Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 25
Atvinnuauglýsingar
Pökkun & Flutningar
Óskum eftir að ráða 2-3 kraftmikla starfsmenn
við pökkun/frágang á búslóðum o.fl.
Æskilegur aldur 20—35 ára. Bílpróf/meirapróf.
Umsóknir, er tilgreini aldur og fyrri störf,
sendist til olih@propack.is
Ljósafossskóli
Forfallakennsla
Vegna forfalla vantar kennara til starfa við skól-
ann í apríl og maí. Einnig vantar íþróttakennara
til að kenna sund og aðrar íþróttir.
Það tekur um eina klukkustund að aka frá
Reykjavík að Ljósafossskóla.
Vinsamlega hafið samband við skólstjóra í
síma 895 8401 eða sendið tölvupóst á
dadi@gogg.is í síðasta lagi þriðjudaginn
30. mars.
Skólastjóri.
Raðauglýsingar 569 1111
Ýmislegt
„Aukafundur“ Útvarpsráðs
Ummæli formanns Útvarpsráðs, GSG, í Hljóð-
varpi RUV, 11.03. 05. verða tæpast skilin öðru
vísi en að B- og D-listamenn í Ráðinu, hafi, utan
fundar, í krafti meirihlutastöðu, ákveðið að
mæla með AGÓ sem fréttastjóra. Getur náðst
lögbundið sjálfstæði, óhlutdrægni, fagleg
vinnubrögð og gegnsæi í opinberum störfum
þegar þannig er farið að?
Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti.
Félagslíf
MÍMIR 6005032119 I
HEKLA 6005032119 IV/V
I.O.O.F. 19 1853218 D.n
I.O.O.F. 10 18503218 III.*
Smáheildsalar -
leiguhúsnæði
Til leigu nýinnréttuð jarðhæð við Dugguvog.
Fyrsta flokks skrifstofuaðstaða, vörulager/
vörumóttökudyr. Upplýsingar í síma 896 9629.
Atvinnuhúsnæði
Vélstjórar
Vélstjóra vantar á Hafssúluna 2511, farðþega-
skip, gert út frá Reykjavík 2x1100 hp. MTU vél-
ar. Upplýsingar í síma 533 2660.
Styrkir
Raðagauglýsingar
sími 569 1100
NÝLEGA skipti verslunin Nike, konur og börn í Kringlunni, um
nafn. Verslunin heitir nú Aktíf. Hún er í eigu sömu aðila og áður
en breytir um áherslur.
„Aktíf er sérverslun með sportfatnað fyrir konur og mun einn-
ig bjóða uppá fatnað sem flokkast undir sportlega götutísku.
Nike fatnaður verður áfram á boðstólum ásamt fleiri merkjum
t.a.m. Puma, Hummel, Pure Lime og Danskin.
Þetta er eina verslun sinnar tegundar, “ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Nike verður nú Aktíf
STJÓRN Landverndar gerir alvarlegar athugasemdir við til-
lögu Samvinnunefndar miðhálendisins um breytingar á skipu-
lagi svæðis sunnan Hofsjökuls, sem auglýst var 13. janúar sl.
Tillagan felur í sér að náttúruverndarsvæðum yrði umbreytt í
virkjunarsvæði, að því er segir í tilkynningu frá Landvernd.
Í tillögunni er lagt til að heimila Norðlingaöldulón í allt að
567,5 m.y.s. Jafnframt á að heimila setlón með veitu við Þjórs-
árjökul, við friðlandsmörkin austan við Arnarfell. Þetta er að
mati stjórnar Landverndar ekki í samræmi við markmið svæð-
isskipulags miðhálendisins þess efnis að almennt beri að halda
hverskonar mannvirkjagerð á Miðhálendi Íslands í lágmarki og
þess í stað að beina henni á jaðarsvæði hálendisins. Þá gengur
tillagan þvert á álit Umhverfisstofnunar (sem fram kemur í til-
lögu að Náttúruverndaráætlun vorið 2003), mat tveggja við-
urkenndra erlendra sérfræðinga og niðurstöðu 1. áfanga
rammaáætlunar. Auk þess liggur fyrir að góðar líkur eru á því
að svæðið sé svo einstakt að það gæti átt heima á heims-
minjaskrá UNESCO. Þá telur stjórnin að sýnt hafi verið fram á
að umrædd framkvæmd hefði óhjákvæmilega áhrif inn fyrir nú-
gildandi friðlandsmörk.
Segja friðunarmörk ófullnægjandi
Stjórn Landverndar vill benda á að Umhverfisstofnun og
tveir viðurkenndir erlendir sérfræðingar hafa staðfest að frið-
landsmörkin eru algjörlega ófullnægjandi. Þá hefur Samvinnu-
nefnd um miðhálendið sjálf staðfest í bókun að landslagsheild
Þjórsárvera nái langt út fyrir núverandi mörk friðlands og því
er framkvæmdin í heild sinni mikið umhverfisrask á stóru
svæði. Komi til virkjanaframkvæmda verður ekki mögulegt að
stækka friðlandið þannig að það nái til þeirra náttúruverðmæta
sem svæðið býr yfir.
Stjórnin vill vekja athygli á þeirri skoðun Samvinnunefndar
miðhálendisins að framangreindar framkvæmdir yrðu ,,um-
fangsmiklar og óafturkræfar“ og að nefndin teldi að ekki hefði
verið gert mat ,,á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í heild
sinni“. Í ljósi þessarar skoðunar samvinnunefndarinnar, sem
bókuð var á fundi hennar 13. janúar sl., vekur það furðu að til-
lagan skuli hafa verið auglýst.
Að mati stjórnar Landverndar hníga öll rök að því að það sé
eitt brýnasta verkefnið í náttúruvernd á Íslandi í dag að stækka
verndarsvæðið þannig að það falli að náttúrulegum mörkum
Þjórsárvera.
Stjórn Landverndar telur að fresta beri ákvörðunum skipu-
lagbreytingar vegna Norðlingaöldulóns og veitu og setlóni með
veitu við Þjórsárjökul, við friðlandsmörkin austan við Arnarfell
á meðan á þessum athugunum stendur. Það ætti að vera auðvelt
þar sem engin brýn þörf er fyrir orkuna og reynslan sýnir að
það má mæta hugsanlegri eftirspurn eftir raforku með öðrum
kostum, segir í frétt frá Landvernd.
Fresta ber breyt-
ingum á skipulagi
sunnan Hofsjökuls
STJÓRN Félags áfengisráðgjafa, FÁR, tók til umræðu á fundi
sínum á föstudag fram komið frumvarp Sivjar Friðleifsdóttur
og fleiri þingmanna um breytingar á lögum um tóbaksvarnir.
Í fréttatilkynningu segir að stjórn FÁR styðji efni frum-
varpsins eindregið, þar sem sú lagabreyting, sem fylgdi sam-
þykkt þess, tryggi starfsmönnum veitingahúsa þá vinnuvernd,
sem þeir hafi farið á mis við vegna gildandi undanþáguákvæða
um vinnustaði þeirra. Stjórn FÁR telur, að engin málefnaleg
rök séu til þess, að þetta starfsfólk njóti lakari vinnuverndar
en aðrir landsmenn.
Styður frumvarp
um tóbaksvarnir
NÚ stendur yfir sýning á olíuverkum eftir Jórunn Krist-
insdóttur í Kaffi Espresso í Spönginni í Grafarvogi. Sýningin
hófst 17. mars og stendur hún til 20. apríl.
Sýning á olíuverkum
á Kaffi Espresso
Fáðu úrslitin
send í símann þinn