Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 4
UM 60 börn tóku þátt í annarri undankeppni í Tívolísyrpu Íslands- banka og Hróksins sem fram fór í húsakynnum Íslandsbanka á Kirkjusandi í gær. Hjörvar Steinn Grétarsson og Ingvar Ásbjörnsson, báðir úr Rimaskóla í Grafarvogi sigruðu í öllum skákum sínum, og fengu 5 vinninga. Mótið er fyrir öll börn á grunn- skólaaldri og eru mörg verðlaun í boði, auk happdrættis fyrir alla keppendur. Keppt er um sæti á Úrslitamótinu sem verður í maí, en þar er fyrsti vinningur ferð fyrir tvo í Tivolíið í Kaupmanna- höfn. Að sögn Hrafns Jökulssonar, formanns Hróksins, tókuflestir af efnilegustu skákmönnum landsins þátt í mótinu. Komu þeir víða að. Athygli vöktu 19 krakkar frá Taflfélagi Vestmannaeyja sem kepptu í liðsbúningum knatt- spyrnuliðs ÍBV. Að sögn far- arstjóra hópsins, Karls Gauta Hjaltasonar, voru tvær flugur slegnar með einu höggi þessa helgina en hópurinn heimsótti jafnframt Salaskóla í Kópavogi á laugardag og atti kappi við skól- ann í skák. Aðspurður segir Karl Gauti mikla skákvakningu eiga sér stað í Vestmannaeyjum og mikill áhugi meðal grunnskólabarnanna. Hann segir að það hafi gengið vel, t.d. komi Íslandsmeistari barna frá því í vetur úr Eyjum. „Svo lentum við í þriðja sæti á Íslandsmóti barnaskólasveita,“ segir Karl Gauti og bætir því við að Eyja- menn séu stoltir af þeim árangri. Tívolímót Hróksins og Íslandsbanka Morgunblaðið/Eggert Eiríkur Örn Brynjarsson og Júlía Rós Hafþórsdóttir voru einbeitt á svip og létu ekkert trufla sig. Krakkar frá Eyj- um í búningi ÍBV 4 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Kanarí 29. mars í 12 daga frá kr. 29.990 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Þökkum ótrúlegar viðtökur. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanarí í 12 daga á hreint ótrúlegu verði. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Á Kanarí nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Síðustu sætin Tryggðu þér ferð til Kanarí á lægsta verðinu Verð kr. 29.990 12 dagar Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í íbúð. Innifalið flug, gisting í 12 nætur og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 Verð kr. 39.990 12 dagar Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 12 nætur og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 LÖGREGLAN á Snæfellsnesi stöðv- aði um helgina vinnu sjö manna frá Lettlandi sem unnu við innréttingu gistihúss í Ólafsvík. Var þetta gert að kröfu lögreglustjórans þar sem mennirnir höfðu ekki tilskilin at- vinnuleyfi. Íslenskur verktaki hafði ráðið Lettana til vinnu í gegnum starfsmannaleigu í Lettlandi og stóð í þeirri trú að þjónustusamningur gilti um störf þeirra hér á landi. Tók lögreglan skýrslur af mönnun- um sem og verktaka þeirra, en að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlög- regluþjóns þarf að taka skýrslu af verktakanum að nýju þar sem hann neitaði að svara ákveðnum spurning- um nema að lögmanni viðstöddum. Að sögn Ólafs hafa Lettarnir unnið mislengi hér á landi. Sumir komu í febrúar en aðrir síðar. Lögreglan hafði áður haft afskipti af Lettunum og setti sig í samband við Vinnumála- stofnun. Stofnunin hafnaði því að þjónustusamningur gæti gilt um störf mannanna og sagði þá þurfa sérstakt atvinnuleyfi, sem ekki hafa verið gef- in út. Því ákvað lögreglustjórinn að láta stöðva vinnu þeirra. Er því banni framfylgt af lögreglumönnum í Ólafs- vík, sem geta fylgst með mannaferð- um í gistihúsinu handan götunnar. Vinna sjö Letta stöðvuð í Ólafsvík Morgunblaðið/Alfons Einn lettnesku starfsmannanna kemur frá skýrslutökunni í Ólafsvík. hafi færst gríðarlega í vöxt hér á landi jafnt sem erlendis. Magnús segir þetta vera mikið vandamál hjá fjölveikum sjúklingum, s.s. eftir stórar skurð- aðgerðir og hjá þeim sem liggja á gjörgæsludeild- um. Skýringar á þessu sé m.a. að finna í aukinni notkun svokallaðra djúpra æðaleggja, þ.e. plasts- löngum sem settar eru í bláæðar sjúklinga til þess að gefa næringu og lyf. Þessir leggir hafi þá til- hneigingu að sýkjast með þeim afleiðingum að sveppir, sem ekki drepast við gjöf á hefðbundnum sýklalyfjum, komast inn í blóðrásina, oft með al- varlegum afleiðingum. Lena Rós segir að niðurstöður rannsóknarinnar hafi einnig gefið sterkar vísbendingar um mik- ilvægi þess að fjarlægja djúpa æðaleggi snemma. Slík viðbrögð dragi úr hættu á alvarlegum fylgi- kvillum og ljóst sé að þeim sjúklingum farnist bet- ur heldur en þeim þar sem æðaleggir eru fjar- lægðir seint eða alls ekki. daga dánartíðni sjúklinga á árunum 1980–84 hafi verið gríðarlega há, eða 59%. Tíðnin hafi hins veg- ar verið 27% á árabilinu 1995–99. Munurinn sé marktækt betri en á fyrra tímabilinu og ljóst að horfur hafa batnað verulega. Ein örfárra rannsókna sem ná til heillar þjóðar Magnús segir að í rannsókninni hafi sjúkrasaga sýktra einstaklinga verið skoðuð ítarlega. Meðal annars hafi verið skoðað í smáatriðum hver að- dragandi sýkingarinnar var, hvernig brugðist var við henni og hvernig fólkinu farnaðist í kjölfarið. Rannsóknin tók til allrar íslensku þjóðarinnar og er ein örfárra rannsókna á sýkingum af þessum toga sem gerðar hafa verið í heiminum og ná til heillar þjóðar. Að auki spannar rannsóknin lengra tímabil en fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið. Magnús bendir á að tíðni sveppasýkinga í blóði ÞRÁTT fyrir að tíðni alvarlegra sveppasýkinga í blóði hér á landi hafi nær fjórfaldast á árunum 1980 til ársins 1999, þá hafa horfur sjúklinga batn- að stórlega. Ástæður þessa eru taldar bætt grein- ing og aðgangsharðari meðferð gegn þessum sýk- ingum. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem undanfarin ár hafa rannsakað alvarlegar sveppasýkingar hér á landi á umræddu tímabili. Niðurstöðurnar birtust nú í febrúar í læknarit- inu Scandinavian Journal of Infectious Diseases. Greinin er hluti af doktorsverkefni Lenu Rósar Ásmundsdóttur, læknis við læknadeild Háskóla Íslands, en hún stóð að rannsókninni ásamt dr. Magnúsi Gottfreðssyni, lækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum, og Helgu Erlendsdóttur meina- tækni. Lena Rós bendir á að tímabilinu hafi verið skipt í fjögur fimm ára tímabil. Fram hafi komið að 30 Niðurstöður íslenskrar rannsóknar í Scandinavian Journal of Infectious Diseases Batnandi horfur sjúklinga með sveppasýkingu í blóði ÍSLAND er númer tvö á listanum yfir þau lönd heimsins sem standa sig best í nýtingu tölvu- og upplýs- ingatækni, næst á eftir Singapore, og hoppar upp um heil átta sæti frá því 2003 en þá voru Íslendingar í tí- unda sæti. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna World Econonic Forum (WEF) í Sviss. Ýmsir þættir með mismunandi vægi eru lagðir til grundvallar heildareinkunn, s.s. útbreiðsla Netsins, aðgangur að upplýsingum, gæði kennslu í raunvísindum o.m.fl. en alls tók rannsókn WEF til 104 ríkja víðs vegar um heiminn. Bandaríkin, sem hafa verið efstir á listanum síðustu tvö ár féllu niður í 5. sæti, ekki vegna þess að þeim hefði farið aftur heldur vegna bættrar frammistöðu annarra landa. Norðurlöndin standa sig almennt mjög vel, Finnland er í þriðja sæti, Danir í því fjórða og Svíar í sjötta en Norðmenn reka lestina af Norð- urlöndunum í 13. sæti. „Ísland náði að bæta árangur sinn langmest á meðal efstu þjóð- anna, fór úr tíunda sæti í annað ár- ið 2004,“ segir í tilkynningu WEF. Ísland stekkur upp í 2. sæti Nýr listi um nýtingu upplýsingatækni HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ríkið af bótakröfu manns sem sat í gæsluvarðhaldi um tæplega 3 mánaða skeið veturinn 2000- 2001 vegna gruns um aðild að innflutningi á fíkniefnum. Var mál á hendur manninum fellt niður og krafðist hann í kjölfarið 4,9 milljóna króna í bætur. Hæstiréttur taldi, að hegðun mannsins hafi leitt til handtöku hans og framkoma hans við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi verið með þeim hætti að hún hafi stuðlað, ef ekki valdið því, að hann var hnepptur í gæslu- varðhald og hversu sú vist hans dróst á langinn. Var íslenska ríkið því sýknað af bótakröfu mannsins þrátt fyrir að gæslu- varðhaldtíminn hafi verið í lengra lagi. Kröfum um bætur vegna varðhalds hafnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.