Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 27 DAGBÓK Umfangsmikil kórastefna verður haldinvið Mývatn dagana 9.-12. júní næst-komandi. Þangað mæta kórar víðsvegar að af landinu og einnig erlendis frá. Þar má nefna Söngsveitina Fílharmoníu, Kór Árnesingafélagsins í Reykjavík, Kór Dalvík- urkirkju og Kór Stykkishólmskirkju auk Noorus kórsins frá Tallinn í Eistlandi syngur með á kóra- stefnunni. Hápunktur kórastefnunnar verður flutningur óratóríunnar Messíasar eftir G.F. Händel, sunnudaginn 12. júní í íþróttahúsinu í Reykjahlíð, en þar stígur á svið rúmlega 150 manna kór þátttakenda, 5 einsöngvarar og um 50 manna hljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. „Þegar kórar koma saman myndast einstaklega mikill samhugur og kraftur til að leggja sig allan fram við verkefnið,“ segir Margrét Bóasdóttir, skipuleggjandi Kórastefnunnar. „Það er óútskýr- anlegt hve mikill árangur næst á skömmum tíma, þegar söngfólkið stillir saman strengi sína. Mý- vatnssveitin er svo alveg einstök umgjörð um svona kórahátíð; það er auðvitað alltaf gott veður þar!! Aðstaðan til tónlistarflutnings er góð og svo er náttúrufegurðin og afþreying s.s eins og nýju Jarðböðin sem eru opin fram til kl. 1 eftir mið- nætti. Kórarnir munu örugglega líka taka lagið þar, því það er t.d. mjög gott að syngja í gufu- baði!“ Er alþjóðlegt samstarf mikilvægt fyrir kóra? „Við erum auðvitað oft ansi ánægð með okkur hér heima og það er okkur bæði hollt og gott að kynnast og læra af kórum annarra þjóða. Í ár kemur í fyrsta sinn erlendur kór, Noorus kórinn frá Tallinn í Eistlandi. Ég bauð þeim vegna þess að tónlistarmenn frá Eistlandi hafa lagt stórkost- lega vinnu og metnað í störf sín að tónlistarmálum í Þingeyjarsýslu og svo er kóramenning í Eist- landi mjög sterk. Noorus kórinn hefur hlotið fjölda verðlauna í alþjóðlegum kórakeppnum og mun syngja opnunartónleika Kórastefnu, 9. júní, auk þess að syngja með öllum hinum í Messías.“ Í hverju felst framlag Íslendinga til alþjóð- legrar kóramenningar? „Framlag okkar hér á Íslandi til alþjóðlegs samstarfs getur verið margvíslegt. Við höfum mikinn metnað og reynum að vanda okkur mjög við það sem við gerum, bæði hvað varðar verkefni og skipulagningu. Það er greinilegt að kórar vilja mjög gjarnan koma hingað og t.d eru 2 kórar, frá Finnlandi og Þýskalandi búnir að skrifa og biðja um að fá að koma árið 2006, þó ég sé ekki farin að auglýsa neitt. Góð kynning á landi og ferða- mennsku er farin að skila sér og ég tel að staður eins og Mývatnssveit sé kjörinn til að halda al- þjóðlega kórahátíð. Við stefnum líka að því að á næsta ári verði þátttakendur um 300, en í ár eru það rúmlega 200 flytjendur sem taka þátt í Kóra- stefnu. Og við bjóðum alla landsmenn velkomna að hlýða á glæsilega kóra á Kórastefnu 9.-12. júní 2005.“ Tónlist | Íslenskir og lettneskir kórar mætast á kórastefnu í Mývatnssveit í júní Mikill samhugur og kraftur  Margrét Bóasdóttir er fædd árið 1952 og uppalin í Mývatnssveit. Hún sótti nám við Laugaskóla í Reykjadal, Kennaraskóla Íslands, Tónmenntarkennara- deild Tónlistarskólans í Reykjavík og einsöngs- nám í Tónlistarskóla Kópavogs. Margrét hef- ur starfað við tónlistar- kennslu víða um land, en fluttist til Reykjavík- ur árið 1999. Hún kennir nú við Söngskólann í Reykjavík og stundar auk þess MBA nám við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Margrét er gift Kristjáni Val Ingólfssyni, kennara við guðfræðideild Háskóla Íslands og presti á Þingvöllum og eiga þau tvo syni. Hrossakjöt MIG hryllir við tilhugsunina um að fólk skuli leggja sér hrossakjöt til munns. Fyrir mig er það eins og að borða hundinn minn. Ég ólst upp með hestum og ég elska þessi ynd- islegu dýr og ég hélt alltaf að Íslend- ingar gerðu það líka. Svo virðist ekki vera. Mér varð óglatt þegar fjallað var um folaldakjöt í sjónvarpsfréttum, ég gat bara ekki horft á það. Mér er með öllu óskiljanlegt af hverju fólk sem hefur úr nógu að velja vill endilega borða folaldakjöt. Er Ísland ekki lengur hesta- paradís? Ég hef áhuga á að vita hvað hestafólk hefur um þetta að segja. Helga Jóhannsdóttir. Slæm þjónusta og góð þjónusta DÓTTIR mín, 14 ára, fór í símabúð Símans í Smáralind síðastliðinn föstudag og keypti sér gsm-síma, Sony Ericson T-630, fyrir afmæl- ispeningana sem hún fékk: Nema hvað, hún byrjar að nota símann á laugardeginum og á sunnudeginum er síminn orðinn bilaður. Hún ákvað að bjarga sér og fara með hann aftur í símabúðina, því auðvitað var sím- inn gallaður, nýr sími á ekki bila á öðrum degi notkunar. Í símabúðinni segir stúlkan við hana að síminn fari í viðgerð og það geti tekið 7 til 8 daga vegna þess að það geti verið að það vanti hugbúnað í símann. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Ég sjálf lenti í svipuðu dæmi og ég fékk nýjan síma á staðnum og það var í versluninni Símabæ sem er í Síðumúla og þar er þjónustan mjög góð. En allavega þá hafði ég samband við Símann í Smáralind og fékk þau svör að þetta kæmi fyrir, en það er ekki nógu gott svar fyrir mig. Mér finnst að þeir eigi að afhenda nýjan síma og síðan var ég send manna á milli og fékk enga niðurstöðu. Finnst mér þetta mjög léleg þjón- usta hjá Símanum. Elín Inga Garðarsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is fyrir hádegi, fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Í dag kl. 10. Morgunkaffi og nýbakað páskabrauð. Szymon Kuran leikur á fiðlu. Myndlistarfólk málar hughrifin á striga. Fastir liðir eins og venjulega. Námskeið hefst í framsögn 4. apríl kl. 13. Kennari: Soffía Jakobsdóttir. sími 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi á morgun kl. 9.30 í Grafarvogslaug. Sjálfsbjörg | Brids í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13.30 lesa leikkonurnar Birna Hafsteins, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Marta Nordal og Sigrún Edda Björnsdóttir upp úr bréfum og frásögnum af vesturferðum og syngja vöggusöng úr Hýbýlum vindanna. Vöfflur m/ rjóma í kaffitímanum. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, myndlist og hár- greiðsla kl. 9, morgunstund og fóta- aðgerðir kl. 9.30, boccia kl. 10, hand- mennt, glerbræðsla og frjáls spil kl. 13. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 kl. 19, síðasta skiptið. Gestakvöld Alfa er 29. mars kl. 19 og eru nem- endur hvattir til að bjóða með sér gesti. Þátturinn „VATNASKIL“ frá Fíladelfíu er sýndur á omega kl. 20. www.gospel.is. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK þriðjudagskvöld kl. 20 á Holtavegi 28. „Um dauðans óvissu tíma“ Mar- grét Eggertsdóttir cand.mag. fjallar um sálm Hallgríms Péturssonar: Allt eins og blómstrið eina. Kaffi. Allar konur eru velkomnar. Kristniboðssalurinn | Samkoma miðvikudagskvöld kl. 20 að Háa- leitisbraut 58–60. „Lausnargjaldið“. Ræðumaður er Skúli Svavarsson. Kaffi. Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 18 opinn 12 spora fundur í safnaðarheimilinu. Vinir í bata. Sjá páskadagskrá: laugarneskirkja.is. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bókabíllinn kl. 13.30, félagsvist kl. 14 vinnustofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10 allir vel- komnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–16.30, söngstund kl. 10.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 10–13.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16 brids, kl. 13–16 samverustund með Guðnýju, kl. 14.30–15.30 kaffi. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús kl. 13– 16. Spilað, teflt, spjallað. Handa- vinnuhornið. Kaffi að hætti Álftnes- inga. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin í dag kl. 10 til 11.30. Félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Gullsmára 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13, kaffitár með ívafi kl. 13.30. Leshringur kl. 1 umsjón Sól- veig Sörensen. Línudanskennsla byrjendur kl. 18, samkvæmisdans framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK Gullsmára 13 spilar mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Eldri borgarar vel- komnir. Þátttökugjald 200 kr. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Bókband kl.10 og postulín kl.13. Pílu- kast og spilað í Garðabergi kl.12.30, tölvur í Garðaskóla kl.17. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns- málun, keramik, perlusaumur, korta- gerð og nýtt t.d. dúkasaumur, dúka- málun, saumað í plast, kl. 10 fótaaðgerð og bænastund, kl. 12 há- degismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb, kaffi og prjónastund frá kl. 9, pútt kl. 10, ganga kl. 10, tréútskurður í Lækjar- skóla kl. 13, félagsvist kl. 13.30, Gafl- arakórinn kl. 17. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa kl. 9–16 glermálun o.fl. umsjón Sigrún, jóga kl. 9–11, frjáls spila- mennska kl.13–16, böðun virka daga Staðurogstund http://www.mbl.is/sos GERÐA Kristín Hammer opnaði um helgina sýningu á akrílmyndum og fleiri listmunum í Menningarsal á fyrstu hæð Hrafnistu í Hafnarfirði. Á opnuninni verður boðið upp á léttar veitingar. Gerða er fædd árið 1925 á Ísafirði, nú til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hún hefur sótt nám- skeið í handmennt. Þetta er fyrsta einkasýning Gerðu, en hún stendur til 12. apríl. Gerða Kristín Hammer í menningarsal Hrafnistu HRÍFANDI náttúrustemning ein- kennir verk Leifs Þórarinssonar sem ber heitið Áfangar. Það er fyrir klarinettu, fiðlu og píanó og er á nýjum geisladiski frá Smekkleysu. Tærir, kaldir pí- anóhljómar og langar, íhugular þagnir skapa í huga manns víð- áttu þar sem ekkert ber fyrir augu annað en jökla í fjarska. Að sumu leyti minnir tónsmíðin á Serenu, eitt mesta snilld- arverk Leifs; allskonar hend- ingar virka vissu- lega handahófs- kenndar, en er á líður raðast brot- in saman og út- koman er magn- aður tónaseiður, sem í flutningi Sigurðar Ingva Snorrasonar, Sigrúnar Eðvaldsdóttur og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur er veru- lega gaman að hlýða á. Svipaða sögu er að segja um Ristur eftir Jón Nordal, sem er fyr- ir klarinettu og píanó. Tónlistin er myrk, nánast dapurleg, en inn á milli má greina allskonar geðbrigði og einnig er auðfundin undiralda sem erfitt er að skilgreina með orð- um en er útfærð á aðdáunarverðan hátt af þeim Sigurði Ingva og Önnu Guðnýju. Þrjár noktúrnur eftir Pál P. Páls- son eru sömuleiðis áheyrilegar, tón- listin er síbreytileg, full af allskonar tilfinningum án þess að heildar- myndin bjagist og er túlkun þeirra Sigrúnar og Önnu Guðnýjar, auk Bryndísar Höllu Gylfadóttur, sann- færandi. Svipaða sögu er að segja um són- atínu fyrir klarinettu og píanó, nema að hér er tónlistin mun til- þrifameiri. Áskell segir frá á dramatískari máta en Páll, alls- konar andstæður einkenna verkið, laglínur eru safaríkari, hrynjandin hnitmiðaðri; það er meiri spenna, meiri stígandi, meiri læti. Síðasta verkið, Frekar hvítt en himinblátt fyrir klarinettu, selló og píanó eftir Atla Heimi Sveinsson, sker sig frá öðru á geisladiskinum að því leyti að tónskáldið virðist láta framvindu, form og úrvinnslu lönd og leið. Tónlistin saman- stendur fyrst og fremst af áhrifs- hljóðum og lengi velber fátt til tíð- inda. Örlítið austurlenskur keimur skapar í byrjun hugleiðslukennda stemningu sem ánægjulegt er að upplifa, og á óvart kemur þegar píanóið tekur á sig mynd ásláttar- hljóðfæris eitt augnablik, en að öðru leyti ríkir að mestu friður og æðruleysi í músíkinni. Ég er samt á því að þetta sé skemmtilegasta verkið á diskinum, stemningin er ljúf og hún fær mann til að slaka á. Upptakan, sem er í höndum Bjarna Rúnars Bjarnasonar, er prýðileg; í senn skýr og hljómmikil. Helst má finna að því að píanóið er ekki alltaf alveg hreint, hvernig sem á því stendur, auk þess sem það virkar á köflum einkennilega flatt. Vekur það nokkra furðu; flygillinn í Ými, þar sem upptök- urnar fóru fram, er frábært hljóð- færi og ætti að hljóma betur en hann gerir hér. Víðáttur hugans TÓNLIST Íslenskar plötur Verk eftir Leif Þórarinsson, Pál P. Páls- son, Áskel Másson og Atla Heimi Sveins- son. Flytjendur eru Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurður Ingvi Snorrason, Bryndís Halla Gylfadóttir og Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Smekkleysa 2005. Íslensk tónskáld Jónas Sen Leifur Þórarinsson Atli Heimir Sveinsson Villigötur. Norður ♠ÁK1074 ♥ÁD3 N/Allir ♦G6 ♣KD4 Vestur Austur ♠93 ♠DG62 ♥108752 ♥K96 ♦K72 ♦ÁD103 ♣763 ♣92 Suður ♠85 ♥G4 ♦9854 ♣ÁG1085 Vestur Norður Austur Suður – 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vandvirkur sagnhafi reynir sífellt að villa um fyrir vörninni, stýra henni í þann farveg sem honum hentar í hvert sinn. Þetta gerir hann með nokkurs konar „feluleik“ – hann reynir að dylja hið rétta eðli heimahandarinnar með spilamennsku sinni. Dæmið að ofan er einfalt, en lær- dómsríkt. Suður spilar þrjú grönd og fær út smátt hjarta. Hvernig á hann að spila? Þetta er vandalaust ef hjartakóng- urinn liggur fyrir svíningu, en ef aust- ur á kónginn blasir sú hætta við að hann skipti yfir í tígul. Með svolitlum feluleik getur sagnhafi afvegaleitt austur og hvatt hann til að halda áfram með hjartað. Hvernig þá? Jú, hann setur hjarta- drottninguna í fyrsta slaginn. Tveir slagir á hjarta duga til að tryggja vinn- ing, en ef austur drepur með kóng mun hann draga þá ályktun að makker hans sé með gosann og halda áfram með lit- inn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.