Morgunblaðið - 13.04.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 13.04.2005, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT H rin gb ro t BRAUÐBÆR - SÍMI 511 6200 - FAX 511 6201 ODINSVE@ODINSVE.IS - WWW.ODINSVE.IS SMURT BRAUÐ veisla í hverjum bita VERULEGUR ágreiningur er með Bandaríkjastjórn og stjórnvöldum í Ísrael um það, sem taka á við að loknum brottflutningi Ísraela frá Gaza. Kom það berlega fram á fundi þeirra George W. Bush Bandaríkjaforseta og Ariels Shar- ons, forsætisráðherra Ísraels, á fundi þeirra á búgarði Bush í Texas í fyrradag. Ísraelskir fréttaskýrendur og flestir fjölmiðlanna eru sammála um, að Sharon hafi ekki farið neina frægðarför til Bandaríkjanna að þessu sinni. Tilgangur hans með 10. fundi sín- um með Bush hefði fyrst og fremst verið að sýna fram á hve mikill ein- hugur væri með þeim en Bush hefði þá lagt áherslu á, að Bandaríkja- stjórn myndi ekki sætta sig við út- þenslu landtökubyggðanna á Vest- urbakkanum. Þetta hefði hann endurtekið hvað eftir annað og jafnvel á frétta- mannafundi, sem væri mjög óvenju- legt. Brottflutningurinn frá Gaza til að létta af þrýstingi Fréttaskýrendur segja, að þótt Sharon hafi sett nafn sitt við Veg- vísinn, áætlunina um frið í Mið- Austurlöndum, líti hann ekki á brottflutninginn frá Gaza sem und- anfara sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna, heldur vilji hann með hon- um létta á kröfum um frekari brottflutning. „Bandaríkjastjórn er óánægð. Hún er ekki aðeins andvíg útþenslu landtökubyggða Ísraela á Vestur- bakkanum, heldur óttast hún, að Sharon ætli að láta sitja við brott- flutninginn frá Gaza og koma síðan í veg fyrir friðarsamninga við Pal- estínumenn,“ sagði ísraelski frétta- skýrandinn Akiva Eldar í dag- blaðinu Haaretz. Eldar minnti á, að Dov Weis- glass, helsti samstarfsmaður Shar- ons, hefði ýtt við mörgum í Banda- ríkjunum á síðasta ári þegar hann sagði í viðtali við Haaretz, að „til- gangurinn með brottflutningnum frá Gaza er að binda enda á frið- arferlið“. Semjið við Abbas Orly Azulai, fréttaskýrandi fyrir blaðið Yediot Aharonot, segir, að Vegvísirinn hafi komið fram 2003, þegar Yasser heitinn Arafat var leiðtogi Palestínumanna, og þá hafi Sharon samþykkt hann í þeirri trú, að í raun væri ekki við neinn að semja. Bush hafi þá verið því sam- mála en tilraunir Sharons nú til að ófrægja Mahmoud Abbas, hinn nýja leiðtoga Palestínumanna, hafi mis- tekist herfilega. „Það gekk ekki upp. Bush sagði Sharon skýrt og skorinort: Ísraelar hafa nú mann, sem þeir geta rætt við, og það verða þeir að gera,“ seg- ir Azulai. Í Yediot Aharanot segir þó líka, að Sharon hafi ekki farið algera er- indisleysu vestur um haf. Til dæmis hafi Bush ekki gert neina athuga- semd við þá yfirlýsingu Sharons, að núverandi landtökubyggðir á Vest- urbakkanum yrðu áfram ísraelskar. Vildi ekki gista á búgarði Bush Ísraelskir fréttaskýrendur segja, að það segi kannski hvað mest um fund þeirra Bush og Sharons og niðurstöðu hans, að Sharon hafnaði boði Bush um að gista á búgarð- inum eina nótt og fór í þess stað á hótel í 30 km fjarlægð. „Bush sendi Sharon skýr skila- boð: Allt hefur sín takmörk og við höfum fengið nóg. Það er kominn tími til að borga af skuldinni,“ sagði dagblaðið Maariv. Eftir fundinn reyndi Sharon að gera lítið úr ágreiningnum við Bandaríkjastjórn en aldrei þessu vant höfðu Palestínumenn ástæðu til að fagna. Hrósuðu þeir Bush og sögðu, að hann skildi, að stækkun landtökubyggðanna væri tilræði við hugmyndina um sjálfstætt ríki Pal- estínumanna. Bush setur Sharon stólinn fyrir dyrnar Tók af öll tvímæli um andstöðu Bandaríkjanna við út- þenslu landtökubyggða á Vesturbakkanum og vísaði á bug tilraunum Sharons til að ófrægja Abbas Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is AP Það er engu líkara en Sharon sé ekki alveg viss um hvort hann á að taka í höndina á Bush að loknum fréttamannafundi eftir viðræður þeirra á mánu- dag. Þá tók Bush af skarið um það, að Bandaríkjastjórn væri andvíg stækk- un landtökubyggða Ísraela á Vesturbakkanum. ’Allt hefur sín takmörkog við höfum fengið nóg. Það er kominn tími til að borga af skuldinni.‘ London. AFP. | Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra demókrata í Bretlandi, tók sér í gær frí frá kosninga- baráttunni en í fyrrinótt ól kona hans honum son. Af sömu ástæðu var ákveðið að bíða með að kynna stefnu- skrá flokksins. Kennedy og Sarah kona hans tilkynntu í gær, að Donald James hefði litið dagsins ljós á St. Thomas- sjúkrahúsinu í London laust eftir miðnætti í fyrrinótt og vegið tæpar 12 merkur. Sagði talsmaður flokksins, að móður og barni heils- aðist vel en ekki vildi hann neitt um það segja hvort barnsburðurinn myndi hafa einhver áhrif á gengi flokksins í kosningunum. Fjölgar hjá frjálslyndum Donald litli James . DEILA Kínverja og Japana magn- aðist enn í gær þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, lét þannig um mælt að Japanir yrði að „gangast við fortíð sinni“ og viðurkenna að hafa valdið miklum sársauka með verkum sínum í síðari heimsstyrjöldinni. Leiddu Kínverjar hjá sér óskir Jap- ana um afsökunarbeiðni vegna of- beldisfullra mótmælaaðgerða í Kína um helgina er beindust gegn Jap- önum þar. Deila þessi hefur magnast stig af stigi frá því að greint var frá því í síðustu viku að japönsk yfirvöld hefðu lagt blessun sína yfir texta námsbóka þar sem heldur er gert lít- ið úr ódæðisverkum japanskra her- manna í seinni heimsstyrjöld. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, harmaði á mánudag árásir gegn japönskum ríkisborg- urum og eignum Japana í Kína um helgina og sagði að kínversk yfirvöld yrðu að tryggja öryggi Japana í Kína. Sagðist hann vilja eiga viðræður við Kínverja um málið. Ættu að íhuga betur framboð til öryggisráðs SÞ Wen Jiabao sagði hins vegar í gær að í forgrunni samskipta Kína og Japans væri sú staðreynd „að Jap- anir yrðu að gangast við fortíð sinni“. Tengdi Wen mál þetta, eftir því sem fram kom í frétt BBC, við tilraunir Japana til að tryggja sér fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sagði að stjórnvöld í Tókýó þyrftu að hugsa „vel og ítarlega“ um það atriði. „Aðeins ríki sem ber virðingu fyrir sögunni, gengst við ábyrgð á fortíð sinni og ávinnur sér traust íbúa Asíu og heimsins alls er fært um að taka að sér aukna ábyrgð á alþjóðavett- vangi,“ sagði hann. Segir Japana verða „að gangast við fortíð sinni“ ,     ,    ' - #%* (  %.  - %/    %"' % 0' %  #%* . 1 * % (  + /  - 3+%  2  + * # % ?0 $. 4/ - *9 ( $)$*4'   )$  ( )* -    )$  -/ ) *(  < $*0 $ 8'  *   *   45678()9:8.$;<.$=$9$  54(9 7$ 2&  P0  =  >' (' ( ) 9 $ .$=$9 =  ?7@78 (A8$ & 1 9+ B"+2' %  . $4' $  $*() '$* /0  > #.          C,8'$(2 40 C,I$*$54(98'$-&$ C,DE 2 5*$ ;  )$ $*8' C, L$&54(9)  C, EB, 2 +4 &*$:4$ C,C8'$7$ C,58'($ $*QR@) 4 C8'$( )0   . CE   8'$) ''5(($ 91  2 . &' 2'F&  *$  $* 5@. )$ * )$ 4 ?  F4'G $   )$ * )$/   4 $*.&=  ; H.  $)-  )$ 4' () 9*$  -  & 1  .&$R$($ 9$ $  $  $ ($* 4'   (      !"  BJÖRGUNARMENN í Bangla- desh unnu í gær að því að losa um níutíu manns undan rústum níu hæða byggingar sem hrundi í fyrradag. Þeir sögðu hins vegar að tíminn væri að renna út, raddir fólks sem vitað væri að lægi fast undir húsa- rústunum hefðu þagnað og hætta væri á að margir væru látnir. Búið var að finna 26 lík í rúst- unum í gær en um 100 hafði verið bjargað. Notuðu björgunarmenn skóflur og jafnvel berar hendur í leit sinni að fólki á lífi. Um var að ræða verksmiðjubyggingu sem hrundi til grunna vegna ketil- sprengingar. Á myndinni sést kona reyna að hugga systur sína (t.v.) sem missti eiginmann sinn. Reuters Óttast um níutíu manns í rústunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.