Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 19
forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson,
uðvitað hefur verið drjúgur í þessu líka,“
Kristján og hvatti fundarmenn til þess
ppa sérstaklega fyrir þessum mönnum.
kir Jónsson, Siglfirðingur og þingmaður
sóknarflokksins í Norðausturkjördæmi,
þetta mikinn gleðidag og þakkaði sam-
uráðherra, ríkisstjórninni, upphafsmanni
ins Sverri Sveinssyni og Halldóri Blön-
m kom málinu af stað í sinni tíð. „Þetta
ki mál eins flokks eða eins manns. Hér
margir lagt hönd á plóg og þetta er gríð-
a mikilvægur dagur í sögu Siglfirðinga.
n eru forsenda framfara og önnur mál
etið til hliðar í þeirri viðleitni okkar að
st fyrir þessari framkvæmd. Það er þessi
kvæmd sem mun skapa sóknarfæri fyrir
, í heilbrigðismálum, í menntamálum og
m félagsmálum. Þessi göng munu efla
nnu og sameiningu sveitarfélaga á Eyja-
rsvæðinu.“
kir gerði einnig hugmyndir um fram-
skóla að umræðuefni og sagði að það fyr-
dist hvergi hér á landi 4.300-4.400 manna
ð, þar sem engin framhaldsmenntun væri
á svæðinu. Hann nefndi að í Þingeyj-
u, þar sem svipaður fjöldi íbúa, væru
framhaldsskólar. „Hvernig haldið þið að
n væri í Þingeyjarsýslu ef þeir hefðu ekki
r tvær glæsilegu stofnanir?“ Birkir sagði
amt að á Snæfellsnesi væri búið að
a framhaldsskóla en þar byggi færra fólk
utanverðan Eyjafjörð. „Við eigum að
a óhikað að þessu verki, samhliða því sem
m þessi göng, því þetta mun gjörbreyta
þessara sveitarfélaga við utanverðan
jörð.“
stján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak-
i, var bæjarstjóri á Dalvík þegar jarð-
n undir Múlann voru opnuð, hann var
stjóri á Ísafirði þegar jarðgöngin undir
adals- og Botnsheiðar voru opnuð. „Ég
því áhrifin af því sem samgöngubætur
essar hafa á búsetu og lífsskilyrði fólks,
ara í viðkomandi bæjarfélagi, ekki bara
omandi svæði, heldur fyrir samfélagið
em betur fer heyrir maður það strax í
ðunni hér að nú erum við hætt að ræða
þetta verði og erum farin að ræða hvaða
leika þetta mun skapa okkur í framtíð-
stján Þór sagði að með yfirlýsingu sam-
gönguráðherra gætu menn hætt umræðunni
um það hvers vegna skyldi ráðist í þetta mik-
ilvæga verk. Hann sagði þetta ekki einkamál
Siglfirðinga heldur væru í þessu miklu stærri
hagsmunir sem tækju yfir miklu stærra
svæði. Kristján Þór sagði að Eyjafjarð-
arsvæðið yrði mun öflugra á eftir og að svæð-
ið byggi yfir miklum möguleikum sem aðrir
landsmenn mundu njóta í framtíðinni. Hann
sagði að framundan væri umræða um samein-
ingu sveitarfélaga „og fyrir því eigum við eftir
að tala á komandi vikum og mánuðum. Ég
hlakka til þess verks og lýsi því yfir fyrir hönd
Akureyringa að við hlökkum til þess að fá að
takast á við nýja tíma með öllum öðrum íbú-
um Eyjafjarðar.“
Valdimar Bragason, bæjarstjóri Dalvík-
urbyggðar, sagði það engum vafa undirorpið
að samgöngubætur sem leiddu af þeirri fram-
kvæmd sem hér hefði verið tilkynnt styrktu
mjög svæðið. „Það er mikið keppikefli að
stykja sveitarfélögin í landinu til þess að efla
byggð og í mínum huga er það ekki nokkur efi
að þessi framkvæmd styrkir samfélagið hér
við Eyjafjörð og gefur sóknarfæri í byggða-
málum.“ Valdimar sagði jafnframt mikilvægt
að nýta þau tækifæri sem sköpuðust og að
menn ættu ekki að fara að bítast um hvað ætti
að vera hvar, heldur líta á svæðið í heild.
Gefa óendanleg tækifæri
Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafs-
firði, tók undir það sem fram kom í ræðum
manna en sagði það jafnframt kristaltært að
þessar samgöngubætur gæfu íbúum Siglu-
fjarðar og Ólafsfjarðar óendanleg tækifæri til
þess að gera lífið og samfélögin ennþá betri
en þau væru. „Það verður til þess að áhrifin af
göngunum skila sér ekki bara til þessara
tveggja staða eða Eyjafjarðar, heldur lands-
ins alls. Nú þurfum við að fara undirbúa það
hvað og hvernig við ætlum að vinna til ársins
2009, þannig að við verðum tilbúin með þau
verkefni sem hægt verður að setja af stað
þegar göngin opna.“ Stefanía gerði hug-
myndir um framhaldsskóla við utanverðan
Eyjafjörð einnig að umtalsefni og sagði eitt
mikilvægasta verkefnið að tryggja að slík
stofnun yrði að veruleika á næsta eða þar
næsta ári.
næsta ári
unninn upp
Morgunblaðið/Kristján
ð á laugardag.
Fjölmenni var á fundi samgönguráðuneytisins í Bátahúsinu á Siglufirði, þar sem
tilkynnt var að framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng yrðu boðnar út í haust.
krkr@mbl.is
Allt frá því að BrynhildurÞorgeirsdóttir hófmyndlistarferil sinn fyr-ir tuttugu og þremur
árum hefur glerið, steinninn og
steypan verið hluti af henni og
iðju hennar. „Hvað annað ætti ég
að gera?“ svarar hún þegar blaða-
maður falast eftir því hvað það sé
sem knýr hana til að gera það sem
hún gerir. Brynhildur segir nefni-
lega að í verkunum sínum felist
engin sérstök merking, engin póli-
tík sem hún vill koma á framfæri.
Orðið styttugerðarkona hefur hún
margsinnis notað til að lýsa sjálfri
sér og listsköpun sinni, svo oft að
það er kannski orðið óspennandi
að leggja út af því. Enda er það
sett fram meira í gamni en alvöru,
og nokkuð ljóst að mörgum þykir
Brynhildur dálítið annað og meira
en styttugerðarkona. Í það
minnsta ef marka má umsagnir
um sýningu hennar í Listasafni
Reykjavíkur sem opnaði um síð-
ustu helgi, síðast í Mogganum á
föstudag.
Andstæður
En sé Brynhildur styttugerð-
arkona er hún mjög áhrifamikil
styttugerðarkona. Það finnst að
minnsta kosti blaðamanni þegar
hann gengur inn í salinn á fyrstu
hæð Hafnarhússins. Síðast þegar
ég kom þangað inn síðast var það
til að skoða ljósmyndasýningu,
svart-hvítar og laufléttar myndir í
snjóhvítu rými. Núna er þar dimm
og þung veröld Brynhildar; átta
fjöllum hefur verið komið fyrir í
rýminu ásamt óræðum verum.
Hvert fjall vegur um fimm tonn (!)
og þó að sú tala skipti í raun engu,
fylgir því viss tilfinning að vita að
maður sé staddur í rými sem inni-
heldur meira en fjörutíu tonn af
massa.
Úti í Hafnarhússportinu, sem
Brynhildur telur flottasta mynd-
höggvarasal landsins, er stemn-
ingin talsvert öðruvísi. Þar er birt-
an og léttleikinn allsráðandi og
einskonar japanskur garður – hin-
um megin af hnettinum – rís þar
sægrænn úr hvítu portinu. „Ég
hugsa svolítið um þetta sem lands-
lagsstemningar,“ segir Brynhild-
ur þegar við höfum gengið um
stund um sýninguna. „Og í upp-
hafi vildi ég gera þessa tvo sali
ofboðslega ólíka, þannig að mað-
ur gengi inn í gegnum eitthvað
dimmt, þar sem eitthvað órætt
væri á gólfinu, og út í eitthvað
allt allt annað. Vinnuheitið var
Himnaríki og Helvíti – bara nógu
miklar andstæður. Þannig byrj-
aði þetta, og þróaðist síðan
áfram.“
Myndlistarsköpun Brynhildar
hefur að sama skapi þróast gegn-
um tíðina. Fyrir rúmum tveimur
áratugum voru verkin hennar
fígúratívari, en í seinni tíð og
fjöllin og landslagið hafa tekið æ
meir á sig hlutverk áhrifavalda í
listsköpun hennar. Fígúran er þó
alltaf til staðar í verkunum, og til
marks um það fær hver og einn
skúlptúr bæði nafn og kyn, enda
„er allt lifandi“ og „líf inni í fjöll-
unum“, eins og hún orðar það
sjálf.
Og þetta óræða á gólfinu inni í
dimmum salnum í Hafnarhúsinu
– lýst upp af einskonar sólstöfum
– eru vissulega fígúrur. „Þetta
heita sandlúrur,“ segir Brynhild-
ur, en segir þær ekki eiga sér
raunverulegar fyrirmyndir nema
í hausnum á henni. „Mörgum
finnst eins og þær hljóti að koma
úr sjónum, og í upphafi er auðvit-
að allt undir vatni, en mér finnst
meira eins og þær komi upp úr
sandinum. Af því heita þær sand-
lúrur. Þær eru rétt að komast í
gang, aðeins komnar á skrið.“
„Að vinna inn í rýmið“ er hug-
tak sem er mikið notað í sam-
tímamyndlist og það á einnig við
um vinnuaðferð Brynhildar við
sýninguna nú. Fimm tonna fjöllin
eru til dæmis unnin utan um hin-
ar afgerandi súlur sem einkenna
salinn í Hafnarhúsinu og notaðist
Brynhildur í fyrsta sinn við mód-
el við gerð sýningarinnar. Hún
segir vissulega ánægjulegt að
gera rýmið svona mikið „að
sínu“, en um leið hafi gerð sýn-
ingarinnar verið bæði krefjandi
og stressandi í senn. „Ég fékk
aðstöðu uppi í Einingaverk-
smiðju til að búa til fjöllin, sem
var alveg frábært. Það var oft
sem ég var dauðhrædd um að
einhverjir útreikningar myndu
ekki passa hjá mér, en þetta
gekk allt upp og var í raun alveg
ferlega gaman,“ segir hún.
Eins og landslag hafa útlönd
haft mikil áhrif á listsköpun
Brynhildar, eins og japönsku
áhrifin á sýningunni nú gefa til
kynna, en hún hefur dvalið um
skeið í Japan undanfarin misseri.
Að vissu leyti hefur efnið og að-
ferðin sem hún vinnur í kallað á
tíð ferðalög, því sumar aðferð-
irnar við glervinnsluna kalla á
tækni sem ekki er tiltæk hér-
lendis. Reyndar hefur Brynhild-
ur komið sér upp góðri vinnuað-
stöðu í nýju húsi uppi í
Staðahverfi, „flottustu skúlptúr-
vinnustofu á landinu“ eins og hún
orðar það sjálf, sem býður upp á
marga möguleika í listsköp-
uninni. „Þegar maður hefur
svona góða aðstöðu er hægt að
gera svo miklu meira. Því hærra
sem er til lofts hjá manni því
stærri hugmyndir fær maður,“
segir hún og hlær. Næst er
stefnan tekin á Seattle í kennslu
þar sem tíminn verður líka nýtt-
ur í að búa til nokkra nýja skúlp-
túra.
Að það sé stuð
Það var fyrir hálfgerða til-
viljun að Brynhildur fór út í gler-
listina – listform sem fáir hafa
tileinkað sér hérlendis. Upp-
haflega fór hún að ráðum móður
sinnar og lærði til teiknikennara
í Myndlistar- og handíðaskól-
anum, vegna þess hve flink hún
var með blýantinn. Á þeim tíma
sem hún var í skólanum var ný-
listadeildin stofnuð og flestir
skiptu yfir í hana. Ekki þó Bryn-
hildur sem lauk prófi sem teikni-
kennari. En að náminu loknu
hélt hún til Hollands þar sem
hún hlaut fyrstu kynni sín af
glerlistinni og ári síðar hélt hún
til Oakland í Kaliforníu í fram-
haldsnám í glerlist. Eftir það
hefur hún starfað sleitulaust sem
myndlistarmaður og segist vinna
hlutina sína að miklu leyti út frá
„fílíngu“ og „impúlsi“. „Mér
finnst þetta bara svo gaman,“
segir hún. „Og ég ætlast ekki til
mikils meir af lífinu en bara að
það sé stuð. Hamingja og gleði
og flæði – þá gerist allt. Og síðan
verður að vera rokk í þessu –
annars er ekkert gaman.“
Því hærra til lofts
því stærri hugmynd
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brynhildur Þorgeirsdóttir: „Mér finnst þetta bara svo gaman.“
Náttúra af ýmsu tagi er allsráðandi á sýn-
ingu Brynhildar Þorgeirsdóttur sem nú
stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur –
Hafnarhúsi. Inga María Leifsdóttir lét
heillast af fjöllunum.
ingamaria@mbl.is