Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís-
lands í gær námu 5,3 milljörðum
króna. Þar af voru viðskipti með
hlutabréf fyrir 2,9 milljarða. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 1,4% og er
lokagildi hennar 3933 stig.
Af félögum í úrvalsvísitölunni
hækkaði gengi bréfa Marels og FL
Group mest, eða um 0,4%. Bréf
Bakkavarar lækkuðu hins vegar
mest, eða um 2,2%.
Úrvalsvísitalan
lækkar um 1,4%
● MAGNÚS Jónsson, formaður
stjórnar Atorku Group hf. verður
starfandi stjórnarformaður félagsins
frá og með síðastliðnum föstudegi.
Magnús mun einbeita sér sér-
staklega að útrásarverkefnum fé-
lagsins, að því er segir í tilkynningu
til Kauphallar Íslands.
Magnús starfandi
stjórnarformaður
Atorku
● HÁMARKSLÁN Íbúðalánasjóðs
hefur verið hækkað um eina milljón
króna, úr 14,9 milljónum í 15,9 millj-
ónir. Breyting þessi tók gildi í gær.
Frá því var greint í tilkynningu frá
Íbúðalánasjóði í gær að félagsmála-
ráðherra hefði ákveðið hækkun á há-
marksláni Íbúðalánasjóðs og und-
irritað reglugerð þar að lútandi.
Hámarkslán ÍLS hækk-
ar í 15,9 milljónir
"# $ %&'()
"&%&'()
%&'()
* ()
+ %&'()
+ $*$()
, -$()
.'/$0*-$()
. ()
1 -$, ()
2 ()
3)4 $'$()
5(4$() 5+4 ) $-()
6 ()
!
"#$% +$ *, ()
7%$()
7'$*4()
8*-&$()
1)9$ 4*$() :;(4$()
5,+()
5 )< 5* )
5 $* (*)
$(()
=
$$* *$()
>$ *$()
?&*$@59-()
& '%
%
( )
" -$()
+$ $A
4)4*() 1 $, ()
=9$)9$()
(*
+%
BCAD
5*
$* *
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
$)
)
$* *
@ @
@ @
@
@ @ @
@
@
@
@ @
@ @
@
@
@
@ @
@ @
@
@
@
@
@
@
@
E@!F
@
E@!F
E@!F
@
E!F
E@!F
E@!F
E!F
E@!F
E!F
@
@
@
E@!F
@
E@!F
@
@
@
@
E@!F
@
E@!F
@
@
@
@
@
@
@
@
7$ $* $'$
$
=$ -&* & G
.'5
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
>$* $'$/0
"=7H"( $ $ +4 $
$* $'
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
"=7@I $ )( $ ( )4
"=7@5
$ * 4)
)$ $ -&*() &)
"=7@
>)
$ )4 )<
"=7@"*-$*$0)
ÍSLAND gæti verið meðal 10 bestu
landa í heimi þegar kemur að því að
stofna fyrirtæki. Tiltölulega auðvelt
og ódýrt er að stofna fyrirtæki hér á
landi og er kostnaðurinn, mældur í
tíma og peningum svipaður því sem
gerist á hinum Norðurlöndunum en
það er almennt töluvert sársauka-
fyllra að stofna fyrirtæki í öðrum
löndum OECD. Þetta eru meginnið-
urstöður greiningardeildar Alþjóða-
bankans en Simeon Djankov, fram-
kvæmdastjóri deildarinnar, kynnti
þær í gær á hádegisverðarfundi sem
haldinn var í samvinnu Verslunar-
ráðs, Viðskiptaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins og Alþjóðabankans.
Meðal þess sem fram kom hjá
Djankov var að það tekur um 5 daga
að stofna fyrirtæki á Íslandi, sem er
með því allra besta sem gerist í
heiminum. Fremst er Ástralía með 2
daga og í Danmörku tekur 4 daga að
stofna fyrirtæki. Í Svíþjóð tekur það
16 daga. Meðaltal OECD er 25 dagar
og heimsmeðaltal er 49 dagar.
Kostnaðurinn við að hefja rekstur
sem hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu á hvern einstakling sagði
Djankov vera 4,5% á Íslandi. Hann
væri hins vegar lægstur í Dan-
mörku, nálgist 0%. Meðaltal OECD
er 8% og heimsmeðaltal er 79%.
Djankov benti þó á að ýmislegt
megi betur fara hér á landi. Til að
mynda sé aðgangur fyrirtækja að
lánshæfisupplýsingum langt frá því
sem best gerist.
Stjórnarhættir fyrirtækja
Djankov sagði það hafa neikvæð
áhrif á mat Alþjóðabankans hversu
stutt Ísland væri komið hvað varðar
reglugerðir um stjórnarhætti fyrir-
tækja. Mikilvægt að setja markviss-
ar reglur í þessum efnum.
Varðandi gegnsæi fjármálageir-
ans gaf Djankov Íslendingum frekar
slaka einkunn. Ef löndum er raðað á
kvarða á bilinu 0–5 þar sem 5 er best
fékk Ísland einkunnina 2. Danmörk
og Noregur fengu einkunnina 5 sem
bendir til þess að fjármálamarkaðir
þar séu mun gegnsærri en á Íslandi.
Enn fremur gefa réttindi hins al-
menna hlutafjáreigenda hérlendis
neikvæða mynd af landinu en á
kvarða á bilinu 0–20 fær Ísland 0.
Heilt yfir var það þó niðurstaða
Djankovs að gott væri að stofna fyr-
irtæki hérlendis. Hann sagði grein-
ingardeild Alþjóðabankans ekki hafa
lokið greiningu sinni á Íslandi en í
mati hans var þó að Ísland væri með-
al 10 bestu landa heims hvað þetta
varðar þótt margt megi betur fara.
Auðvelt að stofna
fyrirtæki hérlendis
SAMANLAGÐUR hagnaður Ís-
landsbanka, KB banka og Straums
Fjárfestingarbanka verður um 49
milljarðar króna á þessu ári, sam-
kvæmt spá greiningardeildar
Landsbanka Íslands. Ef spá deild-
arinnar gengur eftir verður hagn-
aður þessara þriggja banka um 45%
hærri á þessu ári en í fyrra, en þá
var samanlagður hagnaður þeirra
tæplega 34 milljarðar króna.
Greiningardeild Landsbankans
hefur spáð fyrir um afkomu sextán
félaga í Kauphöll Íslands. Gerir
deildin ráð fyrir að hagnaður ellefu
þeirra aukist milli áranna 2004 og
2005, mælt í íslenskum krónum.
Þar af hljóðar spá deildarinnar upp
á að hagnaður eins félags tvöfaldist
milli ára, en það er Og Vodafone, en
félaginu er spáð mestri hlutfalls-
legri aukningu hagnaðar. Í krónum
talið er KB banka hins vegar spáð
mestri hagnaðaraukningu, eða um
10 milljörðum króna. Þá gerir
greiningardeild Landsbankans ráð
fyrir að það eina af þeim sextán fé-
lögum sem tekin voru til skoðunar
og skilaði tapi á síðasta ári, SÍF,
skili hagnaði á þessu ári, samtals
liðlega 500 milljónum króna.
Þau fimm félög sem greiningar-
deild Landsbankans spáir að skili
minni hagnaði á þessu ári en í fyrra,
mælt í íslenskum krónum, eru
Bakkavör, FL Group, HB Grandi,
Landssíminn og Össur. Hafa ber
hins vegar í huga að gert er ráð fyr-
ir að hagnaður Bakkavarar aukist
lítillega í pundum talið, en vegna
lækkunar þess gagnvart krónunni
frá fyrra ári, er útkoman minni
hagnaður í krónum.
Mestur hagnaður
hjá KB banka
Greiningardeild Landsbankans
spáir því að KB banki skili mestum
hagnaði á þessu ári af þeim sextán
félögum sem deildin gerir afkomu-
spá fyrir. Spáir deildin því að hagn-
aður KB banka verði 25,6 milljarðar
króna á árinu, sem er 62% aukning
frá fyrra ári.
Hagnaður Íslandsbanka mun
aukast um 16% milli áranna 2004 og
2005, ef spá greiningardeildar
Landsbankans gengur eftir, og
verða um 13,3 milljarðar á þessu
ári.
Straumur Fjárfestingarbanki
mun hagnast um liðlega 10 millj-
arða í ár og aukast um 27% milli ára
samkvæmt spá greiningardeildar
Landsbankans.
Spá 45%
hagnaðar-
aukningu
banka
BAUGUR Group hefur gengið til
liðs við fjármálafyrirtækið Barclays
Capital í viðræðum um hugsanleg
kaup á bresku verslanakeðjunum
Somerfield og Kwik Save.
Barclays hefur verið í samstarfi
við Apax Partners Worldwide og
Tchenguiz Group, fyrirtæki fast-
eignafjárfestisins Robert Tchenguiz,
vegna tilrauna til yfirtöku á breska
félaginu Somerfield Plc., sem á
verslanakeðjurnar Kwik Save og
Somerfield. Baugur hefur nú gengið
inn í það samstarf að því er fram
kemur í frétt á fréttavef Bloomberg.
Tilboði Baugs um yfirtöku á Som-
erfield fyrir liðlega einn milljarð
punda var hafnað í febrúar síðast-
liðnum. Í marsmánuði buðu
Tchenguiz, Barclays og Apax Partn-
ers Worldwide um 1,1 milljarð punda
fyrir félagið. Fjárfestingarfélag
bræðranna Ian og Richard Living-
stone hefur einnig lýst áhuga á að yf-
irtaka Somerfield.
Sigurinn vís
Í frétt Bloomberg um samstarf
Baugs, Barcleys og fleiri segir að
viðræður um kaup þessa hóps á
Somerfield séu á frumstigi. Samein-
aðir búi þessir aðilar yfir umtals-
verðri rekstrarreynslu og fjármála-
þekkingu og reynslu á sviði þeirra
viðskipta sem Somerfield fæst við.
Haft er eftir Bryan Roberts, sér-
fræðingi hjá Planet Retails í Lond-
on, í frétt Bloomberg að þegar tveir
sterkustu keppinautarnir ákveði að
snúa bökum saman með þessum
hætti sé sigurinn væntanlega vís.
Segist hann búast við að óformlegt
tilboð Baugs, sem hljóðaði upp á 190
pens á hlut, verði væntanlega hækk-
að um í kringum tvö pens.
Baugur í samstarf
um kaup á Somerfield
● BRESKA stjórnin ætlar að lána
Rover-verksmiðjunum 6,5 milljónir
sterlingspunda, sem svarar til um
750 milljóna íslenskra króna, til að
gera fyrirtækinu kleift að greiða laun
í þessari viku. AFP-fréttastofan
greinir frá þessu.
MG Rover hefur farið fram á
greiðslustöðvun og þeir, sem falin
hefur verið stjórn fyrirtækisins í svip-
inn, segja, að án þessa styrks hefði
orðið að segja upp 5.300 manns.
Gáfu þeir í skyn, að fyrirtækið væri
að tapa 20 milljónum punda, 2,3
milljörðum króna, á mánuði.
Vandræði Rovers, sem komust í
fréttirnar þegar ljóst var orðið að
ekkert yrði af samstarfi þess við kín-
verskan bílaframleiðanda, koma sér
mjög illa fyrir Tony Blair og bresku
ríkisstjórnina nú rétt fyrir kosningar.
Því telja margir líklegt, að fyrirtækinu
verði haldið á floti fram yfir kjördag.
Lán til Rovers
VERÐTRYGGING gagnast bæði
lánveitendum og lántakendum.
Þetta er mat Greiningardeildar KB
banka. Í nýjustu Efnahagsfréttum,
sem er rit deildarinnar, segir að við
fyrstu sýn virðist sem verðtrygg-
ingin gagnist aðeins lánveitendum
en ekki lántakendum, sem sitji uppi
með óvissuna. Staðreyndin sé þó sú
að verðtrygging gagnist báðum að-
ilum.
Ástæðan fyrir því að verðtrygg-
ing gagnast bæði lánveitendum og
lántakendum segir Greiningardeild
KB banka að sé sú, að lánveitendur
séu fúsir til þess að lána fjármagn
út á lægri vöxtum þegar óvissu um
verðlagsþróun hefur verið eytt. Þá
segir hún að verðtrygging verji
fjárfesta fyrir óvæntum verðbólgu-
skotum en verðsveiflur verð-
tryggðra bréfa séu minni en óverð-
tryggðra. Sveiflur í afborgun
óverðtryggðra lána á breytilegum
vöxtum séu að öllu jöfnu meiri en
verðtryggðra á föstum vöxtum.
Aukinn markaður
Ísland var eitt af fyrstu lönd-
unum í heiminum til að taka upp
verðtryggingu með útgáfu verð-
tryggðra skuldabréfa upp úr sjö-
unda áratug síðustu aldar. Segir
Greiningardeild KB banka að eig-
inleikar verðtryggðra bréfa hafi
valdið því að lönd með lága verð-
bólgu, líkt og Bandaríkin, Kanada,
Svíþjóð og Frakkland, séu nú í
auknum mæli að gefa út verðtryggð
skuldabréf. Markaðurinn fyrir verð-
tryggð skuldabréf hafi stækkað
einna mest að umfangi undanfarin 5
til 10 ár. Þannig hafi markaðurinn
með verðtryggð ríkisskuldabréf í
heiminum vaxið úr um 145 millj-
örðum Bandaríkjadollara í 551
milljarð á tímabilinu frá árinu 1997
til loka árs 2003.
Verðtrygging hagstæð
: J
5KL
!
!
+=5A
M"N
!
!
C"C 32N
!
!
.+N
:$$
!
!
BCAN M&O8&
!
!
Morgunblaðið/Árni Sæberg