Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 29
Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is
Miðasala í síma 568 8000 -
og á netinu: www.borgarleikhus.is
Tryggðu þér miða í síma 568 8000
23. mars kl. 2024. mars kl. 1524. mars kl. 2026. mars kl. 1526. mars kl. 20
STÓRKOSTLEG SPENNUATRIÐI, TRÚÐAR, ELDUR
OG SPRENGINGAR, GAMAN OG GALDRAR.
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
„…með vel fluttri
tónlist, fallegum
söng og dansi og
stjörnuleik“
H.Ó. Mbl
Óliver! Eftir Lionel Bart
Lau. 26.3 kl 14 Örfá sæti laus
Lau. 26.3 kl 20 Örfá sæti laus
Allra síðustu sýningar
Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega!
Pakkið á móti Eftir Henry Adams
Fös. 15.4 kl 20 Frums. UPPSELT
Lau. 16.4 kl 20 Örfá sæti laus
Fim. 21.4 kl 20 Örfá sæti laus
NÝTT útgáfufyrirtæki, Bókafélagið
Ugla, hefur sent frá sér tvær bæk-
ur, Kastað í Flóanum eftir Ásgeir
Jakobsson og Frá mínum bæj-
ardyrum séð eftir Jakob F. Ásgeirs-
son. Jakob er maðurinn á bakvið
Bókafélagið Uglu og gaf út fyrir jól-
in stytta ævisögu Hannesar Haf-
steins eftir Kristján Albertsson í
einu bindi. Bækurnar eru allar í
kiljubroti og segir Jakob að það sé
ódýr og skemmtileg leið til að koma
áhugaverðum bókum á framfæri við
lesendur.
„Kiljurnar eru fyrir fólk sem ætl-
ar sjálft að lesa bækurnar en útgáf-
an fyrir jólin er aðallega gjafamark-
aður. Á næstu mánuðum eru svo
væntanlegar fjórar kiljur til við-
bótar, Fjölmiðlar 2004 eftir Ólaf
Teit Guðnason, Kommúnisminn,
sögulegt ágrip, eftir Richard Pipes
prófessor við Harvard háskóla, og
síðan tveir reyfarar eftir þekkta er-
lenda höfunda sem vonandi margir
vilja hafa með sér í sumarfríið.“
Fær ekki styrki
úr sjóðum rithöfunda
Jakob hefur starfað jöfnum hönd-
um undanfarin ár sem rithöfundur
og útgefandi en hann er m.a. höf-
undur ævisagna um Valtý Stef-
ánsson ritstjóra Morgunblaðsins,
Pétur Benediktsson sendiherra og
bankastjóra og Alfreð Elíasson for-
stjóra Loftleiða.
„Ég er núna að hefjast handa við
ævisögu Bjarna Benediktssonar for-
sætisráðherra en sú vinna hefur
reyndar tafist þar sem mér hefur
ítrekað verið synjað um starfslaun
úr opinberum sjóðum fyrir rithöf-
unda til verksins,“ segir Jakob.
„Þetta útgáfustúss mitt er hugsað
til að skapa mér lifibrauð meðfram
skriftunum. Það gengur náttúrlega
erfiðlega að lifa einvörðungu af
skriftum þegar maður á ekki upp á
pallborðið hjá hinum opinberu út-
hlutunarnefndum.
Auðvitað eru úthlut-
anir af þessu tagi alltaf
bæði pólitískar og per-
sónulegar. Ég sá um
daginn grein í Lesbók-
inni eftir einhvern
mann úr háskólanum
þar sem því var haldið
fram af nokkru yf-
irlæti að úthlut-
unarnefnd Launasjóðs
rithöfunda hefði starf-
að á strangfaglegum
nótum undanfarin tvö
ár. Þetta er náttúrlega
hlægilegt. Það er með
engum hætti hægt að
kalla það fagleg vinnubrögð að
hafna tvö ár í röð manni með mitt
höfundarverk um styrk til að skrifa
ævisögu Bjarna Benediktssonar og
taka þannig samanlagt 120 umsókn-
ir framyfir umsóknir mínar um að
skrifa ævisögu eins merkasta manns
Íslandssögunnar. Auðvitað ráða
þarna ferðinni auðvirðileg pólitísk
músaholusjónarmið. Greinaskrif
mín sem birtast í þessari nýju bók,
Frá mínum bæjardyrum séð, hafa
farið fyrir brjóstið á ýmsum. Nú,
sömu sögu er að segja af Launasjóði
fræðihöfunda þar sem annar há-
skólamaður ræður ríkjum, sá sjóður
hefur líka synjað mér um styrk til
að skrifa ævisögu Bjarna Benedikts-
sonar.“
Fróðlegar aldarfarslýsingar
Kastað í Flóanum kom fyrst út
árið 1966 og segir Jakob að sér hafi
þótt við hæfi að endurútgefa bókina
með nokkrum breytingum í tilefni af
því að um þessar mundir eru 100 ár
frá því togaraútgerð hófst á Íslandi
með komu togarans Coot til Hafn-
arfjarðar.
„Í þessari bók er sögð sagan af
upphafi togveiða við Ísland með
þeim hætti að bókin er um leið
skemmtileg og fróðleg
lýsing á aldarfari á Ís-
landi fyrir eitt hundrað
árum þegar stigin voru
fyrstu skrefin í mestu
atvinnubyltingu Ís-
landssögunnar.“
Frá mínum bæj-
ardyrum séð geymir
úrval greina sem Jakob
skrifaði í Morgunblaðið
og Viðskiptablaðið á ár-
unum 1998–2004.
„Þessi bók er líka,
eins og Kastað í Flóan-
um, fróðleg lýsing á
aldarfari á Íslandi en
hundrað árum síðar,
þ.e. um aldamótin 2000. Í bókinni er
fjallað um þjóðmál í víðum skilningi
og tekið á ýmsum ádeiluefnum með
hispurslausum hætti. Þá fjalla ég
allmikið um íslenska blaðamennsku
sem hefur bæði sínar góðu hliðar og
vondu eins og við vitum.“
Fleiri titlar í haust
Í haust hyggst Jakob gefa út þrjá
titla undir merkjum Bókafélagsins
Uglu og verða útgáfubækurnar þá
farnar að halla í tíu á ársvísu en ekki
er enn ákveðið hvort væntanleg ævi-
saga Bjarna Benediktssonar verður
gefin út hjá öðru forlagi en hans eig-
in.
„Þetta er stórt og mikið verk sem
tekur mig væntanlega 2–3 ár að
vinna. Bjarni Benediktsson var í
fararbroddi í íslenskum stjórn-
málum um rúmlega þrjátíu ára
skeið og saga hans er óhjákvæmi-
lega mikil þjóðarsaga í bland. Það
eru í rauninni mikil forréttindi að fá
að skrifa ævisögu slíks manns sem
hafði svo mikil áhrif á okkar síðari
tíma sögu. Það er margt í sögu
Bjarna sem ekki hefur verið fjallað
um með tæmandi hætti og mun
vekja forvitni,“ segir Jakob F. Ás-
geirsson.
Lýsing á aldarfari
Jakob F. Ásgeirsson
ÞEGAR komið er á sýninguna geng-
ur maður fyrst inn í rými sem hefur
verið umbreytt í formi og þakið hvítu
vaxi með hraunaðri áferð. Hin um-
breyttu form eru lífræn og sveigð og
vísa að hluta til í spírallaga form kuð-
ungsins og þar með titil sýning-
arinnar.
Áferðin á vaxinu vinnur glettilega
vel með hvítri hraunmálningu sem má
víða finna fyrir í sýningarrýminu og
rennur því auðveldlega saman við
geometrískt rýmið sem fyrir er og fer
nálægt því að skapa einhverskonar
skynjunarheild. Í næsta rými eru
nokkur myndbönd sýnd með skjá-
varpa á vegg, þar er einnig hægt að
nálgast sýningarskrá með viðtölum
sem Margrét Blöndal tók við listakon-
una, það fyrra í tilefni sýningar henn-
ar á Nýlistasafninu seint á síðasta ári
og það seinna í tilefni þessarar sýn-
ingar, sem ber sama titil og hin fyrri.
Þá eru hægt að ganga niður þröngan
spírallaga stiga niður í dimman kjall-
ara þar sem sýndar eru fjórar end-
urgerðir drauma, þrír á skjá og einn á
myndvarpa. Þarna niðri endurtaka
myndskeiðin í myndböndunum sig
aftur og aftur eins og í tímalykkju,
hljóð þeirra blandast saman og tilfinn-
ing fyrir tímaleysi í einhverskonar
rúmtíma loðir við. Ráðhildi tekst vel
að endurskapa hina undarlegu en
kunnuglegu draumatilfinningu þar
sem atburðir virðast rökréttir í ein-
hverskonar rökleysu eða dulmáli. Það
er ekki furða að draumar hafa verið
túlkaðir um aldir á ýmsa vegu, hvort
heldur sem andleg skilaboð og fyr-
irboðar eða sem dulin undirmeðvitund
en Ráðhildur segir í viðtalinu að hún
túlki ekki drauma sína heldur upplifi
þá, þeir séu hluti tilveru hennar og
hafi mikil áhrif á hvaða verkefni hún
hafi valið sér í myndlistinni. Ef fyrri
sýningin beindi athyglinni að tilver-
unni sem einni heild, í víddum al-
heimsins þar sem skipulag him-
intungla og óreiða tímans takast á, þá
fjallar þessi sýning á sama hátt um
massa og efnisleysi sem mismunandi
birtingarmynd á sama veruleika.
Þannig eru efnislausir draumar end-
urgerðir í efnisveruleikanum, fang-
aðir með rafboða og ljóstækni og
myndinni varpað aftur fram jafn
raunverulegri sem efnislausri. Þótt
læknavísindin telji vitund hugans
ekki annað en rafboðaskipti í heil-
anum, þá hafa margir skammtaeðl-
isfræðingar talið að hið sama geti
ýmist tekið á sig form bylgjuorku eða
form efniseinda sbr. Schrödinger:
Hinn raunverulegi heimur umhverfis
okkur og við sjálf, sem sagt hugur
okkar, er hvort tveggja úr sama
byggingarefni. En hvort heldur sem
um er að ræða efni eða efnisleysi, eða
jafnvel til að undirstrika það þá er
myndefnið á myndböndunum mjög
jarðbundið þrátt fyrir óraunveruleik-
ann. Fjósadraumurinn er svoldið sér
á parti, þar sem hann fléttar saman
náttúru og menningu á ólíkan hátt
sem ýtir undir sterkan femínískan
undirtón sýningarinnar og minnir á
kenningar Júlíu Kristevu um kóruna,
sem felur í sér ómálga gróteskan lífs-
takt og martraðarkennda tilfinningu
fyrir aðskilnaði og samhengisleysi.
Þrátt fyrir að fjalla um hugmyndir
sem ná langt út fyrir tíma og rúm
nær Ráðhildur með markvissum efn-
istökum að skapa áhrifaríka innsetn-
ingu sem virkjar ólík skynjunarsvið í
eina skynheild, sem venjuleg orð ná
ekki yfir. Þetta er sýning sem þarf að
upplifa.
Draumainnsetning
MYNDLIST
Kling og Bang
Sýningin stendur til 3. apríl.
Ráðhildur Ingadóttir
Inni í kuðungi – einn díll
Morgunblaðið/Sverrir
Ráðhildur Ingadóttir í Kling & Bang: Sýning sem þarf að upplifa.
Þóra Þórisdóttir
SÖGUR eru settar fram með ýms-
um hætti. Eitt sem einkennir nú-
tímaskáldsöguna er áherslan á
myndmál í stað línulegrar sögu.
Skáldsagan Eldglæringar í sápu-
kúlum ber þessi merki býsna
glögglega. Eiginlega má segja að
hún sé saga inni í myndheimi.
Skáldsagan fjallar öðrum þræð-
inum um einsemd og einstæðings-
hátt og svo hvernig einstæðingur
vaknar til lífsins fyrir áorkan ytra
áreitis og kveður sína frosnu til-
veru. Ég býst við að túlka megi
hana sem óð um lífshamingjuna
sem fólgin er í hinni rómantísku
sameiningu sálna. Hún er sem
slík býsna tilfinningasöm ást-
arsaga.
Meginstyrkleiki þessarar sögu
er einfalt myndmál hennar. Til-
vera aðalpersónunnar er táknuð
með myndhvörfum. Henni er líkt
við hús, fangelsi, múr með gadda-
vír og helli. Aðalpersónan, sem
jafnframt er sögumaður á köflum,
er sár eftir misheppnað ástarsam-
band og hefur lokað sig af frá ver-
öldinni. Í kulda einsemdarinnar
koma til einstæðingsins atburðir
sem eru ávallt á mörkum draums
og veruleika. Eitthvað gerist í
draumlífinu eða jarðlífinu og allt í
einu kemur ástin til hans í formi
kettlings/kvenmyndar sem er mik-
ið notað tákn munúðar í nútíma-
skáldskap en hverfur og birtist
svo síðar í annarri kvenmynd sem
leiðir til mikillar lífshamingju.
Hús hans opnast og raunar allar
gáttir þess í töluverðu hugarflugi
og tilfinningagosi.
Það er dálítið erfitt að henda
reiður á hvar mörk veruleika og
óra liggja í þessu verki því að
sagan er hugsuð sem einhvers
konar táknmynd eða myndhvörf,
kannski sápukúla með sögu inn í
og sú sápukúla
er full með eld-
glæringar til-
finninga.
Í raun og veru
er því saga
Benedikts þó í
mínum huga
fyrst og fremst
tilefni til form-
tilrauna, máltil-
rauna og myndsköpunar. Ein-
stakir kaflar minna fremur á
prósaljóð en samfelldan texta
skáldsögu. Einkum leikur Bene-
dikt sér með tákn og súrrealísk
hugsanatengsl sem stundum
ganga allvel upp en eins og geng-
ur með slíkan skáldskap eru þetta
ekki alltaf beinlínis öguð skrif og
birtast lesanda á köflum eins og
uppskrúfað barokkhröngl orða.
Þannig ræðir sögumaðurinn og
aðalpersónan undir lok bók-
arinnar um að hann hefði ekki
getað annað en haldið áfram för-
inni í faðm ástargyðju sinnar því
að hafna henni hefði verið eins og
að ,,klippa lífsþráðinn í hjartanu
og steingerast á heimaströnd“.
Svo bætir hann við: ,,Vissulega
öruggari lífsörlög en slaglaus og
dauðyflis endaleysa í árhundr-
uðum formfastra og lítilshátt-
arslípaðra demantsbrúarmeistara,
nærð á minningunni einni, ekki
lífsáframheklandi öxulleik tilfinn-
inganna.“ Einhvern veginn finnst
mér þessi framsetning efnis í of-
hlöðnum texta lítið áhugavekjandi.
Þá er það galli á þessari skáldsögu
að nokkuð skortir á að yfirlestur
hafi tekist nægilega vel.
Eldglæringar í sápukúlum bera
þess merki að höfundurinn hefur
ríkulegt hugarflug. Hún er í mín-
um huga ljóðræn myndsköpun með
súrrealískum töktum fremur en
markviss saga með flóknum sögu-
þræði. En sannast sagna vantar
eitthvað upp á að hún hrífi mig
sem slík.
Skáldsaga sem myndmál
BÆKUR
Skáldsaga
Eftir Benedikt Lafleur. Lafleur 2004.
Eldglæringar í sápukúlum
Skafti Þ. Halldórsson
Benedikt Lafleur