Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 15
ERLENT
!
"
#
$ $
$ % & '(
) *
!
"
#
$
%
&&&
Bagdad. AFP. | Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, réð nýjum ráðamönnum í
Írak frá því í gær að efna til pólitískra hreinsana
þegar þeim hefur tekist að mynda starfhæfa rík-
isstjórn í landinu. Þá hvatti hann þá til að tryggja
að spilling skyti ekki rótum innan stjórnar þeirra.
Vöktu hörð ummæli Rumsfelds nokkra athygli en
hann kom óvænt í heimsókn til Íraks í gær og hitti
þá m.a. Ibrahim al-Jaafari, nýskipaðan forsætis-
ráðherra, og Jalal Talabani, nýkjörinn forseta
Íraks.
Rumsfeld sagði að ráðamenn í Bagdad yrðu að
ná tveimur meginmarkmiðum, að koma á lýðræði í
Írak og ráða niðurlögum uppreisnarmanna í land-
inu. Sagði Rumsfeld að ráðamenn í Washington
óttuðust að nýir ráðamenn – en sjítinn al-Jaafari
og Kúrdinn Talabani fara fremst í flokki þeirra –
tækju til hendinni og rækju alla yfirmenn írösku
öryggissveitanna sem kunna að hafa þjónað undir
Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. „Allt
sem þeir gera í innanríkis- og varnarmálaráðu-
neytunum ætti að miðast við að Írakar eru drepnir
á hverjum degi, þeir verða því að hafa góðar
ástæður fyrir gjörðum sínum,“ sagði Rumsfeld við
blaðamenn.
Gert var ráð fyrir því að Rumsfeld færi í heim-
sókn til borgarinnar Mosul í Norður-Írak. Upp-
reisnarmenn stóðu fyrir tveimur sjálfsmorðsárás-
um í Mosul í gærmorgun og beindust þær gegn
bílalestum Bandaríkjamanna. Fórust fjórir Írakar
í árásunum.
Pólverjar frá Írak fyrir árslok
Rumsfeld vildi ekki nefna neinar dagsetningar í
tengslum við hugsanlegt brotthvarf Bandaríkja-
hers frá Írak. Jerzy Szmajdzinski, varnarmálaráð-
herra Póllands, greindi hins vegar frá því í gær að
allir pólskir hermenn yrðu kallaðir frá Írak fyrir
árslok. 1.700 pólskir hermenn eru í Írak, var fækk-
að um 700 eftir kosningarnar í Írak í janúar, og
Pólverjar segja að brotthvarf hersins eigi ekki að
koma Bandaríkjamönnum á óvart, um þetta hafi
verið rætt fyrir nokkrum mánuðum.
Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í óvænta heimsókn til Íraks
Varar nýja ráðamenn við
pólitískum hreinsunum
Reuters
Donald Rumsfeld (t.h.) hlýðir á íraska forsætis-
ráðherrann, Ibrahim al-Jaafari, í gær.
VATNSHÁTÍÐIN svokallaða hófst
í Taílandi í gær en hún markar
um leið upphaf nýs árs samkvæmt
gömlu tímatali þar í landi. Fagna
landsmenn þessum tímamótum
með ýmsum hætti og til dæmis
með því að ausa vatni hver yfir
annan. Hér hefur erlendur ferða-
maður fengið yfir sig væna vatns-
gusu en það er að sjálfsögðu allt í
góðu enda er því trúað, að vatnið
hafi þann kraft að hreinsa burt
alla ólukku.Reuters
Nýju ári
fagnað í
Taílandi
París. AFP. | Það bendir allt til þess að
Frakkar muni hafna evrópsku stjórn-
arskránni en hún verður lögð í dóm
þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu 29. maí
nk. Ný könnun sýnir að 53% Frakka
eru andsnúin stjórnarskránni og er
þetta tíunda könnunin í röð þar sem
fram kemur að meirihluti Frakka sé
mótfallinn samþykkt hennar.
Könnunin var gerð fyrir dagblaðið
Le Figaro og útvarpsstöðina Europe
1. Virðist andstaða við stjórnarskrána
nokkuð stöðug, hefur verið á bilinu
51-55% í könnunum undanfarið. Þetta
eru slæm tíðindi fyrir forystumenn
ESB, verði stjórnarskráin felld í þjóð-
aratkvæðagreiðslu í Frakklandi yrði
það mikið áfall fyrir ráðamenn í
Brussel. Raunar er talið að það gæti
riðið stjórnarskránni að fullu. Ljóst
þykir að Jacques Chirac Frakklands-
forseti er farinn að hafa verulegar
áhyggjur af málinu. Hann hefur verið
gagnrýndur fyrir að taka ekki nógu
mikinn þátt í baráttu fyrir samþykkt
stjórnarskrárinnar en á morgun,
fimmtudag, mun hann sitja fyrir svör-
um um málefnið í sjónvarpsþætti fyr-
ir ungt fólk.
Frakkar
ekki hrifnir
af stjórn-
arskrá ESB
Berlín. AFP. | Lögreglan í Þýskalandi
frelsaði í gær fjórar skólastúlkur,
sem maður vopnaður hnífum hafði
haldið í gíslingu í nokkrar klukku-
stundir.
Maðurinn, sem er fimmtugur, ír-
anskur hælisleitandi, réðst inn í
skólabíl í bænum Ennepetal í Nord-
Rhein-Westfalen og er haft eftir
vitnum, að hann hafi hrópað upp, að
hann krefðist þess af þýskum yfir-
völdum að mega fá fjölskyldu sína til
sín frá Íran. Að því búnu fór hann
með fjórar stúlkur, á aldrinum 11 til
16 ára, inn í nærliggjandi hús. Sat
fjölmennt lögreglulið um húsið í
nokkurn tíma áður en ráðist var inn
í það og gíslarnir frelsaðir.
Gíslar
frelsaðir
Washington. AP. | Fyrrverandi yfir-
maður leyniþjónustu bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins fór í gær hörð-
um orðum um John R. Bolton, sem
Bandaríkjastjórn vill, að verði næsti
sendiherra henn-
ar hjá Sameinuðu
þjóðunum. Sagði
hann, að fram-
koma Boltons við
samstarfsfólk
sitt, einkum þá,
sem undir hefðu
verið settir, hefði
verið til skamm-
ar.
„Ég hef aldrei
kynnst manni eins og Bolton,“ sagði
Carl W. Ford jr. þegar hann kom
fyrir utanríkismáladeild öldunga-
deildarinnar. „Hann misnotar vald
sitt gagnvart undirmönnum sínum.“
Ford sagði, að Bolton hefði reynt að
fá sérfræðinginn Christian Wester-
mann rekinn fyrir að vera ekki sam-
mála honum um hættuna, sem
Bandaríkjunum stafaði af Kúbu, og
fram kom hjá demókratanum Bar-
böru Boxer, sem á sæti í utanríkis-
málanefndinni, að það væri ekki eina
dæmið um framkomu af því tagi.
Þrátt fyrir þessa hörðu gagnrýni
og þrátt fyrir ýmsar undarlegar yf-
irlýsingar Boltons um Sameinuðu
þjóðirnar er búist við, að repúblik-
anar, sem eru í meirihluta í utanrík-
ismálanefndinni, muni staðfesta út-
nefningu hans sem sendiherra.
Hörð orð
um Bolton
John Bolton
♦♦♦
♦♦♦