmikla þekkingu á tölvutækninni.
Gylfi var sérstakur maður, nærgæt-
inn, blíður og úrræðagóður. Hann
hafði gott lag á að velja fólk í sinn hóp,
og hann leiddi hópinn í gegnum marg-
ar breytingar í gegnum árin með
bjartsýnina að vopni og kom ávallt
auga á ný tækifæri, frekar en að velta
sér upp úr vandamálum.
Ósjaldan fengum við að njóta gest-
risni hans og Olgu í Álfatúni og ynd-
islegt var að sækja þau heim. Sárt er
að missa góðan félaga, en við þökkum
fyrir alla góðu stundirnar í gegnum
árin. Við sendum Olgu, Dagnýju,
Stefáni og öðrum aðstandendum okk-
ur innilegustu samúðarkveðjur í
þeirra miklu sorg.
Linda Kristjánsson.
Traustur, samviskusamur, dugleg-
ur og strangheiðarlegur eru orð sem
lýsa eiginleikum Gylfa vel. Þegar við
Gylfi kynntumst var hann yfirmaður
upplýsingavinnslu eða tölvudeildar
Eimskips og leiddi hann ákveðna
þætti í upplýsingavinnslu félagsins
alla tíð.
Á þessu sviði fyrirtækjarekstrar
hafa orðið hvað mestar breytingar á
starfsævi Gylfa. Á tíma gataspjald-
anna og nú í gjörbreyttu starfsum-
hverfi var hann í fararbroddi. Mér
hefur oft orðið hugsað til þess hve erf-
itt hlutverk þetta raunverulega er og
hve mikla aðlögunarhæfni þarf til að
valda því. En Gylfi gerði það af ein-
stakri prýði og samviskusemi og oft
með mikilli vinnu og ósérhlífni.
Gylfi veiktist árið 1999 og fékk
meðferð við sjúkdómnum sem tók sig
þó endurtekið upp aftur. Hann mætti
veikindum sín af miklu æðruleysi og
var staðráðinn í að láta erfiðleikana
ekki buga sig. Hann tókst á við lífið og
lifði því fram að hinstu stundar og
gerði það vel eins og annað sem hann
fékkst við.
Ég þakka Gylfa góða samfylgd og
sendi innilegar samúðarkveðjur til
Olgu og barnanna. Ljúf minning um
góðan dreng lifir. Blessuð sé minning
Gylfa Haukssonar.
Þórður Magnússon.
GYLFI
HAUKSSON
Fleiri minningargreinar um Gylfa
Hauksson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga. Höf-
undar eru: Jóhann V. Ólafsson;
Randy og Jón; Agnar og Björg; Guð-
mundur Örn; Kristinn, Guðrún,
Þóra Katrín og Tómas Kári.