Morgunblaðið - 21.03.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Flottar þunnar peysur
!" #
$
#
# %"
#
%" & '( %" ) & *#
VOR 2005
NÝ SENDING
Jakki 8.080 - Peysa 5.380
Buxur 5.380 - Taska 3.040
Skór 3.580
Nánar á netsíðu:
www.svanni.is
SENDUM LISTA ÚT Á LAND
Sími 567 3718
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Fallegir toppar
Str. 36-56
OG Vodafone hefur tekið í notkun
GSM-senda í Hvalfjarðargöngun-
um. Er það lokahluti verkefnis sem
staðið hefur yfir frá því í fyrra og
felur í sér helmingsfjölgun á send-
um á GSM-dreifikerfi Og Vodafone
á Vesturlandi.
Uppsetning á sendum fyrir GSM-
dreifikerfið á Vesturlandi hefur
staðið yfir frá því á síðasta ári.
Markmiðið var efla og þétta kerfið á
þessu landsvæði. Kemur fram í frétt
frá Og Vodafone að áhersla hafi ver-
ið lögð á að bæta sambandið á sum-
arbústaðasvæðunum í Borgarfirði
og á hringveginum. Félagið hefur
ennfremur eflt skilyrði á Akranesi
og í nágrenni með uppsetningu á
tveimur sendum til viðbótar en það
stefnir að aukinni markaðshlutdeild
á því svæði. Í tilkynningunni segir
einnig að rekja megi ástæðu þess að
hafist var handa við þéttingu á
GSM-dreifikerfi félagsins á Vestur-
landi til þess að Tal, sem var eitt
þriggja fyrirtækja sem sameinaðist
undir nafni Og Vodafone, hafði ekki
reikisamning við Símann á þessu
svæði. Hins vegar hafði Íslandssími,
sem sameinaðist einnig undir nafni
Og Vodafone, reikisamning við Sím-
ann á fyrrnefndu svæði. Félagið
hafi ákveðið að segja upp þeim
samningi og setja upp eigin senda
til þess að bæta þjónustu allra við-
skiptavina sinna.
Og Vodafone með GSM-senda
í Hvalfjarðargöngunum
MEÐ hækkandi sól huga hjólreiða-
menn í auknum mæli að reið-
skjótum sínum. Starfsmenn Marks-
ins hafa verið önnum kafnir við iðju
sína enda koma margir með hjól
sín til þeirra í yfirhalningu fyrir
sumarið. Skoðunarferlið er líkast
athugun á ökutæki þar sem
bremsur, gírar og tilheyrandi er yf-
irfarið.
Hafsteinn Ægir Geirsson, starfs-
maður Marksins, segir marga hjól-
reiðamenn hafa leitað til sín und-
anfarnar vikur með sprungin dekk
í meira mæli en fyrri ár. Koma
sumir einu sinni í mánuði til að
endurnýja slöngubæturnar, en
þrjár til fjórar bætur eru í hverjum
pakka. Telja hjólreiðamennirnir
víst að borgaryfirvöld hafi notað
uppsóp af götum borgarinnar á
göngustíga og gangstéttir síðastlið-
inn vetur og sé það ástæðan fyrir
aukinni tíðni sprunginna dekkja.
„Það er orðrómur á kreiki að
starfsmenn Reykjavíkur hafi dreift
uppsópuðum sandi af götum höf-
uðborgarinnar á ísilagðar stéttir og
göngustíga til varnar því að fólk
hrasi í hálkunni. En eins og allir
vita er uppsópið misjöfn blanda.
Þegar snjóa leysti í vor komu í ljós
örlitlar glerflísar í gangstéttunum
og hafa þau stungist inn í dekk
hjólreiðamanna. Glerbrotin eru
hins vegar svo smágerð að lekinn
er hægur og getur það tekið allt
upp undir sólarhring fyrir allt loft
að hverfa úr dekkjaslöngu. Söku-
dólgurinn kemur því ekki í ljós fyrr
en rýnt er í dekkin,“ segir Haf-
steinn og bætir við að hann hafi
reifað vandamál hjólreiðamanna við
starfsmenn borgarinnar en hlotið
dræmar undirtektir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hafsteinn Ægir Geirsson, starfsmaður Marksins, segir marga hjólreiða-
menn hafa leitað til sín með sprungnar hjólaslöngur. Telja þeir víst að
dreift hafi verið uppsópi af götum á göngustíga og stéttir og í því séu gler-
brot sem sprengi dekkjaslöngur þeirra allt að fjórum sinnum í mánuði.
Telur glerflísar
valda skemmdum
á dekkjum
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Fréttir á SMS
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111