Morgunblaðið - 13.04.2005, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Þegar ég nú minnist
Jónasar B. Jónssonar
minnist ég manns sem
var kallaður og hlýddi kallinu. Köll-
un Jónasar var að leiða fólk til
mennta og þroska. Störf hans að
fræðslumálum eru kunn og viður-
kennd, svo og fórnfúst starf hans í
þágu skátahreyfingarinnar á Ís-
landi. Ellefu ára varð ég svo lán-
samur að kynnast góðu skátastarfi,
þegar ég gekk í skátafélagið Heið-
arbúa í Keflavík. Merki félagsins er
varða. Vörður og vitar bera göfugt
vitni þeim sem hlóðu og reistu
þessi mannvirki. Að varða veginn
og lýsa leiðina svo að þeir sem
treysta leiðsögn þeirra nái að kom-
ast í öruggt var. Undirritaður var
svo lánsamur að njóta leiðsagnar
Jónasar þegar ég af vanefnum tók
að mér að sinna embætti skátahöfð-
ingja í sjö ár. Að kosningu lokinni
gekk til mín þessi fyrrverandi höfð-
ingi, rétti mér vinstri höndina og
sagði: „Ef ég get orðið þér að liði
er ég viðbúinn.“
Við nánari kynni kom í ljós að
Jónas var ekki einungis vörðu-
hleðslumaður, hann var viti sem
lýsti hátt og vítt og ljómi hans varir
meðan Úlfljótsvatn er byggt.
Það eru margir sem hvíla í hug-
arfylgsni mínu nú þegar ég leiði
hugann að fólki sem hefur haft
áhrif á lífshlaup mitt. Tveir sitja þó
ofarlega, nú á náðartíma uppris-
unnar, þeir eru andlegir bræður –
enda hafa báðir þjónað æskufólki
til visku og þroska og leystu báðir
landfestar á sama tíma, þeir Jónas
B. Jónsson og Jóhannes Páll II
páfi.
Ágústínus kirkjufaðir segir svo í
hugleiðingum sínum: „Sál mín öðl-
ast ekki frið fyrr en ég er lentur í
öruggri höfn í borg Guðs.“
Þessir tveir höfðingjar hafa nú
siglt förum sínum heilum heim, í
höfn á friðarlandi til hins nýja lífs í
ljómanum frá hinu eilífa ljósi sem
er Kristur.
Þeir hvíli í friði.
Gunnar Eyjólfsson.
Verið í mér, þá verð ég í yður... Sá ber
mikinn ávöxt sem er í mér og ég í hon-
um.
(Jóh. 15.4–5.)
Páskar, sem boða upprisu ofar
gröf og dauða og lífgun nýs vors
fara saman hér á norðurhveli. End-
urskapað líf og upprisa eru kveikt
af þeirri fórnandi elsku Guðs er
birtist og gefst í Jesú Kristi segir
trúin, sem honum binst. Það varðar
mestu á ævileið um daga og ár að
vera farvegur þess kærleiksmáttar
og berjast góðu baráttunni gegn
öllu sem að lífinu vegur og hlúa að
JÓNAS B.
JÓNSSON
✝ Jónas BergmannJónsson, fyrrver-
andi fræðslustjóri í
Reykjavík, fæddist á
Torfalæk í Austur-
Húnavatnssýslu hinn
8. apríl 1908. Hann
lést á Landakotsspít-
ala aðfaranótt 1. apr-
íl síðastliðins og var
útför hans gerð frá
Dómkirkjunni 8. apr-
íl.
því, vexti þess, við-
gangi og þroska. Jón-
as B. Jónsson fyrrum
fræðslustjóri gerði það
á langri ævileið sinni
svo mjög og vel að ís-
lenskt mannlíf og sam-
félag ber glögg merki
um framsækin viðhorf
hans og ávaxtarík
störf.
Jónas óx úr grasi í
norðlenskri sveit í
byrjun fyrri aldar og
mótaðist af hugsjónum
um ræktun lands og
lýðs í byr þjóðfrelsis-
vona. Og þó svo að hann væri ávallt
málsvari fjölþættrar menntunar
sem aflgjafa fjölþætts samfélags og
mannlífs hefur mennta- og mann-
gildismat hans verið líkt því sem
vesturheimsskáldið lýsir svo:
Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning, haga hönd
hjartað sanna og góða.
(Steph. G. St.)
Jónas hafði verið fræðslustjóri í
áratugi og séð margar skólabygg-
ingar rísa, sem teiknaðar voru sam-
kvæmt hugmyndum hans um virkni
nemenda og svigrúm til skapandi
fræðslu og menntunar, þegar við
kynntumst honum á heimili þeirra
Guðrúnar Ö. Stephensen á Mel-
haga þrjú í Reykjavík sem bekkj-
arbræður úr Menntaskóla og vild-
arvinir Ögmundar sonar þeirra.
Jónas var þá einnig skátahöfðingi
Íslands og hafði með framtaki sínu
og hvetjandi áhrifum eflt mjög
skátahreyfinguna svo sem upp-
byggingin á Úlfljótsvatni bar með
sér, þar sem skátanámskeið og
fræðsla fóru fram auk fjölmennra
skátamóta. Guðrún sem er gagn-
menntuð í uppeldisfræðum frá
Norðurlöndum og Vesturheimi
hafði augljóslega ekki aðeins sömu
uppeldisviðhorf og hugsjónir og
eiginmaður hennar heldur hefur
hún haft gefandi áhrif á háleit sjón-
ar- og stefnumið hans.
Heimili þeirra varð enda dýr-
mætt athvarf okkar vinanna á þýð-
ingarmiklum og viðkvæmum
þroskaárum. Gaman var að vera
þar með Ögmundi og kynnast
systkinum hans, Jóni Torfa, Ingi-
björgu og Birni. En við sóttum
þangað ekki aðeins þeirra vegna
heldur líka vegna Guðrúnar og Jón-
asar sem sýndu okkur fágætan
skilning og hlýju. Þau leiðbeindu án
þess að minnast á boð og bönn og
sefuðu líkt og innri ótta og örygg-
isleysi með nærfærinni umhyggju,
hvöttu og hrósuðu svo að hikandi
augnatillit varð upplitsdjarfara en
fyrr. Þau miðluðu næmri lífsvirð-
ingu og djúpum lífsskilningi. Þau
tóku mark á okkur og virtu þó svo
að framkoma okkar væri oft hik-
andi og skoðanir reikular og horfðu
líkt og fram á veg sem sýnt gæti
atgerfismenn ef hlúð væri vel að
gáfum og hæfileikum. Heimili
þeirra var fagurt og vel búið en þó
látlaust og lýsti hógværð og smekk-
vísi. Blátt sófasett og píanó í stof-
unni og málverk á veggjum m.a. af
Snæfellsjökli sýndu það og skápar
á skrifstofu með úrvalssafni ís-
lenskra og erlendra bókmennta, og
vel var borið á borð fyrir okkur í
eldhúsinu eða borðstofunni og gætt
að hollustu og heilbrigði. Og þegar
við kvöddum fylgdu okkur góðar
óskir og hvatning.
Þótt leiðir góðvina lægju í ýmsar
áttir í framhalds- og háskólanámi
var komið saman á Melhaganum
þegar færi gafst til og farið þangað
einnig með áhuga- og áhyggjuefni
til að fá uppörvandi viðbrögð og
svör. Jónas varpaði oft fram gagn-
rýnum spurningum til guðfræði-
nemans, sem reyndi meira af vilja
en mætti að útskýra lífsleyndar-
dóma í trúarlegu ljósi, og rökræður
urðu þá oft fjörlegar um tilgang lífs
og hinstu rök. Honum var þó aug-
ljóslega efst í huga að skerpa dóm-
greind og glöggskyggni viðmæl-
andans fremur en að þrengja að
honum líkt og góður kennari sem
nær fram því besta hjá nemanda
sínum með sanngjörnum kröfum en
jafnframt virðingu og hlýhug.
Glettni og gamansemi krydduðu
orð hans og athugasemdir svo að
vel var við þeim tekið. Jónas var
hlýr í viðmóti en einbeittur jafn-
framt og festulegur. Hann hafði
tígulegt og höfðinglegt yfirbragð,
glæsilegur í sjón og raun. Hann var
agaður og viljaserkur og vann bar-
áttumálum sínum framgang með
skýrri framsetningu, lipurð og
lagni og laðaði að sér hæfileikaríka
samstarfsmenn. Hann vildi að öll
börn og unglingar gætu menntast
við hæfi og enginn yrði afskiptur,
innleiddi sér -og stuðningskennslu,
kynnti opinn skóla og vann að mót-
un fjölbrautarkerfis á framhalds-
skólastigi.
Jónas fagnaði mjög samfélags-
umskiptum frá örbyrgð til alls-
nægta og fjölþættum menntunar-
kostum, sem nú byðust uppvaxandi
kynslóðum en varaði við rótleysi og
þeim áhrifum tækni- og vélmenn-
ingar, sem gert gætu menn að
viljalitlum verkfærum, sem skorti
siðgæði og lífsvirðingu. Fjölskrúð-
ug og mikilfengleik náttúra lands-
ins væri sú lífsins bók sem þyrfti að
lesa og læra af og sækja þangað
þrótt og viðmið og gæta að sam-
hengi og tilgangi lífsins. Við snark-
andi skátaeld og söng var auðvelt
að finna, að
Lífið er söngur, glaumur, gaman.
Gleðin hún býr í fjallsal,
en jafnframt var brýnt að skynja
það við hjartarætur, að gleði lífs og
tilgangur felst í því vera við því bú-
inn að liðsinna því og líkna og hlúa
að því og rækta það í Guðsvitund
og trausti.
Ánægjulegt var að geta samfagn-
að Jónasi níræðum fyrir nákvæm-
lega sjö árum og flutt honum af-
mælisbrag. Hann var þakklátur og
glaður og enn vökull og víðsýnn í
stórum fjölskyldu- og vinahópi.
Með drift og dáð hafði hann ræktað
vel akurinn sinn. Börnin hans vott-
uðu það þó helst af öllu sem hafa
látið mjög að sér kveða í mennta-
og félagsmálum og yngri afkom-
endur, nýju lífssprotarnir grósku-
miklu. Það var líka gleðilegt og gef-
andi að líta til Jónasar og
Guðrúnar, þegar þau höfðu fært sig
yfir á Fálkagötu og sjá hve þau
hlúðu af miklu ástríki og djúpri
virðingu hvort að öðru og þiggja
enn blessun af þeim. Við þökkum
hana af hjarta og dýrmæta leiðsögn
fyrrum og biðjum góðan Guð, sem
gefur páska og vor að líkna og lýsa
Guðrúnu, börnum þeirra Jónasar
og öllum ástvinum og fullkomna líf
hans í upprisuljóma. Með lokaer-
indum afmælisbragsins lítum við
enn til þess sem gafst í ævi Jónasar
og sögu og horfum fram í trúarvon
og ljósi.
Að mega hér á jörðu lifa lengi
er lán og blessun ef að vel er gert,
en fræjum sá og fagna heill og gengi
og finna tilgang lífs er mest um vert
Þín sæla reyndist sjálfum þér að gleyma
er sóttist eftir bættum lífsins hag
því fagra drauma geislar kvölds þér
geyma
er geta ræst við nýjan sólardag.
Loftur Melberg Sigurjónsson,
Gunnar Grettisson
og Gunnþór Ingason.
Föstudaginn 8. apríl sl. voru
tveir þekktir heiðursmenn bornir
til hinstu hvíldar. Þar voru Jóhann-
es Páll páfi í Róm og Jónas B.
Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri
og skátahöfðingi Íslands. Við Jónas
áttum samtímis setu í stjórn
Bandalags íslenskra skáta í 14 ár,
eða frá 1950 til 1964. Hann var í
stjórn Bandalagsins í 21 ár, þar af
sem skátahöfðingi í 13 ár. Við Jón-
as áttum langt og náið samstarf.
Ég var í tíu ár erlendur fulltrúi
bandalagsins og þurfti því oft að
leggja ýmis erlend mál fyrir skáta-
höfðingjann, er ávallt var fljótur að
átta sig á málunum og hvernig best
væri að standa að þeim. Sérstak-
lega kom þetta ljós 1962 er hér var
haldinn Norðurlandafundur skáta-
höfðingja. Sá fundur tókst með
ágætum, en Jónas átti stærstan
þátt í undirbúningi hans. Þessi
fundur skapaði nána og persónu-
lega vináttu og tengsl og fengum
við mjög mörg ánægjuleg þakkar-
bréf fyrir sérlega góða skipulagn-
ingu á fundinum og utan hans, en
þar fórum við nýjar leiðir. Við Jón-
as höfðum verið á sams konar fundi
í Svíþjóð 1959. Hlutur Íslands var
góður, Jónas hélt þar vel á málum.
Einn árangur fundarins var t.d. sá
að hingað komu árið 1961 nokkrir
tugir sænskra skáta í hópferð og
ferðuðust víða um land vort. Eftir
heimkomuna héldu þeir vel saman
og höfðu m.a. Íslandskvöld og borð-
uðu skyr.
Sem skátahöfðingi hélt Jónas
góðu sambandi við skátafélögin á
landsbyggðinni með heimsóknum
til þeirra og styrkti það skátastarf-
ið verulega. Sérstaklega er upp-
bygging á Úlfljótsvatni það sem
stendur upp úr á skátaferli Jónasar
B. Dr. Helgi Tómasson, skátahöfð-
ingi Íslands 1938–1958, „fann“ Úlf-
ljótsvatn 1938 og fór með Jónasi
austur og sáu þeir fyrir sér upp-
byggingu staðarins til framtíðar
fyrir útilífsstarfsemi skátahreyfing-
arinnar á Íslandi. Byrjað var á lít-
illi skálabyggingu 1942, sem reist
var á sex vikum. Nú eru skálarnir
1.200 m².
Já, Jónas B. hefur svo sannar-
lega, með aðstoð áhugasamra
skátaforingja, lyft „Grettistaki“ á
Úlfljótsvatni.
Jónas B. var góður stjórnandi
funda stjórnar Bandalags íslenskra
skáta. Hann talaði hægt og yfirveg-
að og hélt sig við efnið, var mál-
efnalegur á þeim rúmlega 100
stjórnarfundum er við áttum sam-
an. Ég vil sérstaklega þakka Jónasi
fyrir mikilsverðan stuðning er ég
vann að uppbyggingu foringjaskóla
skáta, Gilwellskólans, er hefir lík-
lega styrkt skátahreyfinguna meira
en nokkurt annað mál. Fjölskyldu
Jónasar B. Jónssonar sendi ég inni-
legar skáta- og samúðarkveðjur.
Franch Michelsen.
✝ AðalheiðurKristjánsdóttir
fæddist á Mel í Stað-
arsveit 4. okt. 1931.
Hún lést á heimili
sínu í Kópavogi 3.
mars 2005. Foreldr-
ar hennar voru þau
Guðrún Hjörleifs-
dóttir, f. 20. júní
1904, d. 12. okt.
1991, og Kristján Er-
lendsson, f. 28. apríl
1896, d. 23. ágúst
1973. Þau bjuggu á
Mel í Staðarsveit.
Aðalheiður var
fimmta í röðinni af tólf systkinum.
Þau voru, Kristjana, f. 28. júlí
1926, Elín, f. 30. nóv. 1927, Magða-
lena, f. 13. nóv. 1928, Theódór, f.
19. mars 1930, d. 4. janúar 1979,
Helga og Þórunni. 3) Oddný, f. 16.
des. 1953, maki Ólafur B. Guð-
mundsson, þau eiga þrjú börn,
Kristmund, Aðalheiði og Ídu. 4)
Bjarni, f. 1. maí 1955, d. 22. ágúst
2002, maki Jóna Gunnarsdóttir,
þau eignuðust þrjú börn, Aðal-
heiði, Gunnar og Steinþór. 5)
Ófeigur, f. 27. ágúst 1956, maki
Linda Garðarsdóttir, þau eiga tvö
börn, Marí Lenu og Jónas. 6) Þor-
björg, f. 15. sept. 1958, maki Guð-
mundur Guðmundsson, þau eiga
fjóra syni, Karl Val, Sigurð, Bjarka
og Andra. 7) Hlíf, f. 11. sept. 1956,
d. 19. ágúst 1997, hún eignaðast
soninn Ástþór Óðin. 8) Þór, f. 10.
júlí 1963, hann á eina dóttir, Selmu
Ósk. Langömmubörn eru nú orðin
átta. Aðalheiður og Sigurður hófu
búskap í Ólafsvík en þegar Sigurð-
ur slasaðist fluttu þau til Hafnar-
fjarðar. Er Sigurður lést hóf Að-
alheiður vinnu í Hval h.f. og vann
þar, þar til á síðasta ári. Frá 1987
bjó Aðalheiður í Kópavogi.
Útför Aðalheiðar var gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju 15. mars.
Gunnar, f. 22. febr.
1933, d. 6. jan. 2000,
Matthildur, f. 7. maí
1936, Hjörleifur, f. 16.
des. 1937, Erlendur, f.
7. apríl 1939, Stefán, f.
4. sept. 1942, Sigurð-
ur, f. 21. mars 1944, og
Sólveig, f. 12. des.
1947.
Aðalheiður giftist
Sigurði Steinþórssyni,
f. 16. júlí 1925 í Ólafs-
vík. Hann lést 28. sept-
ember 1980. Börn
þeirra urðu átta og
heita: 1) Guðrún, f. 10.
maí 1951, maki Kristinn Ver-
mundsson, þau eiga þrjá syni, Sig-
urð, Birgi og Arnar. 2) Sigurborg,
f. 5. ágúst 1952, maki Sigurður
Sigurðsson, þau eiga tvö börn,
Heiða vinkona mín er látin. Þess-
ar fréttir bárust mér ekki fyrr en
allnokkru eftir andlát hennar og
jarðarför, því ég hafði verið erlendis
um hríð. Þar sem mér tókst ekki að
sýna henni virðingu mína með því
að fylgja henni til grafar vil ég
minnast hennar með nokkrum fá-
tæklegum línum.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
1962 í Hafnarfirði þegar hún kom til
mín með yngstu börnin sín til að
hefja skólagöngu í Öldutúnsskóla.
Sigurður maður hennar hafði lent í
skelfilegu slysi við löndun í Ólafs-
víkurhöfn. Hann lá milli heims og
heljar í marga mánuði og þegar
hann reis loks úr rekkju var hann
öðrum fætinum og annarri hendinni
fátækari. Sigurður var harðdugleg-
ur sjómaður sem hafði stigið dans-
inn við dætur Ægis af miklu harð-
fylgi. Þetta var skelfilegt áfall fyrir
fjölskylduna því þegar þarna var
komið sögu voru börnin sjö. Heiða
og Sigurður settust að í litlu húsi á
Selvogsgötu í Hafnarfirði og þar
vitjaði ég þeirra alloft. Æðruleysi
Heiðu við þessar erfiðu aðstæður
var aðdáunar vert. Sigurður, þessi
kraftmikli maður, var kvalinn á sál
og líkama eftir slysið. Alltaf hélt
Heiða ró sinni þó að undir niðri væri
kvíði og ótti við hvernig allt þetta
mundi nú fara. Það var því mikill
hamingjudagur í lífi þeirra þegar
þau eignuðust bíl. Þá komst Sigurð-
ur niður að höfn og gat tekið sjó-
menn tali. Það kom í minn hlut að
fylla út skattaskýrslur þeirra.
Tekjur voru engar umfram það sem
skammtað var úr hnefa úr trygg-
ingum og til framfærslu. Heiða hafði
öll árin eftir slysið hugsað af nær-
færni um Sigurð þar til hann and-
aðist 1980. Þegar það ár hóf hún
störf sem verkakona hjá Hval h.f.
Hún vildi ekki vera upp á neinn
komin. Þar vann hún þar til kraftar
hennar þrutu fyrir nokkru. Hún bar
ráðamönnum Hvals h.f. afar vel sög-
una og naut þess að fá að vera á góð-
um vinnustað. En sorgin hafði ekki
yfirgefið Heiðu. Hlín dóttir hennar
greindist með krabbamein og háði
erfiða baráttu við sjúkdóminn. Heiða
var henni stoð og stytta í þeirri bar-
áttu sem lauk með andláti Hlínar.
Og enn kvaddi sorgin dyra þegar
Bjarni sonur hennar lést úr sama
sjúkdómi fyrir rúmum tveim árum.
Seinni árin eftir lát Sigurðar lágu
leiðir okkar Heiðu ekki eins oft sam-
an. Aðallega þegar þurfti að fylla út
skattaframtöl. En ég fylgdist alltaf
með henni og í mínum huga er hún
ein af hetjum hversdagslífsins, hún
lét aldrei bugast þótt nóttin væri oft
dimm. Því hneigi ég mig í djúpri
virðingu fyrir henni á kveðjustund.
Börnum hennar og ættingjum sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Haukur Helgason.
AÐALHEIÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR