Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Rósar Eggertsson tann-læknir fagnar í vorfimmtíu ára starfsafmælien hann vinnur enn á sinni gömlu góðu tannlæknastofu við Laugaveginn, ásamt tveimur sonum sínum. Hann er alltaf að reyna að hætta, eins og hann orðar það sjálfur, en það er svo gaman hjá honum í vinnunni að hann hættir alltaf við að hætta. „Ég er orðinn svo samgróinn þessu húsi. Hér fæddist ég og ólst upp og á margar góðar minningar, bæði frá uppvextinum og vinnunni. Ég las undir stúdentspróf í stássstofunni hérna sem nú er tannlæknastofa. Laugavegurinn er minn vegur en vissulega var hann allt öðruvísi á mínum uppvaxtarárum. Þegar ég var lasinn lítill drengur gerði ég mér það að leik að sitja hér við gluggann og skrá niður númerin á þeim fáu bílum sem hér óku framhjá yfir daginn.“ Alltaf á sömu þúfunni Rósar hóf starfsferil sinn sem tannlæknir árið 1955 og opnaði þá tannlæknastofu á neðstu hæðinni í húsinu góða við Laugaveginn. „En seinna lét ég breyta íbúð foreldra minna hér á annarri hæð í tann- læknastofur og hef því unnið þessi fimmtíu ár í sama húsi og ég fædd- ist í.“ Þeir feðgar og tannlæknar, Rós- ar, Sigurður Eggert og Gunn- laugur Jón, skipta með sér tím- anum á tannlæknastofunni en þriðji sonurinn Gunnar Oddur sem líka er tannlæknir er með stofu annars staðar og Hulda Björg Rós- arsdóttir tannfræðingur vinur á báðum stofunum. Íhaldssemin og tryggð við hús ríður ekki við einteyming hjá þess- ari fjölskyldu, því Rósar flutti í hús tengdaforeldra sinna í Bergstaða- strætinu þegar hann gifti sig fyrir hálfri öld og þar fæddist Sigurður Eggert elsti sonur hans en Sig- urður keypti húsið og bjó í því til margra ára eftir að afi hans og amma féllu frá og hefur því fetað í fótspor föður síns í því að búa lengi í sama húsi og hann fæddist í. „Já, við í þessari fjölskyldu höf- um tilhneigingu til að vera alltaf á sömu þúfunni.“ Tannlæknateygjan togar stíft Þeir feðgar segjast svo sem ekki geta útskýrt hvers vegna fjögur af fimm börnum Rósars hafi kosið að ganga sama eða svipaðan veg og faðirinn. „Konan mín segir að þetta sé í blóðinu og ekkert við það ráðið. Sigurður, sem er elstur sona okkar, fór beint í tannlækn- ingar en miðbróðirinn, Gunnar Oddur, byrjaði á því að læra líf- fræði og kenndi um tíma í því fagi. En svo fór teygjan að toga í hann og hann skellti sér í tannlækningar og vann hér á stofunni fyrst eftir að hann útskrifaðist. Gunnlaugur Jón, sá yngsti, reyndi að vera í uppreisn við fjölskylduhefðina og fór bæði í læknisfræði og lyfja- fræði en vissi eiginlega ekki af fyrr en hann var kominn í tann- læknadeildina og hann ætlaði aldr- ei að þora að segja okkur frá því,“ segir Rósar og hlær sínum ein- staka hlátri. Ragnheiður er eina barn hans sem ekki starfar við munnhol í mannfólki, en hún er efnafræðingur og kennir í Kvenna- skólanum. „Henni finnst hún stundum svolítið utangátta en við höfum ekki gefið upp alla von um að hún fari kannski í tannlækn- ingar seinna meir. En þetta bjarg- ast allt af því að hún veiðir með okkur,“ segir Sigurður Eggert sem er forfallinn stangveiðimaður rétt eins og restin af fjölskyldunni. Veiðisögur kallaðar milli herbergja „Ég er reyndar hættur að veiða, en keypti samt veiðileyfi í gær,“ segir Rósar sem getur ekki hætt í veiðinni frekar en tannlækning- unum. „Við erum að mestu hættir að veiða lax en veiðum silung. Strákarnir fóru í fyrsta túrinn á þessu vori hinn fyrsta apríl eins og við höfum gert árlega og alltaf á sama stað (hvað annað!), í Þorleifs- læk í Varmá. Það var glampandi sól og logn svo þeir fengu ekki marga fiska en þó einhvern regn- bogasilung og sjóbirting.“ Sam- komulagið er augljóslega gott hjá þeim feðgum sem láta ekki duga að vinna saman alla daga, heldur veiða líka saman. „Við köllumst mikið á hér á milli herbergja því við erum auðvitað nokkuð fastir við stólana þegar við erum að sinna sjúklingunum okkar. Veiðisögurnar fljúga hér á milli og svo flautum við líka mikið við vinnuna.“ Lifandi tónlist hjá tannsa Fastheldni þessarar fjölskyldu sést á öllu innanstokks á tann- læknastofunni, þar er haldið í upp- runalegar innréttingar eins og hægt er og Rás eitt hljómar æv- inlega yfir öllu. „Enda verður mað- ur bara geðveikur á því að hlusta á annað sem er í boði á öldum ljós- vakans,“ segir Sigurður Eggert og bætir við að eflaust laði það bæði að og fæli frá að hafa þessa rás yf- ir sjúklingunum. „Við fáum þó oftar hrós en last fyrir, það er helst að unglingarnir kvarti yfir rásarvalinu. En við gátum á tíma- bili boðið upp á bráðlifandi tónlist hér á tannlæknastofunni, því það er sögufrægur skúr hér á bak við þar sem platan Lifun með Trúbroti var samin og æfð. Þá bárust Trúbrotstónarnir hingað inn til okkar.“ Rósar Eggertsson tannlæknir ætti að geta tekið heilshugar undir máltækið sem segir að eplið falli ekki langt frá eikinni. Þrír synir hans eru tannlæknar og önnur dóttirin er tannfræðingur og öll deila þau brennandi áhuga á stangveiði. Kristín Heiða Kristinsdóttir fór í heimsókn á tannlæknastofu þar sem mikið er hlegið. Morgunblaðið/Þorkell Rósar til vinstri ásamt fjórum börnum sínum, Gunnlaugi, Sigurði Eggert, Gunnari og Huldu. Rósar, Gunnlaugur og Sigurður Eggert gantast við Jóa sem er í stólnum og hefur verið viðskiptavinur í áratugi. Hann sér líka um að smyrja bílana fyrir þá. Hér má þekkja Rósar með borinn á lofti og Sigurð Eggert með ham- arinn, á málverki eftir Gunnar Karlsson sem hangir á biðstofunni. khk@mbl.is  SAMHELDNI Vinna saman og veiða saman NETIÐ er orðið órjúfanlegur hluti af hvers- dagslífi milljóna manna í heiminum. Jafnframt hafa óprúttnir aðilar gert sér ljóst hvaða möguleikar felast í því og hundruð þúsunda tölvuveira herja á. Netnotendur neyðast því til að taka afstöðu til hvernig þeir eigi að verja tölvur sínar gegn áhlaupi að utan og á vef danska neytendaráðsins er sagt frá nýrri könnun á 24 veiruvarnarforritum. Alþjóðlega prófunarstofan ICRT hefur próf- að bæði eldveggi og veiruvarnarforrit, ásamt forritum þar sem þetta tvennt er sameinað. Eldveggur skráir og varar við ef reynt er að koma skjölum eða forritum í gegn, en veiru- varnarforrit fara yfir og kanna hvort tölvu- póstur og efni sem hefur verið hlaðið í tölvuna inniheldur veirur. Forritin 24 eru ákaflega mismunandi að gæðum og verði. Hægt er að fá sameinað veiruvarnarforrit og eldvegg ókeyp- is en besta sameinaða forritið kostar mörg þúsund krónur. Uppfærslur eru einnig dýrar, en nauðsynlegt er að uppfæra forritin reglu- lega, ella verða forritin fljótt gagnslaus. Í ljós kom að sameinaða forritið G-Data Anti- VirenKit Internetsecurity kom best út í könn- uninni en það kostaði á fimmta hundrað danskra króna, eða á fimmta þúsund íslenskra króna. Öryggi á Netinu  KÖNNUN Morgunblaðið/Ásdís Sameinaða forritið G-Data AntiVirenKit Int- ernetsecurity kom best út í könnuninni. EF MAÐUR er hræddur um að fá flensu, kvef eða umgangspestir er besta ráðið að stunda kynlíf, að því er norska Dagbladet hefur eftir vísindamönnum við Háskólann í Leipzig í Þýskalandi.  Kynlíf styrkir ónæmiskerfið.  Kynlíf er líkamsrækt og sem slíkt gott fyrir hjartað.  Kynlíf er reyndar fyrirbyggjandi gagnvart hjartaáfalli, að sögn Þjóðverjanna.  Maður brennir einnig jafnmörgum hitaein- ingum og í hálfri pitsu við 26 mínútna kynlíf.  Testósterón sem losnar hjá karlmönnum við ástundun kynlífs er gott fyrir minni og hugsun.  Kynlíf fyrirbyggir þunglyndi.  Kynlíf er gott við verkjum því verkjastill- andi efni losna þegar kynlíf er stundað.  Og kynlíf er afslappandi og ábyrgst er að nokkrar klukkustundir eftir kynlíf er líkaminn laus við streitu og spennu. Kynlíf allra meina bót  HEILSA Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.