Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 17
MINNSTAÐUR
Skagaströnd | Nýr og fullkominn
björgunarbátur kom í heimahöfn á
Skagaströnd um helgina. Báturinn
er í eigu Landsbjargar og Björg-
unarbátasjóðs Húnaflóa en stað-
settur á Skagaströnd þar sem
Björgunarsveitin Strönd hefur um-
sjón með honum.
Báturinn er reyndar ekki nýr
heldur var hann keyptur notaður í
Plymouth í Englandi af RNLI
björgunarliðinu þar. Kaupverð
bátsins var um 14 milljónir króna.
Mun Björgunarbátasjóður Húna-
flóa greiða helming kaupverðsins
og tryggja sér þannig að hann verði
staðsettur á Skagaströnd og um
leið er Landsbjörg að þétta net
stórra og öflugra björgunarbáta
kringum landið. Mun nýi báturinn
þjónusta Húnaflóa allan og Skaga-
fjörð að hluta því næstu bátar
Landsbjargar eru staðsettir á Ísa-
firði og Siglufirði.
Báturinn er búinn tveimur rúm-
lega 500 hestafla vélum og getur
gengið fast að 20 mílum á klukku-
stund. Auk aðalvélanna tveggja er í
bátnum ljósavél og öflug dæla. Bát-
urinn er vel búinn og í fullkomnu
lagi við komuna enda var honum
siglt frá Reykjavík til Skagastrand-
ar á tuttugu tímum með einu olíu-
stoppi á leiðinni. Fleiri tæki munu
verða keypt í bátinn á næstunni og
er þar um að ræða tæki sem nauð-
synleg eru talin um borð í bátum af
þessu tagi. Á bátnum verður sex
manna áhöfn og mun á næstunni
hefjast þjálfun björgunarsveit-
armanna í notkun og meðferð báts-
ins.
Haugabræla fyrir Straumnes
Að sögn Ágústs Ómarssonar, sem
var skipstjóri í þessari jómfrúrferð
bátsins við Ísland, reyndist hann í
alla staði hið besta. Sagði Ágúst að
þeir hefðu fengið alls konar veður
og sjólag á leiðinni þar með talda
haugabrælu fyrir Straumnesið en
báturinn hefði staðið sig mjög vel.
Búið er að velja nafn á bátinn en
hann verður þó ekki skírður form-
lega fyrr en eftir tvær til þrjár vik-
ur þegar búið verður að ganga
formlega frá stofnun Björg-
unarbátasjóðs Húnaflóa og kjósa
honum stjórn.
Sveitarfélög og fyrirtæki allt í
kringum Húnaflóa hafa stutt Björg-
unarbátasjóðinn myndarlega með
fjárframlögum auk nokkurra
stórra fyrirtækja sem starfa á
landsvísu.
Nýr björgunarbátur staðsettur á Skagaströnd
Stóð sig vel í jóm-
frúrferðinni norður
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Kominn heim Björgunarbáturinn við komuna til Skagastrandar.
LANDIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
tillögur sem væru til þess fallnar að
koma í framkvæmd“.
Gunnar Dofri Ólafsson, ungmenn-
aráði miðbæjar, flutti tillögu um
aukið samstarf Reykjavíkurráðsins
og borgarstjórnar. Vildi hann að
Reykjavíkurráði yrði falið ráðgef-
andi hlutverk í málefnum sem varða
ungmenni og að borgarstjórn skuld-
bindi sig til að senda slík mál til
ráðsins til álitsgjafar, sem síðan
færi yfir þau. Benti Gunnar Dofri á
að farsælast væri fyrir borgaryf-
irvöld að ráðfæra sig við þá sem
breytingarnar kæmu við hverju
sinni.
Erla María Markúsdóttir, ung-
mennaráði Austurbæjar/Laug-
ardalsráði, flutti m.a. tillögu um að
auka bæri trúarbragðakennslu í
grunnskólum og að hún hæfist fyrr
en raunin er nú. Þá vildi Soffía
Kristín Jónsdóttir, ungmennaráði
Kjalarness, m.a. bæta og auka að-
stöðu fyrir göngufólk sem leggur á
Esjuna og fá knattspyrnuvöll á
Kjalarnesið.
Umferðar- og samgöngumál voru
áberandi í tillöguflutningi ungmenn-
anna. Brynja B. Halldórsdóttir,
Reykjavík | Reykjavíkurráð ung-
menna, borgarstjóri og borg-
arfulltrúar, funduðu í gær á opnum
fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um til-
lögur sem ráðið telur brýnt að borg-
aryfirvöld setji í framkvæmd sem
fyrst.
Fundinn sátu átta fulltrúar úr
Reykjavíkurráði á aldrinum, 13–18
ára, jafnmargir borgarfulltrúar og
borgarstjóri, sem fyrr segir. Rædd-
ar voru þrettán tillögur sem lágu
fyrir fundinn en þær eru afrakstur
vinnu svonefndra ungmennaráða
Reykjavíkurborgar sl. vetur. Fund-
urinn í gær var fjórði fundur
Reykjavíkurráðsins og borgarfull-
trúa í borgarstjórnarsal Ráðhússins,
en mörgum af þeim tillögum sem
fram hafa komið síðustu ár hefur
verið vísað til umfjöllunar í nefndum
á vegum borgarinnar, og varð sú
einnig raunin í gær, og sumar þeirra
hafa síðan komið til framkvæmda.
Björk Vilhelmsdóttir, borg-
arfulltrúi R-lista, komst þannig að
orði að fundir borgarfulltrúa og
Reykjavíkurráðsins væru skemmti-
legri en hefðbundnir borgarstjórn-
arfundir, enda væri þar „fjallað um
ungmennaráði Vesturbæjar lagði til
að næturakstur strætisvagna yrði
tekinn upp aftur, Brynhildur Bolla-
dóttir, ungmennaráði Austurbæjar/
Kringluráði, vildi að hætt yrði við
þau áform að fella niður leið 6 með
nýju strætóleiðakerfi, enda kæmi
það niður á nemendum Mennta-
skólans v/Hamrahlíð og skjólstæð-
ingum Blindrafélagsins, sem yrðu
að ganga lengra út á stoppistöð.
Magnús Jóel Jónsson, ungmenn-
aráði Árbæjar, lagði til að hraða-
hindranir yrðu settar upp sem víð-
ast í Grafarholti, þá lagði Árný Rut
Jónsdóttir, ungmennaráði Breið-
holts, til að íþróttir, tónlistarnám og
aðrar tómstundir yrðu metin inn í
skóla sem valgreinar og Yousef Ingi
Tamimi, ungmennaráði Vest-
urbæjar, lagði til að kennd yrði
skyndihjálp í grunnskólum.
Þess má geta að Reykjavíkurráð
var stofnað 2002 en í því eiga sæti
tveir fulltrúar úr hverju þeirra átta
ungmennaráða sem starfa í hverfum
borgarinnar en þau tóku til starfa
haustið 2001. Sextán ungmenni
skipa þannig Reykjavíkurráð á aldr-
inum 13–18 ára.
Ungmennaráð Reykjavíkurborgar fundar með fulltrúum í borgarstjórn
Skyndihjálp, næturakstur
og meiri trúfræðsla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bekkirnir í borgarstjórnarsal Ráðhússins voru þéttsetnir.
Hlýtt á málflutning Borgarstjóri og forseti borgarstjórnar hlýða á Brynju
B. Halldórsdóttur, ungmennaráði Vesturbæjar, flytja mál sitt.
Hlíðar | Þessa viðbótarbyggingu á
lóð Kennaraháskóla Íslands við
Stakkahlíð stendur til að flytja af
lóðinni en framundan eru fram-
kvæmdir við stækkun mötuneytis
skólans og frágangur á lóð um-
hverfis hann. Byggingin hefur verið
nýtt undir skrifstofuhúsnæði.
Að sögn Ólafs Proppé, rektors
Kennaraháskólans, hefur viðbygg-
ing við mötuneytið þegar verið boð-
in út og eru framkvæmdir að hefj-
ast. Ólafur segir húsnæði skólans
frá mismunandi tímum og það hafi
verið reist fyrir mismunandi teg-
undir stofnana. Hugmyndin með
stækkun mötuneytisins sé að
byggja á milli tveggja húsa og fá
þannig nýja miðju innan skólans.
Stefnt er að því að framkvæmdum
við stækkun mötuneytisins ljúki í
ágúst.
Þá er einnig áformað að bjóða út
seinni hluta lóðaframkvæmda við
Kennaraháskólann, á suðurhluta
lóðar við svonefndan Hamar, eitt
húsa KHÍ. Í því felst frágangur á
lóð og að gengið verður frá bíla-
stæðum og aðkomuleiðum að hús-
inu. Stefnt er að því að fram-
kvæmdum ljúki með haustinu, að
sögn Ólafs.
Morgunblaðið/Golli
Tilbúið fyrir flutning Þetta hús hef-
ur þjónað sem skrifstofuhúsnæði en
verður nú flutt burt af lóðinni.
Rýmt fyrir
fram-
kvæmdum
Garðabær | Nýr vefur Garða-
bæjar um Urriðaholt hefur
verið opnaður á slóðinni
www.urridaholt.is. en þar má
nálgast ýmsar upplýsingar um
byggingarlandið.
Eins og fram hefur komið
gera skipulagshugmyndir
bæjarins ráð fyrir uppbygg-
ingu þekkingarsamfélags á
Urriðaholti og að starfsemin
verði í nánum tengslum við
íbúðabyggð, útivistarsvæði og
þjónustu.
Nýr vefur um
Urriðaholt
Hafnarfjörður | Vegna fram-
kvæmda við Vesturgötu verður
einstefna í vestur á hjáleiðinni
á Norðurbakka frá 11. apríl til
og með 16. maí. Samkvæmt
upplýsingum frá umhverfis- og
tæknisviði Hafnarfjarðarbæjar
nær einstefnan frá Reykjavík-
urvegi að Herjólfsgötu en hjá-
leiðin á Norðurbakkanum
verður opnuð aftur í báðar átt-
ir er endurgerð Vesturgötu
verður lokið í júlí.
Lokanir á
Vesturgötu