Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 22

Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF MUSTAPHA Moussaoui er kokkur á Café Kulture í Alþjóðahúsinu en hann er frá Alsír og hefur búið hér á landi í þrjú ár. Hann lærði til kokks í Bretlandi og segist elda allra þjóða rétti á Café Kulture eins og vera ber í húsi sem kennt er við margar þjóð- ir. Þegar hann er spurður að því hvað sé helst einkennandi fyrir mat- argerð í heimalandi hans, Alsír, seg- ir hann að í þremur nyrstu löndum Afríku; Marokkó, Alsír og Túnis, sé matargerð mjög áþekk. „Í þessum löndum eru couscous-réttir áberandi og þeir eru til í óteljandi útfærslum. Rétt eins og íslensk kjötsúpa er ekki gerð með sama hætti norður á Ak- ureyri og hér fyrir sunnan, þó svo að hún heiti íslensk kjötsúpa í báðum tilfellum. Couscous-réttur á ein- hverju ákveðnu svæði í Marokkó er allt öðru vísi en couscous-réttur á öðru svæði í Túnis eða Alsír, en allir heita þeir þó couscous. Í Alsír er kjöt mikið notað í couscous-rétti og þá getur það verið lamb, kjúklingur eða hvaða annað kjöt sem fólk vill hafa. Kjötið kaupum við alltaf beint af slátraranum til að tryggja fersk- leika. Á einu svæði í Marokkó er fiskur notaður í couscous og þá er hann veiddur í ákveðinni á og hann verður að vera karlkyns. Við notum kjúklingabaunir mikið í couscous- réttina og einnig höfum við svokall- aða tangine-rétti sem eru pottréttir úr kjöti með miklu grænmeti, ólív- um, gulrótum og fleiru.“ Kryddilmur fyllir húsið Mustapha segir að í Alsír byrji fólk alltaf daginn á því að fá sér kaffi með krossant. „Móðir mín er svo yfirleitt að elda alveg frá klukkan níu á morgnana fram á miðjan dag. Þeir sem vinna úti fara heim í hádeginu til að borða og fá þá staðgóðan há- degismat. Við leggjum mikið upp úr því að allt heimilisfólkið borði sam- an. Síðan fáum við kaffi og brauð í  MATARKISTAN | Lostæti frá Alsír, Túnis og Marokkó Í Afríku borða allir saman Morgunblaðið/Árni Torfason Mustapha Moussaoui er frá Alsír og er kokkur á Café Kultura í Alþjóðahúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.