Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 26
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Litli Svalur
© DUPUIS
RÓLEGUR SKUGGI!
RÓLEGUR!
HEHE!
ÉG ÞURFTI AÐ HJÚKRA HONUM
ÞVÍ HANN MEIDDIST Á ANNARI
LÖPPINNI
HANN ER ORÐINN GÓÐUR
NÚNA. MAMMA VILL EKKI
AÐ VIÐ HÖLDUM HONUM
LENGUR
JÆJA,
KOMDU ÞÉR
ÚT OG NJÓTTU
FRELSISINS
SNIFF,
ÉG SAKNA
HANS STRAX
ÍKORNAR VERÐA ALLTAF AÐ
LIFA Í TRJÁM. ÞÚ GLEYMIR
HONUM FJLÓTLEGA
HNETA! HNETA!
HVAR ERTU? ÉG HELD AÐ
ÉG VITI HVAR
HÚN ER
GRR...
AF HVERJU ER NEFIÐ
Á HUNDUM ALLTAF
SVONA KALT?
KOMUMST
AÐ ÞVÍ
AH-HA!!
GEÐHJÁLP
5 kr.
ÞAÐ ER
SLÆMT AÐ ÞÚ
ÁTTAR ÞIG
ALDREI Á
NEINU KALLI
ÞEIR SEM ÁTTA SIG Á
HLUTUNUM ERU LAUSIR VIÐ
ÓTTA OG TILGERÐ... ÞEIR
TAKA SÉR OG ÖÐRUM EINS
OG ÞEIR ERU... OG HAFA
SJÁLFSÖRYGGI
GET ÉG EINHVERN TÍMAN
ORÐIÐ SVOLEIÐIS?
EKKI MÖGULEIKI.
5 kr. TAKK...
OH!
ERTU BÚINN
AÐ SJÁ
GEIMVERU? NEI
HORFÐU Á TUNGLIÐ. ÞÆR
FELA SIG OFT FYRIR AFTAN
ÞAÐ OG LÆÐAST SÍÐAN
AFTAN AÐ MANNI
HVAÐ ERTU AÐ GERA HÉRNA
ÚTI Á NÁTTFÖTUNUM?!? VILTU
GJÖRA SVO VEL AÐ KOMA ÞÉR
INN AÐ SOFA!! STRAX!!!
MÖMMUR FELA SIG AFTUR Á
MÓTI FYRIR AFTAN RUNNA
ÁÐUR EN ÞÆR
GERA ÁRÁS ÚR
LEYNUM
Dagbók
Í dag er mánudagur 21. mars, 80. dagur ársins 2005
Víkverji dagsins ermikill áhugamað-
ur um garða og gróð-
ur og hann lætur
skammdegið og
vetrarmyrkrið ekkert
á sig fá vegna þess, að
hann veit, að fljótlega
upp úr áramótunum
fer hann að hlakka til
vorsins. Tímann
þangað til notar hann
til að klippa tré og
runna og huga að
ýmsu tilheyrandi.
Samt er það nú svo,
að útmánuðirnir eru
oft og kannski alltaf
heldur erfiður tími fyrir Víkverja.
Það gerir íslenska veðurfarið, þess-
ir sífelldu umhleypingar. Stundum
er hann á norðan með frosti, jafnvel
grimmdarfrosti, en í annan tíma
leikur ljúf sunnangolan um vanga.
Þetta hefur að sjálfsögðu þær af-
leiðingar, að gróðurinn lætur
blekkjast og fer að bæra á sér.
Eftir hlýindin í febrúar eru nú
ýmsar laukjurtir komnar vel upp úr
moldinni, allt að 20 cm, og sumir
runnar voru að mynda sig við að
laufgast áður en norðangarrinn
stöðvaði það. Svona gengur þetta til
á hverju ári og stundum hefur Vík-
verji hlíft sér við að fara út í garð til
að komast hjá því að
horfa þar upp á góu-
gróðurinn, sem hann
veit að mun frjósa og
fölna í næsta norðan-
áhlaupi. Alltaf bjarg-
ast þetta þó þrátt fyr-
ir smááföll stundum.
Plönturnar, sem
láta blotaveðrin plata
sig, eru undantekn-
ingalítið af erlendum
uppruna, frá löndum,
sem búa við öllu stöð-
ugra veðurfar en það
íslenska. Þær íslensku
hafa aftur á móti lært
sína lexíu fyrir langa
löngu, til dæmis birkið og víðirinn.
Eða svo hélt Víkverji að minnsta
kosti allt þar til hann sá frétt um, að
birkið austur á Fljótsdalshéraði
hefði verið farið að sýna þess merki,
að vorið væri í nánd. Það er nefni-
lega langt síðan Víkverji las um það
eða heyrði, að íslenska birkið tæki
ekkert mark á duttlungunum í veðr-
inu, heldur hefði það lært að taka
sólarhæðina áður en það færi af
stað.
Af þessum sökum færi birkið að
laufgast í fyrstu viku maímánaðar
hér sunnanlands en um hálfum
mánuði síðar á norðanverðu land-
inu.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Smáralind | Fjöldi fólks sótti brúðkaupssýninguna Já um helgina, en þar
mátti sjá mikið úrval af þjónustu og vörum fyrir hvers kyns brúðkaup. Þá var
boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og kepptust brúðkaupssöngvarar lands-
ins við að koma sér á framfæri með söng á sviðinu í Vetrargarðinum.
Þessar tvær snótir fylgdust af aðdáun með Idol-stjörnunni Jóni Sigurðs-
syni, þegar hann söng við undirleik kassagítars, enda ekki á hverjum degi
sem hægt er að berja stjörnurnar augum.
Morgunblaðið/Eggert
Með stjörnu í augunum
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.
(Jóh. 10, 11.)