Morgunblaðið - 13.04.2005, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UNG KONA TIL FORYSTU
Danskir jafnaðarmenn kusu sér
nýjan leiðtoga í gær og varð Helle
Thorning-Schmidt, 38 ára gamall
þingmaður frá Kaupmannahöfn, fyr-
ir valinu. Thorning-Schmidt hét því
að sameina flokkinn og berjast af
alefli gegn ríkisstjórn Anders Fogh
Rasmussen.
Býður í farsímaleyfi
Björgólfur Thor Björgólfsson hef-
ur lagt fram tilboð í samstarfi við
pólskt símafyrirtæki í fjórða GSM-
símaleyfið í Póllandi og í svonefnt
UMTS-leyfi, sem er þriðju kyn-
slóðar flutningskerfi.
Áfrýjun hafnað
Beiðni íslenska ríkisins um að tek-
inn verði fyrir bótaþáttur í máli fyrr-
verandi sjómanns hjá Mannréttinda-
dómstóli Evrópu, hefur verið hafnað
af yfirdeild Mannréttinda-
dómstólsins.
Varar við hreinsunum
Donald Rumsfeld, varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna, fór í
óvænta heimsókn til Íraks í gær.
Varaði hann væntanlega ríkisstjórn
við því að ganga of hart fram í að
fjarlægja fyrrverandi liðsmenn
Baath-flokks Saddams Husseins úr
mikilvægum embættum.
Styðja uppbyggingu í Súdan
Ríki heims hétu því á ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Ósló í gær að
leggja fram alls 4,5 milljarða dollara,
rúmlega 280 milljarða króna, næstu
þrjú árin til uppbyggingar í Súdan.
Úrskurðaðir í farbann
Tveir lettneskir starfsmenn GT
verktaka, sem unnið hafa við Kára-
hnjúka, hafa verið ákærðir fyrir að
starfa hér á landi án atvinnuleyfa.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur
úrskurðað mennina í farbann til 29.
apríl.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 25/30
Fréttaskýring 8 Minningar 32/34
Viðskipti 13 Dagbók 38/41
Erlent 14/15 Myndasögur 38
Minn staður 16 Víkverji 38
Höfuðborgin 17 Velvakandi 39
Landið 17 Staður og stund 41
Suðurnes 18 Leikhús 42
Akureyri 19 Af listum 48
Daglegt líf 20/23 Bíó 46/49
Menning 24, 42/49 Ljósvakamiðlar 50
Forystugrein 26 Veður 51
Viðhorf 28 Staksteinar 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
www.safaris.is / Sími 822 0055
FJÓRHJÓLAFERÐIR Í SKORRADAL
BORGARNESI
AGNES Bragadóttir hefur sótt um
launalaust leyfi frá Morgunblaðinu
til þess að koma á laggirnar félagi
sem mun hafa það að markmiði að
bjóða í stóran hlut Símans fyrir
hönd almennings. Mikill fjöldi Ís-
lendinga hefur heitið því að leggja
fé í verkefnið og eru komin loforð
upp á um einn milljarð króna frá
almenningi.
„Hin feikilegu viðbrögð sem ég
fékk gerðu það að verkum að ég
endurskoðaði hug minn og hef
þess vegna sótt um launalaust
leyfi frá Morgunblaðinu og mun
sinna þessu verkefni og engu öðru
þar til útboðsfrestur rennur út 6.
maí næstkomandi,“ sagði Agnes í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Hún mun því taka fullan þátt í
þessu verkefni í stað þess að koma
hugmyndinni af stað eins og hún
ætlaði sér áður. Hún sagði að fjöl-
margar áskoranir hefðu borist all-
staðar að af landinu. Fólk hefði
sagt sér að hún bæri ábyrgð á því
að hugmyndin væri komin á loft og
hún bæri ábyrgð á því að fylgja
henni eftir.
Orri Vigfússon athafnamaður,
sem hefur unnið að því að þessi
hugmynd verði að veruleika, segir
að hann og Agnes hafi þegar feng-
ið á bilinu 6–700 tölvupósta vegna
málsins. Hann segir að margir lofi
að leggja til fé, gjarnan á bilinu 1–
10 milljónir hver, en einhverjir lofi
meiru, 10–30 milljónum. „Ég gæti
vel trúað því að það sé í kringum
milljarður kominn,“ segir Orri.
Líklegt söluverð Símans alls er
talið verða í kringum 60 milljarða
króna, en enginn einn fjárfestir
mun geta keypt meira en 45% hlut
í Símanum.
Stofnað verður félag
Næsta skrefið er að stofna lög-
formlegt félag sem hefur það
markmið að bjóða í hluta af Sím-
anum og segist Orri vonast til þess
að það gerist á innan við viku.
Þegar það sé komið verði hægt að
fara í almennt hlutafjárútboð.
Þangað til félagið hefur verið
stofnað sé þó gott að fá tölvupósta
frá áhugasömum þar sem fram
komi nafn, kennitala og símanúm-
er, ásamt þeirri upphæð sem við-
komandi gæti hugsað sér að
fjárfesta fyrir, á netfangið orri-
@icy.is.
Þegar búið verður að stofna
kjölfestufélagið mun því almenn-
ingur geta keypt hlut í því félagi,
sem verður rekið í 2–3 ár. Svo
verði fyrirtækið lagt niður og hlut-
hafar í því verði hluthafar í Síman-
um. „Þá fá þeir fullan ávinning af
þessu frá upphafi. Ég geri ráð fyr-
ir því að mesti ávinningurinn komi
frá þessum tímapunkti frá því
Síminn verður seldur í sumar og
fram að því að fyrirtækið verði
sett í almenna sölu,“ segir Orri, og
bendir á sambærilega reynslu af
sölu bankanna.
Spurður hvort um áhættusama
fjárfestingu verði að ræða segir
Orri erfitt fyrir sig að segja til um
það eins og standi. „Það er alltaf
einhver áhætta, en ég geri ráð fyr-
ir því að margir telji þetta litla
áhættu og þetta sé mjög arðvæn-
legt. En við erum ekki búnir að
setja þetta niður skilmerkilega,
sem er gert þegar farið er í lög-
formlegt hlutafjárútboð.“
Agnes Bragadóttir í leyfi frá störfum til að stýra boði almennings í Símann
Loforð hafa þegar borist fyrir
um einum milljarði króna
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Agnes Bragadóttir Orri Vigfússon
VINNSLUSTÖÐIN í Vestmanna-
eyjum er nú að íhuga að láta smíða
fyrir sig tvö ný fiskiskip. Þau yrðu 29
metra löng togveiðiskip með mögu-
leika á netaveiðum. Endurnýjun þessi
byggist á því að breytingar verði
gerðar á núverandi mönnun og út-
haldi skipanna.
Fulltrúar samtaka sjómanna og út-
vegsmanna funduðu nú í vikunni með
stjórnendum VSV um hugsanlegar
breytingar á kjarasamningi sjómanna
og útvegsmanna. Niðurstaða liggur
ekki fyrir.
„Hugmyndin snýst um að beita
bátunum meira en gert hefur verið og
auka þannig afköst. Þá yrði mönnunin
þannig að fastráðinn hópur á bátun-
um yrði stækkaður, en hugsanlega
færri um borð hverju sinni og alltaf
einhverjir í fríi. Á netaveiðum gætum
við aftur á móti séð fjölgun í áhöfn en
á sama hátt yrði áhöfn tryggt frí þótt
skipið reri. Þannig fengju sjómenn-
irnir lögbundin frí í hverjum mánuði
auk sumarfría, en skipin ekki. Við
ætlum að hvíla mennina en ekki stál-
ið. Samningar af þessu tagi eru, auk
annarra breytinga sem við óskum eft-
ir, forsenda þess að skynsamlegt sé
að endurnýja skipin,“ segir Sigurgeir
Brynjar Kristgeirsson, framkvæmda-
stjóri VSV.
Í samræmi við samninga
„Vinnslustöðin kallaði okkur, full-
trúa sjómannasamtakanna og útgerð-
armanna, á sinn fund til að ræða
breytingar á mönnun og úthaldi.
Hugmyndir þeirra eru að mestu leyti
í samræmi við síðustu kjarasamninga
og það er í sjálfu sér bara jákvætt ef
allir aðilar málsins geta hagnast á
þessum breytingum,“ segir Árni
Bjarnason, forseti Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands.
Vinnslustöðin
íhugar skipakaup
Breytingar á mönnun og úthaldi
skipanna forsenda endurnýjunar
Hvíla/B1
MIKIÐ líf er ætíð á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og þeim fjölgar sífellt
fuglategundunum sem þangað sækja þegar líður á vorið. Þessir mávar bit-
ust ákaft um brauðbita sem vegfarandi hafði hent út í tjörnina.
Morgunblaðið/ÞÖK
Bitist um bitann
FULLTRÚAR ríkja á ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Ósló hétu
í gær að leggja fram næstu þrjú
árin alls 4,5 milljarða dollara,
rúmlega 280 milljarða króna, til
uppbyggingar í sunnan- og norð-
anverðu Súdan þar sem borgara-
stríð geisaði í 21 ár. Talsmenn
SÞ, Alþjóðabankans og súd-
anskra stjórnvalda höfðu áður
sagt að verja þyrfti minnst 2,6
milljörðum dollara til starfsins.
Framlag Íslendinga til upp-
byggingarstarfsins verður um 60
milljónir króna. Mun helmingur-
inn af því fé fara til starfs á veg-
um Íslensku friðargæslunnar í
Súdan. Talið er að 1,5 milljónir
manna hafi fallið síðustu áratugi
í átökunum í Súdan eða vegna
þeirra og fjórar milljónir manna
flúið heimili sín. Vopnahlé náðist
loks í janúar síðastliðnum.
Hundruð þúsunda manna hafa
að auki týnt lífi í átökum síðustu
tvö árin í Darfur-héraði í vest-
urhlutanum en þar eru stjórn-
völd í Karthoum sögð styðja
hópa arabískra vígamanna sem
herja á óbreytta borgara úr röð-
um blökkumanna. Bandaríkja-
menn sögðu ljóst að erfitt yrði
fyrir önnur ríki að tryggja að
vopnhléið frá því í janúar héldi ef
stjórn Súdans og andstæðingar
hennar beittu sér ekki einnig
fyrir því að stöðva ofbeldið í
Darfur.
Heita miklu fé
til uppbygging-
ar í Súdan